Auglýsing

Í gær birt­ust tvær aðsendar greinar í Morg­un­blað­inu. Önnur er eftir Gunn­laug Ingv­ars­son og í henni boðar Frels­is­flokk­ur­inn fram­boð til borg­ar­stjórnar næsta vor. Þar seg­ir: „Frels­is­flokk­ur­inn styður ein­stak­lings- og per­sónu­frelsið og þess vegna tölum við máli þjóð­frelsis og rétt­lætis og viljum verja full­veld­is­rétt þjóð­ar­inn­ar. Þess vegna höfnum við ESB-að­ild, viljum end­ur­skoðun EES-­samn­ings­ins og boðum úrsögn úr Schengen. Við höfnum þöggun og rit­skoðun og styðjum skoð­ana- og tján­ing­ar­frels­ið. Við munum því ekki falla fyrir þungum straumi hins póli­tíska rétt­trún­aðar sem tröll­ríður sam­fé­lag­in­u[...]Frels­is­flokk­ur­inn vill ger­breytta og aðhalds­sam­ari stefnu í málum inn­flytj­anda. Núver­andi stefna og galopin lög­gjöf er að koma okkur í koll og straumur hæl­is­leit­enda til lands­ins er að verða óvið­ráð­an­legur og kostn­aður vex veld­is­vexti milli miss­era. Slíkt mun aðeins leiða til ófriðar og skerð­ingar á lífs­kjörum og frelsi.[...] Við viljum engar öfgar, aðeins að skyn­semin ráði för og að stigið verði á brems­urnar og að við hendum okkur ekki út í fúa­fen óheftrar fjöl­menn­ing­ar, eins og ráða­menn og menn­ing­ar­el­ítan hér virð­ist helst vilja. Við sem viljum fara hægar höfum líka rétt á okkar skoð­unum án þess að vera úthrópuð og þögguð nið­ur. Og enn og aft­ur, ekki öskra á okk­ur, við erum alls ekki á móti útlend­ingum eða að íslensk menn­ing megi ekki bland­ast menn­ing­ar­straumum ann­arra.“

Hin greinin er eftir Einar S. Hálf­dán­ar­son og er birt á besta stað á leið­ar­a­síðu Morg­un­blaðs­ins. Á sama stað og reglu­lega eru birtar greinar eftir þing­menn, ráð­herra eða annað áhrifa­fólk. Fyr­ir­sögnin grein­ar­innar var: „Er bull og lýð­skrum að tengja aðstoð við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur við stöðu fátækra Íslend­inga?“ Grein­ar­höf­undur svarar síðan eigin spurn­ingu neit­andi.

Inni­halds­lausum hræðslu­á­róðri ýtt inn í meg­in­straum­inn

Þessar greinar eru hluti af póli­tískri orð­ræðu sem verið er að gera að hluta af meg­in­straumn­um. Hún gengur út á það að póli­tískur rétt­trún­aður óskil­greindrar umræð­u-el­ítu – stundum kölluð „góða fólk­ið“ – hamli því að gríð­ar­lega alvar­leg vanda­mál tengd inn­flytj­end­um, og sér­stak­lega hæl­is­leit­end­um, séu rædd hér­lend­is. Afleið­ingin sé sú að barna­skapur þessa hóps sé að búa til aðstæður sem muni valda miklum sam­fé­lags­legum skaða. Sem muni drepa íslenska menn­ingu, ganga á íslenskt vel­ferð­ar­kerfi og skapa stór­hættu fyrir hvítu inn­rækt­uðu kristnu þjóð­ina sem býr hér fyrir og er að mestu skyld nokkra ætt­liði aftur í tím­ann.

Auglýsing

Helsti vett­vang­ur­inn fyrir þessa normalís­er­ingu ótta gagn­vart útlend­ingum er Morg­un­blað­ið. Rit­stjóri blaðs­ins hefur tekið þennan mál­flutn­ing og gert algjör­lega að sín­um. Í síð­ustu viku tók hann sér til að mynda leyfi frá því að tala upp Don­ald Trump – mann sem setur nýnas­ista og þjóð­ern­isöfga­hreyf­ingar undir sama hatt og fólk sem berst fyrir mann­rétt­indum og flaut til valda með því að hræra dug­lega í ras­ista­pottum – til að taka upp mál­stað Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dótt­ur, nú óháðs borg­ar­full­trúa, og rétt hennar til að kalla kennslu barna hæl­is­leit­enda „sokk­inn kostn­að“. Rit­stjór­inn sagði að þetta væri „leyfi­legt umræðu­efn­i“. Að póli­tísk rétt­hugsun fámennrar net­klíku kæmi hins vegar í veg fyrir að umræðan um hæl­is­leit­end­ur, sem hann virð­ist reyndar ítrekað blanda saman við inn­flytj­end­ur, sé tek­in.

Nokkrum dögum áður hafði háskóla­pró­fess­or­inn Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, þekktasta fylgitungl rit­stjór­ans, mætt í útvarps­við­tal og látið að því liggja að hæl­is­leit­endur kæmu hingað til lands til að leggj­ast á vel­ferð­ar­kerfið og láta það sjá fyrir sér.

Á fimmtu­dag í síð­ustu viku skrif­aði svo Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, grein í Við­skipta­blaðið þar sem hann kall­aði eftir þori til að ræða flótta­manna­mál. „Ef stjórn­­­mála­­menn, emb­ætt­is­­menn, fjöl­mið­l­­ar, fræð­i­­menn og aðrir sem hafa það hlut­verk að ræða lausnir, horfa til fram­­tíðar og móta stefnu þora ekki að ræða stærstu úrlausn­­ar­efni sam­­tím­ans eru þeir að eft­ir­láta öfga­­mönnum umræð­una og lausn­irn­­ar,“ skrif­aði Sig­mundur Dav­íð.

Verið hrædd og kjósið mig til að verja ykkur

Um er að ræða póli­tískt her­bragð. Þeir sem beita því stilla upp til­búnum póli­tískum rétt­trún­aði sem strá­manni og láta sem að hann meini þeim að hafa skoð­un. Þetta er sama aðferð­ar­fræði og and­stæð­ingar inn­flytj­enda, fjöl­menn­ingar og hrein­rækt­aðir ras­istar eða öfga-­þjóð­ern­is­sinnar hafa beitt víða í Evr­ópu og í Banda­ríkj­unum upp á síðkast­ið. Hún gengur út á að mála upp vel­vilja og sam­kennd sem barna­skap sem ógni „sönnum lands­mönn­um“. Meg­in­til­gang­ur­inn er að stilla inn­flytj­endum og flótta­fólki upp sem and­stæð­ingum þeirra sem telja aðstæður sínar ekki boð­leg­ar. Og fá þá síðan til að kjósa sig á grund­velli þess hræðslu­á­róð­urs.

Það er eng­inn ótti við að taka neina umræðu um inn­flytj­end­ur, flótta­menn eða hæl­is­leit­endur hér­lend­is. Umræðan er þvert á móti mjög opin. Þrátt fyrir að það sé sífellt end­ur­tekið sem rök fyrir hat­urs­fullum áróðri þá er lík­ast til eng­inn sem er ósam­mála því að afgreiðslu hæl­is­um­sókna verði flýtt eins og kostur er. Best væri ef hægt yrði að afgreiða allar slíkar á nokkrum dög­um. Og það er verið að gera nákvæm­lega þetta. Tölur Útlend­inga­stofn­unar sýna það svart á hvítu. Umsækj­endur um vernd sem eru í þjón­ustu annað hvort stofn­un­ar­innar eða sveit­ar­fé­laga hefur fækkað úr 820 í des­em­ber í 580 þann 1. ágúst, eða um 30 pró­sent á um átta mán­uð­um.

Það er hagur íslensks sam­fé­lags og það er hagur þeirra sem eru að sækja um hæli hér.

Það er heldur ekki áber­andi í „um­ræð­unni“ að vilji sé til þess að svipta nokkurn mál­frels­inu sem tjáir sig um mál­efni komu­fólks. Það er hins vegar gerð sú krafa að mál­flutn­ingur þeirra sé studdur rök­um. Svo er það auð­vitað ófrá­víkj­an­legur þáttur máls­frels­is­ins að fá að vera ósam­mála og gagn­rýna þegar þannig ber und­ir.

Það sem tals­mönnum ein­angr­un­ar­hyggju, eins­leitni og guð­hræðslu gremst mest er að vera kall­aðir ras­istar. Þannig var það til að mynda fyrir tveimur árum þegar þing­maður stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, brást við því að ég kall­aði hann ras­ista með því að kalla mig ras­ista umræð­unn­ar“. Ástæða þess var sú að þing­mað­ur­inn, Ásmundur Frið­riks­son, hafði látið út úr sér ummæli sem falla að öllu leyti undir orða­bóka­skil­grein­ing­una á hug­tak­inu ras­ismi. Þetta er mjög algengt hjá þeim sem aðhyll­ast rasísk stjórn­mál. Að mála sig upp sem fórn­ar­lömb öfga­afla sem vilja svipta þá frelsi, í stað þess að horfa í spegil og sjá öfgarnar og frels­is­svipt­ing­una í eigin mál­flutn­ingi. Ég var ras­isti fyrir að kalla hann ras­ista.

Sá sem til­einkar sér t.d. menn­ing­ar­legan ras­isma dregur upp­ tví­­­skipta mynd af sínum menn­ing­­ar­heimi ann­­ars vegar og útlend­ingum og öllum utan­­að­kom­andi hins veg­­ar. Skiptir heim­inum upp í „við“ og „hin­ir“. Svart­hvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“.  Það gerði Ásmundur skýrt. Og það gera lang­flestir sem hafa tekið upp sam­bæri­legan boð­skap og hann.

Það er mjög ein­falt að losna við að vera kall­aður ras­isti. Ekki segja hluti sem falla undir skil­grein­ing­una á ras­isma.

20 manns á mín­útu

Það hefur verið bent á það áður á þessum vett­vangi að fjöl­margar stað­reyndir hrekja uppi­stöð­una í þessum hræðslu­á­róðri. Svo virð­ist sem að nauð­syn­legt sé að gera það mjög reglu­lega í ljósi þess að póli­tíska her­bragðið sem verið er að beita gengur út á að end­ur­taka vit­leysu nógu oft og von­ast til þess að hún umbreyt­ist þá í raun­veru­leika. Það mun Kjarn­inn gera eins oft og með þarf.

Það er til að mynda stað­reynd að sam­hliða auknum fjölda inn­flytj­enda, flótta­manna og hæl­is­leit­enda þá hefur kostn­aður hins opin­bera vegna félags­legrar fram­færslu hríð­fall­ið. Ömur­legur mál­flutn­ingur um hæl­is­leit­endur sem vel­ferð­ar­túrista heldur því ekki vatni. Þá er vin­sælt að halda því fram að fylgni sé milli þess að inn­flytj­end­um, flótta­mönnum og hæl­is­leit­endum fjölgi hér­lendis og auk­innar glæpa­tíðni. Í árs­skýrslu lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir árið 2016 segir að brotum hafi fækkað í umdæm­inu á árinu. Þannig var til að mynda ekk­ert mann­dráps­mál til rann­sóknar hjá emb­ætt­inu á árinu 2016. Á sama tíma og inn­flytj­end­ur, flótta­menn og hæl­is­leit­endur hafa aldrei verið fleiri.

Umræð­unnar vegna skulum við líka horfa blákalt á stöð­una í heim­in­um. Í honum eru 65,5 millj­ónir manna á ver­gangi, sam­kvæmt tölum frá Flótta­manna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna. Flótta­manna­hjálpin telur að 28.300 manns þurfi að með­al­tali á dag að flýja heim­ili sín vegna átaka eða ofsókna. Það gera nán­ast 20 manns á mín­útu.

Þetta er fólk sem hefur þurft að yfir­gefa heim­ili sín vegna átaka eða ofsókna, sem oftar en ekki eru afleið­ing af aðgerðum Vest­ur­veld­anna í þeirra heims­horni. Af þeim sem eru skil­greindir á ver­gangi eru ein­ungis 17 pró­sent sem stendur í Evr­ópu, þeirri álfu þar sem lífs­gæðin eru mest. Lang­flestir eru í Mið­aust­ur­löndum eða í Afr­ík­u. 

Skil­greindir flótta­menn eru 22,5 millj­ón­ir. Evr­ópa getur því gert miklu betur í við­töku flótta­manna.

Tíu að með­al­tali á ári

Ísland hefur tekið á móti 645 kvótaflótta­mönnum frá árinu 1956. Á næsta ári munum við taka við 50 í við­bót og höfum þá tekið við 695 á 62 árum, eða rúm­lega tíu á ári að með­al­tali. Við eigum að taka á móti miklu fleiri og það er í raun skammar­legt að jafn ríkt land og Ísland rétti ekki þeim verst settu í heim­inum stærri hjálp­ar­hönd.

Til við­bótar koma hingað hæl­is­leit­endur í stríðum straum­um. Ísland rekur mjög harða stefnu og afar fáir þeirra fá hér hæli. Þeim sem sækja hingað til lands í leit að hæli hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Það er enda mann­legt að vilja tæki­færi til betra lífs. Umsóknir um hæli voru 51 árið 2010 en voru orðnar 355 árið 2015. Í fyrra þre­föld­uð­ust umsóknir og voru 1.130, þau mál sem fengu efn­is­með­ferð voru um helm­ingur þeirrar tölu. Um 80 pró­sent þeirra umsókna sem afgreiddar voru í fyrra var synj­að. Það þýðir að þeir sem fengu vernd voru 110 tals­ins. Það sem af er þessu ári hafa 82 fengið vernd og umsækj­endur hafa verið 626. Haldi þró­unin áfram verður fjöldi þeirra sem sækja um hæli hér­lendis mjög svip­aður því sem hann var í fyrra. Þetta er allt og sumt. Allur ægi­legi fjöld­inn sem hópur fólks eyðir allri sinni orku í að hræð­ast og hræða aðra með.

Aug­ljóst var að sú aukn­ing sem varð í fyrra og í ár myndi aukn­ing leiða af sér kostn­að. Í nýbirtu upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins kemur fram að hrein útgjöld vegna rétt­inda ein­stak­linga hafi verið  2,2 millj­arðar króna sem var 1.251 millj­ónum meira en áætlað var. Þar seg­ir: „Í fjár­heim­ildum vegna árs­ins 2017 voru veru­lega van­á­ætl­aðar í fjár­laga­gerð fyrir árið 2017 í ljósi for­dæma­lausrar fjölg­unar hæl­is­um­sókna á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2016. Kostn­aður vegna þess­ara umsókna hefur að mestu leyti fallið til á yfir­stand­andi ári.“

Þessi kostn­aður fellur fyrst og síð­ast til vegna þess að það þarf að afgreiða miklu fleiri umsókn­ir. Það er verið að gera það mun hraðar en áður og þeim sem vistaðir eru á vegum Útlend­inga­stofn­unar og sveit­ar­fé­laga hríð­fækk­ar. Kostn­að­ur­inn er til kom­inn vegna þess að íslensk stjórn­völd eru að svara kalli um hrað­ari afgreiðslu­tíma.

Tökum umræð­una

Það þarf að taka djúpa póli­tíska umræðu um flótta­menn, hæl­is­leit­endur og inn­flytj­end­ur. En hún á ekki að byggja á hræðslu sem á sér ekki stoð í raun­veru­leik­anum og ömur­legum póli­tískum til­raunum til að stilla útlend­ingum upp sem orsök þess að traðkað sé á sumum hópum íslensks sam­fé­lags.

Ísland getur tekið við miklu fleiri flótta­mönnum og hæl­is­leit­endum en landið ger­ir. Við eigum líka að opna dyrnar fyrir mun fjöl­breytt­ari hópi inn­flytj­enda sem myndu glæða sam­fé­lagið okkar blæ­brigðum og auka efna­hags­lega vel­sæld. Og manna störfin sem við munum ekki geta mannað sjálf ef við ætlum að halda áfram að auka efna­hags­lega vel­sæld. En fyrst og síð­ast eigum við að gera það vegna þess að það er rétt að gera það.

Það er sið­ferð­is­leg skylda okkar sem ríks lands sem hefur hagn­ast gríð­ar­lega í alþjóða­væddum heimi. Og það er mann­eskju­leg skylda okkar gagn­vart fólki í vanda að rétta því hjálp­ar­hönd. Við höfum kom­ist hjá því að takast á við þessa sið­ferð­is­spurn­ingu vegna þess að við erum eyja úti í miðju Atl­ants­hafi og það er ekki hægt að ganga hingað eða sigla á fleka. En við komumst ekki upp með það leng­ur, né ættum við að gera það. Flótta­manna­vand­inn er sam­eig­in­legur vandi heims­byggð­ar­innar og það þurfa allir að leggja sitt að mörk­um. Líka litlar ríkar eyjur fullar af hvítu fólki.

Það eru allir til í að taka umræð­una um komu­fólk. Mun­ur­inn á hóp­unum sem hana vilja taka er hins vegar nálg­unin á hana. Hluti vill nálg­ast hana af sam­kennd og með vísun í stað­reynd­ir. Hin­ir, popúlist­arn­ir, vilja nálg­ast hana út frá hræðslu­á­róðri, til­finn­ingum og póli­tísku valda­brölti.

Meira úr sama flokkiLeiðari