Mynd: Birgir Þór Mótmæli á Austurvell
Mynd: Birgir Þór

Tvær þjóðir í einu landi – Misskipting auðs og gæða á Íslandi

Kjarninn var í gær tilnefndur til rannsóknarblaðamannaverðlauna BÍ fyrir umfjöllun sína um skiptingu auðs og misskiptingu gæða á Íslandi. Hér að neðan fer samantekt á helstu atriðum þeirrar umfjöllunar sem varpar ljósi á að tvær þjóðir búa á Íslandi.

Launa­munur á Íslandi er afar lít­ill í alþjóð­legum sam­an­burði. Í póli­tískri orð­ræðu er því haldið fram að hér á landi ríki meiri jöfn­uður en í flestum þeim sam­fé­lögum sem við miðum okkur við. Helsta ástæðan fyrir litlum launa­mun hér­lendis er þó fyrst og síð­ast sú að laun eru almennt lág á Íslandi og menntun er t.d. ekki metin að neinu ráði til launa. 

En launa­munur og hlut­falls­leg aukn­ing launa hvers hóps fyrir er ekki eini mæli­kvarð­inn sem hægt er að styðj­ast við til að ákvarða hvort kök­unni sé nægi­lega skipt á milli þegna lands­ins. Ýmsir aðrir mæli­kvarð­ar, sem snúa sér­stak­lega að eignum hvers og eins, eru þar líka afar mik­il­væg­ir. Á Íslandi er lít­ill hluti þjóð­­ar­innar sem á mikið af þeim og hefur miklar tekjur af. Svo er stór hluti sem vinnur hjá litla hlut­an­­um.

Kjarn­inn hefur lagst í mikla rann­sókn­ar­vinnu og grein­ingar til að sýna les­endum sínum fram á þessa skipt­ingu og þróun henn­ar. Í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 4. októ­ber 2016 kom fram að  eigið fé Íslend­inga hefði tvö­­fald­­ast á sex árum, eða auk­ist um 1.384 millj­­arða króna.

Þessi nýi auður skipt­ist ekki jafnt á milli hópa. Af hreinni eign sem orðið hefur til frá árinu 2010 hafði rík­­asta tíu pró­­sent lands­­manna, alls 20.251 fjöl­skyld­ur, tekið til sín fjórar af hverjum tíu nýjum krónum sem orðið höfðu til í íslensku sam­­fé­lagi. Þessi hópur átti 1.880 millj­­arða króna í lok árs 2015, eða 64 pró­­sent af eignum lands­­manna. 

Á sama tíma skuld­aði fátæk­­ari helm­ingur þjóð­­ar­inn­­ar, rúm­­lega 100 þús­und vinn­andi manns, 211 millj­­arða króna umfram eignir sín­­ar. Það þýðir að mun­­ur­inn á eig­in­fjár­­­stöðu fátæk­asta helm­ings þjóð­­ar­innar og rík­­­ustu tíu pró­­senta hennar var 2.091 millj­­arðar króna.

Eignir hinna ríku van­metnar

Þegar þessi staða er falin í hlut­­falls­­tölum kemur hún ekki jafn skýrt fram. Þess utan er vert að benda á að opin­berar tölur van­­meta hversu mikið hinir ríku á Íslandi efn­­ast ár frá ári. Ástæðan er sú að þær mæla að fullu leyti t.d. hækkun fast­­eigna­verðs (sem útskýrir 82 pró­­sent af allri eig­in­fjár­­aukn­ingu Íslend­inga á síð­­­ustu sex árum og nán­­ast alla eigna­aukn­ingu fátæk­­ari hluta lands­­manna) en færir eignir í verð­bréfum inn á nafn­virði. Og rík­ustu Íslend­ing­arnir eiga næstum öll verð­bréf á Íslandi.

Alls nam verð­bréfa­­eign þjóð­­ar­innar 422,3 millj­­örðum króna í lok árs 2015 og hafði þá auk­ist um 38,3 millj­­arða króna á einu ári. Rík­­asta tíu pró­­sent Íslend­inga átti 361,5 millj­­arða króna í verð­bréfum í lok árs 2015 og því lá fyrir að 86 pró­­sent allra verð­bréfa var í eigu þess hóps. Af þeirri 38,3 millj­­arða króna virð­is­aukn­ingu verð­bréfa sem varð á árinu 2015 fóru 35,5 millj­­arðar króna, eða 93 pró­­sent, til rík­­­ustu 20 þús­und Íslend­ing­anna á vinn­u­­mark­aði.

7. októ­ber birti Kjarn­inn svo frétta­­skýr­ingu sem byggði á nýjum tölum Rík­­is­skatt­­stjóra um stað­­tölur skatta. Í þeim tölum var hægt að sjá út hversu mikið Íslend­inga þén­uðu í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015. Það eru tekjur sem þeir höfðu af eignum sín­um: t.d. vöxtum af inn­­láns­­reikn­ingum eða skulda­bréfa­­­eign, tekjur af útleigu hús­næð­is, arð­greiðsl­­­ur, hækkun á virði hluta­bréfa eða hagn­aður af sölu fast­­­eigna eða verð­bréfa.

Í töl­unum kom í ljós að tekju­hæsta eitt pró­­sent lands­­manna þén­aði sam­tals 42 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015. Um er að ræða undir tvö þús­und fram­telj­end­­ur. Þessi hópur tók til sín 44 pró­­sent af öllum fjár­­­magnstekjum sem urðu til hér­­­lendis á árinu 2015. Það þýðir að 99 pró­­sent þjóð­­ar­innar skipti með sér 56 pró­­sent fjár­­­magnstekna.

Það vantar inn erlendu eign­irnar sem skotið var undan

Þá vantar inn allar erlendu eign­­irnar sem þessi hópur á, og er ekki talin fram hér­­­lend­­is. Sam­­kvæmt tölum Seðla­­bank­ans eiga Íslend­inga rúm­­lega eitt þús­und millj­­arða króna erlend­­is. Þar af eru t.d. 32 millj­­arðar króna á Tortóla-eyju, sem er þekkt lág­skatta­­svæði. Í Pana­ma-skjöl­unum var upp­­lýst að tæp­­lega 600 Íslend­ingar ættu um 800 félög sem Mossack Fon­­seca, lög­­fræð­i­­stofa sem sér­­hæfir sig í „skatta­hag­ræði“ og í að fela eign­ir, sá um fyrir þá. 

Kjarn­inn, í sam­starfi við Reykja­vík Media og fleiri fjöl­miðla, fjall­aði ítar­lega um þær upp­lýs­ingar sem birt­ust í skjöl­unum á síð­asta ári. 

Lyk­ilfrétta­skýr­ingar sem Kjarn­inn vann að voru meðal ann­ars um umsvif Bakka­var­ar­bræðra – við­skipta­manna sem flutt hafa millj­arða króna frá aflands­svæðum til Íslands eftir hrun – á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og skýr­ingar um umsvif hjón­anna Ingi­bjargar Pálma­dóttur og Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar í Panama. Í báðum til­fellum var rakið ítar­lega, eftir lang­vinna rann­sókn­ar­vinnu, hvernig þetta íslenska við­skipta­fólk kom sér upp stórum sjóðum í gegnum aflands­fé­lagastrúktúr settum upp af íslenskum fyr­ir­tækjum í Lúx­em­borg og hvernig það not­aði það fé til að fjár­magna umfangs­mikil umsvif sín á Íslandi eftir banka­hrun­ið. Þessir ein­stak­lingar voru áður í for­svari fyrir þær tvær við­skipta­blokkir sem kost­uðu íslenska líf­eyr­is­sjóði, og þar með eig­endur þeirra, mest fé í hrun­inu.

Kjarninn tók þátt í ítarlegri umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Panamaskjölin. Jóhannes Kr. Kristjánsson er tilnefndur til Blaðamannaverðlauna fyrir ítarlegar rannsóknir á þeim skjölum og birtingu á þeim í samstarfi við aðra miðla.

Sam­hliða opin­ber­aði Kjarn­inn hvernig félag Ingi­bjargar frá Pana­ma, sem Jón Ásgeir stýrði, fékk að greiða 2,4 millj­arða króna skuld sem tengd­ist íslenskum félög­um, meðal ann­ars með skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði. Heim­ild sem Seðla­bank­inn veitti fyrir þessum gern­ingi er ein­stök og bank­inn hefur ekki feng­ist til að svara frek­ari spurn­ingum um hann, þrátt fyrir ítrek­aðar umleit­an­ir. 

Þann 25. apríl birti Kjarn­inn svo frétta­skýr­ingu þar sem í fyrsta sinn var opin­berað að fjöl­skylda Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­konu þáver­andi for­seta Íslands, ætti félag sem skráð væri á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og að það félag kæmi fyrir í gögnum frá Mossack Fon­seca. Nokkrum dögum áður hafði Ólafur Ragnar Gríms­son neitað því með öllu í við­tali við banda­rísku sjón­varps­stöð­ina CNN að hann eða fjöl­skylda hans væri tengd aflands­fé­lög­um. Ólafur Ragnar hafði þá ákveðið að bjóða sig fram á ný til for­seta Íslands, en hætti við í byrjun maí.

Allt þetta þjón­aði þeim til­gangi að sýna les­endum Kjarn­ans fram á þann aðstöðumun og þá mis­skipt­ingu gæða og auðs sem er inn­gró­inn í íslenskt sam­fé­lag.

Ljóst er að aflands­­fé­laga­­eign Íslend­inga er mun víð­tæk­­ari vegna þess að Mossack Fon­­seca var ekki eina stofan sem þjón­u­­staði Íslend­inga. Vís­bend­ingar um umfang þeirrar eignar komu fram í skýrslu um aflandseignir Íslend­inga og skattaund­an­skot vegna þeirra, sem var birt snemma í jan­úar eftir ítrek­aðar fyr­ir­spurnir Kjarn­ans um birt­ingu á skýrsl­unni. Hún hafði þá verið til­búin í rúma þrjá mán­uði, eða frá því fyrir kosn­ing­arnar 29. októ­ber 2016. 

Í skýrsl­unni kom fram að aflands­fé­laga­væð­ingin hafi haft tugi millj­arða króna af íslenskum almenn­ingi í vand­goldnum skatt­greiðslum og búið til gríð­ar­legan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði lög­lega og ólög­lega, getað falið fé í erlendum skatta­skjólum þegar illa árar í íslensku efna­hags­lífi en stýrt fé aftur heim til að kaupa eignir á bruna­út­sölu í nið­ur­sveifl­um. Þessi aðstöðu­munur hefur haft marg­vís­leg áhrif á íslenskt sam­fé­lag. Vald og eignir hafa safn­ast saman á hendur þeirra sem hafa getað komið aftur til baka með oft á tíðum illa fengið fé. 

Tvær þjóðir í einu landi

Í frétta­skýr­ingum Kjarn­ans um mis­skipt­ingu auðs og gæða var sýnt fram á það svart á hvítu að það er stað­­reynd að lít­ill hópur eigna­­fólks hagn­­ast á sam­­fé­lags­­gerð okkar langt umfram það sem þorri þjóð­­ar­innar ger­­ir. Og þar var sýnt fram á að hún væri að aukast. 

Árið 1997 átti rík­­asta tíund lands­­manna 56,3 pró­­sent af öllu eigin fé í land­inu. Tíu árum síðar hafði eigið fé Íslend­inga fjór­faldast, enda banka- og eigna­­bóla þá þanin til hins ítrasta, og rík­­­ustu tæp­­lega 20 þús­und Íslend­ing­­arnir áttu 2,5 sinnum meira eigið fé en öll þjóðin hafði átt sam­an­lagt tíu árum áður. Þá nam hlut­­deild þess­­arar rík­­­ustu tíundar í heildar eigin fé Íslend­inga 62,8 pró­­sent­­um.

Eftir banka­hrunið tap­aði stór hluti lands­manna miklu af eignum sín­um. Það átti sér­stak­lega við um þá sem áttu ekki mikið annað en t.d. eigið fé í hús­næði. Þótt ríkir Íslend­ingar hafi einnig tapað miklu áttu þeir enn mikið eigið fé í lok árs 2009. Alls lá 77,3 pró­sent alls eigin fjár hjá rík­ustu tíund lands­manna á þeim tíma. Rík­asti fimmt­ungur lands­manna átti á þeim tíma 103 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna. Það þýðir að rest­in, 80 pró­sent lands­manna, var sam­an­lagt með nei­kvætt eigið fé.

Síðan hefur hlut­falls­leg eign þeirra á eigin fé lands­manna dreg­ist sam­an, sér­stak­lega sam­hliða mik­illi aukn­ingu á eign allra hópa í fast­eignum sín­um. Alls hefur eigið fé í fast­eignum Íslend­inga auk­ist úr 1.146 millj­örðum króna í 2.285 millj­arða króna frá lokum árs 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­u­m. Af þeirri hreinu eign sem orðið hefur til frá 2010 hafa 527,4 millj­arðar króna runnið til þeirra tíu pró­sent Íslend­inga, alls 20.251 fjöl­skyldna, sem eiga mest. 

Ofan á þetta hefur Kjarn­inn greint Leið­rétt­ing­una, 72,2 millj­arða króna milli­færslu af fé úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­inn­ar, mest allra miðla. Í þeim grein­ingum hefur meðal ann­ars komið fram að tekju­hæstu tíu pró­sent lands­manna hafi fengið um 30 pró­sent þeirrar upp­hæðar í sinn hlut og að eigna­meiri helm­ingur þjóð­ar­innar hafi fengið 52 millj­arða króna út úr Leið­rétt­ing­unni. Það var 72 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Á meðal þeirra sem fengu háar fjár­hæðir var stór­eigna­fólk. 

Gríð­ar­lega mik­il­vægir almanna­hags­munir

Fram­setn­ing ofan­greindra stað­reynda, sam­hengi þeirra og grein­ing á þeim er mik­il­vægur grund­völlur fyrir vit­ræna umræðu um kjarna póli­tískra átaka, skipt­ingu þeirra gæða sem verða til í íslensku sam­fé­lagi.

Umfjöllun Kjarn­ans, rann­sókn­ar­blaða­mennska hans, eft­ir­fylgni og aðhald hefur sýnt íslenskum almenn­ingi umfang­ið, sam­heng­ið, áhrifin og afleið­ing­arn­ar. Hún átti þátt í að stuðla að mestu póli­tísku svipt­ingum sem átt hafa sér stað í Íslands­sög­unni. Hún hafði bein áhrif á for­seta­kosn­ingar og hún leiddi til þess að hul­iðs­hjálmi var lyft. Nú er mis­skipt­ing auðs og gæða, aflands­fé­lög og skattaund­anskot, og umræða um mis­jafnt aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og fjár­magni ann­arra á meðal þeirra mála sem eru efst á baugi hjá eft­ir­lits­stofn­unum og á hinu póli­tíska sviði. Það er meðal ann­ars afleið­ing af margra ára umfjöllun starfs­manna Kjarn­ans um þessa sam­fé­lags­legu mein­semd og kröfur blaða­manna hans um upp­lýs­ingar frá stjórn­sýsl­unni um umfang vand­ans og aðgerðir til að berj­ast gegn hon­um. 

Um er að ræða gríð­ar­lega mik­il­væga almanna­hags­muni.

Skýr­ingin hefur verið upp­færð með þeim hætti að tíund­irnar end­ur­spegli ekki ein­stak­linga heldur fjöl­skyldur (ein­stak­linga og sam­skatt­aða).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar