Meðferð upplýsinga um framboð og eftirspurn

Auglýsing

Verð­mæti fyr­ir­tækja getur verið ýmsu háð, svo sem rekstr­ar­legri skil­virkni þeirra, þróun eft­ir­spurn­ar, fram­tíð­ar­sýn, mik­il­vægum ákvörð­unum stjórn­enda eða sam­keppn­is­að­ila og stefnu stjórn­valda. Við kaup eða sölu á hluta­bréfum reyna fjár­festar eftir bestu getu að leggja mat á þetta virði, út frá upp­lýs­ingum sem eru í boði hverju sinni og vænt­ingum um fram­tíð­ina. Það eru aftur á móti ákveðin atriði sem geta hreyft við hluta­bréfa­verði án þess að hafa í reynd áhrif á verð­mæti fyr­ir­tækj­anna sjálfra, svo sem upp­lýs­ingar um fram­boð og eft­ir­spurn eftir hluta­bréfum þeirra. 

Þegar aðili reynir að kaupa eða selja umtals­verðan hlut í félagi er nokkuð algengt að það hafi ein­hver áhrif á verð hluta­bréf þess. Ef aðrir fjár­festar verða varir við mik­inn kaup- eða sölu­á­huga getur verið að þau áhrif komi strax fram, þ.e. að hluta­bréfa­verð lækki vegna vænt­inga um sölu eða hækki vegna vænt­inga um kaup. Telj­ist við­skipta­magnið það hátt að það sé til þess fallið að hafa „mark­tæk áhrif“ á mark­aðs­verð hluta­bréf­anna getur jafn­vel verið um inn­herj­a­upp­lýs­ingar að ræða. 

Það er því ráð­legt að fara gæti­lega með upp­lýs­ingar um umfangs­mikil kaup- eða sölu­á­form, þar sem það getur gengið gegn hags­munum við­kom­andi kaup­enda eða selj­enda að opin­bera slíkan áhuga, auk þess sem við­skipti á grund­velli upp­lýs­ing­anna, eða dreif­ing þeirra, geta talist til inn­herja­svika. 

Auglýsing

Að tak­marka áhrif aukn­ingar í fram­boði eða eft­ir­spurn á verð

Fjár­festar geta beitt ákveðnum aðferðum til þess að tak­marka áhrif aukn­ingar í fram­boði eða eft­ir­spurn á verð, sem byggja flestar á því að farið sé leynt með upp­lýs­ing­arnar og sem fæstar vís­bend­ingar veittar um kaup- eða sölu­á­form­in. Hér á landi er algeng­ast að aðilar reyni að kanna áhuga valdra aðila „utan kaup­hall­ar“ og til­kynni svo opin­ber­lega um við­skiptin að þeim frá­gengn­um. Þetta getur aftur á móti verið vanda­samt, þar sem aðilum sem koma að slíkum samn­inga­um­leit­unum gæti verið óheim­ilt að eiga við­skipti með við­kom­andi fjár­mála­gern­inga þar til við­ræður eru yfir­staðn­ar. Stjórn­valds­sektir sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur lagt á mark­aðs­að­ila á síð­ast­liðnum árum vegna við­skipta á grund­velli inn­herj­a­upp­lýs­inga um fram­boð eða eft­ir­spurn sýna svart á hvítu hversu vand­með­farið þetta getur ver­ið. 

Með nýrri mark­aðs­svik­a­reglu­gerð (e. Market Abuse Reg­ul­ation), sem tekið hefur gildi innan Evr­ópu­sam­bands­ins en bíður inn­leið­ingar hér á landi, verða lög­festar ákveðnar verk­lags­reglur í tengslum við við­ræður um umfangs­mikil við­skipti, svo­kall­aðar mark­aðs­þreif­ingar (e. market sound­ings), sem koma von­andi til með að draga úr líkum á inn­herja­svik­um. Þetta er að sjálf­sögðu afar jákvætt, en að sama skapi mun umsýslu­kostn­aður vegna slíkra við­ræðna hækka og fjár­festar gætu lent oftar í því en áður að vera óheim­ilt að eiga við­skipti á meðan á við­ræðum stend­ur. 

Til­kynnt við­skipti utan kaup­hallar algeng­ust á Íslandi

Á sviði fjár­mála­tækni (e. fin­tech) hafa einnig verið hann­aðar lausnir sem gera aðilum kleift að eiga við­skipti með stóran eign­ar­hlut í skráðum félögum án þess að gera þann áhuga opin­beran eða hreyfa mikið við verð­inu. Má þar m.a. nefna notkun fal­inna til­boða, mið­verðsvið­skipti og algrím­svið­skipti (e. algorit­hmic tra­d­ing), sem gera fjár­festum kleift að eiga við­skipti í smærri skömmtum yfir lengra tíma­bil, án beinnar aðkomu verð­bréfa­miðl­ara. Eru þessar lausnir m.a. í boði innan við­skipta­kerfis Nas­daq Nor­dic. 

Notkun fjár­mála­tækni við fram­kvæmd við­skipta er nokkuð skammt á veg komin hér á landi en fjár­festar á erlendum mörk­uðum hafa aftur á móti tekið slíkum aðferðum opnum örm­um. Á árinu 2016 mátti t.a.m. rekja 45 – 65% allrar veltu með hluta­bréf í Nas­daq kaup­höll­unum í Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmi og Helsinki til algrím­svið­skipta. Engin algrím­svið­skipti hafa verið fram­kvæmd í íslensku kaup­höll­inni. Þá er hlut­fall til­kynntra hluta­bréfa­við­skipta sem eru fram­kvæmd utan kaup­hallar á Íslandi afar hátt í sam­an­burði við nágranna­kaup­hallir okk­ar, eða 63% hér á landi í sam­an­burði við 5 – 12% í Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmi og Helsinki, og ein­ungis 4% hluta­bréfa­við­skipta hér á landi voru fram­kvæmd án beinnar aðkomu verð­bréfa­miðl­ara, í sam­an­burði við 69 – 80% í áður­nefndum kaup­höll­um.  

Betri mark­aður með notkun tækn­innar

Það hversu inn­lendi mark­að­ur­inn er stilltur inn á að eiga við­skipti utan kaup­hallar gerir það að verkum að reglur um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga um fram­boð og eft­ir­spurn, og yfir­vof­andi reglur um mark­aðs­þreif­ing­ar, eru í reynd meira íþyngj­andi hér á landi heldur en víð­ast hvar erlend­is, þar sem lægra hlut­fall við­skipta er háð við­ræðum í lok­uðum hóp­um. 

Aukin bein þátt­taka fjár­festa í pöruðum við­skiptum gæti dregið úr þessum áhrifum og að auki fæli hún í sér svokölluð jákvæð netá­hrif (e. network externa­lities). Með hækk­andi hlut­falli paraðra við­skipta eykst selj­an­leiki, verð­sveiflur minn­ka, verð­myndun verður eðli­legri og traust til mark­að­ar­ins eykst. Hátt hlut­fall paraðra við­skipta gerir mark­að­inn því ákjós­an­legri, ekki síst fyrir erlenda fjár­festa, sem hætta sér síður inn á mark­aði þar sem 63% við­skipta eru í reynd háð aðgangi að þéttu tengsla­neti inn­lendra fag­að­ila. Það er því til mik­ils að vinna með því að færa íslenska mark­að­inn í nútíma­legra horf. Umgjörðin og tæknin er til staðar og þá er það bara fjár­festa að taka ákvörðun um að not­færa sér hana. 

Höf­undur er for­stöðu­maður eft­ir­lits­sviðs Nas­daq kaup­hall­ar­innar á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar