Verslunarmannahelgin; Á að fjalla um kynferðisbrot í fjölmiðlum?

Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur segir að það eigi ekki að óttast að tala um kynferðisbrot heldur þurfi að horfast í augu við að þau eigi sér stað.

Auglýsing

Senn líður að versl­un­ar­manna­helgi þar sem hefð er fyrir því að land­inn safn­ist saman á hinum ýmsu úti­há­tíðum sér til skemmt­un­ar. 

Und­an­farin ár hefur verið deilt um upp­lýs­inga­gjöf varð­andi ofbeld­is­brot sem verða þessa helgi og hefur einkum verið rætt hvort rétt sé að upp­lýsa um kyn­ferð­is­brot á sama hátt og aðra glæpi sem eiga sér stað. 

Tregða til að fjalla um kyn­ferð­is­brot sem eru framin um versl­un­ar­manna­helgi á sama hátt og önnur afbrot framin þá helgi hefur meðal ann­ars verið rétt­lætt með því að vísa í líðan þolenda og þeim mögu­leika að rann­sókn­ar­hags­munum sé stefnt í hættu. Svo sann­ar­lega getur umræða um kyn­ferð­is­of­beldi vakið óþægi­legar minn­ingar og til­finn­ingar hjá þolendum slíkra brota og  má segja að við­brögð þolenda séu eins mis­mun­andi og þeir eru marg­ir. Það er stór munur á ítar­legum lýs­ingum á kyn­ferð­is­brotum og almennri upp­lýs­inga­gjöf um tíðni ákveð­inna brota. Auð­vitað ber að var­ast upp­lýs­ingar sem geta á ein­hvern hátt skaðað þol­anda, t.d. upp­lýs­ingar sem gætu orðið til þess að þol­andi þekk­ist gegn vilja sín­um. En þrátt fyrir leit hefur und­ir­rituð enn ekki fundið rann­sókn­ar­greinar sem benda til þess að tölu­legar upp­lýs­ingar um kyn­ferð­is­brot í fjöl­miðlum séu á ein­hvern hátt skað­legar fyrir þolendur slíkra brota.

Auglýsing

Hins veg­ar ­gæti verið vara­samt að fjalla um kyn­ferð­is­brot á annan hátt enn önnur afbrot. Hvaða skila­boð erum við þá að gefa? Að kyn­ferð­is­brot séu skammar­leg og ekki megi tala um þau?  Þol­and­inn veit hvað kom fyr­ir, viljum við segja þolenda að það sem kom fyrir hann hafi minna frétta­vægi en inn­brot? Sé á ein­hvern hátt minna mik­il­vægt? Það er nú þegar erfitt fyrir þolendur að stíga fram, hvað þá að leggja fram kæru enda eru skila­boðin að „þessi“ mál séu svo íþyngj­andi fyrir alla máls­að­ila. Að með­höndla kyn­ferð­is­brot á annan hátt en önnur brot, ýtir undir þessar hug­mynd­ir. Það ætti að vera jafn eðli­legt og sjálf­sagt að kæra kyn­ferð­is­brot eins og að kæra lík­ams­árás. Rétt­ar­vörslu­kerfið og sam­fé­lagið ætti að end­ur­spegla það. 

Ef sagan hefur kennt okkur eitt­hvað þá er það að þöggun er besti vinur afbrota­manns­ins. Við þurfum ekki að fara langt aftur í tím­ann til að gera okkur grein fyrir mik­il­vægi opin­berrar umræðu um kyn­ferð­is­brot. Und­an­farið hafa kyn­ferð­is­brot lög­manns nokk­urs verið í fréttum og hver þol­and­inn af fætur öðrum steig fram í kjöl­far umfjöll­un­ar.  Þetta er ekk­ert eins­dæmi. Umfjöllun Kast­ljós um brot Karls Vignis Þor­steins­sonar vakti mikla athygli og fjöldi þolenda sem aldrei hafði leitað sér hjálpar steig fram. Einnig má benda á umfjöllun und­an­far­inna ára um fólk sem byrlar öðrum lyf  á skemmti­stöð­um. Mikil vakn­ing hefur orðið á þessu ofbeldi og fólk með­vit­aðra, grípur frekar inn í og passar upp á hvort ann­að. Því er ekki hægt að úti­loka að slík umfjöllun gæti haft for­varn­ar­gildi. 

Til að nefna enn fleiri dæmi um mik­il­vægi umfjöll­unar má benda á braut­ryðj­enda starf Stíga­móta, Neyð­ar­mót­töku LSH og Barna­húss sem hefur hrint af stað vit­und­ar­vakn­ingu um kyn­ferð­is­brot í sam­fé­lagi okk­ar. Þessi vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið til þess að mun auð­veld­ara er fyrir þolendur að stíga fram og auð­veldað aðgengi að við­eig­andi stuðn­ingi. 

Fyrir almenna umfjöllun um kyn­ferð­is­brot í fjöl­miðlum eru allar líkur á því að slík brot hafi átt sér stað um versl­un­ar­manna­helgar líkt og aðrar helgar þó að ekki hafi verið talað um það. Ég velti fyrir mér hvort sú þögn sem ríkti um kyn­ferð­is­brot á úti­há­tíðum hafi verið þolendum til hags­bóta eða ekki? Hvernig slík þögn vernd­aði þolend­ur? Hver eru rökin fyrir því að fjalla öðru­vísi um kyn­ferð­is­brot sem eru framin um versl­un­ar­manna­helgi en kyn­ferð­is­brot sem eru framin aðra daga árs­ins? 

Allir geta verið sam­mála um að fjalla skal um kyn­ferð­is­brot af nær­gætni og fag­mennsku. En við skulum ekki ótt­ast það að tala um þau, við verðum að horfast í augu við að kyn­ferð­is­brot eiga sér stað og við eigum að tala um þau. 

Höf­undir er sál­fræð­ingur hjá Domus Mentis – Geð­heilsu­stöð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar