Önnur nálgun á tálmun

Þórður Ingvarsson skorar á þingheim að gefa fyrirliggjandi tálmunarfrumvarpi lítið vægi og vinna þess í stað heimavinnuna sína almennilega.

Auglýsing

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp þar sem lagt er til að tálmun sé gerð refsi­verð og að refs­ingin geti verið allt að 5 ára fang­els­is­vist. Í frum­varp­inu er ekki að finna skil­grein­ingu á því hvað felst í tálm­un. Tálmun er í stuttu máli sagt að meina öðru for­eldri frá því að hitta börnin sín. En tálm­un getur verið flókn­ari en það.

Í opin­berri umræðu hefur borið á því að orðið „tálm­un“ er notað í mjög víðum skiln­ingi. Allt frá því að komið sé í veg fyrir að umgengn­is­for­eldri hitti barn sitt yfir margra mán­aða tíma­bil niður í að skila barni klukku­tíma of seint til umgengn­is­for­eldr­is. Stundum er það notað þegar for­eldri missir umgengn­is­rétt vegna dóms og jafn­vel talað um að hér sé um grafal­var­legt ofbeldi að ræða sem sumir telja jafn­ast á við lík­am­legt og kyn­ferð­is­legt ofbeldi, sem rétt­lætir því notkun fang­els­is­refs­ing­ar.

Ástæður tálm­unar geta verið jafn marg­vís­legar og þær geta verið alvar­leg­ar. Frum­varpið gerir samt ráð fyrir því að ein­göngu sé um að ræða ill­vilja eða þver­móðsku þess sem tálmar umgengni. Ekki er gert ráð fyrir þeim mögu­leika að verið sé að vernda hags­muni barns­ins. Með frum­varp­inu er engu síður lagt til að fang­elsa for­eldra fyrir eitt­hvað sem er laga­lega óskil­greint.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð­inni sem fylgir frum­varp­inu má finna nokkrar órök­studdar full­yrð­ingar og stað­hæf­ing­ar, auk orða­lags á borð við að „al­þekkt og nokkuð algengt er að“ tálm­unum sé bara beitt sísona, án þess að vísa í nein­ar hald­bærar heim­ildir þar að lút­andi. Ekki er heldur litið til þess hvernig nágranna­lönd okkar hafa valið að leysa mál af þessu tagi.

Því vissu­lega er vandi fyrir hendi. Það eru til for­eldrar sem nota börn sín gegn fyrrum maka, sem er með öllu ömur­leg fram­koma við alla hlut­að­eig­andi. Lang­vinnar deilur á milli for­eldra eru börnum ákaf­lega þung­bærar og geta haft alvar­legar afleið­ing­ar. Við því þarf að sporna

Það er margt í mála­flokknum sem vel er gert og flest öll mál eru leyst far­sæl­lega. Engu að síður eru ýmsir þættir sem þarf nauð­syn­lega að bæta. Hér eru því nokkrar til­lögur sem lík­legri eru til árang­urs frekar en fang­els­un:

  1. Vandað til ákvörð­un­ar: Tekið sé almenni­lega til­lit til saka­skrár, ofbeld­is­sögu og fíknar varð­andi ákvörðun um umgengni og for­ræði. Barnið á að njóta vafans, öryggi þess og vel­ferð á að vera í fyr­ir­rúmi. Til eru dæmi um að ofbeld­is­fullu fólki sé veitt full umgengni. Taka þarf alvar­lega á hæf­is­málum og beita umgengni undir eft­ir­liti í rík­ara mæli. Því barn sem á lítt hæfan ein­stak­ling sem for­eldri á engu síður rétt á að þekkja það for­eldri. En umgengni þarf að ger­ast í umhverfi og aðstæðum sem ógna ekki öryggi og vel­ferð barns­ins.

  2. Skjót­ari afgreiðslu­tím­i: Hrað­ari máls­með­ferð hjá sýslu­manni og hlut­að­eig­andi stofn­un­um. Það er full­kom­lega óásætt­an­legt að þessi mál taki allt upp í ár eða lengur í afgreiðslu. Það er mjög langur tími í lífi barns og tengsl milli for­eldris og barns bíða skaða af slíku. Hér þarf hrein­lega að setja meira fjár­magn í mála­flokk­inn og bæta við stöðu­gildum hjá þeim stofn­unum sem skipta máli. Það á að vera for­gangs­mál að með­ferð­ar­tími hvers máls sé ekki lengri en 3 mán­uð­ir, nema um sér­lega erfið mál sé að ræða.

  3. Sann­gjarnt sátta­ferli: Öfl­ugri sátta­með­ferð­ir, ráð­gjöf, sál­fræði- og geð­þjón­usta. Því betur sem staðið er að sátt og ráð­gjöf því meiri líkur eru á jákvæðri nið­ur­stöðu og því þarf fleira fag­fólk. Lang­flestir for­eldrar vilja börnum sínum vel og átta sig á alvar­leika máls­ins þegar gert er almenni­lega grein fyrir því að lang­vinnar og jafn­vel harð­vít­ugar deilur milli for­eldra skaða barnið hvað mest.  Þeir for­eldrar sem nota þann leik að mæta ekki til lög­boð­aðra sátta­með­ferða eða ráð­gjafa, og tefja málið með einum eða öðrum hætti, sæti dag­sektum sem hið opin­bera sér um að sækja.

  4. Rétt­indi barna: Börn fái sinn eigin lög­fræð­ing í um­geng­is- og for­ræð­is­deil­u­m. Þetta er lyk­il­at­riði í barna­vernd og barna­rétti. Umgengn­is­réttur barns­ins við for­eldra er mik­il­væg­asta breytan í þessu öllu og nauð­syn­legt er að hlut­laus aðili gæti hags­muna barn­anna á meðan máls­með­ferð for­eldra stend­ur. Því hags­munir for­eldra geta sann­ar­lega stang­ast á við hags­muni barns­ins. Sam­eig­in­legt for­ræði og eins jöfn umgengni og aðstæður leyfa, á auð­vitað að vera útgangs­punkt­ur­inn.

  5. Dag­sekt­ir: Dag­sektir verði inn­heimtar af yfir­völdum og af meiri festu. Dag­sektir vegna tálm­unar þykja ekki nægi­lega beitt úrræði, þar sem erf­ið­lega hefur gengið að inn­heimta þær. Með réttum laga- og ­reglu­gerð­ar­breyt­ing­um er hægt að fella dag­sektir í þessum málum undir inn­heimtu­kerfi Inn­heimtu­stofn­unar sem hrein­lega hefur heim­ild til að láta draga af laun­um. Lengra verður ekki geng­ið. 

  6. Sér­stakar kring­um­stæð­ur: Í erf­ið­ustu mál­unum fari sveit sér­fræð­inga inn á heim­ili þar sem búið er að þraut­reyna all­ar sátta­leiðir. Þriggja til fjög­urra manna sveit fag­að­ila sem sam­an­standi meðal ann­ars af sál­fræð­ing­um, félags­ráð­gjöfum og lög­lærð­um. Með leyfi for­eldra, eða með dóms­úr­skurði, er farið inn á bæði heim­il­in, aðstæður rann­sak­aðar eftir bestu getu og rætt verði við skóla­yf­ir­völd, ætt­ingja og aðra sem að málum kunna að koma. Sú sveit skili síðan áliti sem vegi þungt í úrskurði um umgengni og for­ræði, sem verði fylgt fast eft­ir.

Loka­orð

Í mann­legri hegðun er flest til, og engum dettur í hug að afneita því að til séu for­sjár­for­eldrar sem tálma umgengni barns og for­sjár­lauss for­eldris af engri ástæðu annarri en til að þjóna eigin þótta. En í áður­nefndu frum­varpi er ekki gert ráð fyr­ir öðrum mögu­leikum og verri.

Það er óásætt­an­legt að refsað sé með fang­els­is­vist fyrir eitt­hvað sem er svo illa skil­greint í lög­um, líkt og tálmun er, hvað þá láta dóm­stóla um að túlka hvað flokk­ast sem tálmun og hvað ekki. Þetta þarf að vera sķýrt í lög­um.

Það er sorg­leg stað­reynd að dóm­stólar eiga það til að dæma ofbeld­is­fólki og öðrum mis­hæfum for­eldrum bæði for­ræði og eft­ir­lits­lausa umgengni. Það setur hitt for­eldrið í von­lausa stöðu því það hefur í raun val milli tveggja lög­brota, að hindra barnið frá því að hitta aðil­ann sem beitir það ofbeldi eða gefa eftir og stefna þar með vel­ferð barns­ins í hættu. Á meðan dóm­stólar standa sig ekki betur en svo er tómt mál að tala um fang­els­is­vist fyrir að beita vissum neyð­ar­úr­ræðum þegar allar lög­legar leiðir eru meira og minna í bið­stöðu, hvort sem það er vegna skorts á gögn­um, slæ­legra vinnu­bragða eða vil­hallra opin­berra starfs­manna.

Það getur líka gerst að lögin eru ein­fald­lega óskýr, því er ekki sér­stak­lega við dóm­stóla og þartil­gerð yfir­völd að sakast þegar Alþingi sam­þykkir óljós lög byggð á óná­kvæmum heim­ildum og nær engum gögnum líkt og ofan­greint frum­varp. Í þessum mála­flokki þarf að vanda vel til verka. Þess vegna skora ég á þing­heim að gefa þessu frum­varpi lítið vægi og þess þá heldur vinna almenni­lega heima­vinn­una sína.

Barna­vernd­ar­stofa vinnur gott og ötult starf og starfs­fólk þess er harð­dug­legt, vel menntað og vinnur sín verk­efni af sóma. Ábend­ing­arnar hér að ofan ber að skoða sem upp­byggi­lega og lausn­a­mið­aða gagn­rýni.

Stöndum saman að því að styrkja og bæta sam­band for­eldra og barna með því að reyna að ná sátt og sam­lyndi öllum til hags­bóta. Styrkjum þá inn­viði sem við þegar höfum og óskum eftir auknum fjár­munum og mann­afla til að vinna betur úr þeim vanda­sömu málum sem um er rætt. Styðjum bætt vinnu­brögð og hug­myndir til úrbóta sem fela ekki í sér frek­ari refs­ingu en algjör nauð­syn kref­ur, því það kemur verst niður á þeim við­kvæm­ustu og þau hafa þolað nóg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar