Þingið er ofbeldisumhverfi

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar um jafnlaunavottun, dómaramálið og ofbeldisumhverfi á Alþingi.

Auglýsing

Margt er mjög athuga­vert við að þing­fundi hafi nú verið frestað til 12. sept­em­ber. Til að byrja með voru nokkur ókláruð mál afgreidd sem geta haft mjög alvar­legar afleið­ingar í fram­tíð­inni. Afleið­ing­arnar verða kannski ekki fjár­hags­leg­ar, eins og leið­rétt­ingar á almanna­trygg­inga­lög­unum sem út af villu í laga­gerð­inni leiddi til auk­ins kostn­aðar upp á 2,5 millj­arða á mán­uði. Þær gætu hins vegar orðið alvar­legar á annan hátt – van­traust.

Hér er um að ræða tvö mál, ann­ars vegar jafn­launa­vott­un­ina svoköll­uðu og hins vegar skipan dóm­ara. Í til­viki jafn­launa­vott­un­ar­innar þá höfðu umsagn­ar­að­il­ar, sem annað hvort hafa farið í gegnum jafn­launa­vott­un­ar­ferlið eða skoðað það og ákveðið að nota ann­ars konar aðferð­ir, um þá vottun að segja að hún væri í raun starfa­flokk­un. Stað­all­inn er um jafn­launa­kerfi og setur upp aðferð fyrir fyr­ir­tæki til þess að skil­greina þau störf sem er sinnt innan fyr­ir­tæk­is­ins. Einn umsagn­ar­að­ili sagði að það gæti eng­inn utan­að­kom­andi komið og sagt að starf A, sem er aðal­lega unnið af karl­mönnum innan fyr­ir­tæk­is­ins, sé verð­minna en starf B, sem er aðal­lega unnið af kven­mönn­um. Störfin eru ein­fald­lega skil­greind og þeim skil­grein­ingum gefið ákveðið verð­mæta­mat. Það sem kerfið tryggir er að karlar og konur fá sömu laun fyrir sama starf. Kerfið tryggir ekki sömu laun fyrir sam­bæri­legt eða jafn­verð­mætt starf vegna þess að, eins og umsagn­ar­að­il­inn seg­ir, það er eng­inn utan­að­kom­andi að koma að segja þeim að eitt starf sé í raun jafn verð­mætt og eitt­hvað annað starf. Fyr­ir­tæki geta þannig, ef þau vilja eða meira að segja ósjálfrátt, útskýrt sig frá launa­mun. Þess vegna er óút­skýrður launa­mun­ur. Þau geta sagt, hérna erum við með starf A og starf B. Þau eru ekki jafn­verð­mæt fyrir fyr­ir­tæk­ið, þó þau séu það kannski í raun. Svo óheppi­lega vill til að annað starfið er nær ein­göngu unnið af karl­mönnum og hitt af kven­mönn­um.

Jafn­launa­vott­unin er í raun ekk­ert nema starfa­flokk­un­ar­kerfi. Því kerfi er hægt að stilla til á hvern þann hátt sem fólki dettur í hug til þess að útskýra launa­mun á milli starfa innan fyr­ir­tækis og þannig mögu­lega á milli kynja. Þar sem jafn­launa­vott­unin er í raun ekki það sem orðið segir til um þá býr það til falskt öryggi.

Auglýsing

Hitt málið er skipun dóm­ara. Mats­nefnd skil­aði frá sér 15 til­nefn­ingum og setti fram rúm­lega 100 blað­síðna rök­stuðn­ing á bak við að þær 15 til­nefn­ingar væru hæf­ustu umsækj­end­urn­ir. Nú hefur það komið upp úr kaf­inu að Við­reisn setti sig upp á móti þeim til­nefn­ing­um, að því er virð­ist á jafn­rétt­is­grund­velli. Allt gott og blessað með það og ekk­ert athuga­vert við það held­ur. Vanda­málið er hins vegar að dóms­mála­ráð­herra skil­aði þá öðrum 15 manna lista en mats­nefnd­in, að því er virð­ist án rök­stuðn­ings. Eitt­hvað var þar afritað úr áliti mats­nefndar og komið með óljósar útskýr­ingar um aukn­ingu á dóm­ara­reynslu og lög­fræði­þekk­ing­ar. Við þann lista sætt­ist Við­reisn á, enda kynja­hlut­föll jafn­ari. Þetta geta þing­menn gert, skoðað rök – ómál­efna­leg eða ekki – og tekið ákvörðun út frá eigin for­send­um. Þar er bara við eigin sann­fær­ingu þing­manna að etja. Ekk­ert að því. Ráð­herra, hins veg­ar, verður að fara að lög­um. Ráð­herra verður að útvega rök­stuðn­ing fyrir því að sá 15 manna listi sem hún skil­aði sé 15 manna listi hæf­ustu umsækj­end­anna. Það getur alveg verið út frá öðrum for­sendum en mats­nefndin not­aði, þó það sé athuga­vert ef þær for­sendur séu búnar til eftir á.

Málið um skipun dóm­ara kemur til þings­ins rétt fyrir áætluð þing­lok og í stað­inn fyrir að gefa þing­mönnum rök­semda­færslu fyrir nýjum lista og nægan tíma til þess að fara yfir þau rök þá átti að troða mál­inu í gegn að nóttu til. Sem betur fer náð­ist að færa þá umræðu inn í dags­ljósið dag­inn eft­ir. Það lá hins vegar ekk­ert á því að sam­þykkja það mál sam­dæg­urs. Það þurfti ekki að gera fyrr en í síð­asta lagi fyrir 1. júlí, mán­uði seinna. Það var alveg nægur tími til þess að kalla eftir betri gögn­um, fara yfir þau í nefnd og þegar málið væri til­búið það­an, kalla saman þing­fund aftur til þess að kjósa um mál­ið. Í stað­inn þá var því troðið í gegn. Áður en fólk fer að spyrja um „af hverju ekki mál­þóf“ þá hefur stjórnin ýmis tæki þar á móti, til dæmis að setja þá bara fullt af málum á dag­skrá. Áfeng­is­frum­varpið og ramma­á­ætlun eru klass­ísk mál. Afleið­ingin af þessu getur orðið van­traust á nýja dóm­stig­ið.

Þingið er umhverfi þar sem hót­anir ganga fram og til baka. Beint og óbeint. Þingið er ofbeld­isum­hverfi þar sem þing­styrkur til þess að geta fram­fylgt hót­unum skiptir öllu máli. Þar hefur meiri­hlut­inn dag­skrár­valdið sem er beittasta vopn­ið. Þessi meiri­hluti sem er með minni­hluta atkvæða. Þessi meiri­hluti sem tal­aði um ný vinnu­brögð. Þessi meiri­hluti sem virð­ist nú hafa farið í nákvæm­lega sömu hrossa­kaup og alltaf.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar