Sönnunargögnin hrannast upp. Mannfólk hefur áhrif á hitastig jarðar. Hlýnun jarðar er staðreynd. Samt er til fólk sem afneitar vandanum. Þetta fólk vill meina að hitasveiflur andrúmsloftsins eigi sér náttúrulegar skýringar. Hér er ekki um frjáls skoðanaskipti að ræða. Rekja má deilurnarnar um hnatthlýnun til fulltrúa jarðefnaeldsneytisiðnaðar sem telja sig hafa gríðarlega hagsmuni af því að afvegaleiða fólk. Beita þeir sömu brögðum og tóbaksrisarnir gerðu þegar þeir sáðu efasemdarfræjum um tengsl reykinga og lungnakrabbameins.
Hvaðan koma efasemdamennirnir ?
Helsta mótstaðan við aðgerðir í loftlagsmálum kemur frá Bandaríkjunum. Eini stjórnmálaflokkurinn í vesturlöndum sem afneitar loftslagsbreytingar af mannavöldum er Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum. Hagsmunaaðilar þar í landi hafa staðið í vegi fyrir aðgerðum gegn hnatthlýnun í áratugi.
Í Bandarískum fjölmiðlum fá bæði heiðarlegir vísindamenn og þeir sem afneita hnatthlýnun að segja skoðanir sínar í sjónvarpinu. Þeir sem afneita tengslunum á milli brennslu á olíu, kolum og jarðgasi og hlýnun jarðar er marft fólk með fjárhagsleg tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn.
Bandaríkjamenn og frelsið
Ýmis samtök með sem hafa sakleysislegt yfirskin eru í raun styrkt af olíufyrirtækjum. Samtök líkt og „Bandaríkjamenn fyrir frelsi“ eða „Bandaríska iðnaðarstofnunin“. Samtök af þessu tagi leggja mikla áherslu á frjálsan markað. Þau eru á móti eftirliti hins opinbera í atvinnulífinu. Opinberar reglugerðir eru nauðsynlegar til þess að draga úr losun kolefna í heiminum en samtök af þessu tagi breiða út þann boðskap að hið opinbera skerði með þessu frelsi almennings.
Félagsmenn þessara samtaka koma úr ýmsum áttum. Þeir eru rithöfundar, vísindamenn og prófessorar. Aðrir í þessum samtökum hafa enga menntun í vísindum en komast ef til vill langt á persónutöfrum og góðum samskiptahæfileikum. Þessir aðilar gefa út bækur, skrifa pistla eða koma í sjónvarpsviðtöl og breiða þannig út hugmyndinni að hnattræn hlýnun sé ekki af mannavöldum.
Alex Epstein er einn af þeim. Hann rökræðir opinberlega við umhverfisaðgerðarsinna, kemur í viðtöl í fjölmiðlum og hefur skrifaði bók. Hann er ekki menntaður raunvísindamaður en kallar sjálfan sig „heimspeking“. Youtube rás Alexar heitir „Bætum jörðina”.
Þar er að finna „fræðslumyndbönd“ um jákvæðu hliðar olíu og jarðgass sem orkugjafa. Alex er meðlimur Cato stofnunarinnar en stofnandi hennar er olíuauðkýfingnum Charles Koch. Bræðurnir Charles og David Koch eru meðal allra ríkustu manna heims. Þeir hafa eytt meira en 10 milljörðum króna í samtök líkt og Cato stofnunina. Koch samsteypan selur olíu og jarðgas í Bandaríkjunum og er í eigu bræðranna. Einnig hefur olíurisinn Exxonmobil eytt að minnsta kosti þremur milljörðum króna í að styrkja eða koma á fót samtökum sem afneita hnatthlýnun.
Vísindamenn í afneitun
Örfáir vísindamenn afneita því að hlýnun jarðar séu af mannavöldum. Þeir eru oft nær meðlimir ofangreinda samtaka. Sömu vísindamennirnir sem unnu fyrir tóbaksfyrirtækin í að bjaga umræðuna um reykingar og lungnakrabbamein eru núna að vinna fyrir olíufyrirtækin og afneita að ofhlýnun jarðar sé af mannavöldum. Vísindamaðurinn Frederik S.Singer afneitaði tengslum á milli heilsutjóns og óbeinna reykinga á tíunda áratugnum. Rannsóknir hans voru fjármagnaðar af tóbaksrisanum Philip Morris og hann starfaði með almannatengslafélagi þess APCO. Í dag er hann meðlimur Heartland stofnunarinnar sem hefur fengið gríðarlegt fjármagn frá Exxonmobil.
Richard Lindzen sem er prófessor MIT háskólans er einnig vísindamaður sem afneitar að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Hann er meðlimur Cato stofnunarinnar. Þessir vísindamenn eru gagnrýndir af öðrum vísindamönnum fyrir illa unnar rannsóknir.
Falsvísindum dreift í skóla
Afneitunarsamtökin gera tilraunir til þess að innræta hugmyndafræði sína til skólabarna í Bandaríkjunum. Heartland stofnunin sendir til dæmis eintök af bókinni „Ástæðan fyrir því að vísindamenn eru ósammála um ofhlýnun jarðar“ til menntaskóla og raunvísindakennara um öll Bandaríkin. Einn af rithöfundum bókarinnar er Fred Singer.
Afneitunarsamtökin hafa reynt árum saman að gera afneitun á loftlagsbreytingum skyldulærdóm í Bandarískum skólum og hafa þingmenn Repúblikana í ýmsum fylkjum sér til liðs til að reyna að lögleiða slíkt.
Rökræður í fjölmiðlum
Alls konar aðferðir eru notaðar til afvegaleiða umræðuna. Þrýst er á fjölmiðla um að hafa umræðuna sem „jafna“.
Koma báðum sjónarmiðum á framfæri eins og sagt er. Olíufyrirtæki kaupa auglýsingar í fjölmiðlum sem gefur þeim ákveðið áhrifavald. Bæði félagsmenn frá samtökum svo sem Cato stofnuninni jafnt sem hlutlausir vísindamenn eru kallaðir í viðtöl og fá jafnan tíma til þess að flytja mál sitt í sjónvarpin. Þá eiga rökræður sér oft stað í fréttaþáttum þar sem að fulltrúar beggja sjónarmiða koma skoðunum sínum á framfæri.
Árásir á ærlega vísindamenn
Vísindalegar niðurstöður varðandi loftslagsbreytingar og hlutverk mannsins í þeim eru samt skýr. Þá er ráðist að heiðri vísindamanna sem birta rannsóknir um loftslagsbreytingar. Árásirnar koma frá þessum afneitunarsamtökum.
Vísindamaðurinn Michael Mann hefur gert mikilvægar uppgötvanir um hnatthlýnun. Hann er einn af höfundum frægs línurits sem sýnir hitastig jarðar á seinustu hundruðum árum. Línuritið sýnir að hitastig jarðar hefur hækkað síðan iðnbyltingin hófst og er kallað hokkíkylfugrafið. Michael hefur orðið fyrir aðkasti sökum þessa og fengið margar líflátshótanir.
Á vefsíðum afneitunarsamtakanna er Michael og aðrir loftlagsvísindamenn gagnrýndir andstyggilega. Hann hefur verið ásakaður um að falsa vísindaleg gögn og jafnvel verið borið saman við barnaníðing. Tölvupóstföng vísindamannanna hafa verið birt á þessum síðum sem leiðir til þess að þeir fá líflátshótanir.
Margir aðrir vísindamenn hafa fengið sömu meðferð og hann. Michael segir að hann telji tilgang áreitisins vera til þess að hræða vísindamenn frá því að birta rannsóknir um loftslagsbreytingar.
Öfgar í veðri
Vísindamenn hafa varað við hlýnun jarðar síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þeir hafa reynt að upplýsa mannkynið um vandann en þessi gríðarlegu hagsmunaöfl hafa staðið í vegi fyrir þeim allan tímann. Það eina sem þessi öfl þurfa að gera er að hægja á árangri. Á meðan rifist er um hvort að mannfólk beri ábyrgð á hlýnun jarðar eða ekki geta þau haldið áfram að selja olíu, kol og jarðgas.
Hlýnun jarðar hefur nú þegar afleiðingar fyrir jörðina að sögn Daníels Þorlákssonar, veðurfræðings.
Daníel segir að leiddar hafi verið líkur að því að borgarastríðið í Sýrlandi hafi byrjað vegna hnattrænni hlýnun „einfaldlega vegna þess að þurrkarnir hafa aukist svo mikið og þá færðu hungursneyð og með hungursneyð færðu reiðan almúga sem að rís upp“. Bráðnun jökla mun einnig leiða til þess að sjórinn hækki og að borgir við sjóinn fari á flot.
Trump og hagsmunaaðiliar
Hagsmunaöflin sem afneita vandanum eru ennþá sterk, sérstaklega þegar forseti Bandaríkjanna, Donald Trump er með þeim í liði. Hann hefur nú þegar dregið Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og tekið til baka mikilvægar aðgerðir forvera síns sem áttu að sporna við hlýnun jarðar. Donald Trump hefur ráðið fólk með mikla hagsmunaárekstra í lykilstöður í umhverfismálum. Þeir augljósustu eru Rex Tillerson, utanríkisráðherra stjórnarinnar sem var áður framkvæmdarstjóri Exxonmobil og Scott Pruitt; lögmaðurinn sem er framkvæmdarstjóri umhverfisverndarráðsins og lögsótti hina sömu stofnun margoft á ferli sýnum fyrir hönd hagsmunaaðila.
Í heimi Stjórnar Donalds Trump er hlýnun jarðar ekki til. Trump hefur gefið forsetaskipun í þeim tilgangi að hlýnun jarðar hafi ekki áhrif á hvort alríkisstofnanir gefi leyfi fyrir stóriðju og gefið leyfi fyrir umdeildum olíuleiðslum eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Restin af þjóðarleiðtogunum hafa haldið áfram í Parísarsamkomulaginu og fjöldi leiðtoga ríkja og fylkja Bandaríkjanna hafa lofað að standa við það. Ef mannkynið á að sporna við verstu afleiðingum hnatthlýnunnar er tíminn naumur.