#tækni#menntamál

Hin tæra sköpun

Tæknirisar heimsins gera sér vel grein fyrir mikilvægi lista og hinar tæru sköpunar, þegar kemur að áskorunum framtíðarinnar. Þar beinast spjótin ekki síst að mikilvægu háskólastarfi.

Ég hef á und­an­förnum mán­uðum verið að lesa mig til um það sem er að ger­ast hjá fyr­ir­tæk­inu Amazon. Það er með höf­uð­stöðvar hér á Seattle svæð­inu og fer vöxtur þess ekki fram­hjá neinum sem hingað kem­ur. Hann hefur verið með ólík­indum og verður enn meiri næstu þrjú árin. Í des­em­ber í fyrra til­kynnti fyr­ir­tækið að það myndi ráða 100 þús­und nýja starfs­menn á næstu 18 mán­uð­um, vítt og breitt um Banda­rík­in. 

Bara aðra leið­ina

Jeff Bezos, for­stjóri og stofn­andi, til­kynnti um þetta dag­inn eftir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sendi frá sér til­kynn­ingu um að 700 störf yrðu eftir í bíla­verk­smiðju í Michigan í stað þess að fara til Mexík­ó. 

Bezos hefur lengi deilt við Trump og bauð honum meðal ann­ars far - aðra leið - með geimsku­tlu fyr­ir­tæk­is­ins hans, Blue Orig­in. Hann trúir á alþjóða­væddan opinn heim og hafnar þjóð­ern­is­skot­inni efna­hags­stefnu Trumps (Amer­ican Fir­st). 

Auglýsing

Gríð­ar­legur vöxtur

Amazon er nú í því ferli að vaxa leift­ur­hratt í Banda­ríkj­un­um, en á sama tíma að færa út kví­arnar um allan heim og skipu­leggja starf­semi sína í Evr­ópu og Asíu bet­ur. 

Mark­aðsvirðið er nú komið yfir 458 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 55 þús­und millj­örðum króna, og er fyr­ir­tækið með hærri verð­miða en fimmtán helstu keppi­nautar þess á smá­sölu­mark­aði sam­an­a­lagt.

Þó Amazon sé í hugum margra fyrst og síð­ast net­versl­un, þá er eitt atriði sér­stak­lega áhuga­vert í þeirra fram­þró­un. Það er notkun á því gríð­ar­lega mikla magni gagna sem fyr­ir­tækið safnar saman frá not­endum sínum og greinir alveg í kjöl­inn. Þau eru svo notuð til að fram­þróa starfs­menn­ina, renna stoðum undir gervi­greind­ar­þróun og þess hátt­ar. 

Mik­il­vægi sköp­unar

Eitt af því sem Bezos hefur talað mikið um, er að framundan séu miklar og hraðar breyt­ingar á störf­um. Gervi­greind, þar sem úrvinnsla úr miklu magni gagna er í brennid­epli, sé að breyt miklu, og það verði krefj­andi fyrir fyr­ir­tæki að bregðst við hröðum breyt­ing­um. 

Þetta fer að verða gam­all frasi að segja, en góð vísa er aldrei of oft kveð­in.

En á sama tíma segir hann, að mitt í öllum þess­ari ævin­týra­legu gagna­úr­vinnslu, þá verði sköp­unin enn dýr­mæt­ari. Tær sköp­un­ar­kraftur sem erfitt eða ómögu­legt sé að fanga með gagna­úr­vinnslu sé eitt af því sem mikil eft­ir­spurn verði eftir í fram­tíð­inn­i. 

Í árlegu bréfi sínu til hlut­hafa segir hann meðal ann­ars, þar sem fjallað er um reynslu neyt­enda af nýjum vörum og þjón­ustu. „Góð upp­lifun not­enda byggir á til­finn­ingu, inn­sæi, for­vitni, hug­rekki, bragði. Engu af þessu er hægt að ná fram með könnun meðal not­enda (sur­veys).“

Hann segir síðan að sá sem ætli sér að ná árangri geti ekki reitt sig um of á kann­anir og gögn sem koma fram úr þeim, eða próf­unum á hinum ýmsu vör­um. Sá sem ætli sér að ná árangri verði að skilja mik­il­vægi þess­arar skap­andi upp­lif­un­ar, og hvernig hún kemur fram. Átta sig á mann­legu eðli, ekki síður en gögn­un­um.

Kraft­ur­inn sjálfur

Mitt í gagna- og tækni­storm­inum leyn­ist nefni­lega ljós sem mik­il­vægt er að gefa gaum. Það er sköp­un­ar­kraft­ur­inn sjálf­ur.

Margir halda því fram að lista­menn (hönn­uð­ir, rit­höf­und­ar, mynd­lista­fólk, kvik­mynd­ar­gerð­ar­fólk) muni á næstu árum og ára­tugum verða verð­mætir starfs­kraftar af þessum sök­um, og muni ekki aðeins auðga mann­lífið með list­inni, heldur koma enn meira að vöru­þróun og upp­lif­un­ar­mótun inn í fyr­ir­tækjum en verið hef­ur. Það verði enn mik­il­væg­ara en áður, að finna þetta lyk­il­at­riði sem býr til árang­urs­mikið starf, þegar aðgang­ur­inn að upp­lýs­ingum og per­sónu­legum gögnum verður orð­inn enn meiri.

Mik­il­vægi góðra mennta­stofn­anna

Þetta sam­spil tækni og sköp­unar er eitt af því sem gerir mennta­stofn­an­ir, og mann­lífs­suðu­pott­ana innan þeirra, að sífellt mik­il­væg­ari vett­vangi fyrir nýsköp­un. Þar sem þekk­ingu raun­vís­ind­anna slepp­ir, tekur önnur við, og öfugt. Það sést vel á mati þeirra sem aðgang hafa að mörgu hæfi­leik­a­rík­asta fólki tækni­heims­ins, eins og til­fellið er með Jeff Bezos, að þeir gera sér vel grein fyrir mik­il­vægi þess­arar fjöl­breytni þegar áskor­anir fram­tíð­ar­innar eru ann­ars veg­ar.

Meðal ann­ars af þessum sök­um, sem hér eru nefnd, verður að huga vel að því að okkar helstu rann­sókn­ar- og mennta­stofn­anir séu nægi­lega vel fjár­magn­aðar til að geta skapað efni­við­inn sem þarf fyrir síbreyti­legan heim.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiLeiðari