Vaðall úr Vegagerð

Gauti Kristmannsson spyr hvort íbúar Reykjavíkur eigi einir að niðurgreiða lagningu Sundabrautar vegna þess að þeir séu svo vondir að vilja byggja húsin sín þar sem þeir vilja í borginni, en ekki þar sem Vegagerðin vill það?

Auglýsing

Nýlega stigu vega­mála­stjóri og sam­göngu­ráð­herra fram og sögðu að Reyk­vík­ingar þyrftu að greiða 10 millj­arða króna vegna þess að Vega­gerðin fengi ekki að byggja land­fyll­ingar og brú við Elliða­ár­ósa til að leggja svo­kall­aða Sunda­braut. Til þess væri stoð í lög­um. Þetta er sér­kenni­legur mál­flutn­ingur að mörgu leyti. Í fyrsta lagi heyr­ist þessi krafa sjald­an, ef nokkurn tíma, frá Vega­gerð­inni þegar lagt er í dýr­ari sam­göngu­fram­kvæmdir en ýtrasta þörf krefur víða um landið og ef svo væri myndu þing­menn kjör­dæm­is­ins þagga snar­lega niður í henni. Í öðru lagi var þetta dálítið und­ar­legt í ljósi mál­flutn­ings ráð­herr­ans sjálfs um veggjöld og að not­endur ættu að borga nýfram­kvæmd­ir; eða á hann við Reyk­vík­ingar einir eigi að nið­ur­greiða slíkar einka­fram­kvæmdir af því þeir eru svo vondir að vilja byggja húsin sín þar sem þeir vilja í borg­inni, en ekki þar sem Vega­gerðin vill það?

Sunda­braut­ar­málið er reyndar gam­alt. Árið 1984 var þessi leið yfir Elliða­ár­vog­inn sett á aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur. Þá var Davíð Odds­son borg­ar­stjóri. Ekki ætla ég honum þann kvik­ind­is­skap að vilja leggja stein í götu Vega­gerð­ar­innar í því máli, en Sunda­braut var þá teiknuð á svo­kall­aða ytri leið þar sem hún er enn. Málið lá reyndar í lág­inni lengi eftir það, en komst á skrið þegar Sím­inn var seldur til einka­að­ila. Þá var umræddur Davíð Odds­son reyndar orð­inn for­sæt­is­ráð­herra og muni ég rétt áttu margir millj­arð­ar, gott ef ekki heilir átta, að fara í Sunda­braut og ein­hver hell­ingur í nýtt „há­tækni­sjúkra­hús“. Þá var gaman að lifa fyrir þá sem vildu vinna vel í heil­brigð­is- og sam­göngu­mál­u­m. 

En Vega­gerðin vildi síður hafa Sunda­braut þar sem borgin vildi hafa hana og teikn­aði upp nýja og „ódýr­ari“ leið innst inni í Elliða­ár­vogi með land­fyll­ingum og brú. Til að tengja þá leið við sam­göngu­mann­virki beggja vegna vog­ar­ins, í Graf­ar­vogi og Voga­hverfi, þurfti hins vegar að beina 50 til 60 þús­und bílum dag­lega inn á götur í grónum hverfum eða byggja mis­læg gatna­mót sem væru svo risa­vaxin að þeir í Los Ang­eles yrðu grænir af öfund. Íbúum í þessum hverfum leist illa á hug­mynd­ina, enda efuð­ust þeir um að þetta væri miklu ódýr­ara en sá kostur að beina allri umferð­inni þangað sem hún vildi í raun fara, suður Kringlu­mýr­ar­braut eða niður í bæ. Íbúar minntu því stjórn­mála­menn sína í borg­inni á að þeir sæktu umboð sitt til þeirra á góðum fundi og viti menn, þeir fengu mikil og góð við­brögð frá þeim. Efnt var til sam­ráðs með íbú­um, ríki (Vega­gerð­inni) og borg (fram­kvæmda­svið + stjórn­mála­menn). Yfir málin var vand­lega farið og allir kostir skoð­að­ir, íbúar voru alveg til­búnir að skoða aðrar lausnir, sögðu ekki bara neinei.

Auglýsing

Nið­ur­staðan var að bera saman jarð­göng á ytri leið aðal­skipu­lags og innri leið Vega­gerð­ar­inn­ar, þótt ljóst mætti vera að hún myndi mæta meiri and­stöðu en flestar fram­kvæmdir sem gerðar hafa verið í borg­inni. Í fyrstu virt­ist lít­ill verð­munur á þessum tveimur leið­um, brúin var eitt­hvað ódýr­ari, vissu­lega, en það var bita­munur en ekki fjár, ekki síst þegar litið er til þess að brúin yrði aldrei byggð hvað svo sem Veg­ar­gerð­ar­menn dreymdi um að gera. Þá brugðu þeir á það ráð skreppa til Sví­þjóðar og skoða flott­ustu jarð­göng í heim­i, Södra Lanka, og hækk­aði verðið á Sunda­göngum eftir það snar­lega í verði og varð heilir 24 millj­arðar króna, tala sem sumum fannst óhugs­andi að leggja í vega­bætur í Reykja­vík, þær myndu jú taka kannski heil tíu ár til við­bótar að afskrif­ast. 

En borg­ar­stjórn Reykja­víkur stóð með þegnum sín­um, ein sem öll, borg­ar­stjór­inn, Vil­hjálmur Þór Vil­hjálms­son, og allir full­trúar flokk­anna í borg­ar­ráði. 17. jan­úar 2008 sam­þykkti borg­ar­ráð ein­róma að Sunda­braut yrði lögð í göngum á ytri leið­inni með venju­legum fyr­ir­vara um umhverf­is­mat. En svo kom hrunið svo­kall­aða og Síma­pen­ing­arnir hurfu að mestu leyti af reikn­ingum Seðla­bank­ans upp í „money hea­ven“ og hafa ekki sést síð­an. Það vekur því furðu að heyra núna að Vega­gerðin ætli að heimta tíu millj­arða af Reyk­vík­ingum af því borgin sé að‘ „þvæl­ast fyr­ir“ Vega­gerð­inni. Það er kannski tíma­bær­ara að Vega­gerðin hætti að þvæl­ast fyrir Reyk­vík­ing­um, hún truflar þá ekki svo mikið með fram­kvæmdum hvort sem er.

Höf­undur sat í sam­ráðs­hópi um Sunda­braut fyrir Íbúa­sam­tök Laug­ar­dals.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar