Verslunarmannahelgin; Á að fjalla um kynferðisbrot í fjölmiðlum?

Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur segir að það eigi ekki að óttast að tala um kynferðisbrot heldur þurfi að horfast í augu við að þau eigi sér stað.

Auglýsing

Senn líður að versl­un­ar­manna­helgi þar sem hefð er fyrir því að land­inn safn­ist saman á hinum ýmsu úti­há­tíðum sér til skemmt­un­ar. 

Und­an­farin ár hefur verið deilt um upp­lýs­inga­gjöf varð­andi ofbeld­is­brot sem verða þessa helgi og hefur einkum verið rætt hvort rétt sé að upp­lýsa um kyn­ferð­is­brot á sama hátt og aðra glæpi sem eiga sér stað. 

Tregða til að fjalla um kyn­ferð­is­brot sem eru framin um versl­un­ar­manna­helgi á sama hátt og önnur afbrot framin þá helgi hefur meðal ann­ars verið rétt­lætt með því að vísa í líðan þolenda og þeim mögu­leika að rann­sókn­ar­hags­munum sé stefnt í hættu. Svo sann­ar­lega getur umræða um kyn­ferð­is­of­beldi vakið óþægi­legar minn­ingar og til­finn­ingar hjá þolendum slíkra brota og  má segja að við­brögð þolenda séu eins mis­mun­andi og þeir eru marg­ir. Það er stór munur á ítar­legum lýs­ingum á kyn­ferð­is­brotum og almennri upp­lýs­inga­gjöf um tíðni ákveð­inna brota. Auð­vitað ber að var­ast upp­lýs­ingar sem geta á ein­hvern hátt skaðað þol­anda, t.d. upp­lýs­ingar sem gætu orðið til þess að þol­andi þekk­ist gegn vilja sín­um. En þrátt fyrir leit hefur und­ir­rituð enn ekki fundið rann­sókn­ar­greinar sem benda til þess að tölu­legar upp­lýs­ingar um kyn­ferð­is­brot í fjöl­miðlum séu á ein­hvern hátt skað­legar fyrir þolendur slíkra brota.

Auglýsing

Hins veg­ar ­gæti verið vara­samt að fjalla um kyn­ferð­is­brot á annan hátt enn önnur afbrot. Hvaða skila­boð erum við þá að gefa? Að kyn­ferð­is­brot séu skammar­leg og ekki megi tala um þau?  Þol­and­inn veit hvað kom fyr­ir, viljum við segja þolenda að það sem kom fyrir hann hafi minna frétta­vægi en inn­brot? Sé á ein­hvern hátt minna mik­il­vægt? Það er nú þegar erfitt fyrir þolendur að stíga fram, hvað þá að leggja fram kæru enda eru skila­boðin að „þessi“ mál séu svo íþyngj­andi fyrir alla máls­að­ila. Að með­höndla kyn­ferð­is­brot á annan hátt en önnur brot, ýtir undir þessar hug­mynd­ir. Það ætti að vera jafn eðli­legt og sjálf­sagt að kæra kyn­ferð­is­brot eins og að kæra lík­ams­árás. Rétt­ar­vörslu­kerfið og sam­fé­lagið ætti að end­ur­spegla það. 

Ef sagan hefur kennt okkur eitt­hvað þá er það að þöggun er besti vinur afbrota­manns­ins. Við þurfum ekki að fara langt aftur í tím­ann til að gera okkur grein fyrir mik­il­vægi opin­berrar umræðu um kyn­ferð­is­brot. Und­an­farið hafa kyn­ferð­is­brot lög­manns nokk­urs verið í fréttum og hver þol­and­inn af fætur öðrum steig fram í kjöl­far umfjöll­un­ar.  Þetta er ekk­ert eins­dæmi. Umfjöllun Kast­ljós um brot Karls Vignis Þor­steins­sonar vakti mikla athygli og fjöldi þolenda sem aldrei hafði leitað sér hjálpar steig fram. Einnig má benda á umfjöllun und­an­far­inna ára um fólk sem byrlar öðrum lyf  á skemmti­stöð­um. Mikil vakn­ing hefur orðið á þessu ofbeldi og fólk með­vit­aðra, grípur frekar inn í og passar upp á hvort ann­að. Því er ekki hægt að úti­loka að slík umfjöllun gæti haft for­varn­ar­gildi. 

Til að nefna enn fleiri dæmi um mik­il­vægi umfjöll­unar má benda á braut­ryðj­enda starf Stíga­móta, Neyð­ar­mót­töku LSH og Barna­húss sem hefur hrint af stað vit­und­ar­vakn­ingu um kyn­ferð­is­brot í sam­fé­lagi okk­ar. Þessi vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið til þess að mun auð­veld­ara er fyrir þolendur að stíga fram og auð­veldað aðgengi að við­eig­andi stuðn­ingi. 

Fyrir almenna umfjöllun um kyn­ferð­is­brot í fjöl­miðlum eru allar líkur á því að slík brot hafi átt sér stað um versl­un­ar­manna­helgar líkt og aðrar helgar þó að ekki hafi verið talað um það. Ég velti fyrir mér hvort sú þögn sem ríkti um kyn­ferð­is­brot á úti­há­tíðum hafi verið þolendum til hags­bóta eða ekki? Hvernig slík þögn vernd­aði þolend­ur? Hver eru rökin fyrir því að fjalla öðru­vísi um kyn­ferð­is­brot sem eru framin um versl­un­ar­manna­helgi en kyn­ferð­is­brot sem eru framin aðra daga árs­ins? 

Allir geta verið sam­mála um að fjalla skal um kyn­ferð­is­brot af nær­gætni og fag­mennsku. En við skulum ekki ótt­ast það að tala um þau, við verðum að horfast í augu við að kyn­ferð­is­brot eiga sér stað og við eigum að tala um þau. 

Höf­undir er sál­fræð­ingur hjá Domus Mentis – Geð­heilsu­stöð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar