#stjórnmál

Hvað breyttist með nýrri ríkisstjórn?

Þorsteinn Pálsson segir Viðreisn og Bjarta framtíð hafa náð að koma stórum málum á dagskrá í stjórnmálum. Með hæfilegri einföldun hafi Sjálfstæðisflokkurinn einungis farið fram á skattalækkanir og annars óbreytt ástand í stjórnarmyndunarviðræðum.

Eitt af því sem liggur í nátt­úru hlut­anna er að þeir flokkar sem eru í minni­hluta á hverjum tíma hljóta að sam­ein­ast um að koma rík­is­stjórn­inni frá. Þeir ættu lítið erindi ef þeir hefðu ekki trú á að rík­is­stjórn væri betri með þátt­töku þeirra sjálfra en án. Ekk­ert er því eðli­legra en að þeir dragi fram veik­leika rík­is­stjórn­ar­innar í stjórn­mála­um­ræð­unni innan þings sem utan.

En minni­hluta­flokk­arnir verða líka dæmdir af þeim mál­efna­legu rökum sem þeir nota. 

Eftir stjórn­ar­mynd­un­ina í jan­úar hafa minni­hluta­flokk­arnir sam­ein­ast um fremur ein­falda stað­hæf­ingu í þessum til­gangi: Við­reisn og Björt fram­tíð fórn­uðu öllu fyrir ráð­herra­stól­ana; Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ræður öllu; sam­starfs­flokk­arnir eru bara gólf­tuskur hans. 

Auglýsing

Eft­ir­tekt­ar­vert er að minni­hluta­flokk­arnir sam­ein­ast um þessa stað­hæf­ingu hvort sem þeir eru fylgj­andi þeim stefnu­mál­um, sem þeir gagn­rýna að hafi verið fórn­að, eða eru þeim and­víg­ir. 

En aðal­at­riðið er að skoða hvort unnt er að færa gild rök fyrir þessum stað­hæf­ing­um.

Nokkuð mikil ein­földun

Allt frá því að stjórn­ar­sátt­mál­inn var birtur hafa nokkrir þing­menn og ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lýst and­stöðu við ein­stök ákvæði hans. Þá hafa margir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins lýst and­stöðu við nið­ur­stöðu þeirrar rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar sem ráð­herrar flokks­ins sömdu um við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Og mál­efna­legur ágrein­ingur hefur verið opin­ber­aður á ýmsum öðrum svið­um.

Spurn­ingin er þessi: Er unnt að halda því fram með rökum að þessi óvenju mikla and­staða jafn margra þing­manna for­ystu­flokks í rík­is­stjórn við fjölda mála stafi af því að flokkur þeirra hafi fengið allt en sam­starfs­flokk­arnir ekk­ert? Í fljótu bragði sýn­ist það vera nokkuð mikil ein­földun á mála­vöxtum að halda slíku fram.

Breytt grund­vall­ar­sjón­ar­mið

Þegar verk­fall sjó­manna var farið að bíta komu fram sterkar kröfur bæði frá þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra stöðv­aði verk­fallið með lög­um. Getur ein­hver í því ljósi rök­stutt að dauf­heyrst hafi verið við slíkum kröfum fyrir aðra sök en þá að það kom ný rík­is­stjórn í jan­ú­ar?

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn gerði harða hríð að rík­is­stjórn­inni í þeim til­gangi að knýja hana til að ákveða með lögum að skatt­borg­ar­arnir greiddu hluta af þeirri kjara­bót sem ætl­unin var að semja um við sjó­menn. Þing­menn úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sóknar og VG studdu þessa kröfu kröft­ug­lega og höfðu í hót­unum um að taka málið úr höndum ráð­herra á Alþingi. Getur ein­hver leitt rök að því að í þessu falli hafi almanna­hags­munir verið teknir fram yfir sér­hags­muni nema fyrir það að ný rík­is­stjórn hafði tekið við völd­um?

Þegar umræðan um upp­sagnir hjá HB Granda stóð sem hæst komu fram kröfur frá þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sóknar um að lækka skatta á útgerð­ina svo að hún gæti haldið starf­semi af þessu tagi áfram. Það liggur í augum uppi að sá tekju­missir rík­is­sjóðs hefði þýtt að fækka hefði þurft um jafn marga starfs­menn í vel­ferð­ar­þjón­ustu rík­is­ins. Getur ein­hver leitt rök að því að almanna­hags­munir hefðu verið teknir fram yfir sér­hags­muni í þessu máli ef ekki hefði komið til stjórn­ar­skipta?

Eins má spyrja hvort ein­hver geti sýnt fram á með rök­um að jafn­launa­vottun væri orðin að lögum fimm mán­uðum eftir rík­is­stjórn­ar­myndun án stjórn­ar­þátt­töku Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar? 

Önnur sýn á þétt­ingu byggðar og almenn­ings­sam­göngur

Helsta kosn­inga­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sóknar í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum er að koma í veg fyrir sam­eig­in­leg áform allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að efla almenn­ings­sam­göngur meðal ann­ars með létt­vagnakerfi. Þrátt fyrir þetta er í sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kveðið á um stuðn­ing við þessi áform. Er með góðu móti unnt að færa rök fyrir því að það hefði gerst án stjórn­ar­skipta?

Nýlega varð sam­komu­lag um að ríkið léti sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í té lóðir svo flýta mætti þétt­ingu byggðar og úthlutun lóða. Fram­sókn hefur bent á að þetta sé ekki ný hug­mynd og því síður geti Við­reisn eignað sér hana. Til­lögur um þetta hafi komið fram fyrir löngu en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi jafnan komið í veg fyrir að þær yrðu að veru­leika. 

Sjálf­sagt er þessi athuga­semd rétt. En getur þá ein­hver haldið því fram með rökum að þetta hafi náðst fram nú á vor­dögum nema vegna þess að það urðu stjórn­ar­skipti fyrr á árinu? Bendir þetta til ann­ars en að Við­reisn og Björt fram­tíð hafi ein­fald­lega verið öfl­ugri í að knýja þetta mál fram en fyrri sam­starfs­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins?

Sam­tal milli meiri­hluta og minni­hluta

Við þær fjöl­mörgu til­raunir til stjórn­ar­mynd­unar sem reyndar voru eftir kosn­ingar töldu flestir flokkar ástæðu til meira sam­tals milli stjórn­ar­meiri­hluta og minni­hluta í þing­inu á hvern veg sem færi. Eng­inn lagði þó til að mynduð yrði þjóð­stjórn allra flokka um öll mál. 

Vissu­lega hefði rík­is­stjórnin getað gert betur í nokkrum til­vikum að því er breytt vinnu­lag varð­ar. Þannig var það ekki í sam­ræmi við þessi áform að neita minni­hlut­anum um lengri tíma til að skoða í þing­nefnd til­lögur um skipan dóm­ara í Lands­rétt. 

Það er líka vert eft­ir­tektar í þessu sam­bandi að minni­hlut­inn hefur látið nán­ast ógert að gagn­rýna for­sæt­is­ráð­herra fyrir að skipa hag­fræð­ing Sam­taka atvinnu­lífs­ins í nefnd til að end­ur­skoða pen­inga­stefn­una og gjald­mið­ils­málin en ekki hag­fræð­ing Alþýðu­sam­bands­ins. Slík gagn­rýni hefði þó verið rétt­mæt.

En þrátt fyrir dæmi af þessu tagi hefur margt breyst.

Í ýmsum veiga­miklum atriðum sjást þess glögg merki að vilji hefur birst í verki til meiri sam­vinnu en oft­ast nær áður. Þannig var for­ysta fyrir end­ur­skoðun á jafn stóru og við­kvæmu máli eins og búvöru­samn­ingum falin fyrrum þing­manni eins af flokk­unum í minni­hlut­anum og aðild neyt­enda og umhverf­is­sjón­ar­miða styrkt frá því sem fyrri stjórn hafði ákveð­ið. 

For­ysta fyrir trygg­inga­ráði sem ábyrgt er fyrir fram­kvæmd á viða­mestu lög­gjöf­inni á sviði vel­ferð­ar­mála var einnig falin fyrr­ver­andi þing­manni úr flokki sem nú er í minni­hluta. Í stærsta og eld­fimasta póli­tíska deilu­máli sam­tím­ans, veiði­gjalda­mál­inu, hafa full­trúar allra flokka verið kall­aðir að borði til þess að freista þess að ná breiðri sam­stöðu.

Þótt aðeins sé horft á þessi dæmi sést að þær stað­hæf­ingar byggj­ast ekki á rökum að Við­reisn og Björt fram­tíð hafi gleymt öllum áformum í þessu efni. Benda má á að Morg­un­blaðið hefur svo þungar áhyggjur af þessu eðli­lega sam­ráði á nokkrum þýð­ing­ar­miklum sviðum að það telur alvar­lega hættu á að sam­starfs­flokkar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn hyggi á sam­ein­ingu við Sam­fylk­ing­una. Blaðið telur að strax þurfi að bregð­ast við þeirri vá! 

Ætli þessi aðvörun sé til vitnis um að Við­reisn og Björt fram­tíð hafi ekki gert neitt í því að efna fyr­ir­heitin um breið­ara sam­tal þvert á lín­una sem greinir á milli meiri­hluta og minni­hluta?

Mála­miðl­anir

Kosn­inga­úr­slitin köll­uðu á meiri mála­miðl­anir en lengi hafa þekkst við stjórn­ar­mynd­un. Um það voru allir flokkar sam­mála. 

Með hæfi­legri ein­földun má segja að við myndun þess­arar stjórnar hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn aðeins farið fram á skatta­lækk­anir en óbreytt ástand að öðru leyti. Við­reisn og Björt fram­tíð vildu setja á dag­skrá breyt­ingar í land­bún­að­ar­mál­um, nýjar hug­myndir um veiði­leyfagjöld, rót­tæka end­ur­skipan á gjald­mið­ils- og pen­inga­málum og þjóð­ar­at­kvæði um hvort halda eigi áfram aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Allir flokk­arnir voru sam­mála um að auka áherslu á heil­brigð­is­mál.

Nið­ur­staðan var sú að engar skatta­lækk­anir voru sam­þykkt­ar. Meiri áhersla á heil­brigð­is­mál byggð­ist á breyttri for­gangs­röðun en ekki skatta­hækk­un­um. Við­reisn og Björt fram­tíð töl­uðu fyrir kosn­ingar um aukna tekju­öflun með umhverf­is­sköttum og hærra veiði­gjaldi. Þau lof­uðu hins vegar aldrei þeim gríð­ar­legu skatta­hækk­unum sem VG tal­aði um. Reyndar gekk eng­inn flokkur jafn langt í boðun skatta­hækk­ana fyrir kosn­ingar eins og VG

Umbreyt­ingar í pen­inga­mál­um, sjáv­ar­út­vegs­málum og land­bún­að­ar­málum voru settar á dag­skrá í sér­stökum nefndum í mis­víð­tæku sam­ráði út fyrir stjórn­ar­flokk­ana. 

Var þetta við­un­andi fyrir flokka sem töl­uðu fyrir breyt­ing­um? Til þess að svara því þarf fyrst að líta til þess hvort lík­legt má telja að meiri árangur hefði náðst í ann­ars konar stjórn­ar­mynstri. VG hefur vissu­lega gengið lengra en aðrir í til­lögum um hækkun veiði­gjalda. En að öðru leyti hafa VG og Fram­sókn staðið jafn fast eða jafn­vel fastar gegn kerf­is­breyt­ingum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. 

Ekki hefur verið sýnt fram á að kostur hafi verið á að semja um meira á þessum þremur mála­sviðum í ann­ars konar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­u­m. 

Í annan stað þarf að hafa hug­fast að jafn­vel þótt stjórn­ar­flokk­arnir hefðu allir verið sam­mála í þessum efnum hefði verið óráð að ákveða breyt­ingar án þess að leita hóf­anna um breið­ara bak­land bæði á Alþingi og utan þess. Nefnd­ar­skipan án fyr­ir­fram­gef­innar nið­ur­stöðu hlaut því alltaf að vera fyrsta skref.

Mál sem þarfn­ast breiðrar sam­stöðu

Minni­hluta­flokk­arnir koma með mis­mun­andi hætti að end­ur­skoðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mál­anna. En vinnu­lagið felur í sér áskorun og ábyrgð fyrir minni­hluta­flokk­ana rétt eins og meiri­hluta­flokk­ana. 

Núver­andi skipan á hlut­verki Seðla­bank­ans var lög­fest í byrjun ald­ar­innar á grund­velli þverpóli­tískrar sam­stöðu. Stjórn­skipan Seðla­bank­ans var hins vegar lög­fest í ágrein­ingi eftir hrun. 

Breyt­ingar á þessu sviði nú munu tæp­ast skila til­ætl­uðum árangri ef ekki næst um þær breið sam­staða á Alþingi og á vinnu­mark­aðn­um. Þess vegna voru það mis­tök að skipa jafn þrönga nefnd og raun ber vitni. En eftir sem áður er það svo að þegar nið­ur­stöður nefnd­ar­innar liggja fyrir mun reyna á alla þing­flokk­ana og aðila vinnu­mark­að­ar­ins hvort grund­völlur er fyrir breyt­ing­um. Þarna var unnt að standa betur að verki en mögu­leik­arnir eru ekki úr sög­unn­i. 

Evr­ópu­mál­unum hefur verið skotið á frest fram til loka kjör­tíma­bils­ins. Þá verða stjórn­ar­flokk­arnir óbundnir af sam­starf­in­u ef flutt verður til­laga um þjóð­ar­at­kvæði. Þegar þar að kemur mun á það reyna hvort ann­ars konar meiri­hluti getur mynd­ast um það ein­staka mál. Í öðrum stjórn­ar­mynd­un­ar­kostum sem reyndir voru hefði hugs­an­lega í einu til­viki mátt flýta þjóð­ar­at­kvæði um eitt til tvö ár en það hefði orðið jafn erfitt í öðr­um.

Hvar liggja veik­leik­arn­ir?

Það sem helst sker í augu í þessu stjórn­ar­sam­starfi eru kröft­ugar og ítrek­aðar yfir­lýs­ingar þing­manna og jafn­vel ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins um and­stöðu við ein­stök atriði í stjórn­ar­sátt­mál­anum og við ákvarð­anir sem teknar hafa verið við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Þetta er veik­leiki sam­starfs­ins. Satt best að segja er fremur óvana­legt að sjá brotala­mir af þessu tagi í for­ystu­flokki í rík­is­stjórn­ar. 

Enn sem komið er hefur þetta ástand þó ekki leitt til þess að fram­gangur mála hafi stöðvast. Orðin hafa að því leyti verið tóm. En það getur vita­skuld breyst. Og ekk­ert er eðli­legra en minni­hluta­flokk­arnir bindi vonir við það.

Kjarni máls­ins er sá að ógern­ingur er að stað­hæfa með rök­um að ekki hafi orðið breyt­ing við stjórn­ar­skipt­in. Það er enn­fremur ómál­efna­legt fram­lag til stjórn­mála­um­ræð­unnar að halda því fram að for­ystu­flokkur rík­is­stjórn­ar­innar hafi ráðið einn ferð­inni þessa fyrstu mán­uði. Ómál­efna­legar og órök­studdar full­yrð­ingar af því tagi telj­ast varla alvöru fram­lag til nýrra umræðu­hátta. 

Það rétta er að á fimm mán­uðum hefur margt breyst í þá veru sem Við­reisn og Björt fram­tíð töl­uðu fyr­ir. En eðli máls sam­kvæmt á eftir að koma í ljós hvort sá far­vegur sem lagður hefur verið um sam­tal á breiðum grund­velli varð­andi nokkur höf­uð­mál í íslenskum stjórn­málum leiðir til nið­ur­stöðu.

Að svo komnu hafa Við­reisn og Björt fram­tíð því átt erindi í þetta stjórn­ar­sam­starf. Mesta hættan fyrir þessa tvo flokka í fram­hald­inu er sú að í því breiða sam­tali sem lagt hefur verið upp með á nokkrum sviðum nái Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn saman með þeim tveimur flokkum í minni­hlut­anum sem mest eru á móti breyt­ing­um. Á næstu mán­uðum eða miss­erum kom­ast þeir flokkar tæp­ast hjá því að svara hvert hugur þeirra stefnir í þeim efn­um. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar