Þú eyðilagðir Ísland

M.tm-.lendur-vi.-Al.ingish.si-.-715x320.jpg
Auglýsing

Ísland er ónýtt, segja marg­ir. Ónýtt barasta.

Ísland var frá­bært, segja þau. Eða ég hélt það. En svo átt­aði ég mig á því að það var ekki svo frá­bært. Og nú er ég reið­ur, en ég ætla ekki að gera neitt í því.

Auglýsing


Það var ekki ég sem eyði­lagði Ísland. Það voru póli­tíkusarn­ir, það voru gagn­lausu fjöl­miðl­arnir og banka­fólk­ið. Í okkar huga eyði­lagði ekk­ert okkar Ísland. Í huga Dav­íðs Odds­sonar sem birt­ist okkur reglu­lega í mogg­anum eyði­lagði Jón Ásgeir Ísland og í huga Jón Ásgeirs (sem birt­ist okkur að ein­hverju leyti í Frétta­blað­inu) eyði­lagði Davíð Odds­son Ísland. Þessir menn eyðilögðu vissu­lega Ísland, ef við gerum ráð fyrir því að Ísland sé eyði­lagt, en kannski er það of ein­föld og þægi­leg sögu­skýr­ing fyrir okkur tvo.



Hver Íslend­ingur ber sína ábyrgð. Í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi ber kjós­and­inn ábyrgð á þeim póli­tíkusum sem hann kýs, og ef póli­tíkusarnir neita í sífellu að segja af sér fyrir afglöp sin eða kom­ast upp með alls kyns spill­ingu þá er það kjós­and­ans að refsa hon­um. Á Íslandi berum við enn meiri ábyrgð en í venju­legu lýð­ræði, við erum sem ein­stak­lingar hlut­falls­lega stærri partur af þjóð­inni. (Vinir okkar og kunn­ingjar ná oft upp í heila pró­sentu­tölu, liggur við).



Það er kannski kom­inn tími til að við veltum því fyrir okkur hver ábyrgð hins venju­lega Íslend­ings er í þessum hörm­ungum öllum sam­an. (Ég er í sjálfu sér ekki bara að tala um hrunið og ger­spillta einka­væð­ingu, ósann­gjarnt kvóta­kerfi, sví­virði­lega lélega stjórn­sýslu, heldur bara allt sam­an). Við erum óhemju ginn­keypt og með­virk upp til hópa. Mörg okkar firra sig ábyrgð með því að taka ekki þátt og ætl­ast til þess að sam­fé­lagið lagi sig sjálft. (Það mun ekki gera það að sjálf­sögð­u). Við rétt­lætum það með:



Af því það virkar ekki! Við kjósum hægri vinstri upp og niður norðnorð­vest­ur, og sama hvernig fer er okkur riðið í and­lit­ið. Sama hver „vinn­ur“ þá töpum við. Við erum pískaðir þrælar valda­stétt­ar­innar og fáum öðru hvoru að velja hver heldur á svip­unni. Einn af hverjum tíu treysta æðsta lög­jaf­ar­valdi lands­ins. Hvernig endar þetta?



Og svo klykkjum við út:



Feisum það bara: Ísland er ónýtt.



Þetta er skilj­an­leg gremja. En það er engin áhætta fólgin í gremju. Það er miklu hættu­legra að vona og vilja bæta, taka slag­inn. Auð­vitað fáum við ekki nýja stjórn­ar­skrá með hálf­volgum stuðn­ingi, við fáum heldur aldrei sann­gjarnt kvóta­kerfi eða almenni­lega banka nema við tökum slag­inn við afar valda­mikið fólk. Það verður aldrei auð­veldur slag­ur, hann verður aldrei bara í pistlum eða á sam­fé­lags­miðl­um. Hann ger­ist með borg­ara­legri óhlýðni, með því að koma vald­höfum frá valdi og með því að færa erf­iðar fórn­ir.



Það er athygl­is­verð stað­reynd að við sem þjóð höfum aldrei kosið stjórn sem var ekki með Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn og hafði traustan meiri­hluta. (Allar und­an­tekn­ingar hafa ávallt verið með tæpan meiri­hluta og lít­inn þjóð­ar­stuðn­ing). Í hverjum kosn­ingum eru mögu­leikar á að kjósa ein­hverja nýja flokka, taka sjéns­inn á ókunnu fólki og reyna á það, en sem þjóð tökum við aldrei þann sjéns. Óháðir og gagn­rýnir fjöl­miðlar rísa upp og finna engan rekstr­ar­grund­völl. Jafn­vel á þeim tíma sem Bónus var í eigu Jón Ásgeirs og hann var jafn­framt hatað­asti maður lands­ins versl­aði öll þjóðin þar. Við tókum heimsku­leg lán, og gleyptum við fárán­legum lygum um íslenska yfir­burði í efna­hags­líf­inu. Við trúum ennþá mörgum lygum um okkar sögu og okkar land, en hver ber ábyrgð á því? Eru það póli­tíkusarnir eða við sjálf?



Við berum heil­mikla ábyrgð, jafn­vel þótt við per­sónu­lega kjósum ekki rík­i­s­tjórn­ar­flokk­ana þá berum við ábyrgð á hegðun þeirra. Því að ef mikið liggur við, og ef við erum raun­veru­lega sann­færð um að þeir séu að eyði­leggja Ísland, þá ber okkur skylda til að koma þeim frá.



Maður á aldrei að bera neinn saman við nas­ista, jafn­vel ekki þjóð­remb­ings­lega lyga­laupa eins og þá sem sitja nú við stjórn­völ­inn, en það er besta dæmið sem mér dettur í hug. Hver bar ábyrgð á nas­ism­an­um? Hitler og fylgj­endur hans að sjálf­sögðu, þar næst komu kjós­endur hans, vopna­salar og áhrifa­menn úr við­skipta­líf­inu, eflaust má tína fleiri ábyrgð­ar­að­ila til en að lokum komum við að venju­lega þýska borg­ar­an­um. Ber honum sið­ferð­is­leg skylda til að koma í veg fyrir óhæfu­verkin sem ógna land­inu sem hann býr í? Ég myndi svara já við þeirri spurn­ingu, þótt ég hafi samúð með öllum þeim sem leggja ekki út í svona erf­iðan bar­daga. Sjálfur er ég efins um að ég hefði skotið skjól­húsi yfir gyð­inga og sígauna, eða tekið sjéns­inn á að dreifa áróð­urs­ritum gegn stjórn­völd­um. (En við getum verið sam­mála um að við ættum að reyna að vera hug­rökk og taka sið­ferð­is­lega erf­iðar ákvarð­an­ir, ekki satt?)



Sem betur fer blasir ekki svona erf­iður bar­dagi við íslenskum borg­ur­um. Telji þeir að eitt­hvað sé að eyði­leggja landið þeirra geta þeir bara ein­fald­lega farið út á Aust­ur­völl (í góðu jafnt sem slæmu veðri) og byrjað að mót­mæla. Það er pínu vand­ræða­legt í fyrstu en með tím­anum gæti fámenn mót­mæla­staða orðið fjöl­menn. Við höfum séð það einu sinni áður í Íslands­sög­unni að fólk safn­ist saman og komi van­hæfri og spilltri rík­is­stjórn frá.



Er Ísland ónýtt? Ef svo er, getum við lagað það eða er lang­tímaplan okkar allra kannski norskur rík­is­borg­ara­rétt­ur?



Það er of ein­falt svar að segja bara fokk jú við valda­fólkið og ráð­herrana, þau eru þarna í okkar umboði, í okkar þögn.



Svo fokk jú Snæ­björn Brynjars­son.



Fokk jú Bragi Páll Sig­urð­ar­son.



Fokk jú venju­legi Íslend­ingur sem fær þig ekki upp af rass­inum og út á götu til að koma van­hæfu fólki frá völd­um.



Fokk jú og farðu að vona, hugsa og and­mæla. Taktu áhætt­una.



Pistil­inn er svar við aðsendum pistli Braga Páls Sig­urð­ar­sonar sem birt­ist í Kjarn­anum í síð­ustu viku. Hann má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None