Sjálfstæðismenn máta sig við útlendingaandúð

Auglýsing

Það er stað­reynd að útlend­inga­andúð fer vax­andi í hinum vest­ræna heimi. Besta mæli­stikan á það er sú mikla fylg­is­aukn­ing sem evr­ópskir stjórn­mála­flokkar sem hafa hana á stefnu­skránni hafa upp­lifað und­an­farin ár. Það er líka stað­reynd að slík andúð vex ásmegin þegar nið­ur­sveifla og aukin mis­skipt­ing á sér stað í hag­kerfum heims­ins. Það hefur verið raunin á vest­ur­löndum und­an­farin ár. Við slíkar aðstæður virð­ist stærri hluti almenn­ings líta á inn­flytj­endur sem mikla byrði á félags­leg kerfi sinna landa og ógn við atvinnu­tæki­færi sín. Jafn­vel þjóð­menn­ing ríkj­anna sjálfra er talin vera í hættu vegna þess að fólk úr öðrum menn­ing­ar­heimum vill eiga heima í þeim.

Það er best að taka það fram strax að hug­takið útlend­inga­andúð er í þessum pistli notað yfir þá sem vilja annað hvort koma í veg fyrir að fólk af öðru þjóð­erni fái að setj­ast að innan landamæra þjóð­ríkja þeirra eða vilja fá að úti­loka ákveðna hópa á grund­velli menn­ing­ar, þjóð­fé­lags­stöðu eða trú­ar­bragða. Það getur vel verið að annað orð henti betur yfir þetta. Þeir sem vilja geta þá skipt sínum orðum inn fyrir orðið útlend­inga­andúð.

Vax­andi í nágranna­lönd­unumÞessi andúð á sér nokkra sögu í helstu nágranna­löndum okk­ar. Fylgi hins danska stjórn­mála­flokks Dansk Fol­ke­parti, sem rekur harða inn­flytj­enda­stefnu og sækir mikið fylgi vegna henn­ar, er kannski þekktasta dæm­ið. Flokk­ur­inn hefur að vísu aldrei setið í rík­is­stjórn, en hann veitti hins vegar minni­hluta­stjórn stuðn­ing í ára­tug, frá 2001 til 2011, og var þar með með sæti við borðið í öllum stærstu ákvörð­un­ar­tökum sem teknar voru af rík­is­stjórnum Dan­merkur á því tíma­bili.

Auglýsing

Finnski flokk­ur­inn, sem lengst af hét Sannir Finn­ar, setti allt á annan endan í Finn­landi þegar hann sexfald­aði fylgi sitt í þing­kosn­ingum árið 2011 með það sem megin stefnu­mál að tak­marka inn­flytj­end­ur.

Í Nor­egi er Fram­fara­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn. Flokk­ur­inn á sér mun lengri sögu en flestir þeirra sem reka harða inn­flytj­enda­stefnu. Þó hann hafi verið stofn­aður árið 1977, náði hann ekki almenni­legri athygli og árangri fyrr en í sveita­stjórn­ar­kosn­ingum árið 1987, í fyrstu kosn­ing­unum í Nor­egi þar sem inn­flytj­enda­mál urðu stórt kosn­inga­mál. Þótt Fram­fara­flokk­ur­inn hafi mild­ast aðeins und­an­farin miss­eri, og sé nú tal­inn „stjórn­tækari“, þá er afstaða hans í inn­flytj­enda­málum enn mjög hörð. Og mik­ill hluti fylgis hans er til­komið vegna henn­ar.

Kosn­inga­sigur Sví­þjóð­ar­demókrata í sænsku þing­kosn­ing­unum í síð­ustu viku hefur síðan vart farið fram­hjá mörg­um. Þeir leggja mikla áherslu á útlend­inga­andúð í stefnu sinni og stjórn­mála­skýrendur þakka hana helst auknum árangri flokks­ins.

Frels­is­flokkur Geert Wild­ers í Hollandi, UKIP í Bret­landi og Þjóð­ar­fylk­ing Le-Pen í Frakk­landi er síðan önnur dæmi um flokka í vest­rænum Evr­ópu­ríkjum sem leggja mikla áherslu hörku í inn­flytj­enda­mál­um.

Gekk frá­bær­lega í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unumTví­vegis hefur verið reynt að gera útlend­inga­andúð, eða hræðslu við hið óþekkta, að kosn­ing­ar­máli hér­lend­is. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn reyndi það í aðdrag­anda alþing­is­kosn­ing­anna árið 2007. Fyrst um sinn þre­fald­aði flokk­ur­inn fylgið sitt í könn­unum vegna þess­arrar afstöðu en fljótt fjar­aði und­an. Flokk­ur­inn end­aði þó með 7,3 pró­sent fylgi í þeim kosn­ing­um. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hvarf svo af þingi í næstu kosn­ingum á eft­ir. Að margra mati voru afar óvar­leg ummæli ýmissa for­ystu­manna hans um inn­flytj­endur bana­biti flokks­ins.

Síð­ari til­raunin er mun nær í tíma. Hún átti sér stað í vor, í aðdrag­anda sveita­stjórn­ar­kosn­ing­anna. Fram­sókn­ar­flokknum í Reykja­vík hafði gengið afleit­lega að ná í fylgi og virt­ist ráð­þrota. Odd­vita­skipti og flug­vallar­ást hafði engu skil­að. Flokk­ur­inn virt­ist pikk­fastur undir þriggja pró­senta fylgi.

Átta dögum fyrir kosn­ingar varp­aði Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, nýr odd­viti flokks­ins , sprengju inn í kosn­ing­arnar með því að segja að „á meðan við erum með þjóð­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rét­trún­að­ar­kirkj­una“. Í við­tali við Vísi sagð­ist hún hafa  „búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á for­dóm­um, heldur reynslu.“

Það var ekki að sökum að spyrja. Fylgið þaut upp. For­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins neit­aði að tjá sig um málið og Svein­björg túlk­aði þögn­ina þannig að hún ætti „að fá að sigla þessu skipi í höfn“. Hún bætti því í útlend­inga­andúð­ina á loka­metr­unum frekar en að draga úr. Og það skil­aði 10,5 pró­sent atkvæða og tveimur borg­ar­full­trú­um.

Hvar á andúð­ar­fylgið heima?Þessi árangur hefur ekki farið fram­hjá öðrum stjórn­mála­flokk­um. Hann sýnir enda að útlend­inga­andúð, hræðsla við hið óþekkta og stuðn­ingur við tak­mark­anir á upp­bygg­ingu fjöl­menn­inga­sam­fé­lags hér­lendis er mik­il. Eig­in­lega rosa­lega mik­ill. Kjós­enda­hóp­ur­inn sem virð­ist á þess­ari skoðun er far­inn að skipta veru­legu máli þegar talið er upp úr kjör­köss­un­um.

Í kjöl­far mik­ils kosn­inga­sig­urs Sænskra demókratanna, sem keyra mjög á andúð á útlend­ing­um, í nýaf­stöðnum þing­kosn­ingum í Sví­þjóð fór af stað ákveðin mátun hjá áhrifa­mönnum innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Á þriðju­dag birt­ist leið­ari í Morg­un­blað­inu með fyr­ir­sögn­inni „Hinir óhrein­u“. Allar líkur eru á því að höf­undur hans sé Davíð Odds­son,­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og fyrrum for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Í leið­ar­anum segir að gagn­rýnendur kalli Sænska demókrata öfga­flokk „því hann vill end­ur­skoða stefn­una í mál­efnum inn­flytj­enda. Flokk­ur­inn kennir sig bein­línis við lýð­ræð­ið, eins og fleiri sænskir flokkar og hefur ekki viljað ná fram áherslum sínum með öðru en lýð­ræð­is­legum aðferð­um. Þessi flokkur vann mest allra flokka á nú um helg­ina. Hann er orð­inn 3. stærsti flokkur Sví­þjóð­ar, en er þó varla tal­inn með­.[...]Svíar eru nefni­lega skemmra komnir í hinum póli­tíska leik en Danir og Norð­menn að þessu leyti. Í Dan­mörku hafa rík­is­stjórnir opin­ber­lega stuðst við svona „öfga­flokka“. Í Nor­egi er einn slíkur kom­inn að rík­is­stjórn­ar­borð­inu. Þrátt fyrir þau ósköp eru Danir taldir meðal ham­ingju­söm­ustu þjóða í heimi og Norð­menn hinir réttu til að ákveða hverjir fái frið­ar­verð­launin sem kennd eru við Nóbel“.

Enga lata né þá sem hafa aðra siðiSama dag birt­ist pist­ill eftir Hannes Hólm­stein Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fessor sem tal­inn var einn helsti hug­mynda­fræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á valda­tíma Dav­íðs Odds­son­ar. Í pistl­inum segir Hannes að kosn­inga­sigur Sví­þjóð­ar­demókrata hljóti að vera íslenskum hægri mönnum umhugs­un­ar­efni. Skila­boðin séu skýr. Í pistl­inum segir síðan orð­rétt: „Út­lend­ingar eru mis­jafn­ir, og við höfum í okkar frið­sæla landi ekk­ert að gera við þrjá hópa. Einn er sá, sem ekki nennir að vinna. Félags­leg aðstoð við full­hraust fólk er ætíð óskyn­sam­leg, en félags­leg aðstoð við full­hrausta útlend­inga, sem við höfum engar skyldur við aðrar en að láta þá í friði, er óaf­sak­an­leg. Annar hópur er sá, sem fremur glæpi, og þarf vit­an­lega ekki að hafa fleiri orð um það. Þriðji hóp­ur­inn er sá, sem reynir að troða siðum sínum upp á okk­ur.“

Ber að taka alvar­legaÞetta daður stjórn­mála­flokka við harð­ari útlend­inga­stefnu ber að taka alvar­lega. Frjáls­lyndir og/ eða umburð­ar­lyndir flokkar geta ekki lengur bara snúið nef­inu upp í loftið og lýst vand­læt­ingu á skoð­unum sem þess­um. Fylgi við þær er stað­reynd á Íslandi og svo virð­ist sem að innan stærsta stjórn­mála­flokks þjóð­ar­inn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, séu aðilar búnir að átta sig vel á því.

Ákveðn­ar, og sögu­lega áhrifa­miklar, kreðsur í Sjálf­stæð­is­flokknum hafa sýnt að mögu­lega sé vilji til að höfða til þessa fylg­is. Að þeir eigi meiri heimt­ingu á því en Fram­sókn­ar­menn. Þar sem eng­inn flokkur hefur enn gert útlend­inga­andúð að skjal­festu stefnu­máli  -fram­bjóð­endur hafa frekar opin­berað hana með yfir­lýs­ingum – þá virð­ist sem andúð­ar­fylgið sé „up for grabs“ ef rétt er farið að. Og kapp­hlaupið um það er sann­ar­lega haf­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None