Hvenær er rétti tíminn?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé uppgangur í efnahagslífinu og spyr af hverju öryrkjar, eldri borgarar, börn og ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði ekki að njóta þess?

Auglýsing

Það er vissu­lega krefj­andi að við­halda vel­ferð­ar­kerf­inu okkar og tryggja fram­tíð þess. Til þess þarf bæði gott skipu­lag í sam­tím­anum og skýra fram­tíð­ar­sýn en ekki síst trausta fjár­mögn­un. Þar eru skatt­tekjur mik­il­vægastar og að mati okkar Vinstri grænna ætti ekki að leita annað eftir fé til að greiða fyrir vel­ferð­ar­þjón­ustu. Við höfum ekki áhuga á að krefja sjúkt fólk um greiðslu fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu eða ung­menni um skóla­gjöld en við ætl­umst til þess að greiddir séu álagðir skattar af skatt­stofn­um. Við gerum kröfu um að arður af nátt­úru­auð­lindum falli í hlut allra lands­manna en ekki fámennra hags­muna­hópa. Við viljum að greiddur sé skattur af fjár­magnstekjum og við höfum alls ekk­ert umburð­ar­lyndi gagn­vart þeim sem víkja sér undan skyldu sinni við sam­fé­lag sitt í þessum efn­um.

Rík­is­stjórnin býð­ur­ ­upp á sögu­lega lága sam­neyslu í sinni fram­tíð­ar­sýn sem birt­ist í rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­inni sem sam­þykkt var á loka­dögum þings­ins og hún kemur svo sann­ar­lega ekki til móts við það sem lofað var fyrir kosn­ingar enda gaf fjár­mála­ráð henni fall­ein­kunn. 

Auglýsing

Þjóðin eld­ist en þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir upp­bygg­ingu í öldr­un­ar­þjón­ustu til að mæta þeirri brýnu þörf. Gert er ráð fyrir þyrlu­kaupum fyrir land­helg­is­gæsl­una en ekki á að tryggja á þær mann­skap. Við horfum fram á fækkun í lög­regl­unni af því að ekki er lagt nóg til. Það þarf að loka eða fækka hjá sýslu­mönnum vegna fjár­skorts og lík­lega verður það ekki síst á lands­byggð­inni. Það er gert ráð fyrir að fækka nem­endum í skólum og svo væri lengi hægt að telja. Það er upp­gangur í efna­hags­líf­inu og af hverju eiga öryrkjar, eldri borg­ar­ar, börn og ungt fólk sem er að koma sér upp hús­næði ekki að njóta? Hvenær skyldi vera rétti tím­inn til þess?

Mun­ur­inn á hægri og vinstri er skýr

Í til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar við rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ina er eitt og annað lagt til en engar form­legar breyt­ingar voru gerð­ar. En hver á að borga til­lög­urnar sem byggja á því að pen­ing­arnir fái að hald­ast í fram­halds­skól­un­um, að háskól­arnir njóti sam­bæri­legra fram­laga og á yfir­stand­andi ári? Það er ekk­ert skýrt, en það hlýtur að vera innan þess mála­sviðs þannig að ég velti fyrir mér hvort ein­hver mála­flokkur innan mál­efna­sviðs mennta­mál­anna hafi borð fyrir báru. Það held ég ekki. Hvaða mála­flokkur er svo feitur að hann geti séð af fjár­munum í eitt­hvað ann­að?

Mun­ur­inn á hægri og vinstri stefnu er alltaf aug­ljós þrátt fyrir að stundum sé öðru haldið fram. Það er aldrei erfitt að greina á milli félags­hyggju og jafn­að­ar­stefnu ann­ars vegar og sér­hyggju og kap­ít­al­isma hins veg­ar. Það er alltaf aug­ljóst þegar réttur hinna sterk­ari og rík­ari er meira virtur en réttur þeirra sem standa höllum fæti og hafa af litlu að taka. Þegar stjórn­völd hleypa afli auð­magns­ins að stjórn­ar­taumunum skap­ast það félags­lega órétt­læti sem við sjáum hér. Það er það sem er að ger­ast og það er það sem rík­is­fjár­mála­á­ætlun hægri flokk­anna end­ur­spegl­ar.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar