Áhættuhegðun fjármálaráðherrans

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, svarar grein Benedikts Jóhannessonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu.

Auglýsing

Óhjá­kvæmi­legt er að gera athuga­semdir við grein Bene­dikts Jóhann­es­sonar fjár­mála­ráð­herra í Kjarn­anum 6. maí sl. Því miður ber víða á skiln­ings­skorti gagn­vart ferða­þjón­ust­unni í grein fjár­mála­ráð­herra, eða hreinum og klárum rang­færsl­um.

­Með grein­inni leit­ast fjár­mála­ráð­herra við að færa rök fyrir þeim áformum er koma fram í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar 2018-2022 um að ferða­þjón­ustan fær­ist í efra þrep virð­is­auka­skatts á miðju næsta ári.

Gegn­um­gang­andi rök fjár­mála­ráð­herra eru sem fyrr að „eðli­legt“ sé að virð­is­auka­skattur sé sá sami í ferða­þjón­ustu og í öðrum geirum hér inn­an­lands. Hún hafi notið þess á und­an­förnum árum að vera í „und­an­þágu­þrep­i“ virð­is­auka­skatts­kerf­is­ins.

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar minna á að ferða­þjón­ustan er í alþjóð­legu sam­keppn­isum­hverfi. Hún keppir ekki um inn­lenda við­skipta­vini heldur erlenda. Í lang­flestum sam­keppn­is­löndum okkar er ferða­þjón­ustan í neðra þrepi virð­is­auka­skatts til að auka sam­keppn­is­hæfni henn­ar. Hækkun í efra þrep virð­is­auka­skatts færir ferða­þjón­ust­una því ekki í sama skatt­þrep og aðrar grein­ar, heldur í tvö­falt hærra skatt­þrep en sam­keppn­in.

Auglýsing

Afkoman versnar – batnar ekki

Fjár­mála­ráð­herra segir að afkoma fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu hafi færst í betra horf. Það átti vissu­lega við um nokkur stærri fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árunum 2013-2015, en síður um fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni. Á síð­asta ári fór að halla veru­lega undan fæti hjá lang­flestum fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu vegna styrk­ingar krón­unn­ar, mik­illa launa­hækk­ana og ann­arra íþyngj­andi þátta. Upp­lýs­ing­ar SAF frá fjölda fyr­ir­tækja benda til þess að EBITDA fram­legð í öllum greinum ferða­þjón­ustu nema flug­rekstri hafi lækkað tölu­vert frá 2015 til 2016. Aðal­á­stæða þess er styrk­ing krón­unnar um 17-30% á síð­asta ári. Flest fyr­ir­tæki hafa þurft að taka á sig hluta eða heild­ar­á­hrif af sterk­ari krónu. Fyrir vikið hefur afkoma atvinnu­grein­ar­innar versn­að. Það er því ekki línu­legt sam­band á milli fjölg­unar ferða­manna og afkomu fyr­ir­tækj­anna.

Þá full­yrðir fjár­mála­ráð­herra að sam­kvæmt verð­mæl­ingum Hag­stof­unnar hafi verð á ferða­þjón­ustu hækkað í íslenskum krónum um 11% umfram geng­is­þróun árið 2016 og gefur þannig í skin að arð­semi grein­ar­innar hljóti að vera með mesta móti. Rétt er að benda á að í árs­byrjun 2016 fór stór hluti ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja að inn­heimta 11% virð­is­auka­skatt í fyrsta skipti. Milli áranna 2015-2016 hækk­uðu laun um 11,4% auk þess sem ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki fjár­festu mikið með til­heyr­andi hækkun á fjár­magns­kostn­aði. Það verður að telj­ast sér­stakt að ráð­herra velji að fjalla aðeins um aðra hlið máls­ins en taki ekki inn breytur kostn­að­ar­megin á sama tíma.

Rang­færslur um ívilnun

„Nú er svo komið að vöxtur í ferða­þjón­ust­unni er orð­inn mjög mik­ill,“ segir í grein fjár­mála­ráð­herra. „Á sama tíma nýtur þjón­usta við ferða­menn skatta­legrar íviln­unar gagn­vart öðrum atvinnu­grein­um.“ Ráð hans er að hætta þessum „íviln­un­um“ og færa ferða­þjón­ust­una í efra þrep virð­is­auka­skatts.

Þetta er rangt. Ferða­þjón­ustan nýtur ekki íviln­unar gagn­vart öðrum inn­lendum atvinnu­grein­um, enda keppir hún ekki við þær um við­skipta­vini. Íslensk ferða­þjón­usta starfa á alþjóð­legum sam­keppn­is­mark­aði rétt eins og aðrar útflutn­ings­at­vinnu­grein­ar; þar ríkir verð­sam­keppni. Stjórn­völd eiga að sjá til þess að atvinnu­greinin stand­ist sam­keppni á þessum alþjóð­legu mörk­uðum enda mikið í húfi fyrir þjóð­ina alla. Með því að vera í lægra þrepi virð­is­auka­skatts stendur hún jafn­fætis sam­keppn­inni á erlendri grundu. Þeir sem hins vegar njóta íviln­unar gagn­vart virð­is­auka­skatts­kerf­inu á Íslandi eru þær atvinnu­greinar sem eru und­an­þegnar virð­is­auka­skatti með öllu og standa fyrir utan kerfi. Það verður að telj­ast afar mik­il­vægt að fjár­mála­ráð­herra átti sig á þessum grund­vall­ar­mun þ.e. hvort starfað sé á inn­an­lands­mark­aði ann­ars vegar eða alþjóða­mark­aði hins veg­ar.

Rök illa ígrunduð

Í grein sinni segir fjár­mála­ráð­herra að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar sé far­inn að hafa nei­kvæðar afleið­ing­ar. Svo ör vöxtur geti leitt til efna­hags­legs og umhverf­is­legs ófarn­að­ar. Ráðið sé að hækka virð­is­auka­skatt­inn á ferða­þjón­ust­una til að hægja á vexti hennar og draga um leið úr þrýst­ingi til hækk­unar á gengi krón­unn­ar.

Það er ljóst að fjár­mála­ráð­herra lítur svo á að íslensk ferða­þjón­usta ein og sér beri ábyrgð á sífellt sterkara gengi krón­unn­ar. Vissu­lega hefur ferða­þjón­ustan átt sinn þátt í því að styrkja gengi krón­unn­ar, en því fer fjarri að hún hafi gert það ein og óstudd. Á árinu 2016 var inn­flæði vegna jákvæðs við­skipta­jafn­aðar 195 millj­arðar króna, sem að stærstum hluta er ferða­þjón­ust­unni að þakka, en á sama tíma var ann­ars konar gjald­eyr­is­inn­flæði 330 millj­arðar króna sam­kvæmt upp­lýs­ingum Seðla­banka Íslands.

Mun áhrifa­rík­ara og eðli­legra tæki til að létta þrýst­ingi á gengið er einmitt að lækka stýri­vexti Seðla­bank­ans og þar með taka burt hvata til vaxta­mun­ar­við­skipta sem er ört vax­andi áhrifa­þáttur á styrk­ingu íslensku krón­unn­ar. Slík ákvörðun myndi hafa bein áhrif á inn­flæði gjald­eyr­is, þátt sem við­heldur þrýst­ingi á gengi krón­unnar til hækk­un­ar.

Hvað varðar fjölgun ferða­manna og til­raun ráð­herr­ans til að beita virð­is­auka­skatts­kerf­inu til að draga úr fjölda þeirra eða fækka þeim þá telja Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar þá leið ekki væn­lega. Mun eðli­legra og skil­virkara væri að horfa til sér­tæk­ari aðgerða sem tryggja skipu­lag og álags­stýr­ingu á mis­mun­andi lands­svæðum. Þá ættu grein­ingar hvað varðar eig­in­legt álag eft­ir land­svæð­u­m og árs­tímum að liggja fyr­ir.

Farið þá bara að gera eitt­hvað ann­að...

Sam­kvæmt orðum fjár­mála­ráð­herra er hækkun virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu ætlað að vera tæki til geng­is­lækk­unar eins og áður hefur komið fram. Rík­is­valdið áformar því að setja atvinnu­upp­bygg­ingu og fjár­fest­ingu í ferða­þjón­ustu í upp­nám til að aðstoða ann­ars konar útflutn­ings­fyr­ir­tæki. Fjár­mála­ráð­herra er svo sem ekk­ert að leyna þessum áformum í grein sinni. Hann segir „Ferða­þjón­usta er ekki eina greinin á lands­byggð­inni. Þar eru útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem berj­ast við hækk­andi krónu og fyr­ir­tæki sem selja vörur sínar í almennu þrepi virð­is­auka­skatts. Þau njóta góðs af breyt­ing­unum nái þær til­gangi sínum að sporna við styrk­ingu krón­unn­ar.“ Þeir ein­stak­lingar sem missa vinn­una eða fyr­ir­tæki sín á lands­byggð­inni vegna hækk­unar virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ust­una geta sem sagt bara farið að gera eitt­hvað ann­að. Allt virð­ist vera betra en ferða­þjón­usta í huga ráð­herr­ans.

Minna en hálf­sann­leikur

Fjár­mála­ráð­herra heldur því fram að ferða­þjón­ustan skili „til­tölu­lega litlum tekjum til að standa undir bæði kostn­aði hins opin­bera við hana og almennri sam­neyslu.“ Hann segir að atvinnu­grein sem er yfir 8% af hag­kerf­inu skv. mæl­ing­um World Tra­vel and Tourism Council (eðli­legra væri að íslensk mæl­ing lægi fyr­ir) hafi aðeins skilað 3% af tekjum rík­is­ins af virð­is­auka­skatti á síð­asta ári. Þetta er ekki einu sinni hálf­sann­leik­ur. Ferða­þjón­ustan mun skila 15% af heildar skatt­tekjum rík­is­ins á þessu ári, eins og skýrt kemur fram í fjár­laga­frum­varpi árs­ins frá umræddum ráð­herra. Ef ráð­herr­ann ætlar að ein­angra grein­ingu sína við virð­is­auka­skatt­inn og ekk­ert ann­að, er rétt að benda honum á að taka með í reikn­ing­inn fjár­fest­ingar grein­ar­innar síð­ustu miss­era og afleiddra áhrifa s.s. á verslun þegar litið er til VSK skila til fram­tíðar sem og þeirra miklu VSK tekna til rík­is­ins sem greinin skilar árlega í gegnum fast­eigna­fé­lög þar sem flest hótel greiða leigu til þeirra í efra VSK þrepi.

Ekki ein­föld­un, heldur aukið flækju­stig

Enn einn rök­stuðn­ingur ráð­herr­ans fyrir hækkun í efra skatt­þrep er að aðgerðin geri skatt­kerfið skil­virkara og ein­fald­ara með því að fækka und­an­þág­um. Þessi full­yrð­ing heldur ekki vatni. Fjár­mála­ráð­herra hyggst færa nokkrar atvinnu­greinar í ferða­þjón­ustu úr 11% þrepi í 24% þrep seinni hluta árs­ins 2018 en 1. jan­úar 2019 eða sex mán­uðum síðar niður í 22,5% þrep en áfram verða veit­ingar í 11% þrepi til sam­ræmis við mat­vöru og áfengi.

Ljóst er að þessi aðgerð er ein­göngu til þess fallin að auka flækju­stig og það til muna fyrir fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, óskil­virkni eykst og þannig hvati til und­an­skota. Aftur á móti eru um 30% af öllum umsvifum í efna­hags­líf­inu að fullu leyti und­an­þegin virð­is­auka­skatti, þar sem hvorki er greiddur útskattur né nýttur inn­skattur á móti, und­an­þágur sem mætti örugg­lega end­ur­skoða, a.m.k. að hluta til á hverjum tíma.

Ein­földun skatt­kerf­is­ins er ekki ein­fald­ari en svo að fjár­mála­ráð­herr­ann talar um mark­aðs­að­gerðir og mót­væg­is­að­gerðir til að mæta nei­kvæðum áhrifum hærri virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni.

Þá hverfa allar hug­myndir um ein­földun og skil­virkni út um glugg­ann þegar haft er í huga að fjár­mála­ráð­herra áformar að hækkun virð­is­auka­skatts­ins komi til fram­kvæmda á miðju næsta ári, á háönn ferða­þjón­ust­unn­ar. Flækju­stigið er hærra en nokkur getur ímyndað sér. Bara þessi tíma­setn­ing er næg ástæða til að draga þessi áform til baka og hugsa málið bet­ur.

Horft fram­hjá skyn­sam­ari leiðum

Taka má undir almenn við­vör­un­ar­orð fjár­mála­ráð­herra um að hinn öri vöxtur ferða­þjón­ust­unnar er verk­efni sem þarf að takast á við svo hann leiði ekki til ófarn­að­ar. Þörfin fyrir aðgerðir hefur reyndar legið fyrir nokkuð lengi án þess að stjórn­völd hafi tekið til hend­inni. Það er helst í Stjórn­stöð ferða­mála, sam­starfs­vett­vangi stjórn­valda og ferða­þjón­ust­unn­ar, sem stefna hefur verið mörkuð um aðgerðir með Veg­vísi í ferða­þjón­ustu. Þar er horft til bætts skipu­lags og álags­stýr­ingar á mis­mun­andi svæðum við úrlausn þessa áskor­ana. Ótrú­leg upp­gjöf felst í því af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar að ákveða að takast ekki á við verk­efn­ið, heldur beita skatta­hækkun til að reyna að fækka ferða­mönn­um. Svona aðferða­fræði getur ekki verið væn­leg til árang­urs.

Eru auknar álögur á ferða­þjón­ust­una lausn allra mála?

Fjár­mála­ráð­herra ber sig ekki aðeins aum­lega vegna geng­is­styrk­ingar krón­unn­ar. Hann segir að gjald­eyr­is­söfnun Seðla­bank­ans sé dýr, sam­keppni sé um vinnu­afl, inn­viðir þandir og þar á meðal hús­næð­is­mark­að­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Við bæt­ast margra millj­arða fram­úr­keyrslur á fjár­lögum ófjár­magn­aðar og sam­göngu­á­ætl­un, að hluta ófjár­mögn­uð,“ skrifar ráð­herr­ann.

Er ekki fram­úr­keyrsla á fjár­lögum sem og for­gangs­röðun verk­efna alfarið á ábyrgð stjórn­valda sjálfra? Að stjórn­völd bregð­ist við með því að leggja 118% skatta­hækkun á eina atvinnu­grein og stefna henni í hættu er hvorki ábyrgt né fag­legt.

Van­mat á heild­ar­á­hrif­unum

Í grein sinni gerir fjár­mála­ráð­herra lítið úr áhrifum hærri virð­is­auka­skatts. „Sé miðað við að breyt­ing­unni verði velt að fullu út í verð­lagn­ingu ferða­þjón­ust­unnar þá er ljóst að hækk­unin verður ekki umtals­verð. Útreikn­ingar sýna að um 40% af neyslu ferða­manna er í þeim flokkum sem munu falla undir hærra skatt­þrep. Að með­al­tali væri þá um að ræða tæp­lega 5% hækkun á heild­ar­kostn­aði við Íslands­ferð,“ segir í grein­inni. Ef þetta væri eina hækk­unin sem blasir við ferða­mönnum á leið til Íslands þyrfti ekki að hafa áhyggjur og eins ef vænt hækkun myndi ekki hafa nein áhrif á neyslu­hegðun ferða­manns­ins né Íslend­inga á ferðum sínum um land­ið. Af hverju láta menn eins og að þeir viti ekki af því að frá í jan­úar 2016 hefur gengi krón­unnar styrkst um 17-30% eftir gjald­miðl­um. Laun hafa hækkað um 15% á þessu tíma­bili.

Ekki er heldur einu orði minnst á að um næstu ára­mót verður afsláttur af vöru­gjöldum á nýjum bílum fyrir bíla­leigur felldur nið­ur, ólíkt því sem gildir um önnur atvinnu­tæki. Kostn­aður bíla­leigu­fyr­ir­tækj­anna mun hækka um 4 millj­arða króna á ári. Jafn­framt er sneitt fram hjá því að nefna að gistin­átta­gjaldið á að tvö­fald­ast frá og með 1. sept­em­ber nk. Tvö­falt hærri virð­is­auka­skattur ofan í þessar óvið­ráð­an­legu verð­hækk­anir á grein­ina í heild sinni er sem olía á eld. Ferða­mað­ur­inn þarf ekki að depla augum yfir 5% hækkun heild­ar­kostn­aðar frá því í byrjun síð­asta árs, heldur á bil­inu 30-40%. Ef fjár­mála­ráð­herra heldur að þetta hafi lítil eða engin áhrif á ferða­hegðun þegar hingað er kom­ið, þá und­ir­strikar það aðeins hvað þessi áform eru illa ígrund­uð.

Sam­drátt­ur­inn verður á lands­byggð­inni

Mikil verð­hækkun ferða­þjón­ustu hér inn­an­lands leiðir ein­fald­lega til þess að ferða­mað­ur­inn fær minna fyrir pen­ing­inn. Hann stoppar styttra og fer síður í lengri ferðir út fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Versn­andi sam­keppn­is­hæfni bíla­leiga dregur svo til við­bótar úr ferðum út á land, þannig að það verða ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni sem mest finna fyrir sam­drætti.

Fjár­mála­ráð­herra bendir á það í grein sinni í Kjarn­anum að mikil áhersla hafi verið lögð á gildi þess fyrir Ísland að byggja ekki upp ferða­þjón­ustu á fjöld­anum heldur leggja áherslu á þá sem til­búnir eru að eyða meira fé. „Lík­legt er að þessi aðgerð [hækkun virð­is­auka­skatts­ins] stuðli einmitt að því að svo miklu leyti sem hún hefur áhrif á ákvörðun um kaup á ferð­u­m,“ skrifar ráð­herr­ann.

Það er mik­ill mis­skiln­ingur hjá fjár­mála­ráð­herra að þeir sem „til­búnir eru að eyða meira fé“ séu sólgnir í að borga meiri skatta en ann­ars stað­ar. Og hvað sem ráð­herr­ann held­ur, þá er fjölda­ferða­þjón­usta enn fyr­ir­ferð­ar­mikil hér á landi vegna þess að flug­far­gjöld hafa aldrei verið jafn lág. Það má meðal ann­ars þakka við­skipta­mód­eli rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Isa­via ohf. á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Menn verða að kynna sér eðli og sér­kenni þess­arar nýju og sjálf­sprottnu atvinnu­grein­ar. Stað­reyndin er sú að verð og gæði verða að fara sam­an. Ef ekki, munum við ekki stand­ast vænt­ingar ferða­manns­ins, óánægja eykst með til­heyr­andi falli hvað varðar ímynd og orðstír. Eins og allir vita er ímynd og orðstír eitt­hvað sem menn ávinna sér á löngum tíma en geta misst á svip­stundu.

Vegur að funda- og ráð­stefnu­mark­aði

Þær sam­an­lögðu verð­hækk­anir vegna geng­is­þró­un­ar, launa­hækk­ana og tvö­földun virð­is­auka­skatts sem blasa við ferða­þjón­ustu á næst­unni munu ekki síst koma þungt niður á þeim mark­aði sem dregur til sín best borg­andi ferða­menn­ina, þ.e. funda- og ráð­stefnu­gesti. Þó svo að Ísland hafi áunnið sér vin­sældir fyrir þann mark­að, þá er hann kröfu­harður og mjög við­kvæmur fyrir verð­lagn­ingu vegna hinnar gríð­ar­legu sam­keppni um þessa gesti um allan heim. Búið er að verja miklum fjár­munum til að byggja þennan markað upp á und­an­förnum árum. Með hækkun á virð­is­auka­skatti er verið að vega að þessum mik­il­væga mark­aði.

Fjár­mála­ráð­herra ver tölu­verðu plássi í grein sinni til að færa rök fyrir því að þrátt fyrir hærri virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ust­una þá sé engin ástæða til að ótt­ast að ferða­menn­irnir hverfi eins og síld­in. „Sá þáttur sem hefur mest áhrif á fjölda ferða­manna í smærri ríkjum og eyjum frekar en breyt­ingar á raun­gengi er tíðni og kostn­aður flug­ferða til stað­ar­ins,“ skrifar hann. Rétt er að benda ráð­herra á að flug­far­gjöld eru nú með hag­stæð­asta móti og hafa farið lækk­andi vegna ytri aðstæðna, s.s. lækk­unar á olíu­verði, sem getur breyst í einum vett­vangi eins og við vit­um. Hér höfum við ekk­ert í hendi. Eitt er þó víst að breyt­ingar hvað varðar flug­sam­göngur og hækk­anir á flug­far­gjöldum munu klár­lega hafa mikil nei­kvæð áhrif á komur erlendra ferða­manna hingað til lands sem og ferða­hegðun þeirra hér á landi.

„Grein­ingar benda til þess að áfram muni vöxtur ferða­þjón­ustu verða kröft­ug­ur“ segir í grein ráð­herr­ans. Við getum tekið undir þessi orð hans sé horft til skamms tíma. Fram­tíð grein­ar­innar er hins vegar teflt í tví­sýnu sér í lagi hvað varðar þá teg­und ferða­þjón­ustu sem við viljum helst byggja upp. Afkoma fyr­ir­tækj­anna, bætt skipu­lag og álags­stýr­ing er það sem þarf að tryggja ef ætl­unin er að nýta þau tæki­færi sem í ferða­þjón­ust­unni fel­ast til langrar fram­tíð­ar. Því miður miða áform fjár­mála­ráð­herra ekki að þessum mark­miðum nema síður sé.

Skrúfum þá bara frá ferða­mönn­un­um...

„Gangi þetta í hina átt­ina, og ferða­þjón­ustan dregst saman vegna skatt­kerf­is­breyt­ing­anna, má benda á að þær eru aft­ur­kræf­ar. Skatt­inum er hægt að breyta aftur eða fara í aðrar aðgerðir til að styðja grein­ina,“ skrifar fjár­mála­ráð­herra - í fullri alvöru að því er virð­ist. Það ber ekki vott um djúpa þekk­ingu á ferða­þjón­ust­unni að halda að það dugi að lækka skatt aftur eftir að hafa fælt ferða­menn­ina í burtu og orð­spor Íslands borið hnekki. Afstaðan sem kemur fram í þessum orðum vekur fremur óþægi­lega til­finn­ingu. Þarna er fjár­mála­ráð­herra að segja að honum þyki létt­vægt að taka áhættu með atvinnu­grein sem veitir 25 þús­und manns atvinnu og það um allt land, því þá megi bara reyna að spóla til baka.

Mis­skiln­ingur um mark­aðsá­tak

Um hugs­an­leg nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni seg­ist fjár­mála­ráð­herra vera með mót­væg­is­að­gerðir í píp­un­um. „Meðal ann­ars vegna þessa höfum við Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála og nýsköp­unar rætt um að sér­stak­lega þurfi að skoða mark­aðsá­tak fyrir lands­byggð­ina og beina kröftum opin­berra aðila meira í þá átt. Þar hefur margt verið vel gert en áfram þarf að halda á þeirri braut.“ Mark­aðsá­tak eða aðrar aðgerðir gera ekk­ert fyrir ferða­mann­inn sem hefur ekki efni á því að taka dýran bíla­leigu­bíl og verja nokkrum dögum á lands­byggð­inni í kjöl­farið á 30-40% verð­hækk­ana í hans eigin gjald­miðli.

Þá sýnir það mikla van­þekk­ingu ráð­herr­ans á alþjóð­legri mark­aðs­setn­ingu ef hann telur það lítið mál og án telj­andi kostn­aðar að hægt sé að koma á fram­færi ein­staka lands­hlutum Íslands úti í hinum stóra heimi í einni svip­an. Þá má benda fjár­mála­ráð­herra á mark­aðsátakið „Ís­land allt árið“ sem unnið hefur verið að, atvinnu­lífið og stjórn­völd í sam­starfi, und­an­farin ár með góðum árangri. Þar er mark­miðið að fjölga ferða­mönnum utan háannar og um allt land en vænt virð­is­auka­skatts­breyt­ing mun koma verst við þá mark­hópa. Hér má því eðli­lega velta fyrir sér hvort hljóð og mynd fari ekki saman við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Of mikið er í húfi

Það er enda­laust hægt að halda áfram en ég læt hér staðar numið. Það er ósk okkar hjá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar að stjórn­völd staldri við. Við getum ekki sætt okkur við að van­hugs­aðar til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um aukna skatt­heimtu á grein­ina, sem nemur fjórum sinn­um veiði­leyfagjaldi, eða tæp­lega 20 millj­örðum á árs­grund­velli, verði sam­þykktar án vel ígrund­aðra grein­inga á áhrifum t.a.m. á fyr­ir­tækin sem í ferða­þjón­ust­unni starfa, á byggð­ar­lög­in í land­inu og sam­keppn­is­hæfni til langrar fram­tíð­ar.

Það er of mikið í húfi fyrir þessa stærstu atvinnu­grein lands­ins að rík­is­valdið láti skeika að sköp­uðu í von um að kannski dragi úr styrk­ingu krón­unn­ar. Önnur og áhrifa­rík­ari ráð til þess blasa við. Síst af öllu er slík áhættu­hegðun sæm­andi gagn­vart því harð­dug­lega fólki sem hefur verið að byggja upp ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni og glæða mann­lífið í leið­inni.

Það sem ráð­herra kaus að nefna ekki:

  • Að ekk­ert sam­ráð var haft við grein­ina við áætl­un­ar­gerð­ina.
  • Að gengið er þvert á stefnu stjórn­valda hvað varðar að efla ferða­þjón­ustu um allt land.
  • Að sam­keppn­is­hæfni lands­ins fer þegar versn­andi.
  • Að VSK á ferða­þjón­ustu í sam­keppn­is­löndum er almennt um 11%.
  • Að áhrif breyt­ing­anna á skugga­hag­kerfið er órann­sak­að.
  • Að erlend ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki efl­ast enn frekar á kostnað þeirra íslensku þar sem sam­keppn­is­hæfni þeirra inn­lendu veik­ist.
  • Að ætl­uðum heild­ar­tekjum rík­is­sjóðs af ferða­þjón­ust­unni er stefnt í hættu.
  • Að upp­hæð ætl­aðra tekna rík­is­sjóðs af skatta­hækk­un­inni nema tæp­lega 20 millj­örðum króna á ári, hvorki meira né minna.
  • Að óskil­virkni skatt­kerf­is­ins mun aukast til muna.
  • Að grein­inga er mjög ábóta­vant, sbr. kostn­að­ar- og ábata­grein­ing svo eitt­hvað sé nefnt.
  • Að áætl­aðar breyt­ingar eiga að koma til fram­kvæmda á miðju næsta ári, á miðjum sum­ar­tíma í ferða­þjón­ustu.
  • Að sex mán­uðum síðar eiga síð­ari breyt­ingar virð­is­auka­kerf­is­ins að eiga sér stað gagn­vart ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­un­um.
  • Að ferða­þjón­ust­unni er einni ætlað að greiða fyrir allar breyt­ingar í virð­is­auka­skatts­kerf­inu í heild sinni.
  • Að tíma­setn­ingin sé út af fyrir sig afleit.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar