Tækni sem forskrift: Um vopn og virkjanir

Pistill eftir Þórhall Magnússon þar sem hann hvetur stjórnvöld til að fylgja hugmyndafræðinni inn í 21. öldina.

Auglýsing

Drögin að þessum pistli voru skrifuð árið 2008, rétt fyrir hrun. Svo kom hrunið og það var nokkuð ljóst að eng­inn hefði nennt að lesa hann í því ófremd­ar­á­standi sem þá ríkti. Ég gleymdi pistl­inum þar til nú er ég heyri að ætl­unin sé að planta niður enn einni virkj­un­inni, og í þetta skipti á eitt fal­leg­asta og sér­stæð­asta svæði lands­ins: á Strönd­um. Í þessum pistli verður hugað að sjálfs­skiln­ingi þjóð­ar. Hvers konar þjóð erum við og hvernig skiljum við landið sem við byggj­um? Þá er ráð að líta á tækni í aðeins víð­ara sam­hengi.

Í Bret­landi er hnífa­notkun ung­menna vax­andi vanda­mál. Ung­ling­arnir bera fyrir sig að ástandið á göt­unum sé orðið það ógn­andi að þeir neyð­ast til að bera vopn, sér til varn­ar. En lítum nú á hníf­inn: Hann er ekki hættu­legur í sjálfu sér. Eða hvað? Við komum hér auga á hina ein­feldn­ings­legu hug­mynd um tækni: Að tækni sé í sjálfu sér hlut­laus og að það sé aðeins notkun hennar sem getur haft alvar­legar afleið­ing­ar. Þeir sem aðhyll­ast hlut­lausa tækni­hyggju líta svo á að ef ásetn­ing­ur­inn er að drepa ein­hvern á annað borð, þá má gera það með berum hönd­um, en það sé öllu fljót­legra og skil­virkara að beita hníf í því skyni.

Þetta er hins vegar ekki svo ein­falt, því allri tækni fylgir óskrif­aður leið­ar­vís­ir. Hníf­ur­inn felur í sér for­skrift að því hvernig hann er not­að­ur. Ung­menni sem tekur með sér hníf þegar það fer út er annað ung­menni en það sem skilur hníf­inn eftir heima. Það er til­búið til áskor­unar og ef hún verður að veru­leika, þá þarf bara að fylgja hand­rit­inu: nota hníf­inn – stinga and­stæð­ing­inn.

Auglýsing

En hvað hafa félags­leg vanda­mál í Lund­únum með virkj­anir að gera? Íslend­ingar eru í svip­aðri aðstöðu og ung­ling­ur­inn í for­stof­unni sem íhugar hvort hann eigi að taka með sér hníf út í nótt­ina. Með því að velja að taka vissa tækni í notkun felst skil­grein­ing á því hver við erum. Og myndin er að skýrast: Ísland er nú orðið að stór­iðju­landi með ódýra orku fyrir erlendar verk­smiðjur og fjár­festa sem stór­lega auka hagnað sinn þar sem orkan okkar er hræó­dýr, umhverf­is­staðlar lágir og þeim illa fram­fylgt. Frum­stætt skatta­kerfi gerir þeim síðan kleift að borga ekki skatta heldur raka til sín hámarks­gróða sem tek­inn er úr landi.

Frum­stætt skatta­kerfi gerir þeim síðan kleift að borga ekki skatta heldur raka til sín hámarks­gróða sem tek­inn er úr landi.
En á kostnað hvers er þetta? Með því að taka ákvörðun um smíði virkj­unar er ekki aðeins tekin ákvörðun um skil­grein­ingu lands­ins útá­við, heldur einnig um þann skiln­ing sem við sjálf viljum leggja í land okkar og þjóð. Og ekki erum við öll sátt við þá skil­grein­ingu.

Allir þekkja góðu rökin um nátt­úru, hug­vit og sjálf­bæra vist­væna orku – rök 21. ald­ar­inn­ar. Á sama hátt og ung­ling­ur­inn er for­rit­aður til að nota hníf­inn í mót­stöðu fremur en að flýja af hólmi erum við nú að forma sýn þar sem við lítum á land okkar sem risa­stóra raf­hlöðu (ónýtta orku) frekar en óspjall­aða nátt­úru. Þetta snýst um sýn! Nú verður ef til vill ekki aftur snú­ið. Rétt eins og ung­ling­ur­inn er dæmdur til að nota hníf­inn þegar á hólm­inn er kom­ið, þá munum við ekki geta skil­greint okkur upp á nýtt. Það er að verða of seint. Með þeim skiln­ingi á Íslandi sem stór­iðju­land (ekki „stór­iðju­þjóð“ því mestur hagn­að­ur­inn fer í erlenda vasa) breyt­ist sýn okkar á nátt­úr­una og hún verður fyrst og fremst auð­lind orku en ekki fæðu, búsetu eða feg­urð­ar. Hugs­unin er sú að við skulum nú nota nátt­úr­una fremur en að lifa með henni. Og með þeirri tækni sem verið er að inn­leiða erum við ekki að yrkja land­ið, heldur umbylta ver­und þess bæði hvað landið sjálft varðar og skiln­ing okkar á því.

Þegar hin tækni­lega hugsun um landið sem raf­hlöðu er orðin við­ur­kennd og tæknin rót­fest, þá höfum við ekki aðeins misst valdið til að velja heldur einnig mögu­leik­ann á að hugsa um landið á annan hátt. Við höfum þá lokað á ótal mögu­leika sem landið hefði ann­ars upp á að bjóða. Sem dæmi má nefna nýlegar hug­myndir um þjóð­garð í Árnes­hreppi á Ströndum í stað Hval­ár­virkj­un­ar, þar sem leggja á rúman þriðj­ung af landi hrepps­ins, þar á meðal ósnortin öræfi, undir stór­iðju. Spurn­ingin sem ríður á okkur nú er hvort við sem þjóð höfum lagt af stað út í nótt­ina með hníf­inn í jakka­vas­an­um, eða hvort við séum enn stödd í and­dyr­inu að íhuga hvort við ættum að taka hann með. Eða ætlum við að láta stinga hnífnum inn á okkur án þess að fá nokkuð um það sagt?

Íslensk orka er ekki hrein orka. Það er ekk­ert hreint við það að eyði­leggja okkar fagra land. Ímyndum okkur ef hvert sem við litum væru raf­línur yfir heið­ar, í hverju árgili túrbína og í hverjum firði spú­andi virkj­un. Eins og alkunn­ugt er koma ferða­menn til Íslands til þess að sjá ósnortna nátt­úru en ekki raf­línur og virkj­an­ir. Það sem er einnig óhreint við íslenska orku eru við­skipta­hætt­irn­ir. Ef eng­inn hagn­ast af þessu nema kanadískir fjár­festar og portú­galskir verka­menn, til hvers er unn­ið?

Ólíkt þeirri kyn­slóð sem nú situr í stjórn­­­kerf­inu og sötr­aði þýskan Löwen­brau í bláum dósum á sínum yngri árum, mun brátt taka við kyn­slóð sem sem hugsar um gæði, fram­­leiðslu­hætti, sið­­leg gildi og estetík.
Við lifum á 21. öld. Nýfrjáls­hyggjukap­ít­al­ism­inn er að syngja svana­söng sinn á heims­vísu, að mestu leyti vegna eigin ófara; Auð­ur­inn hefur safn­ast á örfáar hendur og hnött­ur­inn okkar stendur ekki undir nútíma neyslu­hyggju. Ungt fólk hefur hins vegar sterka rétt­læt­is­kennd, vist­vænt sjón­ar­horn á nátt­úr­una og til­finn­ingu fyrir sönnum gæð­um. Ólíkt þeirri kyn­slóð sem nú situr í stjórn­kerf­inu og sötr­aði þýskan Löwen­brau í bláum dósum á sínum yngri árum, mun brátt taka við kyn­slóð sem sem hugsar um gæði, fram­leiðslu­hætti, sið­leg gildi og estetík. Það er kyn­slóð sem bruggar smátt.

Smátt er fal­legt, segja þeir, bæði hag­fræð­ingar og sið­fræð­ing­ar, og benda á að slík hugsun sé eina mögu­lega fram­tíð jarð­ar­inn­ar. Hvernig væri nú að hugsa um vind­myll­ur, virkja sjáv­ar­föll­in, eða hrein­lega að nýta bara landið með öðrum hætti? Við skuldum erlendum fjár­festum ekki að eyði­leggja landið fyrir þeirra gróða­brask. Hver nennir að reikna út hvað virkj­anir og ver hafa skilað þjóð­ar­bú­inu í skatt­tekjur miðað við ferða­manna­iðn­að­inn? Og hversu mörg störf hafa skap­ast í hvorum iðn­aði fyrir sig? Því að þetta tvennt fer ekki sam­an. Við þurfum að velja.

Ef til vill er við­eig­andi að enda þennan pistil með til­vitnun í Opp­en­heimer sem sagði eftir Hiros­hima: „Þegar snilld tækn­innar birt­ist manni, þá veður maður af stað og fram­kvæmir en spáir aðeins í afleið­ing­arnar eftir á. Þannig var það með atóm­sprengj­una.“

Hér hef ég skír­skotað í heim­speki Heideggers. Hann skrif­aði rit­gerð um tækni­lega hugsun árið 1954 þar sem hann benti á hætt­una sem skap­ast við að líta á nátt­úr­una sem ónýtta orku. Það er við­eig­andi að vísa í svo gamlan texta því hjá íslenskum stjórn­völdum má greina hug­ar­far sem minnir sterk­lega á stór­iðju­hugs­un­ina í Evr­ópu eftir stríð. Við getum von­andi skrifað greinar í fram­tíð­inni þar sem nútíma tækni­heim­speki á við, en ekki texti frá miðri síð­ustu öld, en það veltur að miklu leyti á því hvenær stjórn­völd eru til­bú­inn að fylgja okkur hinum inn í 21. öld­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar