Auglýsing

Í gær birt­ust tvær aðsendar greinar í Morg­un­blað­inu. Önnur er eftir Gunn­laug Ingv­ars­son og í henni boðar Frels­is­flokk­ur­inn fram­boð til borg­ar­stjórnar næsta vor. Þar seg­ir: „Frels­is­flokk­ur­inn styður ein­stak­lings- og per­sónu­frelsið og þess vegna tölum við máli þjóð­frelsis og rétt­lætis og viljum verja full­veld­is­rétt þjóð­ar­inn­ar. Þess vegna höfnum við ESB-að­ild, viljum end­ur­skoðun EES-­samn­ings­ins og boðum úrsögn úr Schengen. Við höfnum þöggun og rit­skoðun og styðjum skoð­ana- og tján­ing­ar­frels­ið. Við munum því ekki falla fyrir þungum straumi hins póli­tíska rétt­trún­aðar sem tröll­ríður sam­fé­lag­in­u[...]Frels­is­flokk­ur­inn vill ger­breytta og aðhalds­sam­ari stefnu í málum inn­flytj­anda. Núver­andi stefna og galopin lög­gjöf er að koma okkur í koll og straumur hæl­is­leit­enda til lands­ins er að verða óvið­ráð­an­legur og kostn­aður vex veld­is­vexti milli miss­era. Slíkt mun aðeins leiða til ófriðar og skerð­ingar á lífs­kjörum og frelsi.[...] Við viljum engar öfgar, aðeins að skyn­semin ráði för og að stigið verði á brems­urnar og að við hendum okkur ekki út í fúa­fen óheftrar fjöl­menn­ing­ar, eins og ráða­menn og menn­ing­ar­el­ítan hér virð­ist helst vilja. Við sem viljum fara hægar höfum líka rétt á okkar skoð­unum án þess að vera úthrópuð og þögguð nið­ur. Og enn og aft­ur, ekki öskra á okk­ur, við erum alls ekki á móti útlend­ingum eða að íslensk menn­ing megi ekki bland­ast menn­ing­ar­straumum ann­arra.“

Hin greinin er eftir Einar S. Hálf­dán­ar­son og er birt á besta stað á leið­ar­a­síðu Morg­un­blaðs­ins. Á sama stað og reglu­lega eru birtar greinar eftir þing­menn, ráð­herra eða annað áhrifa­fólk. Fyr­ir­sögnin grein­ar­innar var: „Er bull og lýð­skrum að tengja aðstoð við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur við stöðu fátækra Íslend­inga?“ Grein­ar­höf­undur svarar síðan eigin spurn­ingu neit­andi.

Inni­halds­lausum hræðslu­á­róðri ýtt inn í meg­in­straum­inn

Þessar greinar eru hluti af póli­tískri orð­ræðu sem verið er að gera að hluta af meg­in­straumn­um. Hún gengur út á það að póli­tískur rétt­trún­aður óskil­greindrar umræð­u-el­ítu – stundum kölluð „góða fólk­ið“ – hamli því að gríð­ar­lega alvar­leg vanda­mál tengd inn­flytj­end­um, og sér­stak­lega hæl­is­leit­end­um, séu rædd hér­lend­is. Afleið­ingin sé sú að barna­skapur þessa hóps sé að búa til aðstæður sem muni valda miklum sam­fé­lags­legum skaða. Sem muni drepa íslenska menn­ingu, ganga á íslenskt vel­ferð­ar­kerfi og skapa stór­hættu fyrir hvítu inn­rækt­uðu kristnu þjóð­ina sem býr hér fyrir og er að mestu skyld nokkra ætt­liði aftur í tím­ann.

Auglýsing

Helsti vett­vang­ur­inn fyrir þessa normalís­er­ingu ótta gagn­vart útlend­ingum er Morg­un­blað­ið. Rit­stjóri blaðs­ins hefur tekið þennan mál­flutn­ing og gert algjör­lega að sín­um. Í síð­ustu viku tók hann sér til að mynda leyfi frá því að tala upp Don­ald Trump – mann sem setur nýnas­ista og þjóð­ern­isöfga­hreyf­ingar undir sama hatt og fólk sem berst fyrir mann­rétt­indum og flaut til valda með því að hræra dug­lega í ras­ista­pottum – til að taka upp mál­stað Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dótt­ur, nú óháðs borg­ar­full­trúa, og rétt hennar til að kalla kennslu barna hæl­is­leit­enda „sokk­inn kostn­að“. Rit­stjór­inn sagði að þetta væri „leyfi­legt umræðu­efn­i“. Að póli­tísk rétt­hugsun fámennrar net­klíku kæmi hins vegar í veg fyrir að umræðan um hæl­is­leit­end­ur, sem hann virð­ist reyndar ítrekað blanda saman við inn­flytj­end­ur, sé tek­in.

Nokkrum dögum áður hafði háskóla­pró­fess­or­inn Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, þekktasta fylgitungl rit­stjór­ans, mætt í útvarps­við­tal og látið að því liggja að hæl­is­leit­endur kæmu hingað til lands til að leggj­ast á vel­ferð­ar­kerfið og láta það sjá fyrir sér.

Á fimmtu­dag í síð­ustu viku skrif­aði svo Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, grein í Við­skipta­blaðið þar sem hann kall­aði eftir þori til að ræða flótta­manna­mál. „Ef stjórn­­­mála­­menn, emb­ætt­is­­menn, fjöl­mið­l­­ar, fræð­i­­menn og aðrir sem hafa það hlut­verk að ræða lausnir, horfa til fram­­tíðar og móta stefnu þora ekki að ræða stærstu úrlausn­­ar­efni sam­­tím­ans eru þeir að eft­ir­láta öfga­­mönnum umræð­una og lausn­irn­­ar,“ skrif­aði Sig­mundur Dav­íð.

Verið hrædd og kjósið mig til að verja ykkur

Um er að ræða póli­tískt her­bragð. Þeir sem beita því stilla upp til­búnum póli­tískum rétt­trún­aði sem strá­manni og láta sem að hann meini þeim að hafa skoð­un. Þetta er sama aðferð­ar­fræði og and­stæð­ingar inn­flytj­enda, fjöl­menn­ingar og hrein­rækt­aðir ras­istar eða öfga-­þjóð­ern­is­sinnar hafa beitt víða í Evr­ópu og í Banda­ríkj­unum upp á síðkast­ið. Hún gengur út á að mála upp vel­vilja og sam­kennd sem barna­skap sem ógni „sönnum lands­mönn­um“. Meg­in­til­gang­ur­inn er að stilla inn­flytj­endum og flótta­fólki upp sem and­stæð­ingum þeirra sem telja aðstæður sínar ekki boð­leg­ar. Og fá þá síðan til að kjósa sig á grund­velli þess hræðslu­á­róð­urs.

Það er eng­inn ótti við að taka neina umræðu um inn­flytj­end­ur, flótta­menn eða hæl­is­leit­endur hér­lend­is. Umræðan er þvert á móti mjög opin. Þrátt fyrir að það sé sífellt end­ur­tekið sem rök fyrir hat­urs­fullum áróðri þá er lík­ast til eng­inn sem er ósam­mála því að afgreiðslu hæl­is­um­sókna verði flýtt eins og kostur er. Best væri ef hægt yrði að afgreiða allar slíkar á nokkrum dög­um. Og það er verið að gera nákvæm­lega þetta. Tölur Útlend­inga­stofn­unar sýna það svart á hvítu. Umsækj­endur um vernd sem eru í þjón­ustu annað hvort stofn­un­ar­innar eða sveit­ar­fé­laga hefur fækkað úr 820 í des­em­ber í 580 þann 1. ágúst, eða um 30 pró­sent á um átta mán­uð­um.

Það er hagur íslensks sam­fé­lags og það er hagur þeirra sem eru að sækja um hæli hér.

Það er heldur ekki áber­andi í „um­ræð­unni“ að vilji sé til þess að svipta nokkurn mál­frels­inu sem tjáir sig um mál­efni komu­fólks. Það er hins vegar gerð sú krafa að mál­flutn­ingur þeirra sé studdur rök­um. Svo er það auð­vitað ófrá­víkj­an­legur þáttur máls­frels­is­ins að fá að vera ósam­mála og gagn­rýna þegar þannig ber und­ir.

Það sem tals­mönnum ein­angr­un­ar­hyggju, eins­leitni og guð­hræðslu gremst mest er að vera kall­aðir ras­istar. Þannig var það til að mynda fyrir tveimur árum þegar þing­maður stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, brást við því að ég kall­aði hann ras­ista með því að kalla mig ras­ista umræð­unn­ar“. Ástæða þess var sú að þing­mað­ur­inn, Ásmundur Frið­riks­son, hafði látið út úr sér ummæli sem falla að öllu leyti undir orða­bóka­skil­grein­ing­una á hug­tak­inu ras­ismi. Þetta er mjög algengt hjá þeim sem aðhyll­ast rasísk stjórn­mál. Að mála sig upp sem fórn­ar­lömb öfga­afla sem vilja svipta þá frelsi, í stað þess að horfa í spegil og sjá öfgarnar og frels­is­svipt­ing­una í eigin mál­flutn­ingi. Ég var ras­isti fyrir að kalla hann ras­ista.

Sá sem til­einkar sér t.d. menn­ing­ar­legan ras­isma dregur upp­ tví­­­skipta mynd af sínum menn­ing­­ar­heimi ann­­ars vegar og útlend­ingum og öllum utan­­að­kom­andi hins veg­­ar. Skiptir heim­inum upp í „við“ og „hin­ir“. Svart­hvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“.  Það gerði Ásmundur skýrt. Og það gera lang­flestir sem hafa tekið upp sam­bæri­legan boð­skap og hann.

Það er mjög ein­falt að losna við að vera kall­aður ras­isti. Ekki segja hluti sem falla undir skil­grein­ing­una á ras­isma.

20 manns á mín­útu

Það hefur verið bent á það áður á þessum vett­vangi að fjöl­margar stað­reyndir hrekja uppi­stöð­una í þessum hræðslu­á­róðri. Svo virð­ist sem að nauð­syn­legt sé að gera það mjög reglu­lega í ljósi þess að póli­tíska her­bragðið sem verið er að beita gengur út á að end­ur­taka vit­leysu nógu oft og von­ast til þess að hún umbreyt­ist þá í raun­veru­leika. Það mun Kjarn­inn gera eins oft og með þarf.

Það er til að mynda stað­reynd að sam­hliða auknum fjölda inn­flytj­enda, flótta­manna og hæl­is­leit­enda þá hefur kostn­aður hins opin­bera vegna félags­legrar fram­færslu hríð­fall­ið. Ömur­legur mál­flutn­ingur um hæl­is­leit­endur sem vel­ferð­ar­túrista heldur því ekki vatni. Þá er vin­sælt að halda því fram að fylgni sé milli þess að inn­flytj­end­um, flótta­mönnum og hæl­is­leit­endum fjölgi hér­lendis og auk­innar glæpa­tíðni. Í árs­skýrslu lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir árið 2016 segir að brotum hafi fækkað í umdæm­inu á árinu. Þannig var til að mynda ekk­ert mann­dráps­mál til rann­sóknar hjá emb­ætt­inu á árinu 2016. Á sama tíma og inn­flytj­end­ur, flótta­menn og hæl­is­leit­endur hafa aldrei verið fleiri.

Umræð­unnar vegna skulum við líka horfa blákalt á stöð­una í heim­in­um. Í honum eru 65,5 millj­ónir manna á ver­gangi, sam­kvæmt tölum frá Flótta­manna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna. Flótta­manna­hjálpin telur að 28.300 manns þurfi að með­al­tali á dag að flýja heim­ili sín vegna átaka eða ofsókna. Það gera nán­ast 20 manns á mín­útu.

Þetta er fólk sem hefur þurft að yfir­gefa heim­ili sín vegna átaka eða ofsókna, sem oftar en ekki eru afleið­ing af aðgerðum Vest­ur­veld­anna í þeirra heims­horni. Af þeim sem eru skil­greindir á ver­gangi eru ein­ungis 17 pró­sent sem stendur í Evr­ópu, þeirri álfu þar sem lífs­gæðin eru mest. Lang­flestir eru í Mið­aust­ur­löndum eða í Afr­ík­u. 

Skil­greindir flótta­menn eru 22,5 millj­ón­ir. Evr­ópa getur því gert miklu betur í við­töku flótta­manna.

Tíu að með­al­tali á ári

Ísland hefur tekið á móti 645 kvótaflótta­mönnum frá árinu 1956. Á næsta ári munum við taka við 50 í við­bót og höfum þá tekið við 695 á 62 árum, eða rúm­lega tíu á ári að með­al­tali. Við eigum að taka á móti miklu fleiri og það er í raun skammar­legt að jafn ríkt land og Ísland rétti ekki þeim verst settu í heim­inum stærri hjálp­ar­hönd.

Til við­bótar koma hingað hæl­is­leit­endur í stríðum straum­um. Ísland rekur mjög harða stefnu og afar fáir þeirra fá hér hæli. Þeim sem sækja hingað til lands í leit að hæli hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Það er enda mann­legt að vilja tæki­færi til betra lífs. Umsóknir um hæli voru 51 árið 2010 en voru orðnar 355 árið 2015. Í fyrra þre­föld­uð­ust umsóknir og voru 1.130, þau mál sem fengu efn­is­með­ferð voru um helm­ingur þeirrar tölu. Um 80 pró­sent þeirra umsókna sem afgreiddar voru í fyrra var synj­að. Það þýðir að þeir sem fengu vernd voru 110 tals­ins. Það sem af er þessu ári hafa 82 fengið vernd og umsækj­endur hafa verið 626. Haldi þró­unin áfram verður fjöldi þeirra sem sækja um hæli hér­lendis mjög svip­aður því sem hann var í fyrra. Þetta er allt og sumt. Allur ægi­legi fjöld­inn sem hópur fólks eyðir allri sinni orku í að hræð­ast og hræða aðra með.

Aug­ljóst var að sú aukn­ing sem varð í fyrra og í ár myndi aukn­ing leiða af sér kostn­að. Í nýbirtu upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins kemur fram að hrein útgjöld vegna rétt­inda ein­stak­linga hafi verið  2,2 millj­arðar króna sem var 1.251 millj­ónum meira en áætlað var. Þar seg­ir: „Í fjár­heim­ildum vegna árs­ins 2017 voru veru­lega van­á­ætl­aðar í fjár­laga­gerð fyrir árið 2017 í ljósi for­dæma­lausrar fjölg­unar hæl­is­um­sókna á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2016. Kostn­aður vegna þess­ara umsókna hefur að mestu leyti fallið til á yfir­stand­andi ári.“

Þessi kostn­aður fellur fyrst og síð­ast til vegna þess að það þarf að afgreiða miklu fleiri umsókn­ir. Það er verið að gera það mun hraðar en áður og þeim sem vistaðir eru á vegum Útlend­inga­stofn­unar og sveit­ar­fé­laga hríð­fækk­ar. Kostn­að­ur­inn er til kom­inn vegna þess að íslensk stjórn­völd eru að svara kalli um hrað­ari afgreiðslu­tíma.

Tökum umræð­una

Það þarf að taka djúpa póli­tíska umræðu um flótta­menn, hæl­is­leit­endur og inn­flytj­end­ur. En hún á ekki að byggja á hræðslu sem á sér ekki stoð í raun­veru­leik­anum og ömur­legum póli­tískum til­raunum til að stilla útlend­ingum upp sem orsök þess að traðkað sé á sumum hópum íslensks sam­fé­lags.

Ísland getur tekið við miklu fleiri flótta­mönnum og hæl­is­leit­endum en landið ger­ir. Við eigum líka að opna dyrnar fyrir mun fjöl­breytt­ari hópi inn­flytj­enda sem myndu glæða sam­fé­lagið okkar blæ­brigðum og auka efna­hags­lega vel­sæld. Og manna störfin sem við munum ekki geta mannað sjálf ef við ætlum að halda áfram að auka efna­hags­lega vel­sæld. En fyrst og síð­ast eigum við að gera það vegna þess að það er rétt að gera það.

Það er sið­ferð­is­leg skylda okkar sem ríks lands sem hefur hagn­ast gríð­ar­lega í alþjóða­væddum heimi. Og það er mann­eskju­leg skylda okkar gagn­vart fólki í vanda að rétta því hjálp­ar­hönd. Við höfum kom­ist hjá því að takast á við þessa sið­ferð­is­spurn­ingu vegna þess að við erum eyja úti í miðju Atl­ants­hafi og það er ekki hægt að ganga hingað eða sigla á fleka. En við komumst ekki upp með það leng­ur, né ættum við að gera það. Flótta­manna­vand­inn er sam­eig­in­legur vandi heims­byggð­ar­innar og það þurfa allir að leggja sitt að mörk­um. Líka litlar ríkar eyjur fullar af hvítu fólki.

Það eru allir til í að taka umræð­una um komu­fólk. Mun­ur­inn á hóp­unum sem hana vilja taka er hins vegar nálg­unin á hana. Hluti vill nálg­ast hana af sam­kennd og með vísun í stað­reynd­ir. Hin­ir, popúlist­arn­ir, vilja nálg­ast hana út frá hræðslu­á­róðri, til­finn­ingum og póli­tísku valda­brölti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari