Þú eyðilagðir Ísland

M.tm-.lendur-vi.-Al.ingish.si-.-715x320.jpg
Auglýsing

Ísland er ónýtt, segja marg­ir. Ónýtt barasta.

Ísland var frá­bært, segja þau. Eða ég hélt það. En svo átt­aði ég mig á því að það var ekki svo frá­bært. Og nú er ég reið­ur, en ég ætla ekki að gera neitt í því.

Auglýsing


Það var ekki ég sem eyði­lagði Ísland. Það voru póli­tíkusarn­ir, það voru gagn­lausu fjöl­miðl­arnir og banka­fólk­ið. Í okkar huga eyði­lagði ekk­ert okkar Ísland. Í huga Dav­íðs Odds­sonar sem birt­ist okkur reglu­lega í mogg­anum eyði­lagði Jón Ásgeir Ísland og í huga Jón Ásgeirs (sem birt­ist okkur að ein­hverju leyti í Frétta­blað­inu) eyði­lagði Davíð Odds­son Ísland. Þessir menn eyðilögðu vissu­lega Ísland, ef við gerum ráð fyrir því að Ísland sé eyði­lagt, en kannski er það of ein­föld og þægi­leg sögu­skýr­ing fyrir okkur tvo.Hver Íslend­ingur ber sína ábyrgð. Í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi ber kjós­and­inn ábyrgð á þeim póli­tíkusum sem hann kýs, og ef póli­tíkusarnir neita í sífellu að segja af sér fyrir afglöp sin eða kom­ast upp með alls kyns spill­ingu þá er það kjós­and­ans að refsa hon­um. Á Íslandi berum við enn meiri ábyrgð en í venju­legu lýð­ræði, við erum sem ein­stak­lingar hlut­falls­lega stærri partur af þjóð­inni. (Vinir okkar og kunn­ingjar ná oft upp í heila pró­sentu­tölu, liggur við).Það er kannski kom­inn tími til að við veltum því fyrir okkur hver ábyrgð hins venju­lega Íslend­ings er í þessum hörm­ungum öllum sam­an. (Ég er í sjálfu sér ekki bara að tala um hrunið og ger­spillta einka­væð­ingu, ósann­gjarnt kvóta­kerfi, sví­virði­lega lélega stjórn­sýslu, heldur bara allt sam­an). Við erum óhemju ginn­keypt og með­virk upp til hópa. Mörg okkar firra sig ábyrgð með því að taka ekki þátt og ætl­ast til þess að sam­fé­lagið lagi sig sjálft. (Það mun ekki gera það að sjálf­sögð­u). Við rétt­lætum það með:Af því það virkar ekki! Við kjósum hægri vinstri upp og niður norðnorð­vest­ur, og sama hvernig fer er okkur riðið í and­lit­ið. Sama hver „vinn­ur“ þá töpum við. Við erum pískaðir þrælar valda­stétt­ar­innar og fáum öðru hvoru að velja hver heldur á svip­unni. Einn af hverjum tíu treysta æðsta lög­jaf­ar­valdi lands­ins. Hvernig endar þetta?Og svo klykkjum við út:Feisum það bara: Ísland er ónýtt.Þetta er skilj­an­leg gremja. En það er engin áhætta fólgin í gremju. Það er miklu hættu­legra að vona og vilja bæta, taka slag­inn. Auð­vitað fáum við ekki nýja stjórn­ar­skrá með hálf­volgum stuðn­ingi, við fáum heldur aldrei sann­gjarnt kvóta­kerfi eða almenni­lega banka nema við tökum slag­inn við afar valda­mikið fólk. Það verður aldrei auð­veldur slag­ur, hann verður aldrei bara í pistlum eða á sam­fé­lags­miðl­um. Hann ger­ist með borg­ara­legri óhlýðni, með því að koma vald­höfum frá valdi og með því að færa erf­iðar fórn­ir.Það er athygl­is­verð stað­reynd að við sem þjóð höfum aldrei kosið stjórn sem var ekki með Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn og hafði traustan meiri­hluta. (Allar und­an­tekn­ingar hafa ávallt verið með tæpan meiri­hluta og lít­inn þjóð­ar­stuðn­ing). Í hverjum kosn­ingum eru mögu­leikar á að kjósa ein­hverja nýja flokka, taka sjéns­inn á ókunnu fólki og reyna á það, en sem þjóð tökum við aldrei þann sjéns. Óháðir og gagn­rýnir fjöl­miðlar rísa upp og finna engan rekstr­ar­grund­völl. Jafn­vel á þeim tíma sem Bónus var í eigu Jón Ásgeirs og hann var jafn­framt hatað­asti maður lands­ins versl­aði öll þjóðin þar. Við tókum heimsku­leg lán, og gleyptum við fárán­legum lygum um íslenska yfir­burði í efna­hags­líf­inu. Við trúum ennþá mörgum lygum um okkar sögu og okkar land, en hver ber ábyrgð á því? Eru það póli­tíkusarnir eða við sjálf?Við berum heil­mikla ábyrgð, jafn­vel þótt við per­sónu­lega kjósum ekki rík­i­s­tjórn­ar­flokk­ana þá berum við ábyrgð á hegðun þeirra. Því að ef mikið liggur við, og ef við erum raun­veru­lega sann­færð um að þeir séu að eyði­leggja Ísland, þá ber okkur skylda til að koma þeim frá.Maður á aldrei að bera neinn saman við nas­ista, jafn­vel ekki þjóð­remb­ings­lega lyga­laupa eins og þá sem sitja nú við stjórn­völ­inn, en það er besta dæmið sem mér dettur í hug. Hver bar ábyrgð á nas­ism­an­um? Hitler og fylgj­endur hans að sjálf­sögðu, þar næst komu kjós­endur hans, vopna­salar og áhrifa­menn úr við­skipta­líf­inu, eflaust má tína fleiri ábyrgð­ar­að­ila til en að lokum komum við að venju­lega þýska borg­ar­an­um. Ber honum sið­ferð­is­leg skylda til að koma í veg fyrir óhæfu­verkin sem ógna land­inu sem hann býr í? Ég myndi svara já við þeirri spurn­ingu, þótt ég hafi samúð með öllum þeim sem leggja ekki út í svona erf­iðan bar­daga. Sjálfur er ég efins um að ég hefði skotið skjól­húsi yfir gyð­inga og sígauna, eða tekið sjéns­inn á að dreifa áróð­urs­ritum gegn stjórn­völd­um. (En við getum verið sam­mála um að við ættum að reyna að vera hug­rökk og taka sið­ferð­is­lega erf­iðar ákvarð­an­ir, ekki satt?)Sem betur fer blasir ekki svona erf­iður bar­dagi við íslenskum borg­ur­um. Telji þeir að eitt­hvað sé að eyði­leggja landið þeirra geta þeir bara ein­fald­lega farið út á Aust­ur­völl (í góðu jafnt sem slæmu veðri) og byrjað að mót­mæla. Það er pínu vand­ræða­legt í fyrstu en með tím­anum gæti fámenn mót­mæla­staða orðið fjöl­menn. Við höfum séð það einu sinni áður í Íslands­sög­unni að fólk safn­ist saman og komi van­hæfri og spilltri rík­is­stjórn frá.Er Ísland ónýtt? Ef svo er, getum við lagað það eða er lang­tímaplan okkar allra kannski norskur rík­is­borg­ara­rétt­ur?Það er of ein­falt svar að segja bara fokk jú við valda­fólkið og ráð­herrana, þau eru þarna í okkar umboði, í okkar þögn.Svo fokk jú Snæ­björn Brynjars­son.Fokk jú Bragi Páll Sig­urð­ar­son.Fokk jú venju­legi Íslend­ingur sem fær þig ekki upp af rass­inum og út á götu til að koma van­hæfu fólki frá völd­um.Fokk jú og farðu að vona, hugsa og and­mæla. Taktu áhætt­una.Pistil­inn er svar við aðsendum pistli Braga Páls Sig­urð­ar­sonar sem birt­ist í Kjarn­anum í síð­ustu viku. Hann má lesa hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None