Plastið í sjónum og hin aðskilda manneskja

Hjálmar Ásbjörnsson skrifar um áhrif plastmengunar og hugmyndafræði sem sér manneskjuna sem aðskilda umhverfinu.

Auglýsing

Þann 9. júní árið 2014 sigldi skipið Sea Dragon úr höfn á Bermúda með 14 manns inn­an­borðs, bæði vís­inda­menn og sjálf­boða­liða. Fram undan var 2600 km ferða­lag yfir Norð­ur­-Atl­ants­hafið sem myndi ljúka á Íslandi 3 vikum seinna. Mark­miðið var að safna gögnum um plast í sjónum en þau gögn áttu svo eftir að mynda grunn­inn að fyrstu skýrsl­unni sem metur hnatt­rænt magn plasts í sjónum. Gögnin sem söfn­uð­ust í leið­angrinum stað­festu það sem menn ótt­uð­ust – plast í sjónum er normið en ekki und­an­tekn­ingin og ekk­ert svæði er und­an­skil­ið. Nánar til­tekið þá er áætlað að meira en 5 billjón (5.000.000.000.000) plast­eindir fljóti nú í haf­inu og takið eftir að það er íhalds­söm tala. Plastið hefur áhrif á dýra­líf í sjónum þegar dýrin flækj­ast í því eða inn­byrða það. Þús­undir dýra deyja af þessum afleið­ingum, til dæmis skjald­bökur sem éta plast­poka með þeim afleið­ingum að melt­ing­ar­veg­ur­inn stífl­ast. Vís­inda­menn benda einnig á að plast í sjónum brotni niður í örsmáar ein­ingar og er inn­byrgt af líf­verum neð­ar­lega í fæðu­keðj­unni. Örplastið klifrar svo upp fæðu­keðj­una og endar í dýra­teg­und­inni sem trónir sig­ur­sæl á toppn­um. Komið hefur til dæmis upp úr krafs­inu að þriðj­ungur fisks veiddur á Bret­lands­ströndum inni­heldur plast. Það lítur út fyrir að nú þurfum við að fara að éta þetta ofan í okk­ur.

Þegar plast safn­ast upp í lík­ama dýra eða manna þá er hætta á vand­ræð­um. Vís­bend­ingar eru um að efni í plasti (bisphenol A og pht­halates) geti haft slæm áhrif á inn­kirtla­starfs­semi sem getur komið fram í þroska­trufl­un­um, stækk­uðum blöðru­háls­kirt­li, ofvirkni, eða auknu við­námi fyrir insúl­íni (sem er helsta ein­kenni áunn­innar syk­ur­sýki) Það er kom­inn tími á að hætta að líta á plast sem eðli­legan hluta af líf­inu og líta á það sem skað­vald.

Rann­sóknir hafa sýnt að átta af hverjum tíu börnum og nærri allir full­orðnir hafi mæl­an­legt magn pht­halates í lík­am­anum og skv. rann­sókn frá Banda­ríkj­unum mæl­ast 93% fólks með mæl­an­legt magn af bisphenol A í þvagi. Frá því fjölda­fram­leiðsla á plasti hófst árið 1940 hefur heim­ur­inn í sífelldu magni verið plast­væddur og nú er ljóst að lík­ami okkar er þar engin und­an­tekn­ing. Hversu gott dæmi um að við séum jú hluti af umhverf­inu okk­ar!

Auglýsing

Fyrst á litið vekur það furðu að með þessa þekk­ingu á reiðum höndum er lítið búið að breyt­ast. Áætlað er að plast­fram­leiðsla tvö­fald­ist á næstu 20 árum. Reyndar er jú á klak­anum byrjað að bjóða upp á val­mögu­leika við plast­pok­ann en sú stað­reynd að maí­s­pok­inn sé dýr­ari minnir okkur grát­lega á að það er fjár­hags­lega óábyrgt að hugsa um umhverf­ið. Plast­pok­arnir selj­ast áfram ágæt­lega sem heldur uppi gömlu góðu plast­menn­ing­unni. Ef þú kemur inn í stór­markað þá er eitt efni alls­ráð­andi: PLAST.

Þegar við hins vegar köfum aðeins dýpra inn í hug­mynda­heim okkar þá kemur ekk­ert á óvart að við sjáum ekki að hegðun okkar hefur víð­tæk áhrif, menn­ing­ar­leg, heilsu­fars­leg og hnatt­ræn. Félags­sál­fræð­ing­ur­inn Ric­hard E. Nes­bitt bendir í bók sinni The Geology of Thought á að fólk í hinum vest­ræna heimi fái í arf hug­mynda­fræði um eðli heims­ins þar sem sjálf­stæð­ir, ein­staka hlutir fá meira vægi heldur en tengsl þeirra við umhverfi sitt. Við höfum því til­hneig­ingu til að sjá for­grunn­inn en hunsa bak­grunn­inn. Við sjáum tréð en ekki skóg­inn. Þessi hug­mynda­fræði hefur í för með sér að sú mynd sem dregin er upp af mann­eskj­unni er að hún sé sjálf­stæð ein­ing, til­tölu­lega aðskilin sínu umhverfi. Hann lýsir þess­ari til­hneig­ingu í vest­rænni menn­ingu sem sjálf-­styrkj­andi kerfi sem leit­ast við að halda jafn­vægi. Sam­fé­lags­lega umgjörðin styrkir grunn­hug­mynd­irn­ar, á meðan hug­mynda­fræðin stjórnar ásætt­an­legum hugs­un­ar­ferlum sem aftur á móti rétt­lætir sam­fé­lags­legu umgjörð­ina og styður hug­mynda­fræð­ina.

Við erum því ekki æfð í því að sjá hegðun okkar í stóru sam­hengi og fáum litla þjálfun þegar til dæmis hag­kerfið heldur uppi þeirri hug­mynd að mann­skepnan sé aðskilin umhverf­inu. Ein af leik­regl­unum þar er til dæmis að það er hag­kvæmara að virkja óspillt svæði og þannig búa til meiri pen­ing til að stækka hag­kerf­ið. Áhrifin sem þetta hefur á líf­ríki, feg­urð eða líf kom­andi kyn­slóða er ytri kostn­aður sem má sópa undir tepp­ið. Þetta er ekki stórt vanda­mál þegar hug­mynda­fræðin ræður ríkjum um mann­inn sem aðskildan sínu umhverfi.

Önnur dæmi um þetta er hægt að sjá í íslenskum stór­mörk­uð­um. Þar er boðið upp á papriku frá Hollandi sem er ódýr­ari en paprika frá Íslandi (þegar hol­lenska paprikan er í raun dýr­ari fyrir umhverfið – því hana þarf að flytja umtals­verða vega­lengd í boði jarð­efna­elds­neyt­is) og maí­s­pok­inn er dýr­ari en plast­pok­inn sem eitrar sjó­inn okk­ar. Það er eitt­hvað öfug­snúið við það að það sé ódýr­ara að skaða nátt­úr­una.

Að lokum má benda á fyr­ir­bærið „hraða tísku“ þar sem tísku­fatn­aður er fram­leiddur með litlum kostn­aði (takk þró­un­ar­lönd) og seldur á svo lágu verði að fötin verða auð­veld­lega „úrelt“ og ný keypt. Þetta er orðið nokkuð sam­þykkt hegðun þrátt fyrir að slík fjölda­fram­leiðsla og sóun hafi mjög slæm áhrif á jörð­ina en tísku­iðn­að­ur­inn er nú mest meng­andi iðn­að­ur­inn á eftir olíu. Auð­velt reyn­ist að sópa þessum „ytri” kostn­aði undir tepp­ið, sér­stak­lega þegar hann er skil­greindur sem eitt­hvað fyrir utan okk­ur. Leik­reglur hag­kerf­is­ins end­ur­spegla hug­mynd­ina um að við séum jú víst aðskild og að hegðun okkar end­ur­spegli fyrst og fremst vilja okkar til að hámarka eigin hags­muni. En auð­vitað kemur ekk­ert á óvart að slík hegðun verður áber­andi þegar leik­regl­urnar ýta allar undir það! Við lærum að pen­ingur sé nátt­úru­lega af skornum skammti og að við séum frjáls, sjálf­stæð og aðskil­in. Frelsið er ynd­is­legt ég geri það sem ég vil.

Gamla sagan um hinn aðskilda mann er hætt að gagn­ast okk­ur. Vís­indin draga upp allt aðra og flókn­ari mynd af sam­tengsl­um. Allt sem við gerum hefur áhrif. Á fólkið í kringum okk­ur, á sam­fé­lag­ið, á heim­inn. Þegar við notum plast­poka eða kaupum mat í plast­um­búð­um, eða sem fram­leið­endur pökkum vörum inn í plast, þá erum við að halda uppi ákveð­inni menn­ingu sem ekki bara eitrar sjó­inn okkar heldur líka lík­ama okk­ar. Það virð­ist erfitt að breyta þessu, sér­stak­lega af því við burð­umst um með hug­mynd­ina um að við séum bara ein aðskilin mann­eskja, eitt tré. Þegar við hins vegar skiljum að plast­eind­irnar úr plast­pok­anum sem við keyptum í Bónus síð­asta sumar eru nú komnar í maga fjöl­skyld­unn­ar, þá fer eitt­hvað að ger­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar