Innflytjendur í Svíþjóð hafa ekki fellt úr gildi sænsk lög í tugum hverfa

Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Auglýsing

fleipur_stadreyndavaktin.pngÍslenska þjóð­fylk­ingin er stjórn­mála­flokkur sem vill sam­eina „þjóð­holla Íslend­inga“, berst fyrir hertri inn­flytj­enda­lög­gjöf og gegn fjöl­menn­ingu. Helgi Helga­son, for­maður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í leið­togaum­ræðum á RÚV á fimmtu­dag að stefna flokks­ins „bygg­ist fyrst og fremst á því hvað er að ger­ast í Evr­ópu og í lönd­unum í kringum okk­ur. Það vita allir hvernig ástandið er þar. Í Sví­þjóð sér­stak­lega. Eins og þið hafið kannski tekið eftir því að sænska lög­reglan segir að það sé ekki hægt að fara inn í 25 hverfi, eða hvað það nú var, 20 eða 22 hverfi, vegna þess að þar eru inn­flytj­endur í meiri­hluta og þeir hafa ein­fald­lega gert þeim grein fyrir því að þar gildi ekki sænsk lög. Við viljum ekki að þetta ástand komi hingað til lands.“

Helgi var einnig í við­tali í nýjasta tölu­blaði Stund­ar­inn­ar. Þar sagði hann að í Sví­þjóð væru „fimm­tíu hverfi þar sem ekki gilda sænsk lög.“

Kjarn­inn ákvað að kanna hvort þær full­yrð­ingar sem Helgi setti fram í þætt­inum og í við­tal­inu við Stund­ina stæð­ust.

Auglýsing

Skýrsla sænsku rík­is­lög­regl­unnar

Það er hægt að finna fjöl­margar síður á net­inu, og meira að segja hefð­bundna fjöl­miðla, sem halda því fram að í Sví­þjóð séu 55 svokölluð „no-go“ svæði sem séu undir yfir­ráðum múslímskra ­glæpa­gengja sem sænska lög­reglan þori ekki inn á. Flestar þeirra eiga það sam­eig­in­legt að vera ein­hliða áróð­urs­síðursem tala fyrir hertum inn­flytj­enda­lög­um, tak­mörkun á flótta­manna­straumi, gegn fjöl­menn­ingu og sér­stak­lega Islam með því að tala upp glæpa­tíðni og lög­leysu í inn­flytj­enda­hverf­um víðs veg­ar um Evr­ópu.

Full­yrð­ing­arnar eiga rætur sínar að rekja til 29 blað­síðna skýrslu sem sænska rík­is­lög­reglan sendi frá sér í októ­ber 2014. Í skýrsl­unni segir að í land­inu séu 55 svæði þar stað­bundnir hópar glæpa­manna eru taldir hafa nei­kvæð áhrif á nær­sam­fé­lag sitt. Þessi svæði sé að finna í 22 borgum og bæjum í Sví­þjóð og eiga það sam­eig­in­legt að vera talin standa illa að vígi félags­lega og efna­hags­lega í sam­an­burði við önnur svæði í land­inu. Hin glæp­sam­legu áhrif á umrædd svæði virð­ist, að mati sænsku rík­is­lög­regl­unn­ar, tengj­ast félags­legri stöðu þeirra frekar en ein­beittum vilja glæpa­manna til að ná völdum og stjórn á nær­sam­fé­lagi sínu.

Í skýrsl­unni er ekk­ert minnst á „no go“ svæði og í henni er ekki fjallað um múslima né Islam einu orði. Þar segir að þeir glæpa­hópar sem finn­ist á svæð­unum sem um ræðir séu ekki vel skipu­lagðir heldur sé frekar um óform­lega hópa ung­menna að ræða. Lagt er til að sýni­leiki og við­vera lög­reglu verði aukin á þeim til að byggja upp traust mili lög­reglu og nær­sam­fé­lag­anna sem hún starfar í.

Skýrslan fékk nýtt líf þeg­ar norska rík­is­sjón­varp­ið NRK fjall­aði um hana og sér­stak­lega þrjú hverfi sem til­tekin eru í henn­i, Rin­kenbyTensta og Husby, sem eru öll úthverfi Stokk­hólms þar sem margir inn­flytj­endur og afkom­endur þeirra búa. Þar var rætt við lög­reglu­menn og hag­fræð­ing sem sagði stöð­una í hverf­unum til marks um að stjórn­völdum hefði mis­tek­ist að aðlaga inn­flytj­endur að sænsku sam­fé­lagi. Í miðju við­tali við hann veitt­ist hóp­ur ung­menna að starfs­mönn­um NRK svo þau þurftu að flýja frá kaffi­húsi þar sem það fór fram.

Þeir sem halda því fram að sænska lög­reglan hræð­ist ákveðin hverfi í land­inu vísa einnig til þáttar sem ástr­alska útgáfa 60 Minutes frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins gerði í vor. Í honum fór frétta­maður ásamt tökuliði inn í Rin­ken­by. Í þætt­inum sést hvernig hópur grímu­klæddra ungra manna ræðst að tökulið­inu með því að keyra utan í einn þeirra, með höggum og ­steinkasti. Í þætt­inum er lög­reglan kölluð á vett­vang og en einn lög­reglu­maður mælir með því við tökuliðið að hún fylgi þeim ekki inn á torg í hverf­inu til að auka lík­urnar á því að það geti unnið vinn­una sína.

Hægt er að sjá mynd­band af þætt­inum hér:Ekki sýni­leg glæpa­alda með auknum flótta­manna­straumi

Sví­þjóð tók við 163 þús­und flótta­mönnum árið 2015, sem var met­fjöldi. Því hefur einnig verið haldið fram að glæpum í Sví­þjóð hafi fjölgað mikið sam­hliða auknum flótta­manna­straumi inn í land­ið. Í tölum sem sænsk stofnun sem ein­beitir sér að glæpafor­vörnum (e. The Swed­ish National Council for Crime Prevention) birti í jan­úar síð­ast­liðnum kom hins vegar fram að til­kynntum nauðg­unum hefði fækkað um tólf pró­sent á milli áranna 2014 og 2015 og smá­þjófn­uðum um tvö pró­sent.

Í annarri úttekt stofn­un­ar­innar sést að hót­an­ir, áreitni, lík­ams­árásir og rán voru hlut­falls­lega færri í Sví­þjóð árið 2014 en þau voru árið 2005. Kyn­ferð­is­legar árásir og til­kynnt svik voru hlut­falls­lega eilítið fleiri. Heilt yfir hefur tíðni glæpa sem framdir eru í Svíð­þjóð lækkað frá árinu 2005.

Í umfjöllun vef­mið­ils­ins thelocal.se frá því í febr­úar á þessu ári sagði blaða­full­trúi sænsku lög­regl­unn­ar, Lars Byström, að hvorki ferða­menn né íbúar Stokk­hólms ættu að finn­ast þeir vera í nokk­urri hættu í borg­inni. Að hans mati væri borgin nokkuð örugg. Í nið­ur­stöðum nýrrar rann­sókn­ar, sem birtar voru í hinu virta fræði­riti Lancet, kom fram að Sví­þjóð er í þriðja sæti í heim­inum þegar kemur að því að upp­fylla þau heilsu­m­ark­mið sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar setja aðild­ar­ríkjum sín­um. Þau snú­ast meðal ann­ars um ofbeldi og félags­leg jafn­ræði. Ísland er í fyrsta sæti list­ans.

Þá steig Mats Karls­son, lög­reglu­varð­stjóra í Malmö þar sem mik­ill fjöldi inn­flytj­enda og flótta­manna býr, fram fyrr á þessu ári og sagði að þeir glæpir sem komi inn á borð lög­regl­unnar þar séu ekk­ert verri en ann­ars staðar í Sví­þjóð. Hann hafn­aði því einnig algjör­lega að það væru svæði í Malmö sem lög­reglan forð­ist og gagn­rýndi erlenda fjöl­miðla fyrir að draga upp bjag­aða mynd af borg­inni og þá sér­stak­lega hvað varðar sam­skipti inn­flytj­enda og flótta­manna við lög­reglu.

Nið­ur­staða stað­reynd­ar­vakt­ar­innar

Það er rangt að sænska lög­reglan hafi sagt að hún fari ekki inn í 20-25 hverfi í land­inu vegna þess að þar séu „inn­flytj­endur í meiri­hluta“. Það er líka rangt að í Sví­þjóð séu fimm­tíu hverfi þar sem ekki gilda sænsk lög. Auk þess liggja fyrir tölu­legar stað­reyndir um að glæpa­tíðni sé á nið­ur­leið í land­inu og að þar sé einna best í heim­inum að búa út frá mæli­kvörðum sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar setja fram.

Það er hins vegar rétt að veist hafi verið af frétta­mönnum sem voru að fjalla um stöðu þriggja hverfi í útjaðri Stokk­hólms og að frétt NRK hafi komið fram lög­reglu­kona færi helst ekki inn í umrædd hverfi án þess að vera vopnuð og í skot­heldu vesti. Í mál­flutn­ingi for­manns Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar er öllu ofan­greindu blandað saman í full­yrð­ingu sem stenst ekki nán­ari skoð­un.

Það er því nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar að Helgi Helga­son hafi dregið rangar álykt­anir af tölum sem fram hafa verið settar af sænsku rík­is­lög­regl­unni og þeim fréttum sem sagðar hafa verið af skýrslu hennar frá því í októ­ber 2014. Hann fór því með fleipur með full­yrð­ingu sinni í leið­toga­þætti RÚV á fimmtu­dag og í við­tali við Stund­ina.

skali_stadreyndavaktin.png

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None