Seðlabanki ber fyrir sig þagnarskyldu vegna skuldauppgjörs félaga Jóns Ásgeirs

Seðlabanki Íslands svarar ekki efnislega spurningum Kjarnans um skuldauppgjör sem félög undir stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gerðu árið 2010. Í skuldauppgjörinu fékk félag frá Panama heimild til að greiða skuldir annarra með íbúðalánasjóðsbréfum.

Jón Ásgeir og Ingibjörg í Panamaskjölunum
Auglýsing

Seðla­banki Íslands vill ekki svara spurn­ingum Kjarn­ans um heim­ild sem hann veitti félag­inu Guru Invest, með heim­il­is­festi á Pana­ma, til að nota skulda­bréf útgefin af Íbúða­lána­sjóði, svokölluð HFF-bréf, til greiða upp skuld íslenskra félaga eig­enda Guru Invest vil slita­stjórn Glitn­is. Seðla­bank­inn vill enn fremur ekki svara því hvort fleiri dæmi séu um að eig­endur erlendir eig­endur HFF-bréfa hafi fengið að greiða skuld íslensks félags við slitabú banka með þessum hætti.

Kjarn­inn greindi frá skulda­upp­gjöri nokk­urra félaga í eigu eða undir stjórn Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar við slitabú Glitnis í frétta­skýr­ingu þann 21. apríl síð­ast­lið­inn. Skjöl um skulda­upp­gjörið var að finna í hinum svoköll­uðu Panama­skjölum sem láku frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca. Kjarn­inn vann röð frétta­skýr­inga upp úr hluta skjal­anna í sam­starfi við Reykja­vík Media.

Panama­fé­lag not­aði íslensk skulda­bréf til að greiða skuldir ann­arra

Skulda­upp­gjörið er dag­sett í júní 2010. Félögin sem aðild áttu að sam­komu­lag­inu voru annað hvort skuld­arar eða í sjálf­skuld­ar­á­byrgð fyrir skuld­un­um. Um er að ræða ann­ars vegar yfir­drátt upp á 2.563 millj­ónir króna sem íslenska félagið 101 Chalet ehf. var með hjá Glitni og hins vegar 723 millj­óna króna skuld Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums ehf.,  við Glitni. Stærsti eig­andi Gaums var Jón Ásgeir Jóhann­es­son og 101 Chalet var einnig í eigu dótt­ur­fé­laga Gaums á þessum tíma.

Auglýsing

Eitt félag­anna sem greiddi hluta skuld­anna heitir Guru Invest, og er stýrt var af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Ingi­björgu Stef­aníu Pálma­dótt­ur, eig­in­konu hans. Það er með heim­il­is­festi á Panama. Alls fékk slitabú Glitnir þá 2,4 millj­arða króna greiðslu upp í 3,3 millj­arða króna skuld sem Gaumur og félagið 101 Chalet ehf. höfðu stofnað til en ekki getað greitt. Skuldin var ann­ars vegar greidd með 200 millj­óna króna greiðslu í reiðufé og hins vegar með afhend­ingu skulda­bréfa útgefnum af Íbúða­lána­sjóði, að and­virði 2,2 millj­arða króna. 

Með þess­ari greiðslu var kom­ist hjá því að Glitnir gæti sett Gaum og 101 Chalet ehf. í þrot. Gaumur óskaði ekki eftir gjald­þrota­skiptum fyrr en í sept­em­ber 2013 og 101 Chalet er enn starf­rækt. Það er nú í eigu Moon Capi­tal S.a.r.l. í Lúx­em­borg, félags Ingi­bjargar Stef­aníu Pálma­dótt­ur.

Fengu fullt verð fyrir bréfin

Kjarn­inn hefur rætt umrætt skulda­upp­gjör við sér­fræð­inga sem komið hafa að vinnu við fjár­magns­höft, við úrvinnslu skulda­upp­gjöra eftir banka­hrun og innan fjár­mála­geirans. Þeim ber saman um að upp­gjörið sé óvenju­legt, sér­stak­lega þar sem panamíska félagið Guru Invest, erlendur eig­andi íslenskra HFF-bréfa, fékk að nota bréfin til að greiða inn á skuld félaga Jóns Ásgeirs. Í upp­gjör­inu fékkst fullt verð fyrir bréfin löngu áður en þau voru á gjald­daga. Það var ekki staða sem bauðst öðrum erlendum eig­endum HFF-bréfa. Þeir hafa þurft að taka þátt í útboðum Seðla­banka Íslands til að koma fé sínu út úr íslenskum höft­um, og þar með gefa eftir hluta af virði þeirra.

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að beiðni for­svars­manna Gaums og 101 Chalet um að nota HFF-bréfin sem greiðlsu í sam­komu­lag­inu hafi upp­runa­lega verið hafnað af Seðla­banka Íslands en að þeirri ákvörðun hafi síðar verið snú­ið.

Ítar­legt erindi var sent til Seðla­banka Íslands vegna máls­ins. Erindið var sent til bank­ans 19. maí. Því var á end­anum svarað 19. júlí, þremur mán­uðum eftir að það var upp­haf­lega sent. Fyr­ir­spurnin var eft­ir­far­andi:

Færa má rök fyrir því að með svona notkun á HFF-bréfum hafi hið erlenda félag fengið fullt verð fyrir bréfin löngu áður en að þau voru á gjald­daga. Það er ekki staða sem býðst öðrum erlendum eig­endum HFF-bréfa. Hvernig stenst þessi gjörn­ingur við­mið um jafn­ræði sem tryggð eru í stjórn­ar­skrá, og Seðla­banki Íslands á þar með að vinna í sam­ræmi við?

Í sam­komu­lags­ins fólst að Glitnir myndi fá 2,4 millj­arða króna greiðslu upp í sam­eig­in­lega skuld­ina gegn því að hún yrði felld nið­ur. Greiðslan sam­an­stóð ann­ars vegar af skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði, svoköll­uðum HFF-bréf­um, að and­virði 2,2 millj­arða króna og 200 millj­ónum króna í reiðu­fé. Greið­andi var félagið Guru Invest sem skráð er með heim­il­is­festi í Panama. Þetta stað­festa gögn sem Kjarn­inn er með undir hönd­um.

Við höfum upp­lýs­ingar um að beiðni um að nota HFF-bréf sem greiðslu í þessu sam­komu­lagi hafi upp­runa­lega verið hafnað af Seðla­banka Íslands en þeirri ákvörðun síðan snú­ið?

Af hverju var það sam­þykkt að leyfa notkun á HFF-bréfum í eigu erlends félags til að greiða skuld íslensks félags við slitabú banka?

Eru fleiri dæmi um það að eig­endur HFF-bréfa hafi fengið að nota þau til að greiða niður skuldir íslenskra félaga með þessum hætti?

Ber fyrir sig þagn­ar­skyldu

Í svari Seðla­bank­ans er beðist vel­virð­ingar á þeim töfum sem orðið hafa á því að svara erind­inu, og sagt að taf­irnar megi rekja til gíf­ur­legra anna innan gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans að und­an­förnu. Síðan seg­ir: „Með vísan til þagn­ar­skyldu­á­kvæða 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðla­banka Íslands, og 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjald­eyr­is­mál, getur Seðla­bank­inn hins vegar ekki upp­lýst um ein­staka mál sem kunna að hafa verið til afgreiðslu innan Seðla­bank­ans.“

Það tók því Seðla­banka Íslands þrjá mán­uði að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að hann ætl­aði sér ekki að svara fyr­ir­spurn­inni.

Jón Ásgeir og Ingi­björg vildu ekki svara fyr­ir­spurn Kjarn­ans um Guru Invest efn­is­lega þegar eftir því var leitað í apríl síð­ast­liðn­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None