Hafnarfjörður – til minnis

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, setur fram tillögu að innkaupalista fyrir Hafnarfjörð nú þegar bærinn er aftur orðinn fjárhagslega sjálfstæður.

Auglýsing

Þegar Björt fram­tíð tók sæti í meiri­hluta bæj­ar­stjórnar í Hafn­ar­firði, var staðan um það bil sú að bæj­ar­búar greiddu, af með­al­lágum laun­um, há gjöld fyrir þjón­ustu sem var síst meiri en ann­ars stað­ar, enda rekstur bæj­ar­ins í járn­um. Þessu þurfti að breyta.

Ljóst var að fyrst yrði að laga fjár­mál bæj­ar­ins, ann­ars myndi lítið ger­ast. Kraftur var settur í það verk­efni, með góðum árangri. Með­ferð bæj­ar­ins á skuldum hefur alveg snú­ist við. Eftir ára­tugi nýrra lána til að greiða þau eldri erum við loks raun­veru­lega farin að grynnka á skuldum og tókum ekki eitt ein­asta nýtt lán árið 2016. Þetta var gert án þess að skerða þjón­ustu, hún hefur frekar batnað en hitt.

Við erum ­sem sag­t komin vel á veg, en áfram er brýnt að halda vel á spöðum – og umfram allt halda haus – hvað sem ann­ars líður kosn­ingum og kjör­tíma­bil­u­m. 

Auglýsing

Til­laga að inn­kaupa­lista fyrir Hafn­ar­fjörð

Björt fram­tíð í Hafn­ar­firði vill að gefnu til­efni minna stutt­lega á ýmis skyldu- og grunn­verk­efni, sem setja þarf í for­gang sam­fara bættum fjár­hag bæj­ar­ins. Bara svona svo það gleym­ist ekki í hita leiks­ins.

-Hús­næð­is­mál. Félags­legar íbúðir í Hafn­ar­firði eru um 2,5% af heild, en þyrftu að vera um 5%. Með öðrum orðum þarf að tvö­falda íbúða­kost­inn. Við erum byrjuð á þessu verk­efni, en hvergi nærri búin.

-Önnur félags­þjón­usta. Skoða þarf fjár­hæðir og eðli félags­legrar aðstoðar með áherslu á virkan stuðn­ing til sjálfs­bjarg­ar.

-Bætt þjón­usta við elstu íbúa bæj­ar­ins. End­ur­skoða þarf bæði hvaða þjón­usta er í boði og hvað hún kostar not­end­ur. Fast­eigna­gjöld eru þarna snar þátt­ur, sem hluti af stuðn­ingi við sjálf­stæða búsetu í eigin hús­næði. Heilsu­efl­ing eldri borg­ara er sér­stakt mark­mið, að styðja fólk í að bæta lífi við árin en ekki bara árum við líf­ið.

-Áfram­hald­andi bætt þjón­usta við barna­fjöl­skyld­ur. Meðal ann­ars efl­ing tóm­stunda- og frí­stunda­starfs skóla­barna, frí­stunda­akstur og almenn sam­þætt­ing skóla­dags og tóm­stunda­iðju. Nið­ur­greiðsla frí­stunda þarf að end­ur­spegla þá stað­reynd að börn eru ólík og löngu er orðið tíma­bært að bær­inn styrki list­iðju til jafns við aðrar tóm­stund­ir. Börn sem finna sín áhuga­mál og rækta þau eiga bjarta fram­tíð. Gjald­frjáls leik­skóli að hluta eða heild sem og gjald­frjáls grunn­skóli, án inn­kaupa­lista, eru líka á óska­lista Bjartrar fram­tíðar í Hafn­ar­firð­i. 

-Hafn­ar­fjörður verði áfram fyr­ir­mynd­ar­sveit­ar­fé­lag í þjón­ustu við fatlað fólk. NPA, not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð, þarf að efla sem þjón­ustu­form til að mæta ólíkum þörfum hvers og eins. Hús­næð­is- og atvinnu­mál fatl­aðs fólks eru brýn verk­efni, með áherslu á sjálf­stæði.

 -Menn­ing­ar­lífið í bæn­um. Þar sem menn­ing blómstrar dafnar heil­brigt sam­fé­lag. Fjár­magn til menn­ing­ar­mála hefur verið mjög tak­markað und­an­far­inn ára­tug, hið minnsta, og tæki­færi til efl­ingar fjöl­mörg, enda frjór og skap­andi jarð­vegur til staðar í bæn­um. List­nám barna, lista­starf­semi, menn­ing­ar­hús, vax­andi tón­list­ar­skóli, lif­andi söfn – þetta eru bara nokkur stikkorð sem fela hvert um sig í sér mikla mögu­leika. 

-Við­hald á eignum bæj­ar­ins. Þar má nefna skóla og skóla­lóð­ir, söfn­in, eða bara almennt vinnu­um­hverfi starfs­fólks bæj­ar­ins og þjón­ustu­rými bæj­ar­búa. Ytra umhverfið er ekki und­an­skil­ið, jafnt inni sem úti er upp­söfnuð þörf. Svo vorum við að kaupa eitt stykki spít­ala af rík­inu sem hressa þarf við.

-Um­hverf­is­mál. Það verður að við­ur­kenn­ast að hér á Hafn­ar­fjörður all­mikið inni. Við getum bet­ur. Stofn­anir bæj­ar­ins eiga að vera í far­ar­broddi í umhverf­is­vænum vinnu­brögðum og styðja þarf frum­kvæði starfs­fólks jafnt sem bæj­ar­búa almennt. 

-Efl­ing og útvíkkun atvinnu­lífs í bæn­um. Það er dýr­mætt að eiga val á starfi við hæfi nálægt heim­ili, þá stytt­ist ferða­tími og auð­veld­ara verður að sam­ræma vinnu og einka­líf. Mark­aðs­stofa Hafn­ar­fjarðar er eins árs, hefur farið af stað af krafti og á hell­ing inni enn. Þann sam­ráðs­vett­vang atvinnu­lífs og stjórn­sýslu þarf að byggja upp áfram.

-Ræktun á mannauði bæj­ar­ins, enda byggir þjón­usta bæj­ar­fé­lags að stærstum hluta á starfs­fólk­inu. Hluti þessa verk­efnis felst í hús­næð­is­mál­unum sem tíunduð eru hér að ofan, en því til við­bótar þarf að skoða hið mann­lega starfs­um­hverfi, svo sem álag, heilsu, líðan og vinnu­tíma. Til­raunir með stytt­ingu vinnu­viku hafa hvar­vetna gef­ist vel þar sem ráð­ist hefur verið í þær og mun Björt fram­tíð beita sér fyrir slíku verk­efni í Hafn­ar­firð­i. 

-Sam­göngu­mál. Öfl­ugar almanna­sam­göng­ur, Borg­ar­lína, frí­stunda­akst­ur, hjól­reiða­stíg­ar. Svo eitt­hvað sé nefnt. Enda verður besta kjara­bót almenn­ings næstu árin án efa fækkun þeirra bíla sem hvert heim­ili þarf að reka. 

-Áfram­hald­andi ábyrg fjár­mála­stjórn. Höldum áfram að létta á sand­pok­unum í loft­belgn­um, svo notað sé lík­inga­mál um skulda­stöðu bæj­ar­ins. Frá alda­mótum 2000 hefur Hafn­ar­fjörður greitt yfir 30 millj­arða í fjár­magns­gjöld, sem er tals­vert ofan á brauð. Hættum þess­háttar fjár­austri og förum vel með fram­lög bæj­ar­búa.

Áfram veg­inn

Upp­taln­ingin hér að ofan er langt í frá tæm­andi og ekki í neinni sér­stakri röð. Hún er fyrst og fremst minnis­listi um að þó svo bær­inn sé aftur orð­inn fjár­hags­lega sjálf­stæður (húrra fyrir því!) þá er lang­hlaup­inu ekki lok­ið.

Við höfum þegar sýnt að við getum rekið bæj­ar­fé­lag á öfl­ugan og skil­virkan hátt við erf­iðan fjár­hag. Næst á dag­skrá er að sýna að hægt sé að gera hið sama þegar fjár­hag­ur­inn batn­ar. Það er ekki síður vanda­samt, en við erum til í slag­inn.

Höf­undur er odd­viti Bjartrar fram­tíðar í Hafn­ar­firði og for­seti bæj­ar­stjórn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar