Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.

Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Auglýsing

Stundin fjallar í dag um dag­bók­ar­færslur konu sem nú er látin en var nem­andi Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar í Haga­skóla árið 1970. Í dag­bók­inni lýsir hún sam­skiptum þeirra, að Jón Bald­vin hafi beðið hana að hitta sig eftir skóla, að hann hafi hjálpað henni á prófum og að sam­band þeirra hafi verið kyn­ferð­is­legt. Dóttir kon­unnar afhenti Stund­inni dag­bók­ina og fann einnig bréf í dán­ar­búi móður sinnar frá Jóni Bald­vini. Í bréf­inu segir hann hjarta sitt slá örar og blóðið renna hraðar þegar hann hugsi um hana. „Þarna sérðu hvað feg­urð æsk­unnar er drottn­andi afl í til­ver­unni. – Hvað það er und­ar­legt að vera ung­ur. Þú hefur minnt mig á það aft­ur,“ skrif­aði Jón Bald­vin.

Auglýsing

Konan lýsir í dag­bók sinni sam­skiptum við Jón vikum sam­an, bæði í skól­anum og utan hans. Hún skrif­ar, svo eitt af mörgum dæmum sé tek­ið, þegar hún hitti Jón Bald­vin í Ing­ólfs­stræti eitt sinn vorið 1970 og ræddi stutt­lega við hann. Þegar þau voru að kveðj­ast setti hann allt í einu hend­ina „niður und­ir“ bux­urnar henn­ar, að kyn­færum henn­ar. „Ég kunni því illa og sýndi það með ein­hverjum svip­brigðum og mót­þró­a,“ skrif­aði hún. Í annarri færslu lýsir hún því að Jón Bald­vin hafi ekið með hana upp að vatni fyrir utan borg­ina og kysst hana í laut. „Hann svo lagð­ist ofan á mig. Það var skíta­kuldi. Svo fórum við aftur inn í bíl­inn“. Í sömu ferð hafi­hann greint henni frá því sem fram kæmi á ensku prófi stóð fyrir dyr­um. Hann hafi skrifað „allan stíl­inn“ upp fyrir hana og „sagði svo að ég tældi hann og léti hann segja þetta allt.“

Í sömu dag­bók­ar­færslu skrifar hún að Jón Bald­vin hafi spurt hana hvort hún kynni að keyra bíl. Svo hafi hann bætt við: „Nei, þú ert 15 ára ég gleymdi því að ég er með barn hjá mér.“

Stundin fann marg­vís­legar stað­fest­ingar á því sem fram kom í dag­bók­inni og í bréf­inu, m.a. í gögnum Haga­skóla sem og í við­tölum við skóla­systur hennar frá þessum tíma.

Lifði ekki til að sjá bylt­ing­una

Konan hét Þóra Hreins­dótt­ir. Hún lést fyrir sex árum. „Mamma var dáin áður en konur fóru að stíga fram og segja frá ofbeldi sem þær voru beitt­ar,“ hefur Stundin eftir Val­gerði Þor­steins­dótt­ur, dóttur Þóru. „Mamma lifði ekki til að sjá bylt­ing­una. Ég ákvað að afhjúpa þetta brot úr hennar sögu af því það sem Jón Bald­vin gerði mömmu þarf að kom­ast í dags­ljós­ið. Dag­bókin á ekki að liggja í kassa í geymslu hjá mér.“

Fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu misserum og sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðislega áreitni.

Hún segir móður sína hafa verið greinda og hæfi­leik­a­ríka konu sem haldrei hafi fylli­lega fengið að láta ljós sitt skína. Sjálfs­mynd hennar hafi verið í molum frá ung­lings­ár­um. „Henni leið yfir­leitt illa. Eina leiðin sem hún kunni til að deyfa skömm, sorg og stans­lausar sjálfs­á­sak­anir var að drekka,” segir Val­gerður við Stund­ina. „Það voru miklar svipt­ingar í lífi mömmu stuttu áður en hún lenti í tímum hjá Jóni Bald­vini. Hún var því ein­stak­lega brotin og varn­ar­laus þegar hann fór að sýna henni þessa sér­stöku athygli. Hann gerði í raun bara illt verra og hún beið þess aldrei bæt­ur.“

Í ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar í dag um málið er m.a. rætt við ekkil Þóru. „Hún sagði mér að um leið og Jón Hanni­bals­son kyssti hana fyrsta koss­inum hefði hann eyði­lagt líf henn­ar.“

Stundin bauð Jóni Bald­vini að bregð­ast við umfjöllun sinni um mál­ið. Hann sendi í kjöl­farið tölvu­póst undir yfir­skrift­inni „Um mann­orðs­þjófn­að“ þar sem hann seg­ist geta full­yrt með „góðri sam­visku“ að umrædd stúlka hafi ekki orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitni af sinni hálfu. Hann telur aug­ljóst að málið sé dregið fram í dags­ljósið til að sverta mann­orð hans.

Umfjöllun Stund­ar­innar má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent