Segir borgina sitja uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, veltir fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Auglýsing

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að það felist „sokk­inn kostn­að­ur“ í því fyrir Reykja­vík­ur­borg að taka við börnum hæl­is­leit­enda í grunn­skóla borg­ar­inn­ar. Hún  segir að þeirri hug­mynd hafi skotið upp hvort eðli­legt sé að börn hæl­is­leit­enda verði sett í sér­stakan skóla þar til að ákvörðun liggi fyrir um hvort fjöl­skyldur þeirra fái dval­ar­leyfi eða ekki. Þetta kom fram í við­tali við Svein­björgu Birnu á Útvarpi Sögu í gær.

Svein­björg Birna er odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Hún náði kjöri eftir mikla fylg­is­aukn­ingu flokks­ins á síð­ustu dögum fyrir kosn­ing­arnar 2014. Sú fylg­is­aukn­ing kom til eftir að Svein­björg Birna kom í við­tal átta dögum fyrir kosn­ing­arnar og sagði m.a. að „á meðan við erum með þjóð­­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku­rét­­trún­­að­­ar­­kirkj­una“. Í við­tali við Vísi sagð­ist hún hafa „búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á for­­dóm­um, heldur reynslu.“

Auglýsing
Svein­björg Birna ræddi þessi mál í við­tal­inu við Útvarp Sögu í gær. Þar sagði hún að stjórn­mála­menn þyrftu að hugsa sinn gang veru­lega ef það væri þannig að þöggun ætti að ríkja um óþægi­lega hluti. Hún ræddi síðan mál­efni inn­flytj­enda á Íslandi og mein­tan kostnað sem þeim fylg­ir. Svein­björg Birna nefndi engar tölur í þeim efnum en sagði að það fylgdi t.d.  mik­ill kostn­aður því fyrir grunn­skóla Reykja­víkur að taka við börnum sem væru að sækja eftir hæli hér­lend­is. Þessi börn stoppi stutt við og hætti í skól­anum ef að fjöl­skyldum þeirra sé vísað úr landi eftir ákveð­inn tíma. „Þá er þetta að ein­hverju leyti sokk­inn kostn­aður hjá Reykja­vík­ur­borg.“

Hún sagði að með þessu ætti hún ekki við að það væri eft­ir­sjá eftir því að kenna börnum hæl­is­leit­enda að lesa og skrifa. En þegar þau séu sett í bekki í skólum án aðgrein­ingar verði mjög mik­ill fókus á þessa nem­end­ur. Það bitni á öðrum nem­end­ur. „Þess vegna hefur þeirri hug­mynd alveg skotið upp hvort að það sé eðli­legt að það sé bara sér skóli, stofn­un, sem taki við þessum börnum sem eru að koma með for­eldrum í leit að alþjóð­legri vernd og síðan þegar við­kom­andi fjöl­skylda er þá komin með dval­ar­leyfi á Íslandi, að þá fari þeir inn í skól­ana.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent