Auglýsing

Í gær birti Kjarn­inn fyrstu frétt sína uppúr sam­runa­skrá fyr­ir­tækj­anna Fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Voda­fone, og 365 miðla. Umrædd sam­runa­skrá er ekki sú sama og hægt er að nálg­ast á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í dag. Þvert á móti er hægt að nálg­ast trún­að­ar­upp­lýs­ingar í henni sem átti að vera búið að fjar­lægja úr skránni áður en hún var birt opin­ber­lega.

Sú útgáfa, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, var aðgengi­leg inni á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í nokkra klukku­tíma þann 10. maí síð­ast­lið­inn. Á þeim tíma sem hún var aðgengi­leg með trún­að­ar­gögnum hafa ugg­laust fjöl­margir hlaðið henni nið­ur. Og margir áttað sig á því ansi fljótt að skjalið var vistað með þeim hætti að mjög auð­velt var að gera trún­að­ar­upp­lýs­ing­arn­ar, sem áttu að vera afmáðar úr skjal­inu, sýni­leg­ar.

Mjög við­kvæmar upp­lýs­ingar

Í sam­runa­skránni sem var upp­runa­lega birt á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er að finna gríð­ar­lega við­kvæmar upp­lýs­ing­ar. 

Til dæmis mun ítar­legri upp­lýs­ingar um rekstur og stöðu 365 miðla en birt­ast í þeim gögnum sem fyr­ir­tækið gerir vana­lega opin­ber. Gott dæmi um það er nið­ur­brot á því hvernig áskrif­endur að sjón­varps­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins skipt­ast niður á þær áskrift­ar­leiðir sem það býður upp á. Það nið­ur­brot sýnir til að mynda að dýr­ustu leið­irnar eru ekki að selj­ast vel og að áskrif­endur að sport­pakka stöðv­ar­innar eru undir þrjú þús­und. Þá eru ítar­legar upp­lýs­ingar um alla efn­is­kaupa­samn­inga 365 miðla, við hverja þeir eru, hvernig þeir eru upp­byggðir og hvaða efni fyr­ir­tækið er að kaupa af hverjum og hver gild­is­tími samn­inga er. Þar er líka að finna upp­lýs­ingar um fram­tíð Miða.is á miða­sölu­mark­aði á vefnum sem aldrei hafa verið birtar opin­ber­lega. 

Auglýsing

Í gögn­unum eru einnig upp­lýs­ingar um rekstur Fjar­skipta sem hafa ekki verið aðgengi­legar áður. Til dæmis um til hversu stórs hluta lands­manna 4G far­síma­dreifi­kerfi félags­ins nær til og hvort að 4G fjar­skipta­leyfi sem 365 miðlar fengu úthlutað fylgi með í kaupum Fjar­skipta á þorra rekst­urs 365 miðla eða ekki. Þar er að finna upp­lýs­ingar um hversu mikið með­al­notkun í Mb yfir far­síma­net Fjar­skipta hefur vaxið frá jan­úar 2015 til mars 2017 og hvert gagna­magn yfir ljós­leið­ara­teng­ingar á fast­línu var hjá félag­inu á sama tíma­bili. Þar er líka hægt að sjá upp­lýs­ingar um hversu margir áskrif­endur voru nákvæm­lega að kaupa sjón­varps­á­skrift­ar­leiðir Fjar­skipta, Voda­fone Play og Circus, og hversu margir eru með sjón­varpið sitt í gegnum annað hvort Digi­tal Ísland eða IPTV dreif­ing­ar­kerfi félags­ins.

Þá eru ótaldar þær upp­lýs­ingar um sam­run­ann sem hafa ekki birst áður. Til dæmis nið­ur­brot á því hvernig eigi að ná fram þeirri sam­legð­ar­hag­ræð­ingu sem kynnt var að ná ætti þegar skrifað var undir kaup­in. Í fjár­festa­kynn­ingu sem birt var með til­kynn­ingu til Kaup­hallar var ein­ungis til­tekið að tæki­færi til sam­legðar væri metið á um 1.100 millj­ónir króna á ári. Í henni var bara sagt að um 90 pró­sent sam­legðar væri vegna vænt­inga um lægri rekstr­ar­kostnað og að þar skipti um 600 millj­óna króna sparn­aður vegna tækni­mála mestu máli.

Í sam­runa­skránni með trún­að­ar­upp­lýs­ing­unum eru sam­legð­ar­á­hrifin brotin niður og sagt frá því að til standi að fækka stöðu­gildum hjá þeim ein­ingum sem koma frá 365 um 41. Það eigi að spara 275 millj­ónir króna á ári. Nið­ur­brotið er víð­tækara. Auk þess er sagt frá því búist sé við tekju­sam­legð m.a. vegna „kross­sölu á stökum vörum milli við­skipta­vina­hópa og bættrar nýt­inga á aug­lýs­inga­sölu­teymi 365.“

Og svo fram­veg­is.

Ábyrgðin er skýr

Af hverju skiptir ofan­greint máli? Fyrir því eru nokkrar ástæð­ur.

Fjar­skipti skráð á markað og þar þarf að gilda sú meg­in­regla að allir fjár­festar hafi sömu upp­lýs­ing­ar. Þeir fjár­festar sem hafa kom­ist yfir umræddar trún­að­ar­upp­lýs­ingar hafa aug­ljós­lega betri upp­lýs­ingar um rekstur 365 miðla og Fjar­skipta, og sam­runa þeirra, en þeir sem hafa þær ekki. Þær upp­lýs­ingar er hægt að nýta sér til að vera í betri stöðu á mark­aði til að taka ákvarð­anir um hvort að það eigi að kaupa eða selja hluta­bréf í Fjar­skipt­um. Eft­ir­lits­að­ilar hljóta að skoða hvort mögu­leiki sé á að þessar upp­lýs­ingar hafi verið not­aðar í slíkum til­gangi.

Þá eru mörg helstu við­skipta­leynd­ar­mál fyr­ir­tækj­anna tveggja nú lík­lega í höndum sam­keppn­is­að­ila þeirra. Bæði Fjar­skipti og 365 gætu borið af þessu fjár­hags­legan skaða. Og þau gætu ákveðið að sækja þann skaða til þeirra sem ollu hon­um.

Hver ber ábyrgð á þessu klúðri og hvernig á sá að axla ábyrgð á því?

Það átta sig kannski ekki allir á því hversu alvar­legt það er að birta slíkar trún­að­ar­upp­lýs­ingar með þessum hætti. Þ.e. að gera við­skipta­leynd­ar­mál opin­ber fyrir sam­keppn­is­að­ila og veita upp­lýs­ingar umfram það sem sagt er frá opin­ber­lega í gegnum mark­að­inn. Það varðar nefni­lega við lög að miðla og dreifa upp­lýs­ingum sem leynt eiga að fara. Í þessu til­felli er morg­un­ljóst hverjir það voru sem miðl­uðu trún­að­ar­upp­lýs­ing­un­um. Það eru þeir ein­stak­lingar sem skil­uðu umræddri sam­runa­skrá inn til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á því formi sem henni var skilað inn og svo Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, sem birti sam­runa­skránna með trún­að­ar­upp­lýs­ingum á vef sínum í nokkra klukku­tíma. Þeir ætl­uðu örugg­lega ekk­ert að gera það, og sjá ugg­laust eftir því. En þetta er þeim að kenna. Engum öðr­um.

Ekki benda á mig

Fjar­skipti sendu skila­boð til Kjarn­ans eftir birt­ingu fréttar um fækkun stöðu­gilda 365 megin sam­hliða sam­run­anum um 41 og sögðu mik­il­vægt að fram kæmu upp­lýs­ingar um að þeir ætl­uðu ekki að reka neinn, heldur fækka í gegnum starfs­manna­veltu. Það stendur reyndar hvergi í sam­runa­skránni, hvorki í opin­bera hluta hennar né þeim hluta sem flokk­ast sem trún­að­ar­mál. Í nið­ur­lagi skila­boða Fjar­skipta segir að það sé þó mjög mik­il­vægt að þetta komi fram þar sem verið væri að „fjalla um afkomu fólks og ábyrgð­ar­hluti að skapa ótta um svo veiga­mikið atriði að óþörfu.“ Það er mjög ódýrt hjá félag­inu að ætla að hengja ábyrgð­ar­hluta á upp­lifun vænt­an­legs starfs­fólks þess á fjöl­miðil sem er að segja fréttir úr frétt­næmum gögn­um. Fjar­skipti hefðu ein­fald­lega mátt skýra þennan hluta betur í sam­runa­skránni ef þeir höfðu svo miklar áhyggjur af sál­ar­heill þeirra stöðu­gilda sem á að eyða.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi svo frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær þar sem það gaf í skyn að Kjarn­inn væri að brjóta lög með því að birta fréttir sem byggðu á trún­að­ar­gögn­unum sem eft­ir­litið birti á vef sín­um. Það er fjar­stæðu­kennt. Blaða­maður getur ekki brotið lög um miðlun trún­­að­­ar­­upp­­lýs­inga heldur ein­ungis sá sem lætur honum þær upp­­lýs­ingar í té. Í þessu til­felli er aug­ljóst að sá er annað hvort lög­fræð­ing­arnir sem unnu sam­runa­skránna fyrir Fjar­skipti og 365 eða Sam­keppn­is­eft­ir­litið sjálft. 

Þriðji aðil­inn í þeirri keðju, sé hann til, er svo tryggt nafn­leysi og vernd sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla nema að um þjóðar­ör­ygg­is­mál sé að ræða. Klúður sam­runa­að­ila og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er varla þjóðar­ör­ygg­is­mál. Reyndar má alveg opin­bera það að Kjarn­inn á enn fyrsta ein­takið sem stjórn­endur hans hlóðu niður af sam­runa­skránni. Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi það nefni­lega á alla fjöl­miðla á Íslandi í tölvu­pósti að morgni dags 10. maí. Og í gegnum það skjal var hægt að nálg­ast trún­að­ar­upp­lýs­ing­arn­ar. Til við­bótar er ein­fald­lega hægt að gúggla umrætt skjal og taka skyndiminnis­á­skrift af því. Þá birt­ast sömu­leiðis allar trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar. Því blasir við að það þurfi ekki einu sinni að ræða ábyrgð þriðja aðila. Sam­keppn­is­eft­ir­litið er sá aðili sem miðl­aði trún­að­ar­upp­lýs­ing­un­um. Og þær eru aðgengi­legar hverjum þeim sem áhuga hefur á vefnum.

Höfuð í sandi

Svo vekur vit­an­lega athygli að eft­ir­litið sá ekki til­efni til þess að senda frá sér til­kynn­ingu þegar upp komst að það hefði óvart birt trún­að­ar­upp­lýs­ingar á vef sín­um, eins og ábyrgt hefði verið að gera. Það gerð­ist hins vegar níu dögum síðar þegar fjöl­mið­ill sagði fréttir upp úr þeim upp­lýs­ing­um. Samt getur Sam­keppn­is­eft­ir­litið örugg­lega séð að stór hópur hlóð upp­runa­lega skjal­inu niður eftir að það birt­ist. Enda um að ræða stærsta sam­runa fjöl­miðl­unar og fjar­skipta í Íslands­sög­unni sem mun hafa víð­tæk áhrif. Það átti því að stinga höfð­inu í sand­inn og vona að þessi alvar­legu afglöp myndu ekki upp­götvast.  

Til við­bótar sýnir afstaða eft­ir­lits­ins ótrú­legt skiln­ings­leysi á eðli fjöl­miðla. Þeirra hlut­verk er að segja fréttir og upp­lýsa. Upp­lýs­ing­arnar sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti tíma­bundið á vef sínum voru frétt­næmar og áttu erindi við almenn­ing. Hjá honum liggur trún­aður Kjarn­ans. Ekki í með­virkni með eft­ir­lits­stofnun sem gerði mis­tök eða gagn­vart við­skipta­hags­munum fyr­ir­tækja sem birtu óvart trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar.

Þannig hefur það alltaf ver­ið. Og þannig verður það áfram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari