Hlýnun jarðar og hagsmunaaðilar afneitunar

Hvers vegna eru efasemdaraddir um hlýnun jarðar af mannavöldum, oft háværar í Bandaríkjunum? Hagsmunir þeirra sem þurfa að menga, eru þar rauður þráður. Aðalsteinn Sigmarsson skrifar um umhverfismál og rökræðu um hlýnun jarðar af mannavöldum.

Auglýsing

Sönn­un­ar­gögnin hrann­ast upp. Mann­fólk hefur áhrif á hita­stig jarð­ar­. Hlýnun jarð­ar­ er stað­reynd. Samt er til fólk sem afneitar vand­an­um. Þetta fólk vill meina að hita­sveiflur and­rúms­lofts­ins eigi sér nátt­úru­legar skýr­ing­ar. Hér er ekki um frjáls skoð­ana­skipti að ræða. Rekja má deil­urn­arnar um hnatt­hlýn­un til full­trúa jarð­efna­elds­neyt­is­iðn­aðar sem telja sig hafa gríð­ar­lega hags­muni af því að afvega­leiða fólk. Beita þeir sömu brögðum og tóbaks­risarnir gerðu þegar þeir sáðu efa­semd­ar­fræjum um tengsl reyk­inga og lungna­krabba­meins.

Hvaðan koma efa­semda­menn­irnir ?

Helsta mót­staðan við aðgerðir í loft­lags­málum kemur frá Banda­ríkj­un­um. Eini stjórn­mála­flokk­ur­inn í vest­ur­löndum sem afneitar lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völdum er Repúblikana­flokk­ur­inn í Banda­ríkj­un­um. Hags­muna­að­ilar þar í landi hafa staðið í vegi fyrir aðgerðum gegn hnatt­hlýnun í ára­tugi.

Í Banda­rískum fjöl­miðlum fá bæði heið­ar­legir vís­inda­menn og þeir sem afneita hnatt­hlýn­un að segja skoð­anir sínar í sjón­varp­inu. Þeir sem afneita tengsl­unum á milli brennslu á olíu, kolum og jarð­gasi og hlýnun jarðar er marft fólk með fjár­hags­leg tengsl við jarð­efna­elds­neyt­is­iðn­að­inn.

Auglýsing

Banda­ríkja­menn og frelsið

Ýmis sam­tök með sem hafa sak­leys­is­legt yfir­skin eru í raun styrkt af olíu­fyr­ir­tækj­um.  Sam­tök líkt og „Banda­ríkja­menn fyrir frelsi“ eða „Banda­ríska iðn­að­ar­stofn­un­in“. Sam­tök af þessu tagi leggja mikla áherslu á frjálsan mark­að. Þau eru á móti eft­ir­liti hins opin­bera í atvinnu­líf­inu. Opin­berar reglu­gerðir eru nauð­syn­legar til þess að draga úr losun kolefna í heim­inum en sam­tök af þessu tagi breiða út þann boð­skap að hið opin­bera skerði með þessu frelsi almenn­ings.

Rit gefið út af Heartland stofnuninni sem nefnist „Ástæðan fyrir því að vísindamenn eru ósammála um ofhlýnun andrúmslofts“. Heartland stofnunin fær gríðarleg fjárlög frá Exxonmobil. Fred Singer er einn af höfundum bókarinnar. Félags­menn þess­ara sam­taka koma úr ýmsum átt­um. Þeir eru rit­höf­und­ar, vís­inda­menn og pró­fess­or­ar. Aðrir í þessum sam­tökum hafa enga menntun í vís­indum en kom­ast ef til vill langt á per­sónu­töfrum og góðum sam­skipta­hæfi­leik­um. Þessir aðilar gefa út bæk­ur, skrifa pistla eða koma í sjón­varps­við­töl og breiða þannig út hug­mynd­inni að hnatt­ræn hlýn­un sé ekki af manna­völd­um.

Alex Epstein er einn af þeim. Hann rök­ræðir opin­ber­lega við umhverf­is­að­gerð­ar­sinna, kemur í við­töl í fjöl­miðlum og hefur skrif­aði bók. Hann er ekki mennt­aður raun­vís­inda­maður en kallar sjálfan sig „heim­spek­ing“. Youtu­be rás Alexar heitir „Bætum jörð­ina”. 

Þar er að finna „fræðslu­mynd­bönd“ um jákvæðu hliðar olíu og jarð­gass sem orku­gjafa. Alex er með­limur Cato ­stofn­un­ar­innar en stofn­andi hennar er olíu­auð­kýf­ingnum Charles Koch. Bræð­urnir Charles og Dav­id Koch eru meðal allra rík­ustu manna heims. Þeir hafa eytt meira en 10 millj­örðum króna í sam­tök líkt og Cato stofn­un­ina. Koch sam­steypan selur olíu og jarð­gas í Banda­ríkj­unum og er í eigu bræðr­anna. Einnig hefur olíu­ris­inn Exxon­mobil eytt að minnsta kosti þremur millj­örðum króna í að styrkja eða koma á fót sam­tökum sem afneita hnatt­hlýn­un.

 Vís­inda­menn í afneitun

Örfáir vís­inda­menn afneita því að hlýnun jarðar séu af manna­völd­um. Þeir eru oft nær með­limir ofan­greinda sam­taka. Sömu vís­inda­menn­irnir sem unnu fyrir tóbaks­fyr­ir­tækin í að bjaga umræð­una um reyk­ingar og lungna­krabba­mein eru núna að vinna fyrir olíu­fyr­ir­tækin og afneita að of­hlýn­un jarðar sé af manna­völd­um. Vís­inda­mað­ur­inn Frederik S.Sin­ger af­neit­aði tengslum á milli heilsutjóns og óbeinna reyk­inga á tíunda ára­tugn­um. Rann­sóknir hans voru fjár­magn­aðar af tóbaks­ris­anum Phil­ip Morris og hann starf­aði með almanna­tengsla­fé­lagi þess APCO. Í dag er hann með­lim­ur He­artland ­stofn­un­ar­innar sem hefur fengið gríð­ar­legt fjár­magn frá­ Exxon­mobil. 

Ric­hard Lindzen sem er pró­fessor MIT háskól­ans er einnig vís­inda­maður sem afneitar að hlýnun jarðar sé af manna­völd­um. Hann er með­lim­ur Cato ­stofn­un­ar­inn­ar. Þessir vís­inda­menn eru gagn­rýndir af öðrum vís­inda­mönnum fyrir illa unnar rann­sókn­ir.

Fals­vís­indum dreift í skóla

Afneit­un­ar­sam­tökin gera til­raunir til þess að inn­ræta hug­mynda­fræði sína til skóla­barna í Banda­ríkj­un­um. He­artland ­stofn­unin sendir til dæmis ein­tök af bók­inni „Ástæðan fyrir því að vís­inda­menn eru ósam­mála um of­hlýn­un jarð­ar“ til mennta­skóla og raun­vís­inda­kenn­ara um öll Banda­rík­in. Einn af rit­höf­undum bók­ar­innar er Fred S­in­ger.

Afneit­un­ar­sam­tökin hafa reynt árum saman að gera afneitun á loft­lags­breyt­ingum skyldu­lær­dóm í Banda­rískum skólum og hafa þing­menn Repúblik­ana í ýmsum fylkjum sér til liðs til að reyna að lög­leiða slíkt.

Rök­ræður í fjöl­miðlum

Alls konar aðferðir eru not­aðar til afvega­leiða umræð­una. Þrýst er á fjöl­miðla um að hafa umræð­una sem „jafn­a“. 

Koma báðum sjón­ar­miðum á fram­færi eins og sagt er. Olíu­fyr­ir­tæki kaupa aug­lýs­ingar í fjöl­miðlum sem gefur þeim ákveðið áhrifa­vald. Bæði félags­menn frá sam­tök­um svo sem Cato ­stofn­un­inni jafnt sem hlut­lausir vís­inda­menn eru kall­aðir í við­töl og fá jafnan tíma til þess að flytja mál sitt í sjón­varp­in. Þá eiga rök­ræður sér oft stað í frétta­þáttum þar sem að full­trúar beggja sjón­ar­miða koma skoð­unum sínum á fram­færi.

Árásir á ærlega vís­inda­menn

Vís­inda­legar nið­ur­stöður varð­andi lofts­lags­breyt­ingar og hlut­verk manns­ins í þeim eru samt skýr. Þá er ráð­ist að heiðri vís­inda­manna sem birta rann­sóknir um ­lofts­lags­breyt­ing­ar. Árás­irnar koma frá­ þessum afneit­un­ar­sam­tök­um.

Vís­inda­mað­ur­inn Mich­ael Mann hefur gert mik­il­vægar upp­götv­anir um hnatt­hlýn­un. Hann er einn af höf­undum frægs línu­rits sem sýnir hita­stig jarðar á sein­ustu hund­ruðum árum. Línu­ritið sýnir að hita­stig jarðar hefur hækkað síðan iðn­bylt­ingin hófst og er kallað hokkíkylfu­graf­ið. Mich­ael hefur orðið fyrir aðkasti sökum þessa og fengið margar líf­láts­hót­an­ir.

Á vef­síðum afneit­un­ar­sam­tak­anna er Mich­ael og aðrir loft­lags­vís­inda­menn gagn­rýndir and­styggi­lega. Hann hefur verið ásak­aður um að falsa vís­inda­leg gögn og jafn­vel verið borið saman við barn­a­níð­ing. Tölvu­póst­föng ­vís­inda­mann­anna hafa verið birt á þessum síðum sem leiðir til þess að þeir fá líf­láts­hót­an­ir.

Margir aðrir vís­inda­menn hafa fengið sömu með­ferð og hann. Mich­ael segir að hann telji til­gang áreit­is­ins vera til þess að hræða vís­inda­menn frá því að birta rann­sóknir um ­lofts­lags­breyt­ing­ar.

Öfgar í veðri

Vís­inda­menn hafa varað við hlýn­un jarðar síðan á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þeir hafa reynt að upp­lýsa mann­kynið um vand­ann en þessi gríð­ar­legu hags­muna­öfl hafa staðið í vegi fyrir þeim allan tím­ann. Það eina sem þessi öfl þurfa að gera er að hægja á árangri. Á meðan rif­ist er um hvort að mann­fólk beri ábyrgð á hlýnun jarðar eða ekki geta þau haldið áfram að selja olíu, kol og jarð­gas.

Hlýnun jarðar hefur nú þegar afleið­ingar fyrir jörð­ina að sögn Dan­í­els Þor­láks­son­ar, veð­ur­fræð­ings.

Dan­íel segir að leiddar hafi verið líkur að því að borg­ara­stríðið í Sýr­landi hafi byrjað vegna hnatt­rænni hlýnun „ein­fald­lega vegna þess að þurrk­arnir hafa auk­ist svo mikið og þá færðu hung­ursneyð og með­ hung­ursneyð ­færðu reiðan almúga sem að rís upp“. Bráðnun jökla mun einnig leiða til þess að sjór­inn hækki og að borgir við sjó­inn fari á flot.

Trump og hags­muna­að­iliar

Hags­muna­öflin sem afneita vand­anum eru enn­þá ­sterk, sér­stak­lega þegar for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump er með þeim í liði. Hann hefur nú þegar dregið Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og tekið til baka mik­il­vægar aðgerðir for­vera síns sem áttu að sporna við hlýnun jarð­ar. Don­ald Trump hefur ráðið fólk með mikla hags­muna­á­rekstra í lyk­il­stöður í umhverf­is­mál­um. Þeir aug­ljós­ustu eru Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra stjórn­ar­innar sem var áður fram­kvæmd­ar­stjóri Exxon­mobil og Scott Pruitt; lög­mað­ur­inn sem er fram­kvæmd­ar­stjóri umhverf­is­vernd­ar­ráðs­ins og lög­sótti hina sömu stofnun margoft á ferli sýnum fyrir hönd hags­muna­að­ila.

Í heimi  Stjórnar Don­alds Trump er hlýnun jarðar ekki til. Trump hefur gefið for­seta­skipun í þeim til­gangi að hlýnun jarðar hafi ekki áhrif á hvort alrík­is­stofn­anir gefi leyfi fyrir stór­iðju og gefið leyfi fyrir umdeildum olíu­leiðslum eins og ekk­ert væri sjálf­sagð­ara.

Restin af þjóð­ar­leið­tog­unum hafa haldið áfram í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og fjöldi leið­toga ríkja og fylkja Banda­ríkj­anna hafa lofað að standa við það. Ef mann­kynið á að sporna við verstu afleið­ingum hnatt­hlýn­unnar er tím­inn naum­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar