Svarti Pétur og sáttin

Svandís Svavarsdóttir skrifar um vinnu nefndar um gjaldtöku í sjávarútvegi og segir að svo virðist sem starfsemi hennar sé sjónarspil. Svandís situr í nefndinni.

Auglýsing

Nefnd um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi hefur nú verið að störfum frá í vor undir stjórn Þor­steins Páls­son­ar. Flokkur Þor­steins og Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hefur í sínum mál­flutn­ingi lagt áherslu á kerf­is­breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi og hreina mark­aðs­leið, þ.e. að allur afli verði settur á markað og verðið ráð­ist af mark­aðnum hverju sinni. 

Nú gefur það auga leið að þverpóli­tísk nefnd mun ekki ná nið­ur­stöðu um þá leið óbreytta og er þar afstaða Sjálf­stæð­is­flokks­ins t.a.m. mjög skýr. Í við­tali á dög­unum talar Har­aldur Bene­dikts­son fyrir því að lækka veiði­gjöld strax í haust en ekk­ert um að breyta kerf­inu. Þannig eru stóru átaka­lín­urnar inni í rík­is­stjórn­inni sjálfri og vand­séð að nefnd Þor­steins Páls­sonar geti stigið skref til breyt­inga. For­maður nefnd­ar­innar skrif­aði svo í sumar grein þar sem hann beindi spjótum að flokkum utan rík­is­stjórn­ar­innar og lét að því liggja að vand­inn lægi þar. Það er reyndar nýlunda að meiri­hlut­inn kenni minni­hlut­anum um það þegar meiri­hlut­inn getur ekki komið sér saman um stór mál. Ekki varð hjá því kom­ist að svara þess­ari grein Þor­steins enda var engu lík­ara en að for­mað­ur­inn væri að reyna að koma sök­inni fyr­ir­fram á aðra flokka á því sem fyr­ir­sjá­an­legt væri, eða því að starf nefnd­ar­innar myndi engu skila. 

Auglýsing

Aukin verð­mæti til þjóð­ar­innar

Eftir þessi greina­skrif hef ég haldið því til haga í nefnd­inni að rétt væri að for­maður hennar kæmi sjálfur fram með til­lögu sem hann teldi að gæti verið grund­völl nið­ur­stöðu. Það hefur enn ekki gerst en full­trúi Við­reisn­ar, Hanna Katrín Frið­riks­son, hefur lagt fram til­lögu þar sem ekk­ert er fjallað um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni heldur byggt á þeirri nálgun að um verði að ræða samn­inga milli útgerð­ar­innar og rík­is­ins á einka­rétt­ar­legum grunni. Sjálf hef ég lagt á það áherslu að ekki verði undan því vik­ist í þess­ari vinnu að skera úr um skiln­ing okkar á eign­ar­hald­inu á auð­lind­inni og að festa þurfi auð­linda­á­kvæði í sessi í stjórn­ar­skrá. 

Ráð­gjafi nefnd­ar­innar er hag­fræð­ing­ur­inn Daði Már Krist­ó­fers­son en hann er einnig í stjórn Við­reisn­ar. Nú ber svo við að í við­tali við Daða Má í Fiski­fréttum á dög­unum segir hann meðal ann­ars „veiði­gjöld verða aldrei neinn meiri­háttar tekju­stofn fyrir rík­ið“. Er þetta sem sé í annað skiptið sem full­trúar frá Við­reisn gera því skóna að ekki sé eftir miklu að slægj­ast í því að ná meiri verð­mætum til almenn­ings fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Þessi sjón­ar­mið eru ekki létt­væg, þvert á móti því þau koma út úr nefnd­inni – sem átti að leita sátta í mál­inu. Vinnu­brögð for­manns­ins og starfs­manns­ins benda ekki til þess að þeir vilji sættir í þessu stóra hags­muna­máli þjóð­ar­inn­ar.

Það eru von­brigði að svo virð­ist sem starf­semi nefnd­ar­innar sé sjón­ar­spil, ­fyrir fram sé búið að ákveða að ekk­ert komi út úr henni. Vinnan snú­ist í raun um að tryggja að sökin liggi ann­ars staðar en hjá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum sjálfum sem ekki hafa leitt þessi mál til lykta með nokkru móti frekar en önnur stór mál á borði rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá er nauð­syn

Áhersl­ur VG í sjáv­ar­út­vegs­málum snú­ast fyrst og síð­ast um að auð­lindin sé nýtt með sjálf­bærum hætti, sé í eigu þjóð­ar­innar og að um það sé fjallað í stjórn­ar­skrá. Einnig að umtals­vert svig­rúm sé til þess að aukið fé renni í rík­is­sjóð úr sam­eig­in­legri auð­lind. Loks að huga þurfi sér­stak­lega að byggða­sjón­ar­miðum við sam­setn­ingu kerf­is­ins til að verja byggð­irnar fyrir því að ákvarð­anir eins fyr­ir­tækis geti kippt stoð­unum undan sam­fé­lögum út um land á einni nóttu.

Til að hægt verði að ná sátt um næstu skref og ein­hvers konar nið­ur­stöðu þarf að taka til­lit til sjón­ar­miða fleiri en þeirra sem sitja við borð­send­ann. Að okkar mati er það frum­for­senda að gerð verði úrslita­til­raun til þess að ná sam­stöðu um auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá þar sem kveðið er með skýrum hætti á um þjóð­ar­eign á auð­lind­un­um. Ann­ars verða kerf­is­breyt­ingar byggðar á sandi.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar