Þess vegna er Donald Trump fyrsti „póst-móderníski“ forseti Bandaríkjanna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson veltir því fyrir sér hvort Donald Trump sé mögulega villtur aðdáandi Smashing Pumpkins í harðorðri grein um forseta Bandaríkjanna.

Auglýsing

Um miðja síð­ustu öld komu franskir félags­fræð­ingar fram með hug­takið „póst­-­módern­is­mi“ – eitt­hvað sem kalla mætti „eft­ir-nú­tíma­hyggja“ - „síð­-nú­tíma­hyggja“ eða álíka.

Jean Francois Lyot­ard sagði að þetta fyr­ir­bæri fæli í sér tor­tryggni gagn­vart öllu því sem kalla mætti æðri eða óum­deil­an­legan sann­leika og með þessu á Lyot­ard við að ekki sé til nokkuð sem kalla mætti algildan sann­leika og sem hægt væri að trúa á.

Annar franskur félags­fræð­ing­ur, Jean Baudill­ard, bætti við og sagði að póst­-­módern­ismi sé ein­kenni á alheimi þar sem ekki er hægt að skil­greina neitt leng­ur, að allt hafi þegar verið skil­greint nú þegar og eftir standi bara brot. Þessi brot séu það sem hægt sé að leika sér með og þetta sé því póst­-­módern­ismi

Auglýsing

„Það voru miklu fleiri hjá mér!“

Sam­kvæmt þessu er Don­ald Trump fyrsti póst­móderníski for­seti Banda­ríkj­anna, því hann virð­ist vinna nákvæm­lega eftir þess­ari for­skrift. Hann og hans lið hefur komið fram með alveg nýtt fyr­ir­bæri og hug­tak sem kall­ast „alt­ernative facts“ eða eins og Jónas Krist­jáns­son, fyrrum rit­stjóri DV, hefur kalla því skemmti­lega nafni „hjá­reyndir“.

Hjá Don­ald Trump og hirð hans skipta nefni­lega stað­reyndir engu máli og það er hrein­lega stór­kost­legt að fylgj­ast með fram­göngu hans á þessu sviði. Eitt fræg­asta dæmið (hingað til) er rifr­ildið sem bloss­aði upp eftir inn­setn­ingu Trumps í emb­ætti – þegar menn fóru að bera saman fjöld­ann hjá honum og þeg­ar Barack Obama var settur inn í emb­ætti árið 2009. Talið er að um 1.8 millj­ónir manna hafi verið á Obama 2009, en allt að helm­ingi færri á TrumpHér er mynd sem sýnir þetta vel. 

Gróð­ur­húsa­á­hrif kín­versk upp­finn­ing!

Í anda þess að ekki sé til neinn algildir sann­leikur hafa Trump og menn hans líka afneitað því sem í dag­leg­u ­kall­ast „gróð­ur­húsa­á­hrif“ og hlýnun jarðar – þ.e. áhrif manns­ins og hegð­unar hans á umhverfi sitt. Þess vegna hafa Trump­ist­arnir t.d. verið að fjar­lægja gögn um þessi mál af op­in­berum vef­síðum í Banda­ríkj­un­um. Þegar ljóst varð að Trump myndi verða for­seti, þá fóru vís­inda­menn að afrita gögn um þessi mál­efni, ein­fald­lega til þess að bjarga þeim. Því Trump trúir ekki á lofts­lags­breyt­ingar og hefur meðal ann­ars tíst þess efnis að hug­takið hafi í raun verið fundið upp af Kín­verjum (!) til þess að gera banda­rískt við­skipta­líf (og fram­leiðslu­kerfi) ósam­keppn­is­hæf­ara. Trump hefur kallað hlýnun jarðar það sem á ensku er nefnt „hoax“ en það orð er skil­greint sem „lygar í formi sann­leiks“ sam­kvæmt orða­bók. Almennt er hins veg­ar talið að banda­ríski vís­inda­mað­ur­inn William S. Broecker hafi komið fram með grunn­inn að þessu hug­taki í grein árið 1975.

Sam­kvæmt frétt í Los Ang­eles Times frá 1.maí er Umhverf­is­stofnun Banda­ríkj­anna (EPA) byrjuð að fjar­lægja efni sem teng­ist mála­flokknum af vef­síðu sinni og ef maður fer inn á epa.­gov og leitar að „climate change“ kemur á mörgum síðum til­kynn­ing um að síðan sé í upp­færslu. Prófið sjálf!

„Þú ert rek­inn“

Annað sem ein­kenn­ir Trump, sem hefur aðeins verið í emb­ætti í rúma 100 daga er nán­ast full­komin ringul­reið. Ekki aðeins hefur hann aðeins rekið tvo hátt setta emb­ætt­is­menn (fyrst Michael Flynn, þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa og svo James Comey, yfir­mann FBI, Alrík­is­lög­regl­unn­ar), heldur virð­ist eng­inn vita hvern­ig Trump vinnur og hvað hann er að hugs­a. Trump tístir eins og honum sé borgað fyrir það og hann hikar ekki við að hóta mönnum með tísti sínu, en það gerði hann gagn­vart James Comey í síð­ustu viku, skömmu eftir að hann rak hann (sem Comey komst að í sjón­varpi). Einnig hefur hann hótað því að leggja af dag­lega frétta­manna­fundi í Hvíta hús­inu, enda telur hann að meiri­hluti fjöl­miðla („ó­heið­ar­legu fjöl­miðl­arn­ir“) í Banda­ríkj­unum séu á móti sér.

Stríðs­á­stand í Was­hington

Í raun má segja að það ríki stríðs­á­stand í Was­hington, sér­stak­lega eftir brott­rekst­ur­inn á James Comey, yfir­manni FBI. Sá leiddi rann­sókn á meintri aðkomu Rússa í kosn­inga­bar­áttu Don­ald Trump í haust. Talið er að Comey hafi beðið um meiri ­pen­inga í rann­sókn­ina og að það sé ástæða þess að Trump rak hann. Comey hafði áður fengið mjög lof­sam­leg ummæli frá Trump, sér­stak­lega þeg­ar Comey rann­sak­aði tölvu­póst­mál Hill­ary Clinton, sem hefur verið mán­uðum saman í umræð­unni í Banda­ríkj­un­um. Comey bland­aði því máli inn í kosn­inga­bar­átt­una á loka­stigum hennar og talið er að það hafi mögu­lega blásið Trump byr í seglin og átt þátt í ósigri Clinton.

Nú tek­ur Trump hins veg­ar þetta mál upp sem ástæðu þess að hann hafi rek­ið Comey og að Comey hafi bara ein­fald­lega ekki verið að standa sig í vinn­unni. Ekk­ert er hins veg­ar ­sem bendir til þess og sagði vara­stjóri FBI í þing­yf­ir­heyrslum að Comey hefði notið trausts inn­an FBI. Dag­inn eftir brott­rekst­ur Comey tók Trump svo á mót utan­rík­is­ráð­herra Rússa og sendi­herra þeirra í Was­hington og þar fór vel á með mönnum eins og þessi mynd sýnir og þessi.

Kaos í Hvíta hús­inu

En allt ber þetta að sama brunni: Það virð­ist ríkja stjórn­leysi í Hvíta hús­inu, einn segir þetta og hinn segir hitt og for­set­inn segir allt ann­að. Svo kem­ur Mike Pence vara­for­seti og segir eitt­hvað alveg nýtt. Sean Spicer, blaða­full­trúi (sem hefur lofað að segja sann­leik­ann), kemur svo með sína út­gáfu. Trump tístir og tíst­ir, en menn eru í alvöru farnir að tala um að taka þurfi Twitt­er-að­gang­inn af Trump! Sem sjálfur hefur sagt að honum hafi komið á óvart hvað starf for­seta er erfitt. Þá er það spurn­ing­in; ræður hann við þetta?

Allt saman er þetta full­kom­lega brota­kennt, full­kom­lega póst­-­módernískt, þar sem við­tekin sann­indi, vís­inda­leg rök og þekk­ing skipta engu and­skot­ans máli (af­sak­ið!) Eða eins og Billy Corgan í Smas­hing Pump­k­ins sagði um póst­-­módern­is­mann: „Post-modern­ism is whatever the fuck you want it to be.“ Kannski er Trump villtur aðdá­andi Smas­hing Pump­k­ins – hver veit, allt er eig­in­lega hætt að koma manni á óvart í sam­bandi við Trump. En hann virð­ist stjórna eftir þessu; bara ein­hvern veg­inn og ein­hvers­konar og skítt með útkom­una. Varla veit það á gott hjá ríki sem menn búast við að sé for­ystu­ríki í alþjóða­mál­um.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar