#fjölmiðlar#stjórnsýsla#viðskipti

Athugasemd frá ritstjórn Kjarnans

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur það geta varðað við lög að birta upp­lýs­ingar úr sam­runa­skrá 365 og Voda­fo­ne, líkt og Kjarn­inn gerði í dag. 

Kjarn­inn hefur undir höndum fyrstu útgáf­una af sam­runa­skránni, þar sem trún­að­ar­upp­lýs­ingar úr skránni voru aðgengi­leg­ar, þar á meðal upp­lýs­ingar um hversu mörg stöðu­gildi myndu hverfa við sam­run­ann. Þeirri skrá var skipt út með nýrri útgáfu þar sem ekki er hægt að nálg­ast þessar upp­lýs­ing­ar. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu vegna þessa fyrir skömmu, þar sem kemur fram að 365 og Voda­fone höfðu ekki fellt út trún­að­ar­upp­lýs­ing­arnar með full­nægj­andi hætti, því hægt var að finna þessar upp­lýs­ingar í skjal­inu. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi þegar gripið til aðgerða. 

Auglýsing

„Þeim ein­dregnu til­mælum er beint til þeirra sem hafa gripið til ráð­staf­ana til þess að nálg­ast hinar útfelldu upp­lýs­ingar að eyða við­kom­andi upp­lýs­ingum og miðla þeim ekki. Minnst er á að það getur varðað við lög að miðla og dreifa upp­lýs­ingum sem leynt eiga að fara.“ 

Vegna Frétta­til­kynn­ingar frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og athuga­semda Fjar­skipta vegna frétta Kjarn­ans um trún­að­ar­upp­lýs­ingar úr sam­runa­skrá Fjar­skipta og 365 vill Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, koma eft­ir­far­andi á fram­færi: 

Starfs­menn Kjarn­ans settu ekki skjal á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem inni­hélt trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, heldur eft­ir­litið sjálft. Á því getur Kjarn­inn ekki borið ábyrgð. Auk þess getur blaða­maður ekki brotið lög um miðlun trún­að­ar­upp­lýs­inga heldur ein­ungis sá sem lætur honum þær upp­lýs­ingar í té. 

Í lögum um fjöl­miðla er með skýrum hætti tekið fram, í 25. grein sem fjallar um vernd heim­ild­ar­manna, að „ starfs­mönnum fjöl­miðla­veitu sem hlotið hafa leyfi eða skrán­ingu hjá fjöl­miðla­nefnd er óheim­ilt að upp­lýsa hver sé heim­ild­ar­maður að grein, riti, frá­sögn, til­kynn­ingu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heim­ild­ar­maður eða höf­undur óskað nafn­leynd­ar. Starfs­mönnum fjöl­miðla­veitu er jafn­framt óheim­ilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upp­lýs­ingar um heim­ild­ar­mann eða höf­und í slíkum til­vik­um.“ Þess­ari vernd er ein­ungis aflétt ef mál­efni varðar „ör­yggi, rétt­indi eða heill rík­is­ins eða skipta mjög miklu fyrir við­skipti eða fjár­hag þjóð­ar­inn­ar.“ 

Ljóst er að frétt um hversu mörg stöðu­gildi Fjar­skipti ætlar að fækka um eftir sam­runa sinn við 365 miðla, og hversu mikla pen­inga sú fækkun sparar á ári, er ekki þjóðar­ör­ygg­is­mál. Því er áminn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í tengslum við þessa frétt um að það geti varðað við lög að miðla og dreifa upp­lýs­ingum sem leynt eigi að fara alfarið hafn­að. Og fullt til­efni er að gera athuga­semd við að eft­ir­lits­stofnun setji fram svo lítt dul­búna hótun gagn­vart fjöl­miðlum vegna þess að sam­runa­að­ilar gerðu mis­tök við gerð skjals og Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti skjalið með þeim mis­tök­um. Hér virð­ist sem lít­ill vilji sé til staðar til að axla ábyrgð á eigin mis­tök­um, og þess í stað hengja sök í mál­inu á fjöl­mið­il. 

Enn fremur er rétt að gera alvar­lega athuga­semd við þá kröfu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að fjöl­mið­ill eigi að eyða við­kom­andi upp­lýs­ingum og miðla þeim ekki. Kjarn­inn segir frétt­ir. Trún­aður hans er við almenn­ing, ekki eft­ir­lits­stofnun eða fyr­ir­tækin sem eru að sam­ein­ast. Það er frétt­næmt að það eigi að fækka um á fimmta tug stöðu­gilda hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, algjör­lega óháð því hvort að Fjar­skipti, 365 og Sam­keppn­is­eft­ir­litið ætl­uðu þeim upp­lýs­ingum að verða opin­berar eða ekki. Fjöl­miðlar eru mik­il­vægar stoðir í lýð­ræð­is­ríkjum og því færri sem á þeim starfa, því veik­ari verður máttur þeirra til að sinna hlut­verki sín­u. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent