Auglýsing

Í gær birti Kjarn­inn fyrstu frétt sína uppúr sam­runa­skrá fyr­ir­tækj­anna Fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Voda­fone, og 365 miðla. Umrædd sam­runa­skrá er ekki sú sama og hægt er að nálg­ast á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í dag. Þvert á móti er hægt að nálg­ast trún­að­ar­upp­lýs­ingar í henni sem átti að vera búið að fjar­lægja úr skránni áður en hún var birt opin­ber­lega.

Sú útgáfa, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, var aðgengi­leg inni á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í nokkra klukku­tíma þann 10. maí síð­ast­lið­inn. Á þeim tíma sem hún var aðgengi­leg með trún­að­ar­gögnum hafa ugg­laust fjöl­margir hlaðið henni nið­ur. Og margir áttað sig á því ansi fljótt að skjalið var vistað með þeim hætti að mjög auð­velt var að gera trún­að­ar­upp­lýs­ing­arn­ar, sem áttu að vera afmáðar úr skjal­inu, sýni­leg­ar.

Mjög við­kvæmar upp­lýs­ingar

Í sam­runa­skránni sem var upp­runa­lega birt á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er að finna gríð­ar­lega við­kvæmar upp­lýs­ing­ar. 

Til dæmis mun ítar­legri upp­lýs­ingar um rekstur og stöðu 365 miðla en birt­ast í þeim gögnum sem fyr­ir­tækið gerir vana­lega opin­ber. Gott dæmi um það er nið­ur­brot á því hvernig áskrif­endur að sjón­varps­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins skipt­ast niður á þær áskrift­ar­leiðir sem það býður upp á. Það nið­ur­brot sýnir til að mynda að dýr­ustu leið­irnar eru ekki að selj­ast vel og að áskrif­endur að sport­pakka stöðv­ar­innar eru undir þrjú þús­und. Þá eru ítar­legar upp­lýs­ingar um alla efn­is­kaupa­samn­inga 365 miðla, við hverja þeir eru, hvernig þeir eru upp­byggðir og hvaða efni fyr­ir­tækið er að kaupa af hverjum og hver gild­is­tími samn­inga er. Þar er líka að finna upp­lýs­ingar um fram­tíð Miða.is á miða­sölu­mark­aði á vefnum sem aldrei hafa verið birtar opin­ber­lega. 

Auglýsing

Í gögn­unum eru einnig upp­lýs­ingar um rekstur Fjar­skipta sem hafa ekki verið aðgengi­legar áður. Til dæmis um til hversu stórs hluta lands­manna 4G far­síma­dreifi­kerfi félags­ins nær til og hvort að 4G fjar­skipta­leyfi sem 365 miðlar fengu úthlutað fylgi með í kaupum Fjar­skipta á þorra rekst­urs 365 miðla eða ekki. Þar er að finna upp­lýs­ingar um hversu mikið með­al­notkun í Mb yfir far­síma­net Fjar­skipta hefur vaxið frá jan­úar 2015 til mars 2017 og hvert gagna­magn yfir ljós­leið­ara­teng­ingar á fast­línu var hjá félag­inu á sama tíma­bili. Þar er líka hægt að sjá upp­lýs­ingar um hversu margir áskrif­endur voru nákvæm­lega að kaupa sjón­varps­á­skrift­ar­leiðir Fjar­skipta, Voda­fone Play og Circus, og hversu margir eru með sjón­varpið sitt í gegnum annað hvort Digi­tal Ísland eða IPTV dreif­ing­ar­kerfi félags­ins.

Þá eru ótaldar þær upp­lýs­ingar um sam­run­ann sem hafa ekki birst áður. Til dæmis nið­ur­brot á því hvernig eigi að ná fram þeirri sam­legð­ar­hag­ræð­ingu sem kynnt var að ná ætti þegar skrifað var undir kaup­in. Í fjár­festa­kynn­ingu sem birt var með til­kynn­ingu til Kaup­hallar var ein­ungis til­tekið að tæki­færi til sam­legðar væri metið á um 1.100 millj­ónir króna á ári. Í henni var bara sagt að um 90 pró­sent sam­legðar væri vegna vænt­inga um lægri rekstr­ar­kostnað og að þar skipti um 600 millj­óna króna sparn­aður vegna tækni­mála mestu máli.

Í sam­runa­skránni með trún­að­ar­upp­lýs­ing­unum eru sam­legð­ar­á­hrifin brotin niður og sagt frá því að til standi að fækka stöðu­gildum hjá þeim ein­ingum sem koma frá 365 um 41. Það eigi að spara 275 millj­ónir króna á ári. Nið­ur­brotið er víð­tækara. Auk þess er sagt frá því búist sé við tekju­sam­legð m.a. vegna „kross­sölu á stökum vörum milli við­skipta­vina­hópa og bættrar nýt­inga á aug­lýs­inga­sölu­teymi 365.“

Og svo fram­veg­is.

Ábyrgðin er skýr

Af hverju skiptir ofan­greint máli? Fyrir því eru nokkrar ástæð­ur.

Fjar­skipti skráð á markað og þar þarf að gilda sú meg­in­regla að allir fjár­festar hafi sömu upp­lýs­ing­ar. Þeir fjár­festar sem hafa kom­ist yfir umræddar trún­að­ar­upp­lýs­ingar hafa aug­ljós­lega betri upp­lýs­ingar um rekstur 365 miðla og Fjar­skipta, og sam­runa þeirra, en þeir sem hafa þær ekki. Þær upp­lýs­ingar er hægt að nýta sér til að vera í betri stöðu á mark­aði til að taka ákvarð­anir um hvort að það eigi að kaupa eða selja hluta­bréf í Fjar­skipt­um. Eft­ir­lits­að­ilar hljóta að skoða hvort mögu­leiki sé á að þessar upp­lýs­ingar hafi verið not­aðar í slíkum til­gangi.

Þá eru mörg helstu við­skipta­leynd­ar­mál fyr­ir­tækj­anna tveggja nú lík­lega í höndum sam­keppn­is­að­ila þeirra. Bæði Fjar­skipti og 365 gætu borið af þessu fjár­hags­legan skaða. Og þau gætu ákveðið að sækja þann skaða til þeirra sem ollu hon­um.

Hver ber ábyrgð á þessu klúðri og hvernig á sá að axla ábyrgð á því?

Það átta sig kannski ekki allir á því hversu alvar­legt það er að birta slíkar trún­að­ar­upp­lýs­ingar með þessum hætti. Þ.e. að gera við­skipta­leynd­ar­mál opin­ber fyrir sam­keppn­is­að­ila og veita upp­lýs­ingar umfram það sem sagt er frá opin­ber­lega í gegnum mark­að­inn. Það varðar nefni­lega við lög að miðla og dreifa upp­lýs­ingum sem leynt eiga að fara. Í þessu til­felli er morg­un­ljóst hverjir það voru sem miðl­uðu trún­að­ar­upp­lýs­ing­un­um. Það eru þeir ein­stak­lingar sem skil­uðu umræddri sam­runa­skrá inn til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á því formi sem henni var skilað inn og svo Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, sem birti sam­runa­skránna með trún­að­ar­upp­lýs­ingum á vef sínum í nokkra klukku­tíma. Þeir ætl­uðu örugg­lega ekk­ert að gera það, og sjá ugg­laust eftir því. En þetta er þeim að kenna. Engum öðr­um.

Ekki benda á mig

Fjar­skipti sendu skila­boð til Kjarn­ans eftir birt­ingu fréttar um fækkun stöðu­gilda 365 megin sam­hliða sam­run­anum um 41 og sögðu mik­il­vægt að fram kæmu upp­lýs­ingar um að þeir ætl­uðu ekki að reka neinn, heldur fækka í gegnum starfs­manna­veltu. Það stendur reyndar hvergi í sam­runa­skránni, hvorki í opin­bera hluta hennar né þeim hluta sem flokk­ast sem trún­að­ar­mál. Í nið­ur­lagi skila­boða Fjar­skipta segir að það sé þó mjög mik­il­vægt að þetta komi fram þar sem verið væri að „fjalla um afkomu fólks og ábyrgð­ar­hluti að skapa ótta um svo veiga­mikið atriði að óþörfu.“ Það er mjög ódýrt hjá félag­inu að ætla að hengja ábyrgð­ar­hluta á upp­lifun vænt­an­legs starfs­fólks þess á fjöl­miðil sem er að segja fréttir úr frétt­næmum gögn­um. Fjar­skipti hefðu ein­fald­lega mátt skýra þennan hluta betur í sam­runa­skránni ef þeir höfðu svo miklar áhyggjur af sál­ar­heill þeirra stöðu­gilda sem á að eyða.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi svo frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær þar sem það gaf í skyn að Kjarn­inn væri að brjóta lög með því að birta fréttir sem byggðu á trún­að­ar­gögn­unum sem eft­ir­litið birti á vef sín­um. Það er fjar­stæðu­kennt. Blaða­maður getur ekki brotið lög um miðlun trún­­að­­ar­­upp­­lýs­inga heldur ein­ungis sá sem lætur honum þær upp­­lýs­ingar í té. Í þessu til­felli er aug­ljóst að sá er annað hvort lög­fræð­ing­arnir sem unnu sam­runa­skránna fyrir Fjar­skipti og 365 eða Sam­keppn­is­eft­ir­litið sjálft. 

Þriðji aðil­inn í þeirri keðju, sé hann til, er svo tryggt nafn­leysi og vernd sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla nema að um þjóðar­ör­ygg­is­mál sé að ræða. Klúður sam­runa­að­ila og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er varla þjóðar­ör­ygg­is­mál. Reyndar má alveg opin­bera það að Kjarn­inn á enn fyrsta ein­takið sem stjórn­endur hans hlóðu niður af sam­runa­skránni. Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi það nefni­lega á alla fjöl­miðla á Íslandi í tölvu­pósti að morgni dags 10. maí. Og í gegnum það skjal var hægt að nálg­ast trún­að­ar­upp­lýs­ing­arn­ar. Til við­bótar er ein­fald­lega hægt að gúggla umrætt skjal og taka skyndiminnis­á­skrift af því. Þá birt­ast sömu­leiðis allar trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar. Því blasir við að það þurfi ekki einu sinni að ræða ábyrgð þriðja aðila. Sam­keppn­is­eft­ir­litið er sá aðili sem miðl­aði trún­að­ar­upp­lýs­ing­un­um. Og þær eru aðgengi­legar hverjum þeim sem áhuga hefur á vefnum.

Höfuð í sandi

Svo vekur vit­an­lega athygli að eft­ir­litið sá ekki til­efni til þess að senda frá sér til­kynn­ingu þegar upp komst að það hefði óvart birt trún­að­ar­upp­lýs­ingar á vef sín­um, eins og ábyrgt hefði verið að gera. Það gerð­ist hins vegar níu dögum síðar þegar fjöl­mið­ill sagði fréttir upp úr þeim upp­lýs­ing­um. Samt getur Sam­keppn­is­eft­ir­litið örugg­lega séð að stór hópur hlóð upp­runa­lega skjal­inu niður eftir að það birt­ist. Enda um að ræða stærsta sam­runa fjöl­miðl­unar og fjar­skipta í Íslands­sög­unni sem mun hafa víð­tæk áhrif. Það átti því að stinga höfð­inu í sand­inn og vona að þessi alvar­legu afglöp myndu ekki upp­götvast.  

Til við­bótar sýnir afstaða eft­ir­lits­ins ótrú­legt skiln­ings­leysi á eðli fjöl­miðla. Þeirra hlut­verk er að segja fréttir og upp­lýsa. Upp­lýs­ing­arnar sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti tíma­bundið á vef sínum voru frétt­næmar og áttu erindi við almenn­ing. Hjá honum liggur trún­aður Kjarn­ans. Ekki í með­virkni með eft­ir­lits­stofnun sem gerði mis­tök eða gagn­vart við­skipta­hags­munum fyr­ir­tækja sem birtu óvart trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar.

Þannig hefur það alltaf ver­ið. Og þannig verður það áfram.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari