Vandræðaleg áætlun með hægri ofurhalla

Ari Trausti Guðmundsson segir að ríkisfjármálaáætlun snúist um sveltistefnu. Hún sé eins konar Gúmmí-Tarsan sem líti vel út með sína platvöðva en innra bærist lítið annað en gervistyrkur.

Auglýsing

Til­gangur rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar er meðal ann­ars gegn­sæi, festa í fjár­málum og skil­virkni. Í 360 síðna plaggi sem lá fyrir Alþingi til umræðu eru slík mark­mið sett fram undir regn­hlíf sjálf­bærni og fram­sýni, svo að vitnað sé í tvö kjör­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. En því er í raun ekki að heilsa. Það mætti frekar nefna orðin ójöfnuð og mis­rétti ef miðað er við hag þorra fólks og vel­ferð í ljósi þess­arar áætl­un­ar. Í henni eru mörg mark­mið en til þess að raun­gera flest þeirra þurfa rík­is­tekjur að ná vel fram úr tekjum í núver­andi fjár­lög­um. Tekju- og gjald­ara­mmi rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar verður líka að vera skýr. Það er hann ekki, þegar kemur að fyrsta nið­ur­broti til mál­efna. Grunn­ur­inn að áætl­un­inni verður að vera traustur og í almanna­hag, en hann er í raun sprungum settur og í hag lít­ils minni hluta þjóð­ar­inn­ar. Giska má á 10-20% þjóð­ar­inn­ar, allt eftir efna­hags­við­miði.

Svelti­stefna

Rík­is­út­gjöld til fimm ára, þ.e. rammann, sjáum við í gild­andi fjár­lögum 2017 og þeim við­bótum eða skerð­ingu, ár frá ári, sem hann set­ur. Upp­hæðir koma fram í einni línu, þ.e. fimm upp­hæðum sem skipt er á árin 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022. Með því að draga upp­hæð eins árs frá upp­hæð næsta árs, t.d. upp­hæð fram­lags 2017 frá upp­hæð fram­lags 2018, og þannig koll af kolli, fæst breyt­ingin milli ára. Þannig hækkar eða lækkar fram­lag rík­is­ins til máls­viðs miðað við næsta á undan og svo grunn­upp­hæð­ina 2017. Ég hef kallað þetta töfra­lín­una í sér­hverjum af 34 mál­efna­flokk­um. Þessa línu eina verðum við nefni­lega að nota til að meta rík­is­fjár­mála­á­ætlun til fimm ára með hlið­sjón af núver­andi útgjöld­um. Við fyrstu sýn blasa við fimm mögur ár í lyk­il­flokkum og sú sýn styrk­ist við yfir­ferð þeirra allra. Af hverju er rík­is­fjár­mála­á­ætl­unin mög­ur? Jú, þarna er óað­gengi­legt 41,5% útgjalda­þak miðað við verga lands­fram­leiðslu. Þarna eiga fram­farir í helstu mál­efna­flokkum að mið­ast við jákvæða eða nei­kvæða hag­sveiflu eins og hún sé eitt­hvert nátt­úru­lög­mál sem stýra skal sam­neysl­unni. Auð­vitað er henni í raun stjórnað póli­tískt. Tals­menn nýfrjáls­hyggju reyna þannig að mála stefnu sína í felu­litum um leið og þeir ganga á hólm við vel­ferð­ar­kerfið í breiðum skiln­ingi, við sam­göngur og flesta aðra þætti sam­neysl­unn­ar, jafn­vel fram­halds­skóla lands­ins og háskóla. Van­fjár­mögn­unin er þar með orðin afsökun fyrir einka­væð­ingu í gervi Klíník­ur­innar, sam­ein­ingar Tækni­skóla og Ármúla­skóla og til­von­andi einka­rekstrar sam­göngu­mann­virkja með veggjöldum. Allt eru þetta skýr, sér­tæk og vil­höll póli­tísk mark­mið; póli­tísk hag­fræði. Hún er áfram­hald­andi ávísun á auk­inn ójöfn­uð, meiri fátækt og and­stæður þess: Aukið ríki­dæmi í sam­fé­lagi, þar sem nægir aurar eru fyrir í efstu lögum sam­fé­lags­ins.

Er til önnur leið?

Hvernig fitum við rík­is­fjár­mála­á­ætlun á þann hátt sem væri til alvöru­úr­bóta fyrir flesta, með ein­hvers konar félags­legum aðferð­um? Við hefjum fjár­öflun meðal auð­manna, stór­eigna­fólks, og stórra fyr­ir­tækja sem nýta t.d. auð­lindir í almanna­eigu. Setja má á græn gjöld og nýta heim­ildir til gjalda fyrir þjón­ustu og aðgang að nátt­úr­unni, m.a. í ferða­þjón­ust­unni, til dæmis með komu­gjöld­um. Við nýtum sem sagt skatta og gjalda­kerfið til hins ýtrasta, ekki þó á þann hátt sem margir hægri menn reyna að kenna okkur hinum um, ekki með því að skatt­leggja heim­ili almennt, eða fyr­ir­tæki almennt, eins og látið er í veðri vaka, nema t.d. með grænum gjöldum sem eru lágar upp­hæð­ir. Vinstri græn telja aftur á móti að unnt sé að ná 53–75 millj­örðum á ári á ólíka vegu, þó aðal­lega í vasa vel­meg­andi þegna og vel­meg­andi fyr­ir­tækja. Upp­hæðin fer stig­hækk­andi milli ára. Til dæmis má ná inn nokkrum millj­örð­u­m króna með því að hækka fjar­magnstekju­skatt úr 20% í 30% á fáein efstu pró­sent þeirra sem slíkt greiða og eiga yfir helm­ing alls fjár­magns af þessu tagi. Það á einmitt að gera í stað þess að lækka skatta um 13 millj­arða, eins og gert er um þessar mund­ir, og skapa sára fjár­þörf um allt land. Auknar rík­is­tekjur eru ekki sjálf­krafa ávísun á þenslu ef fjár­munir eru settir í valin vel­ferð­ar-, mennta- og sam­göngu­verk­efni um land allt, m.a. á svoköll­uðum köldum svæð­um. Og lækkun rík­is­út­gjalda nú, nið­ur­greiðsla til skulda á þessum tíma, á ekki að kosta alvar­legan vanda tug­þús­unda manna. Það má hægja á skulda­skil­um. Lítil breyt­ing þar skilar miklu til sam­neysl­unnar sem verður að bæta og auka. Nöldur um að skatta­hækk­anir nemi einni milljón króna á manns­barn á að fela stað­reyndir um á hverja þeir leggj­ast. Þorri almenn­ings bæri létt­ar, nýjar byrð­ar, ef nokkr­ar.

Auglýsing

Skoðun á tveimur mál­efna­sviðum

Í þess­ari Kjarna­gein verður látið duga að spegla rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ina yfir á mál­efna­flokka Umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþing­is, þar sem ég sit. Í sam­göngu- og fjar­skipta­málum tekur stjórn­ar­meiri­hlut­inn undir allar aðhalds­kröfur í fjár­mál­um, þar sem vantar millj­arða ein­ungis í við­hald og úrbætur á vegum eins og þeir eru nú í grunn­inn. Áhersla er þar lögð á grein­ing­ar­vinnu sem eigi að skoða þenslu­á­hrif óvissra fram­laga í stað þess að afla skatt­fjár til sam­göngu­á­ætl­unar sem búið var að sam­þykkja. En töfra­lausn stjórn­ar­meiri­hlut­ans er um leið ljós. Hann styður í sínu áliti í Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd lausnir sem kall­ast sam­starfs­fjár­mögnun ríkis og einka­að­ila (og sam­göngu­ráð­herra hefur viðr­að) um vega­bætur á umferð­ar­æðum til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Stjórn­völd vilja sem sagt frek­ari einka­væð­ingu með veggjöldum sem sveit­ar­fé­lög lands­ins eru mót­fall­in. Líkt og almennt ger­ist meðal allra flokka, eru stjórn­ar­flokk­arnir miklir vinir Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Annað er ekki hægt með góðu móti. Enda stendur í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans að mála­flokkur umhverf­is­mála fái aukið vægi á kom­andi árum og leggja beri áherslu á að fjár­magn fylgi auknum áherslum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, m.a. til að ná fram mark­miðum í lofts­lags­málum svo Ísland geti staðið við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Því er dap­ur­legt, og rangt í dags­ins önn, að í rík­is­fjár­mála­ætl­un­inni er nægi­legt fjár­magn til að standa við góðu orðin ekki í boði. Það er deg­inum ljós­ara að 1,6 millj­arða króna við­bót á þremur af fimm árum áætl­un­ar­inn­ar, að frá­dregnum bygg­ing­ar­kostn­aði vegna gesta­stofa og fleiri bygg­inga dugar hvergi nærri til. Í ofaná­lag á að skera niður fram­lög til umhverf­is­mála um 300 milljón króna í tvö ár. Þarna er aug­ljós­lega neydd fram 2% aðhalds­krafa í stofn­unum sem falla undir Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið. Fram­lög til skóg­ræktar og ann­arrar bind­ingar kolefnis eru ekki auk­in, svo dæmi séu nefnd. Því miður verður að líta svo á að áætl­un­in, með sín ágætu mark­mið á köflum en svelti­stefnu í raun, sé eins kon­ar Gúmmí­-T­arsan; lítur vel út með sína plat­vöðva en innra bær­ist lítið annað en gervi­styrk­ur.

Að guma af litlu

Tals­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­ana hafa farið mik­inn með tölur á lofti og bent á um 81 millj­arðs króna aukn­ingu rík­is­út­gjalda á fimm árum, eins og þar færi mikið afrek. Þar er reyndar rang­lega blandað saman fjár­fest­ingum og rekstri, eins og gagn­rýnt er úr mörgum horn­um. Upp­hæðin er  ­sam­tala allra 34 töfra­lín­anna í á­ætl­un­inni. Að með­al­tali eru þetta 16 millj­arðar á ári í fimm ár. En bíðum við, borið saman við stærð­argráðu rík­is­út­gjalda eins árs upp á 700–800 millj­arða, nemur við­bótin 2–2,3%. Þegar menn slá sér á brjóst yfir þessu, má spyrja: Er 2-2,3% árleg með­al­við­bót rík­is­ins í góð­æri til van­ræktra inn­viða­kerfa nógu stórt skref við að upp­fylla kosn­inga­stefnu hægri flokka og Bjartrar fram­tíð­ar? Merkir við­bótin raun­veru­lega fram­för? Er talan svarið við kröfu alls þorra lands­manna við van­ræktum innviðum og afleið­ingum efna­hag­skoll­steypunnar nú, sjö árum síð­ar? Þegar þess er svo gætt hvernig lands­fram­leiðslu er spáð þó nokkrum árlegum vexti, duga árleg við­bót ekki til þess, einmitt sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu. Sam­neyslan á rétt og slétt að minnka. Það er kjarni póli­tískrar hag­fræði stjórn­ar­inn­ar. Sam­tímis er rétt fram hönd til þeirra sem sjá sér hagn­að­ar­von í geira sam­fé­lags­þjón­ust­unn­ar. Hana sjá 70-80% full­orð­inna lands­manna besta rekna á opin­berum veg­um.

Skoðum aftur nokkur mál­efna­svið

Í umsögn okkar í minni­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar kemur fram að í sam­göngu­málum til fimm ára nemur hækkun sam­tals 5,6 millj­örðum króna. Heldur vart máli út frá örygg­is­sjón­ar­miðum ein­um. Í orku­málum er heild­ar­aukn­ing upp á 263 millj­ónir króna en nið­ur­skurður 30 millj­ónir á einu ári af fimm. Í sveit­ar­stjórn­ar- og byggða­málum sést 2,5 millj­arða hækk­un. Í umhverf­is­málum er hækk­unin 1,6 millj­arður en fram­lög eru líka lækkuð um 300 milljón krón­ur. Ef þessar tölur eru lagðar saman fást tæpir 10 millj­arðar króna. Þeir eru þá hrein við­bót miðað við fjár­lögin 2017, næstu 5 ár á eft­ir, til­ ­fyrr­greindra ­fjög­urra mál­efna­sviða af ríf­lega 30. Það teljum við Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, full­trú­ar VG í Umhverfs- og sam­göngu­nefnd, víðs fjarri réttu lag­i. 

Þessu til við­bótar er rétt­mætt að líta til greina sem styðja við mark­mið á mála­flokkum á borð við lofts­lags­mál og orku­skipti. Þar er einkum átt við fram­farir á sviði rann­sókna, nýsköp­unar og þekk­ing­ar­greina í einn stað og háskóla­stigið (sjö háskól­ar) í annan stað. Til fyrr­nefnda flokks­ins má reikna um 120 millj. kr. við­bót­ar­fram­lög á ári að með­al­tali í fimm ár. Nú þegar eru settir veru­legir fjár­munir í þennan stóra mála­flokk en það er við­bótin sem tel­ur. Menn geta rétt ímyndað sér hvaða kröfur verða gerðar á fimm ára tíma­bili, við skulum segja í umhverf­is­mál­um, til nýsköp­unar og rann­sókna og þekk­ing­ar. Ef menn halda að 120 millj. kr. í árs­við­bót dugi til þess þá fara þeir villur veg­ar. Til fyrr­nefnda flokks­ins, þ.e. háskóla, má greina 660 milljón króna hækkun fram­laga milli áranna 2017–2018. 

Eftir það standa við­bót­ar­fram­lögin í stað milli ára þar til hækkun kemur á síð­asta árinu 2021–2022. Þetta er afsakað með því að háskóla­nemum sé (og vænt­an­lega eig­i!) að fækka. Sé tekið mið af Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, sem á meðal ann­ars að sjá um rann­sóknir á nátt­úru­vá, eru tæki úrelt og ekki hægt að kaupa ný. Ekki hefur verið hægt að ráða í tvær lausar pró­fess­ors­stöð­ur. Nið­ur­skurður upp á tugi millj­óna til kennslu og rann­sókn­ar­starf­semi þess­arar mik­il­vægu stofn­unar hefur komið fram í upp­lýs­ingum það­an.

Álíka er komið fyrir öðrum stofn­un­um, skóla­deildum eða heilu skól­unum á þessu stigi vítt og breitt um land. Inni í þessum háskóla­upp­hæðum er t.d. við­bót­ar­hús­næði Háskóla Íslands. Í raun eru fjár­munir innan beggja þess­ara mála­sviða til beins rekst­urs og verk­efna mun lægri en kemur fram í tölu­lið­um, svo að nemur sam­tals hund­ruðum millj­óna króna.

Póli­tísk hag­fræði til hægri

Borið saman við helstu mark­mið rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar og til­gang er ljóst að mark­miðum hennar er ekki náð miðað við áætl­aðar við­bót­ar­fjár­hæð­ir. Full­komnar tölur á þeim fjórum mál­efna­svið­um, sem hér er fjallað um, stand­ast ekki lág­marks­kröfur um aukin fram­lög á tímum örra lofts­lags­breyt­inga, van­ræktra inn­viða, van­fjár­magn­aðs vel­ferð­ar­kerfis og krafna um öfl­uga byggða­þró­un. Í áætl­un­ina vantar víð­ast hvar grunn­upp­lýs­ingar um grófa skipt­ingu fjár­fram­laga milli mála­flokka. Það vantar aðskilnað fjár­fest­inga og rekstr­ar­kostn­aðar og upp­lýs­ingar sem auð­velda gegn­sæi svo að stíga megi sem far­sæl­ast skref til fjár­laga­gerð­ar. Við höfum engan annan kost en eina tölu­línu í hverjum kafla til að meta hvort ágæt mark­mið, sem þarna eru mörg hver, megi telj­ast raun­hæf, hvort þau nái að verða að veru­leika á fimm árum eða ekki. Í reynd dugar hún aðeins hænu­fet í þá átt en samt nægi­lega langt til þess að afhjúpa galla áætl­un­ar­inn­ar. 

Þessu til við­bótar sýna tölu­lín­urnar gagn­rýn­is­verða ráð­stöfun fjár­muna og varð­stöðu um þá sem mest eiga. Nið­ur­staðan verður því þessi, eins og stendur í minni­hluta­á­liti frá Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd: „Póli­tísk hag­fræði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, und­ir­staða fjár­mála­á­ætl­un­ar, er andsnúin jöfn­uði, sam­fé­lags­legri vel­ferð, sjálf­bærri þróun og hag­sæld þorra þjóð­ar­inn­ar. Henni ber að hafna.“ Undir þing­hlé var henni alls ekki hafn­að. Það gat gerst í kraft eins manns meiri­hluta stjórn­ar­flokk­anna. Þar með verður að and­æfa því sem af henni leið­ir, styðja það sem kann þó að verða til bóta en leggja upp með bar­áttu fyrir ann­ars konar póli­tískri hag­fræði.

Höf­undur er þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar