365 miðlar
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur það geta varðað við lög að birta upp­lýs­ingar úr sam­runa­skrá 365 og Voda­fo­ne, líkt og Kjarn­inn gerði í dag. 

Kjarn­inn hefur undir höndum fyrstu útgáf­una af sam­runa­skránni, þar sem trún­að­ar­upp­lýs­ingar úr skránni voru aðgengi­leg­ar, þar á meðal upp­lýs­ingar um hversu mörg stöðu­gildi myndu hverfa við sam­run­ann. Þeirri skrá var skipt út með nýrri útgáfu þar sem ekki er hægt að nálg­ast þessar upp­lýs­ing­ar. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu vegna þessa fyrir skömmu, þar sem kemur fram að 365 og Voda­fone höfðu ekki fellt út trún­að­ar­upp­lýs­ing­arnar með full­nægj­andi hætti, því hægt var að finna þessar upp­lýs­ingar í skjal­inu. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi þegar gripið til aðgerða. 

Auglýsing

„Þeim ein­dregnu til­mælum er beint til þeirra sem hafa gripið til ráð­staf­ana til þess að nálg­ast hinar útfelldu upp­lýs­ingar að eyða við­kom­andi upp­lýs­ingum og miðla þeim ekki. Minnst er á að það getur varðað við lög að miðla og dreifa upp­lýs­ingum sem leynt eiga að fara.“ 

Vegna Frétta­til­kynn­ingar frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og athuga­semda Fjar­skipta vegna frétta Kjarn­ans um trún­að­ar­upp­lýs­ingar úr sam­runa­skrá Fjar­skipta og 365 vill Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, koma eft­ir­far­andi á fram­færi: 

Starfs­menn Kjarn­ans settu ekki skjal á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem inni­hélt trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, heldur eft­ir­litið sjálft. Á því getur Kjarn­inn ekki borið ábyrgð. Auk þess getur blaða­maður ekki brotið lög um miðlun trún­að­ar­upp­lýs­inga heldur ein­ungis sá sem lætur honum þær upp­lýs­ingar í té. 

Í lögum um fjöl­miðla er með skýrum hætti tekið fram, í 25. grein sem fjallar um vernd heim­ild­ar­manna, að „ starfs­mönnum fjöl­miðla­veitu sem hlotið hafa leyfi eða skrán­ingu hjá fjöl­miðla­nefnd er óheim­ilt að upp­lýsa hver sé heim­ild­ar­maður að grein, riti, frá­sögn, til­kynn­ingu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heim­ild­ar­maður eða höf­undur óskað nafn­leynd­ar. Starfs­mönnum fjöl­miðla­veitu er jafn­framt óheim­ilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upp­lýs­ingar um heim­ild­ar­mann eða höf­und í slíkum til­vik­um.“ Þess­ari vernd er ein­ungis aflétt ef mál­efni varðar „ör­yggi, rétt­indi eða heill rík­is­ins eða skipta mjög miklu fyrir við­skipti eða fjár­hag þjóð­ar­inn­ar.“ 

Ljóst er að frétt um hversu mörg stöðu­gildi Fjar­skipti ætlar að fækka um eftir sam­runa sinn við 365 miðla, og hversu mikla pen­inga sú fækkun sparar á ári, er ekki þjóðar­ör­ygg­is­mál. Því er áminn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í tengslum við þessa frétt um að það geti varðað við lög að miðla og dreifa upp­lýs­ingum sem leynt eigi að fara alfarið hafn­að. Og fullt til­efni er að gera athuga­semd við að eft­ir­lits­stofnun setji fram svo lítt dul­búna hótun gagn­vart fjöl­miðlum vegna þess að sam­runa­að­ilar gerðu mis­tök við gerð skjals og Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti skjalið með þeim mis­tök­um. Hér virð­ist sem lít­ill vilji sé til staðar til að axla ábyrgð á eigin mis­tök­um, og þess í stað hengja sök í mál­inu á fjöl­mið­il. 

Enn fremur er rétt að gera alvar­lega athuga­semd við þá kröfu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að fjöl­mið­ill eigi að eyða við­kom­andi upp­lýs­ingum og miðla þeim ekki. Kjarn­inn segir frétt­ir. Trún­aður hans er við almenn­ing, ekki eft­ir­lits­stofnun eða fyr­ir­tækin sem eru að sam­ein­ast. Það er frétt­næmt að það eigi að fækka um á fimmta tug stöðu­gilda hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, algjör­lega óháð því hvort að Fjar­skipti, 365 og Sam­keppn­is­eft­ir­litið ætl­uðu þeim upp­lýs­ingum að verða opin­berar eða ekki. Fjöl­miðlar eru mik­il­vægar stoðir í lýð­ræð­is­ríkjum og því færri sem á þeim starfa, því veik­ari verður máttur þeirra til að sinna hlut­verki sín­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent