Auglýsing

Um síð­ustu helgi var birt frétt á frétta­síðu Vík­ur­frétta, bæj­ar­fjöl­mið­ils á Suð­ur­nesj­um. Fréttin er stutt en fyr­ir­sögn hennar er: „Slóg­ust með hnífum á gisti­heim­ili“. Hún fjallar um að átök hafi átt sér stað á gisti­heim­ili á vegum Útlend­inga­stofn­unar á Ásbrú. Sam­kvæmt heim­ildum Vík­ur­frétta slóg­ust menn á gisti­heim­il­inu og „komu hnífar við sögu í átök­un­um“. Í nið­ur­lagi frétt­ar­innar segir að lög­reglu­menn hafi komið „ró á mann­skap­inn og eng­inn mun hafa slasast.“

DV.is, einn mest sótti frétta­vefur lands­ins, tók frétt­ina upp og birti sína eigin útgáfu. Þar var end­ur­tekið að þeir sem tekið hefðu þátt í átök­unum hefði verið vopn­aðir hnífum og að gisti­heim­ilið þar sem þau hafi átt sér stað væri á vegum Útlend­inga­stofn­un­ar.

For­dómar og hatur

Ekki eru leyfðar athuga­semdir við fréttir á vef Vík­ur­frétta. Á sjö­unda hund­rað manns hafa hins vegar annað hvort deilt frétt­inni á Face­book eða líkað við hana. Hún var m.a. sett inn í Face­book-hóp­inn „Reykja­nes­bær - gerum góðan bæ betri“. Text­inn sem fylgdi með þeirri deil­ingu var eft­ir­far­andi: „Gerum góðan bæ betri, ekki verður hann betri alla­vega við að fá þessa hæl­is­leit­endur í hverfi inn­anum börn og full­orðn­a.“

Umræður sem fylgdu í kjöl­farið voru allar á þeim for­sendum að hæl­is­leit­endur sem vistaðir væru á Ásbrú hefðu sleg­ist með stór­hættu­legum vopn­um, og væri stór­hættu­legt fólk sem eitr­aði sam­fé­lag okk­ar. Inn­slátt­ar- og mál­far­svillur í eft­ir­far­andi upp­taln­ingu eru látnar standa óbreytt­ar.

Auglýsing

Gunnar setti inn athuga­semd og skrif­aði: „Burtu með þessa menn ur landi með næstu vel bless.“ Ragnar tók þátt og bætti við: „geðs­legt að hrúga þessu fólki eft­ir­lits­lausu innan um allar barna­fjöl­skyld­urnar hér !!!! En því miður eru íslend­ingar í neðsta sæti hjá þessum póli­tískt rétt­trú­aða hyski sem stjórnar land­inu !!!!!“

Ólafur skrif­aði: „Burtu með þettað hyski. Hanna tók undir og skrif­aði: „Já burt með þá“. Rakel kvað fast­ari að orði: „Þetta er bara rétt byrj­unin á þessarri óöld hér, að hrúga þessum ungu full­frísku alla­vega mönnum á okk­ur.“ Hófí skrif­aði athuga­semd af svip­uðu meiði: „Æi....­sendið bara þessa menn heim til sin...er viss um að við fengjum frí­merkið heim..ef við myndum haga okkur svona í öðru land­i…“ Berg­lind setti síðan enda­punkt­inn við umræð­una með því að skrifa m.a. „...Burt þes þessa ein­steruó­geðis karla“.

Á DV.is kemur fram að á sjö­unda hund­rað manns hafi líkað við eða deilt frétt af vefnum um mál­ið. Þar eru ummæli leyfð við fréttir og ýmsir sem leggja orð í belg um þessa. Þor­steinn skrif­aði t.d.: „Úr landi með þetta fólk það vantar íbúðir fyrir okkar fólk.“ María skrif­aði: „Ùt ùr land­inu með þetta lið sem kall­ast gervi­flòtta­menn.........fòlk vakn­ið! Viljið þið að Ìsland verði eins og Evr­òpa? Ef ekki.....þá mòt­mælið þessum inn­flutn­ingi fòlks...“. Lárus bætti við: „Sama hversu lengi þið berjið höfði við stein! EKKI ER HÆGT AÐ BLANDA VATNI OG OLÍU! Sið­ferði múslima er ein­fald­lega annað en okk­ar, þess vegna þurfa þeir sín eigin Shar­ía­lög! Það þýðir ekk­ert að troða ferkönt­uðu í hring­laga, nema annað gefi sig! Fórnum ekki eigin sið; verðum ekki íslam að bráð!“

Tryggvi tók þátt og skrif­aði: „hefi sagt það áður, og segi enn; - burt með alla múslima frá Ísland­i!“. Sig­mar gekk þó lík­ast til lengst allra þegar hann skrif­aði: „Ef þeir eru ekki far­andi um í hópum um Reykja­nesbæ stelandi öllu steini létt­ara og eru með kyn­ferð­is­legt áreiti við börn þá berj­ast þeir með hníf­um. Ætla hirð­fíflin í Rauða kross­in­um, „no border“ og rétt­trún­aðar fáráð­ling­arnir að bera ábyrgð á þessu liði, ætla þeir að taka þetta fólk inn til sín, koma þeim fyrir í 101 Reykja­vík eða ætla þeir öðrum um að sitja uppi með ofbeldið og neyð­ast til að víg­girða sig fyrir ósköp­unum með til­heyr­andi skerð­ingu á frelsi og lífs­gæðum sem fábján­unum er svo annt um fyrir sjálfa sig?“ Reynir sló svo botn­inn í umræð­una með því að skrifa: „Ás­brú að verða firsta No-go zone á Íslandi, Hafn­ar­fjörður verður númer 2“.

Fals­frétt

Það er búið að upp­færa frétt­ina sem birt­ist á vef Vík­ur­frétta og var öll sam­kvæmt heim­ildum mið­ils­ins. Nú hefur verið bætt við hana leið­rétt­ingu vegna þess að sagt var upp­haf­lega að gisti­heim­ilið væri á vegum Útlend­inga­stofn­un­ar. Það er hins vegar rangt. Sú leið­rétt­ing hefur ekki skilað sér til DV.is.

Auk þess verður að telj­ast rök­rétt að álykta að atvikið hafi ekki verið mjög alvar­legt, og átökin ekki mjög hættu­leg, í ljósi þess að við­brögð lög­reglu sem kom á stað­inn voru ein­ungis þau – sam­kvæmt frétt­inni— að koma „ró á mann­skap­inn“. Ef menn hefðu reynt að stinga eða skera hvorn annan með stór­hættu­legum egg­vopnum þá er eng­inn vafi á því að þeir hefðu verið hand­teknir vegna gruns um stór­fellda lík­ams­árás eða jafn­vel mann­dráp­stil­raun. Og ekki hefur neins staðar komið fram að þeir sem tóku þátt í meintum átökum séu múslim­ar. Raunar hefur ekk­ert verið minnst á þjóð­erni eða trú­ar­skoðun þeirra í þeim fréttum sem skrif­aðar vor­u. 

Sam­an­dregið þá var upp­haf­lega frétt Vík­ur­frétta, sem og end­ur­sögn DV.is, bull. Þetta var svokölluð fals­frétt, sem byggði ekki á neinum stað­reynd­um. Af hverju vefur Vík­ur­frétta ákvað að gera frétt upp úr ekki betri upp­lýs­ing­um, sem reynd­ust síðan vera rang­ar, sem skap­aði þau hug­renn­inga­tengsl hjá les­endum að hæl­is­leit­end­ur, sem væru lík­lega múslimar, hefðu átt í hnífa­bar­daga innan um íslenskar barna­fjöl­skyld­ur, ætla ég ekki að segja til um.

Það blasir hins vegar við af þeim umræðum sem spunn­ust um fals­frétt­ina að þau hug­renn­inga­tengsl voru orðin að stað­reyndum hjá ansi mörgum sem voru að leita sér að stað­fest­ingu á eigin for­dómum gagn­vart hæl­is­leit­endum og öðrum inn­flytj­end­um.

Val­kvæðar stað­reyndir til að stað­festa for­dóma

Ofan­greint dæmi er alls ekki eins­dæmi í íslenskri umræðu. Þar skipta raun­veru­leik­inn og stað­reyndir minna og minna máli. Það sem fólki finn­st, til­finn­ing þess, er nóg til að skapa val­kvæðar stað­reyndir (e. alt­ernative facts).

Fólk sem af annað hvort hræðslu við hið óþekkta, af full­kominni van­þekk­ingu eða jafn­vel af hat­ri, leitar uppi upp­lýs­ingar sem það telur geta stutt við að heim­ur­inn sé eins og þeim finnst hann vera, þótt stað­reyndir segi ann­að.

Þetta er mjög ráð­andi í umræðu um inn­flytj­enda­mál. Það eru lík­ast til allir sam­mála um að bæta þarf máls­með­ferð hér­lendis þegar kemur að hæl­is­leit­end­um. Koma þarf í veg fyrir að fjöldi fólks frá löndum sem falla ekki undir þau skil­yrði sem við setjum fyrir mót­töku flótta­fólks flykk­ist hingað og gera þarf ráð­staf­anir til að stytta máls­með­ferð­ar­tíma hvers umsækj­anda umtals­vert. Þannig drögum við úr komum þeirra sem við munum hvort eð er ekki veita hæli og getum tekið við enn fleirum sem upp­fylla þau skil­yrði og klárað mál þeirra innan skyn­sam­legs tímara­mma. Það er nefni­lega stað­reynd, studd vís­inda­legum gögn­um, að ef Ísland ætlar að halda áfram að vaxa efna­hags­lega, og vera vel­ferð­ar­sam­fé­lag sem veitir sterka grunn­þjón­ustu, þá þarf inn­flytj­endum að fjölga gíf­ur­lega hér­lendis á næstu árum.

Flótta­menn eru góð fjár­fest­ing

En eru hæl­is­leit­end­ur, inn­flytj­endur og útlend­ingar ein­hvers konar vanda­mál á Íslandi? Skoðum fyrst hæl­is­leit­end­ur, sem flestir eru flótta­menn aðstæðna í heima­landi sínu. Þeim fjölgar eðli­lega hér­lendis líkt og ann­ars­staðar í hinum vest­ræna heimi. Sam­­kvæmt tölum sem birtar eru á vef Útlend­inga­­stofn­unar sóttu 1.132 um vernd hér­­­lendis á árinu 2016. Af þeim var alls 111 manns veitt vernd, við­­bót­­ar­vernd eða mann­úð­­ar­­leyfi til að dvelja á Íslandi. Öðrum var annað hvort synj­að, þeir end­­ur­­send­ir, veitt vernd í öðru ríki eða drógu til baka umsóknir sín­­ar. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2017 sóttu alls 500 manns um vernd. Á árinu hafa 61 fengið vernd, við­­bót­­ar­vernd eða mann­úð­­ar­­leyfi. Í des­em­ber 2016 voru 820 umsækj­endur hér­­­lendis annað hvort þjón­u­staðir af sveit­­ar­­fé­lögum eða Útlend­inga­­stofn­un. Þeim hefur farið hratt fækk­­andi og 1. júlí voru þeir 548 tals­ins. Því virð­ist máls­með­ferð vera að batna. 

Þessi fjöldi getur varla talist baggi – hvorki efna­hags­legur né sam­fé­lags­legur – á mjög ríku landi. Í raun má færa mjög sterk rök fyrir því að Íslandi beri að taka við miklu fleiri flótta­mönnum í ljósi þeirra ömur­legu aðstæðna sem ríkja í mörgum löndum heims. Við getum það sann­ar­lega, en kjósum að gera það ekki.

Rann­sóknir sýna að flótta­menn hafi almennt jákvæð efna­hags­leg áhrif og séu ekki byrði á sam­fé­lögum til lengri tíma, þótt mót­taka þeirra geti stundum verið kostn­að­ar­söm. Þannig séu lang­tíma­á­hrif af auk­inni mót­töku flótta­manna jákvæð. Þeir leiða því ekki af sér „sokkin kostn­að“, líkt og mis­vitrir stjórn­mála­menn í leit að skyndi­vin­sældum halda fram, heldur eru þeir hag­kvæm lang­tíma­fjár­fest­ing, ef horft er á þá ein­vörð­ungu út frá hag­fræði­legu sjón­ar­horni.

Um þetta var t.d. fjall­aði í leið­ara í The Economist árið 2015. Þar sagði: „Fólk sem ferð­­ast yfir eyð­i­­merkur og úthöf til að kom­­ast til Evr­­ópu er ólík­­­legt til að vera slugs­­arar þegar það kem­­ur. Þvert á móti hafa rann­­sóknir sýnt að inn­­flytj­endur um allan heim séu lík­­­legri til að stofna fyr­ir­tæki heldur en heima­­menn og ólík­­­legri til að fremja alvar­­lega glæpi, auk þess að vera nettó greið­endur í rík­­is­­kass­ann. Ótt­inn um að þeir steli störfum og lækki laun á sér einnig litla stoð.“  

Borga með sér

Ísland er að upp­lifa mesta góð­ær­is­skeið sitt í sög­unni. Hér er gríð­ar­legur hag­vöxt­ur, atvinnu­leysi er nán­ast ekk­ert og kaup­máttur launa hefur aldrei verið hærri. Þessi vöxtur er drif­inn áfram af inn­fluttu vinnu­afli. Útlend­ingum sem koma hingað til lands til að vinna. Ástæðan er sú að Íslend­ingar eru ekki nógu margir til að standa undir þessum vexti. Frá byrjun árs 2013 hefur erlendum rík­is­borg­urum hér­lendis fjölgað um 12.550. Á síð­asta árs­fjórð­ungi einum saman fjölg­aði þeim um 3.130. Alls eru erlendir rík­is­borg­arar sem búa á Íslandi nú 34.460, eða tíu pró­sent lands­manna. Þeir hafa aldrei verið fleiri.

Á árinu 2015 voru erlendir rík­is­borg­arar t.d. 74,4 pró­sent allra nýrra skatt­greið­enda. Þeir styrkja því sam­neysl­una líka. Það er því bein fylgni milli þess að erlendum rík­is­borg­urum fjölgar hér­lendis og þess að lífs­kjör batni.

Vin­sæl full­yrð­ing hjá and­stæð­ingum fjöl­menn­ingar er að halda því fram að inn­flytj­endur séu flestir „vel­ferð­ar­túristar“. Þ.e. að þeir flytji til betur settri landa til að leggj­ast á vel­ferð­ar­kerfi þeirra. Til að lifa á félags­legri fram­færslu. Líkt og áður sagði hefur útlend­ingum sem hingað flytja fjölgað meira en nokkru sinni áður á und­an­förnum árum. Á sama tíma hefur þeim heim­ilum sem þiggja fjár­hags­að­stoð frá sveit­ar­fé­lögum fækkað á hverju ári frá 2013. Í fyrra fækk­aði þeim um 16,3 pró­sent og útgjöld sveit­ar­fé­laga vegna fjár­hags­að­stoðar lækk­uðu um 792 millj­ónir króna á milli 2015 og 2016, eða um 17,6 pró­sent. Útgjöld rík­is­sjóðs vegna greiðslu atvinnu­leys­is­bóta lækk­uðu að sama skapi um 1,5 millj­­arða króna í fyrra og 2,5 millj­­arða króna árið á und­­an. Sam­­kvæmt þessu er engin fylgni milli þess að útlend­ingum hér­­­lendis fjölgi og aukn­ingu á fjár­­hags­að­­stoð hins opin­bera.

Þá benda engar tölur til þess að fjölgun útlend­inga hér­lendis hafi leitt af sér aukna glæpa­tíðni.

Stjórn­mála­menn hræra í ras­ista-pottum

Samt grass­era hér for­dóm­ar, útlend­inga­hatur og menn­ing­ar­legur ras­ismi. Stjórn­mála­menn og jafn­vel heilir stjórn­mála­flokkar hræra iðu­lega í þessum pottum til að reyna að afla sér auk­ins fylg­is. Sá mál­flutn­ingur byggir aldrei á neinu nema til­finn­ingu. Aldrei eru nein gögn lögð fram máli þeirra til stuðn­ings.

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, hefur verið einna dug­leg­ust við slíkt. Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur einnig lagt sín vog á vog­ar­skál­arnar. Íslenska þjóð­fylk­ingin sömu­leiðis. Og bragð mán­að­ar­ins í íslenskum stjórn­mál­um, Flokkur fólks­ins, virð­ist líka ætla að „taka umræð­una“ við „rétt­trún­að­ar­kenn­ing­arn­ar“ þrátt fyrir að engar tölur styðji við hræðslu­á­róð­ur­inn sem er und­ir­liggj­andi í þeim mál­flutn­ingi. Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og helstu fylgitungl hans hafa einnig mátað sig vand­lega við aukna ein­angr­un­ar­hyggju, óund­ir­byggðan hræðslu­á­róður og útlend­inga­andúð sem byggir á mál­flutn­ingi sem á sér ekki stoð í hag­töl­um. Né raun­veru­leik­an­um.

Af hverju ákveða þessir aðil­ar, og fjöl­margir aðr­ir, að gera þennan ömur­lega mál­flutn­ing að sín­um? Vegna þess að það er mark­aður fyrir hon­um. Evr­­ópu­­nefnd gagn­vart kyn­þátta­­for­­dómum og um­­burð­­ar­­leysi, sem er sjálf­stæð eft­ir­lits­nefnd, gaf t.d. út skýrslu árið 2010 sem sýndi að 30 pró­­sent Íslend­inga vildu tak­­marka fjölda inn­­flytj­enda til lands­ins. Einn þriðji þess hóps, um tíu ­pró­­sent lands­­manna, vildi tak­­marka komu fólks með annan lit­­ar­hátt, trú og menn­ing­u en meiri­hluti Íslend­inga. Miðað við þá orð­ræðu sem sést á sam­fé­lags­miðlum og í völdum fjöl­miðlum í dag má ætla að þessi hópur hafi stækkað frekar en hitt.

Verið að hengja inn­flytj­enda fyrir elítu

Ástæðan er ein­föld. Þrátt fyrir hið mikla góð­æri þá finnst stórum hópum lands­manna þeir vera skildir eft­ir. Að þeir njóti ekki auk­inna lífs­gæða. Þetta eru t.d. hópar sem eiga í hús­næð­is­vanda, eldri borg­arar og öryrkjar sem gert er að lifa við sult­ar­mörk, fólk sem hefur lent í áföllum á lífs­leið­inni og ekki haft bak­land til að takast á við þau fjár­hags­lega. Fólk sem vinnur í atvinnu­greinum sem aukin alþjóða­væð­ing og tækni­fram­þróun ógn­ar. Og ýmsir aðr­ir. Í stuttu máli, fólk sem finnst lífið ekki sann­gjarnt. Og leitar af söku­dólgum fyrir því. Þar eru inn­flytj­end­ur, og sér­stak­lega flótta­menn, auð­veld bráð.

Þegar rýnt er í hag­tölur og fyr­ir­liggj­andi stað­reyndir blasir þó við hver ástæðan er fyrir því að þessi stóri hópur lands­manna finnst hann skilin eftir í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu. Hann hefur ekk­ert með útlend­inga að gera, heldur aukna mis­skipt­ingu gæða. Ísland býr til meiri og meiri gæði á hverju ári – flest með nýt­ingu á nátt­úru­auð­lindum sem eru í orði í sam­eign þjóðar – en lít­ill hópur fjár­magns­eig­enda tekur alltaf stærri og stærri hluta þess­ara gæða til sín. Á sama tíma hefur grunn­þjón­usta veikst vegna þess að ekki hefur verið fjár­fest nægj­an­lega mikið í henni til að þjón­ustu­stigið sé boð­legt. Og þegar við bæt­ist að skortur er á hús­næði á mark­aði, að hús­næð­is­verð hefur hækkað þrisvar sinnum hraðar en laun und­an­farna tólf mán­uði – og alls hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um meira en 80 pró­sent frá 2010 – þá er reiðin og örvænt­ingin miklu skilj­an­legri. Stór hópur lands­manna nær ekki að láta enda ná sam­an, telur sig ekki fá nægj­an­lega þjón­ustu úr sam­neysl­unni og getur nú ekki fundið sér þak yfir höf­uð­ið. Á meðan mok­græðir efsta lag sam­fé­lags­ins á sam­fé­lags­gerð­inni og kerf­unum sem við erum með til stað­ar.

Þetta er ekki bara til­finn­ing, heldur er það stutt vís­inda­legum rökum að lag­skipt­ing hér­lendis hefur auk­ist veru­lega og að sú mantra um að félags­legur og efna­hags­legur jöfn­uður hér­lendis sé meiri en ann­ars staðar í hinum vest­rænum heimi sé bein­línis röng. Þá sýna hag­tölur að lít­ill hópur fjár­magns­eig­enda tekur til sín sífellt stærri hluta þeirra eigna sem verða til í íslensku sam­fé­lagi.

Í kerf­is­lægum ójöfn­uði liggur helsta sam­fé­lags­mein Íslend­inga. Það sem orsakar þær óásætt­an­legu aðstæður sem stórir hópar búa við hér­lend­is. Þær aðstæður hafa hins vegar ekk­ert með inn­flytj­endur eða flótta­menn að gera. Og það er óheið­ar­legt að reyna að skapa þau hug­hrif til að beina sjónum frá rótum vand­ans. Þá er verið að hengja inn­flytj­anda fyrir elítu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari