Verslunarmannahelgin; Á að fjalla um kynferðisbrot í fjölmiðlum?

Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur segir að það eigi ekki að óttast að tala um kynferðisbrot heldur þurfi að horfast í augu við að þau eigi sér stað.

Auglýsing

Senn líður að versl­un­ar­manna­helgi þar sem hefð er fyrir því að land­inn safn­ist saman á hinum ýmsu úti­há­tíðum sér til skemmt­un­ar. 

Und­an­farin ár hefur verið deilt um upp­lýs­inga­gjöf varð­andi ofbeld­is­brot sem verða þessa helgi og hefur einkum verið rætt hvort rétt sé að upp­lýsa um kyn­ferð­is­brot á sama hátt og aðra glæpi sem eiga sér stað. 

Tregða til að fjalla um kyn­ferð­is­brot sem eru framin um versl­un­ar­manna­helgi á sama hátt og önnur afbrot framin þá helgi hefur meðal ann­ars verið rétt­lætt með því að vísa í líðan þolenda og þeim mögu­leika að rann­sókn­ar­hags­munum sé stefnt í hættu. Svo sann­ar­lega getur umræða um kyn­ferð­is­of­beldi vakið óþægi­legar minn­ingar og til­finn­ingar hjá þolendum slíkra brota og  má segja að við­brögð þolenda séu eins mis­mun­andi og þeir eru marg­ir. Það er stór munur á ítar­legum lýs­ingum á kyn­ferð­is­brotum og almennri upp­lýs­inga­gjöf um tíðni ákveð­inna brota. Auð­vitað ber að var­ast upp­lýs­ingar sem geta á ein­hvern hátt skaðað þol­anda, t.d. upp­lýs­ingar sem gætu orðið til þess að þol­andi þekk­ist gegn vilja sín­um. En þrátt fyrir leit hefur und­ir­rituð enn ekki fundið rann­sókn­ar­greinar sem benda til þess að tölu­legar upp­lýs­ingar um kyn­ferð­is­brot í fjöl­miðlum séu á ein­hvern hátt skað­legar fyrir þolendur slíkra brota.

Auglýsing

Hins veg­ar ­gæti verið vara­samt að fjalla um kyn­ferð­is­brot á annan hátt enn önnur afbrot. Hvaða skila­boð erum við þá að gefa? Að kyn­ferð­is­brot séu skammar­leg og ekki megi tala um þau?  Þol­and­inn veit hvað kom fyr­ir, viljum við segja þolenda að það sem kom fyrir hann hafi minna frétta­vægi en inn­brot? Sé á ein­hvern hátt minna mik­il­vægt? Það er nú þegar erfitt fyrir þolendur að stíga fram, hvað þá að leggja fram kæru enda eru skila­boðin að „þessi“ mál séu svo íþyngj­andi fyrir alla máls­að­ila. Að með­höndla kyn­ferð­is­brot á annan hátt en önnur brot, ýtir undir þessar hug­mynd­ir. Það ætti að vera jafn eðli­legt og sjálf­sagt að kæra kyn­ferð­is­brot eins og að kæra lík­ams­árás. Rétt­ar­vörslu­kerfið og sam­fé­lagið ætti að end­ur­spegla það. 

Ef sagan hefur kennt okkur eitt­hvað þá er það að þöggun er besti vinur afbrota­manns­ins. Við þurfum ekki að fara langt aftur í tím­ann til að gera okkur grein fyrir mik­il­vægi opin­berrar umræðu um kyn­ferð­is­brot. Und­an­farið hafa kyn­ferð­is­brot lög­manns nokk­urs verið í fréttum og hver þol­and­inn af fætur öðrum steig fram í kjöl­far umfjöll­un­ar.  Þetta er ekk­ert eins­dæmi. Umfjöllun Kast­ljós um brot Karls Vignis Þor­steins­sonar vakti mikla athygli og fjöldi þolenda sem aldrei hafði leitað sér hjálpar steig fram. Einnig má benda á umfjöllun und­an­far­inna ára um fólk sem byrlar öðrum lyf  á skemmti­stöð­um. Mikil vakn­ing hefur orðið á þessu ofbeldi og fólk með­vit­aðra, grípur frekar inn í og passar upp á hvort ann­að. Því er ekki hægt að úti­loka að slík umfjöllun gæti haft for­varn­ar­gildi. 

Til að nefna enn fleiri dæmi um mik­il­vægi umfjöll­unar má benda á braut­ryðj­enda starf Stíga­móta, Neyð­ar­mót­töku LSH og Barna­húss sem hefur hrint af stað vit­und­ar­vakn­ingu um kyn­ferð­is­brot í sam­fé­lagi okk­ar. Þessi vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið til þess að mun auð­veld­ara er fyrir þolendur að stíga fram og auð­veldað aðgengi að við­eig­andi stuðn­ingi. 

Fyrir almenna umfjöllun um kyn­ferð­is­brot í fjöl­miðlum eru allar líkur á því að slík brot hafi átt sér stað um versl­un­ar­manna­helgar líkt og aðrar helgar þó að ekki hafi verið talað um það. Ég velti fyrir mér hvort sú þögn sem ríkti um kyn­ferð­is­brot á úti­há­tíðum hafi verið þolendum til hags­bóta eða ekki? Hvernig slík þögn vernd­aði þolend­ur? Hver eru rökin fyrir því að fjalla öðru­vísi um kyn­ferð­is­brot sem eru framin um versl­un­ar­manna­helgi en kyn­ferð­is­brot sem eru framin aðra daga árs­ins? 

Allir geta verið sam­mála um að fjalla skal um kyn­ferð­is­brot af nær­gætni og fag­mennsku. En við skulum ekki ótt­ast það að tala um þau, við verðum að horfast í augu við að kyn­ferð­is­brot eiga sér stað og við eigum að tala um þau. 

Höf­undir er sál­fræð­ingur hjá Domus Mentis – Geð­heilsu­stöð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar