Ferskir vindar og baráttan í borginni

Um hvað er í deilt í borgarpólitíkinni?

Auglýsing

Það skal við­ur­kennt hér strax, áður en lengra er hald­ið, að ég stend af alefli með Gísla Mart­eini Bald­urs­syni í deilum hans á Twitter við fólkið sem er í for­svari fyrir Sjálf­stæð­is­menn í Reykja­vík, Hall­dór Hall­dórs­son og Mörtu Guð­jóns­dóttur þar á með­al. 

Helsta gagn­rýni hans snýr að því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík virð­ist vera að taka stöðu með því, að þenja borg­ar­svæðið áfram út og talar gegn efl­ingu almenn­ings­sam­gangna. 

Gísli Mart­einn er þekktur fyrir allt ann­að, og á tíma sínum sem borg­ar­full­trúi tal­aði hann ein­dregið fyrir mik­il­vægi þess að þétta borg­ar­svæð­ið, stöðva útþenslu borg­ar­innar og reyna þannig að skapa aðstæður fyrir alþjóð­legra og nútíma­legra mann- og atvinnu­lífi (svona í þokka­legri ein­föld­un).

Auglýsing

Fal­leg­asti staður á Íslandi

Ég sleppi því að gera Vatns­mýr­ina að umtals­efni að þessu sinni (les­endur geta hlustað á þennan hlað­varps­þátt Tví­höfða, frá 3. des­em­ber 2014, í hlað­varpi Kjarn­ans í stað­inn. Lík­lega fyndn­asti þáttur útvarps­sög­unn­ar, og þar kemur Vatns­mýrin við sög­u). Oft vill umræðan í borg­inni fara út á flug­völl­inn þar, en þangað ætti hún ekki að fara, þó aug­ljós­lega sé hægt að fram­þróa borg­ina inn á það svæði, án þess að þenja það nokkuð út. Það blasir við öll­um, en deilan um hvar flugið á að vera er svo annað mál sem ekki verður gert að umræðu­efni hér.

Það sem mér finnst erfitt að átta mig á, þegar kemur að stefnu Sjálf­stæð­is­manna í Reyka­vík, er hvers vegna þeir ná að skapa jafn eld­fimar deilur um þétt­ing­ar­verk­efni í borg­inni, jafn­vel við fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa í sínum eigin flokki. Flokk­ur­inn hefur sjálfur átt beina aðild að skipu­lags­vinnu og ákvörð­unum um aukna sam­vinnu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og þess vegna er und­ar­legt að það þurfi oft að skapa deilur um fram­þróun þétt­ing­ar­verk­efna í borg­inni. Hjá full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í nágranna­sveit­ar­fé­lög­unum virð­ist stundum vera meiri skiln­ingur á þörf­inni á þétt­ingu byggð­ar­innar heldur en innar borg­ar­innar sjálfr­ar.

Margir sam­verk­andi þættir

Hús­næð­is­vand­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er alls ekki bara meiri­hlut­anum í Reykja­vík að kenna, heldur öllum sveit­ar­fé­lög­unum í sam­ein­ingu og líka stjórn­mála­mönnum í lands­mál­un­um. 

Þegar mark­aðs­verð hús­næðis var undir bygg­ing­ar­kostn­aði, í næstum tvö ár eftir hrun, þá safn­að­ist upp mikil bygg­ing­ar­þörf. Eft­ir­spurnin var stöðug og til við­bótar kom síðan hinn mikli vöxtur í ferða­þjón­ust­unni, með sínum miklu áhrifum á fast­eigna­mark­að. 

Á þessum tíma var lítið sem ekk­ert byggt, enda vildi eng­inn verk­taki vera að tapa pen­ing­um, og flestir stóðu þeir höllum fæti eftir hremm­ingar hruns­ins. Á þessum tíma­punkti var umræða í gangi um mik­il­vægi þess að ríki, sveit­ar­fé­lög og stétt­ar­fé­lög kæmu að upp­bygg­ingu hús­næð­is, til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri þörf á mark­aðn­um. Lítið sem ekk­ert fór hins vegar fyrir þess­ari upp­bygg­ingu.

Þarna byrja mis­tökin að hrann­ast upp og deilan um stöðu ein­stakra lán­taka eftir hrun­ið, var það mál sem fyrst og síð­ast náði eyrum Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­manna á árunum 2013 og fram að kosn­ing­unum haustið 2016, sem fóru fram eftir upp­ljóstr­anir Panama­skjal­anna. 

Mitt í for­dæma­lausum fast­eigna­verðs­hækk­unum sem hafa verið und­an­farið knúnar áfram af ónægu fram­boði, á árunum 2014 og 2015, þá víkk­uðu stjórn­völd veð­hlut­föll heim­ila um 80 millj­arða með rík­is­pen­ing­um, einkum og sér í lagi hjá ríku fólki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þetta var gert með milli­færslum inn á verð­tryggð lán fólks.

Þessa pen­inga hefði verið hægt að nota til að byggja upp á hús­næð­is­mark­aðn­um, eða í eitt­hvað allt ann­að. Þessi aðgerð gerði lítið sem ekk­ert gagn fyrir heild­ina og stuðl­aði ekki að jafn­vægi á húnsæð­is­mark­aði, síður en svo. 

Enda 80 millj­arðar aðeins um 1,6 pró­sent af heild­ar­virði fast­eigna­mats íbúða, og rýmkun á veð­hlut­falli sumra sem því nem­ur, gerir lítið annað en að bæta hag þess fólks, per­sónu­lega. 

Þetta skiptir engu fyrir heild­ar­mark­að­inn og stuðlar ekki að bættri stöðu þar, en upp­hæðin er risa­vaxin þegar litið er til rekst­urs rík­is­ins almennt. Mun frekar stuðl­aði aðgerðin að meira ójafn­vægi og ýtti undir meiri hækkun fast­eigna­verðs, en hvergi í heim­inum hefur verð hækkað meira en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ustu þremur árum.

Upp­bygg­ing­ar­tími

Nú er svo komið að gríð­ar­leg upp­bygg­ing er í gangi, ekki síst í Reykja­vík, og allt bendir til þess að jafn­vægi muni kom­ast á fast­eigna­mark­að­inn í Reykja­vík og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu tveimur til þremur árum, þó vissu­lega geti ýmis­legt óvænt gerst í efna­hags­líf­inu, eins og dæmin sanna. 

Hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir þennan fram­boðs­skort? Jú, það hefði verið hægt, en margir sam­verk­andi þættir eru ástæðan fyrir því að ekki hefur tek­ist að byggja hraðar upp. Einn þátt til við­bótar má nefna, og það er skortur á iðn­að­ar­mönn­um. Það vantar ein­fald­lega fleiri til að byggja hraðar og meira.

Breytir ekki mik­il­vægi þétt­ingar

Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þó órsmátt sé í alþjóð­legu sam­hengi, er eitt af mörgum borg­ar­svæðum í heim­inum sem glímir nú við mik­inn vöxt og fjölgun íbúa á hverju ári. Víða eru vanda­málin stór og mik­il, og má nefna Seattle svæðið sem dæmi um það. 

Ekk­ert borg­ar­svæði vex hlut­falls­lega hraðar í Banda­ríkj­un­um, enda mik­ill upp­gangur í efna­hags­lífi svæð­is­ins, þar sem hraður vöxtur tækni­fyr­ir­tækja er helsti vaxt­ar­brodd­ur­inn. 

Hús­næð­is­skortur er stærsta málið í stjórn­málum á svæð­inu og ekki aug­ljóst hvernig á að leysa hann, þar sem upp­bygg­ingin nær ekki að anna eft­ir­spurn­inni, þrátt fyrir að kranar séu sýni­legri en húsin og allar hendur á fullu.

Stór­felld upp­bygg­ing á almenn­ings­sam­göngum á að stuðla að því að þétta svæðið í heild, og gera það mögu­legt að byggja hraðar upp og þá með hag­kvæm­ari hætti - einmitt án þess að þenja það til hins ítrasta, heldur nýta hverfin og svæðin betur sem fyrir eru og tengja þau með mann­lífi sem fylgir almenn­ings­sam­göng­um.

Hljómar þetta kunn­ug­lega?

Umræðan um Borg­ar­lín­una og styrk­ingu almenn­ings­sam­ganga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu snýr ekki ein­ungis að því að styrkja mið­borg­ina, eða mið­borg­ar­svæð­ið, eins og margir virð­ast halda.

Heldur mun hún, líkt og raunin á að verða á Seattle svæð­inu, stuðla að því að þétta svæðið í heild og minnka útþenslu svæð­is­ins, með því að bæta lífs­kjörin í öllum hverfum sem fyrir eru.

Það mun verða bylt­ing fyrir marga að kom­ast á örfáum mín­útum frá heim­ili til vinnu, með greið­virkum sam­göng­um. Þau hverfi sem þegar eru til­búin munu styrkj­ast og verða eflaust enn vin­sælli en núna. Fjár­fest­ingar í upp­bygg­ing­ar­verk­efnum eins og þessum erlendis fara fram óháð því að bílar geti farið keyra sjálfir innan tíð­ar, með til­heyr­andi áhrifum á borg­ar­sam­fé­lög­um. 

Það ætti vekja borg­ar­full­trúa til umhugs­un­ar.

Gísli Mart­einn hefur rétt fyrir sér

Sjálf­stæð­is­menn verða að horfast í augu við það að Gísli Mart­einn hefur rétt fyrir sér í sinni borg­arpóli­tík. Hans sýn er í takt við nútím­ann og raun­veru­leik­ann. Í ljósi þess að Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri - sem aug­ljós­lega er orð­inn höf­uð­and­stæð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni fyrir kom­andi kosn­ingar á næsta ári - hefur svip­aða sýn á borg­arpóli­tík og Gísli Mart­einn, þá gæti leift­ur­sóknin gegn honum farið jafn illa og sú gagn­rýni sem beinst hefur að Gísla Mart­ein­i. 

Alveg óháð því, að kann­anir hafa verið að sýna veika stöðu minni­hlut­ans í borg­inni, þá ættu sjálf­stæð­is­menn í borg­inni að hafa meiri metnað en svo, að finna því allt til for­áttu þegar unnið er að þétt­ingu borg­ar­innar og upp­bygg­ingu í takt við alþjóð­legar áhersl­ur. Það er eft­ir­spurn eftir ferskum vindum og fram­sýnum lausn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari