#stjórnmál

Hvenær er rétti tíminn?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé uppgangur í efnahagslífinu og spyr af hverju öryrkjar, eldri borgarar, börn og ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði ekki að njóta þess?

Það er vissu­lega krefj­andi að við­halda vel­ferð­ar­kerf­inu okkar og tryggja fram­tíð þess. Til þess þarf bæði gott skipu­lag í sam­tím­anum og skýra fram­tíð­ar­sýn en ekki síst trausta fjár­mögn­un. Þar eru skatt­tekjur mik­il­vægastar og að mati okkar Vinstri grænna ætti ekki að leita annað eftir fé til að greiða fyrir vel­ferð­ar­þjón­ustu. Við höfum ekki áhuga á að krefja sjúkt fólk um greiðslu fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu eða ung­menni um skóla­gjöld en við ætl­umst til þess að greiddir séu álagðir skattar af skatt­stofn­um. Við gerum kröfu um að arður af nátt­úru­auð­lindum falli í hlut allra lands­manna en ekki fámennra hags­muna­hópa. Við viljum að greiddur sé skattur af fjár­magnstekjum og við höfum alls ekk­ert umburð­ar­lyndi gagn­vart þeim sem víkja sér undan skyldu sinni við sam­fé­lag sitt í þessum efn­um.

Rík­is­stjórnin býð­ur­ ­upp á sögu­lega lága sam­neyslu í sinni fram­tíð­ar­sýn sem birt­ist í rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­inni sem sam­þykkt var á loka­dögum þings­ins og hún kemur svo sann­ar­lega ekki til móts við það sem lofað var fyrir kosn­ingar enda gaf fjár­mála­ráð henni fall­ein­kunn. 

Auglýsing

Þjóðin eld­ist en þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir upp­bygg­ingu í öldr­un­ar­þjón­ustu til að mæta þeirri brýnu þörf. Gert er ráð fyrir þyrlu­kaupum fyrir land­helg­is­gæsl­una en ekki á að tryggja á þær mann­skap. Við horfum fram á fækkun í lög­regl­unni af því að ekki er lagt nóg til. Það þarf að loka eða fækka hjá sýslu­mönnum vegna fjár­skorts og lík­lega verður það ekki síst á lands­byggð­inni. Það er gert ráð fyrir að fækka nem­endum í skólum og svo væri lengi hægt að telja. Það er upp­gangur í efna­hags­líf­inu og af hverju eiga öryrkjar, eldri borg­ar­ar, börn og ungt fólk sem er að koma sér upp hús­næði ekki að njóta? Hvenær skyldi vera rétti tím­inn til þess?

Mun­ur­inn á hægri og vinstri er skýr

Í til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar við rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ina er eitt og annað lagt til en engar form­legar breyt­ingar voru gerð­ar. En hver á að borga til­lög­urnar sem byggja á því að pen­ing­arnir fái að hald­ast í fram­halds­skól­un­um, að háskól­arnir njóti sam­bæri­legra fram­laga og á yfir­stand­andi ári? Það er ekk­ert skýrt, en það hlýtur að vera innan þess mála­sviðs þannig að ég velti fyrir mér hvort ein­hver mála­flokkur innan mál­efna­sviðs mennta­mál­anna hafi borð fyrir báru. Það held ég ekki. Hvaða mála­flokkur er svo feitur að hann geti séð af fjár­munum í eitt­hvað ann­að?

Mun­ur­inn á hægri og vinstri stefnu er alltaf aug­ljós þrátt fyrir að stundum sé öðru haldið fram. Það er aldrei erfitt að greina á milli félags­hyggju og jafn­að­ar­stefnu ann­ars vegar og sér­hyggju og kap­ít­al­isma hins veg­ar. Það er alltaf aug­ljóst þegar réttur hinna sterk­ari og rík­ari er meira virtur en réttur þeirra sem standa höllum fæti og hafa af litlu að taka. Þegar stjórn­völd hleypa afli auð­magns­ins að stjórn­ar­taumunum skap­ast það félags­lega órétt­læti sem við sjáum hér. Það er það sem er að ger­ast og það er það sem rík­is­fjár­mála­á­ætlun hægri flokk­anna end­ur­spegl­ar.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar