Lögfestum jafnlaunavottun

Dagný Ósk Aradóttir Pind segir að ójafnrétti sé bannað með lögum og þess vegna beri okkur að gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að útrýma því.

Auglýsing

Félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp um jafn­launa­stað­al. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar er tekið fram að jafn­rétti í víð­tækri merk­ingu sé órjúf­an­legur þáttur í rétt­látu og sann­gjörnu sam­fé­lagi. Þar vegur jafn­rétti á vinnu­mark­aði þungt. Þess vegna hyggst rík­is­stjórnin lög­festa jafn­launa­staðal og gera öllum fyr­ir­tækjum með 25 starfs­menn eða fleiri skylt að sýna fram á að jöfn laun séu greidd óháð kyn­i. 

Þrá­látur kyn­bund­inn launa­munur

Launa­munur kynj­anna hefur verið þrá­látt og óþol­andi við­fangs­efni í fjölda­mörg ár. Ekk­ert land í heim­inum getur státað af launa­jafn­rétti. Hér á landi, og eflaust víð­ar, efast ein­hverjir um til­vist kyn­bund­ins launa­mun­ar, af óskilj­an­legum ástæð­um. Allar rann­sóknir sýna fram á kyn­bund­inn launa­mun, launa­mun sem er til staðar þegar búið er að leið­rétta fyrir ólíkum þátt­um, svo sem vinnu­tíma, ábyrgð og fleiru. Þessi óút­skýrði kyn­bundni launa­munur hefur mælst á bil­inu 5,6%-13,7% á Íslandi síð­ustu árin. 

Ef málið er skoðað frá örlítið víð­ara sjón­ar­horni kemur svo í ljós mun meiri kyn­bund­inn launa­mun­ur, sem á rætur að rekja til ýmissa atriða. Margar stórar kvenna­stétt­ir, t.d. í kennslu og umönn­un, eru lág­launa­stéttir og fleiri konur vinna hluta­störf, m.a. vegna þess að fjöl­skyldu­á­byrgð hvílir frekar á þeim, svo ein­hver atriði séu nefnd. Nýlegar fréttir af gríð­ar­legum mun á líf­eyr­is­rétt­indum kynj­anna komu svo eins og þungt högg í maga þeirra sem láta sig kjara­mál og jafn­rétti varða, en sá munur er væg­ast sagt slá­andi.

Auglýsing

Ef við horfum til heims­ins alls blasir svo við enn dekkri mynd. Á heims­vísu leggja konur fram 66% vinnu­fram­lags­ins og fram­leiða 50% mat­væla. Þær fá hins vegar aðeins 10% laun­anna og eiga 1% af eignum heims­ins.

Það er til­gangs­laust að ríf­ast um til­vist kyn­bund­ins launa­mun­ar. Hann er til stað­ar, hvernig sem á málið er lit­ið. Það er jákvætt að rík­is­stjórnin hygg­ist leggja áherslu á jafn­rétti og það er jákvætt að fá nýjar til­lögur að borð­inu. Það sem við höfum gert síð­ustu ár og ára­tugi hefur nefni­lega ekki skilað nægi­lega góðum árangri. 

Best í heimi að í að vera þokka­leg

Ég var svo heppin að sitja kvenna­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, CSW61, í mars síð­ast­liðn­um. Þar var nokkuð stór sendi­nefnd frá Íslandi og fremstur í flokki var jafn­rétt­is­ráð­herra, Þor­steinn Víglunds­son. Ísland vakti tölu­verða athygli á ráð­stefn­unni, og má raunar segja að Þor­steinn hafi öðl­ast ein­hvers kon­ar stjörnusta­tus þarna úti. Fólk dáð­ist að litla Íslandi og ekki síst af hug­myndum okkar um jafn­launa­stað­al­inn. 

Þetta var merki­leg upp­lif­un. Kyn­bund­inn launa­munur er og hefur verið bann­aður víð­ast hvar um ára­tuga­skeið, bæði í lög­gjöf ein­stakra ríkja og í alþjóða­samn­ing­um. Samt eru þessi lög þver­brotin hvert sem litið er. Jafn­launa­stað­all­inn er í raun ekki annað en tæki til þess að gera fyr­ir­tækjum og stofn­unum auð­veld­ara að fylgja þeim lögum sem þeim er nú þegar skylt að fylgja. Það er áhuga­vert að við fáum svona mikið hrós og mikla ­at­hygl­i ­fyrir að gera ágæt­lega það sem ekk­ert land gerir sér­stak­lega vel. Best í heimi í að vera þokka­leg.

Lög­festum jafn­launa­vott­un 

En við erum alla­vega að reyna að því ber að fagna. Frum­varpið er ágætt. Ein­hverjar breyt­ingar væri þó æski­legt að gera á því. Þar á meðal má nefna að það þarf að tryggja að ferli vott­unar verði gagn­sætt og aðgengi­legt starfs­mönnum sem starfa á ein­stökum vinnu­stöð­um. Eins þarf að tryggja skil­virkt eft­ir­lit með lög­un­um. Ég er líka hand­viss um að við þurfum að gera miklu fleira til þess að ná jafn­rétti á vinnu­mark­aði á Íslandi. Jafn­launa­vottun tekur eins og áður segir aðeins á hluta vanda­máls­ins. Per­sónu­lega finnst mér t.d. að við ættum að afnema launa­leynd algjör­lega. Hún er reyndar bönn­uð, en eins og með svo margar aðrar laga­reglur sem varða jafn­rétti kynj­anna er handa­hófs­kennt hvort farið sé eftir þeim. Mér finnst að laun allra á vinnu­mark­aði ættu að vera aðgengi­leg í gagna­grunni á net­inu, svo allir geti skoðað hvað hver og einn er með í laun. Þá er vinnu­mark­aður á Íslandi mjög kyn­skiptur og við þurfum bæði að finna leiðir til þess að breyta því og einnig að tryggja að störf kvenna­stétta séu ekki metin minna virði en karla­stétta. Og fleira. Margt fleira.

Ég vona að lög­fest­ing jafn­launa­stað­als sé aðeins fyrsta skrefið í nýrri sókn í átt að jafn­rétti á vinnu­mark­aði. Sam­þykkjum þetta frum­varp og förum svo strax að vinna að næstu skref­um. Ójafn­rétti er nefni­lega bannað með lögum og þess vegna ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að útrýma því. 

Kjara­jafn­rétti strax!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar