Fólkið á gólfinu afskiptalaust

esb_kjarninn_vef.jpg
Auglýsing

Ég man sterkt eftir Guð­mundi Jaka. Alltaf þegar hann kom fram og tjáði sig um mál sem snéru að fólk­inu á gólf­inu þá var hlust­að. Hann var for­maður Verka­manna­sam­bands Íslands á þessum tíma (1975 til 1991) og þing­maður Alþýðu­banda­lags­ins sömu­leiðis með­fram þeim störfum þó ég muni frekar eftir honum sem verka­lýðs­leið­toga en þing­manni.

Hann hafði sér­staka fram­komu með dimmri röddu og hægum talanda. En það sem var mest ein­kenn­andi við hann var sann­fær­andi fram­koma fyrir hönd fólks­ins á gólf­inu. Með fram­komu sinni tókst honum líka að setja stjórn­mála­menn og stjórn­völd undir pressu og þannig hafa áhrif á það hvernig mál komust á dag­skrá, hina póli­tísku for­gangs­röð­un.

Bar­áttan ekki jafn aug­ljósÉg sakna þess, ekki síst sem fjöl­miðla­mað­ur, að verða ekki jafn aug­ljós­lega var við stétta­bar­áttu núna eins og var í tíð Guð­mundar Jaka og kollegga hans. Stétta­bar­áttan núna er á margan hátt mátt­laus miðað við það sem áður var.

Ég held að ástæðan sé ekki veikir for­ystu­menn í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Í henni eru mörg dæmi um öfl­uga tals­menn.

Auglýsing

Tal­sam­bandið milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og stjórn­mála­manna, ekki síst á vinstri vængn­um, virð­ist vera veik­ara nú. Áður fyrr var sam­bandið oftar bein­tengt í gegnum fólk sem var á báðum víg­stöð­um, eins og reyndin var með Guð­mund Jaka. Færri dæmi eru um þetta núna. En það sem vegur þyngst er að stjórn­mála­menn hafa ekki eins mik­inn áhuga á stétta­bar­átt­unni, að því er virð­ist.

Veikróma rödd frá vinstriÁ und­an­förnu ári hafa verk­föll verið tíð. Fólkið á gólf­inu hefur verið að berj­ast fyrir betri kjörum og opin­berir starfs­menn sömu­leið­is, kenn­ar­ar, flug­menn og flug­virkjar svo dæmi séu tek­in. Þrátt fyrir þetta hafa vinstri flokk­arn­ir, Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in, með engum hætti tekið þau mál til sín og gert stétta­bar­átt­una að sínum helstu bar­áttu­mál­um. Veikróma rödd úr þessum áttum hefur engri athygli náð og það hefur verið stað­fest með könn­unum á fylgi og síðan slæmum úrslitum í kosn­ing­um.

Sér­stak­lega hefur þetta verið aug­ljóst í til­viki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún er væng­brotin þessa dag­ana, með afar veika mál­efna­lega stöðu eftir að Íslend­ingar höfn­uðu fyr­ir­sjá­an­lega í kosn­ingum þeirri leið sem Sam­fylk­ingin hefur lagað allt sitt mál­efna­starf að á und­an­förnum árum; Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Ísland er óra­fjarri því að upp­fylla Maastricht skil­yrðin fyrir inn­göngu í ESB og glímir enn við bráða­vanda í efna­hags­líf­inu sem rekja má til hruns fjár­mála­kerf­is­ins og setn­ingu fjár­magns­hafta í kjöl­far­ið. Sér­stak­lega er skulda­staða rík­is­sjóðs langt frá því að sam­ræm­ast við­mið­inu um skuldir upp á 60 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu sem þarf að upp­fylla til þess að geta orðið hluti af ESB, svo eitt þunga­vigt­ar­at­riði sé nefnt. Jafn­vel þó meiri­hluti Alþingis hafi sam­þykkt 16. júlí 2009 að sækja um aðild að ESB þá var ljóst frá upp­hafi að póli­tískur meiri­hluti var ekki að baki aðild­ar­ferl­inu. Fögur orð um að inn­ganga tæki aðeins tvö ár, eða í lengsta lagi fjögur ár, reynd­ust orðin tóm. Núna er síðan nýr for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, Jean Claude Juncker,  bú­inn að lýsa því yfir að ESB muni ekki stækka næstu fimm árin. ESB er því fjar­lægur mögu­leiki í augna­blik­inu og ætti ekki að vera jafn stór hluti af póli­tískri rök­ræðu eins og það er núna.

Í ljósi þess hversu miklir hags­munir eru í húfi – og þar hefur Sam­fylk­ingin rétt fyrir sér – þá voru það herfi­leg mis­tök að halda að þetta væri góður tíma­punktur til þess að sækja um aðild eins og for­ysta Sam­fylk­ing­ar­innar hélt fram. Eins og tím­inn hefur leitt í ljós var svo alls ekki. For­ysta flokks­ins greindi stöð­una kol­rangt þegar hún reyndi að selja almenn­ingi það að umsóknin væri eins og björg­un­ar­hringur í efna­hags­legum ólgu­sjó.

Stétta­bar­átta, hvar er hún?Á sama tíma og deilt hefur verið um ESB, oft í óþarf­lega miklu kast­ljósi okkar fjöl­miðla­manna, þá hefur stétta­bar­áttan farið fram næstum hljóða­laust. Vegna veikrar teng­ingar af vinstri vængnum inn í verka­lýðs­hreyf­ing­una og við fólkið á gólf­inu þá er víg­staða þess í bar­áttu við atvinnu­rek­endur og hags­muna­sam­tök þeirra veik­ari. Fólkið á gólf­inu hefur lít­inn póli­tískan stuðn­ing. Þetta hefur ekki síst orðið krist­al­tært í bar­áttu flug­manna og fleiri starfs­manna Icelandair fyrir betri kjör­um. Þeim hefur verið stillt upp sem efna­hags­legum bastörðum sem svífast einskis og hafa kröfur þeirra verið keyrðar niður með lögum í sumum til­fell­um. Í mínum huga var bar­átta þeirra sem stóðu í henni, og gera raunar enn, virð­ing­ar­verð. Ein­fald­lega dæmi­gerð bar­átta for­ystu fag­stéttar fyrir betri kjörum fram­tíð­ar­kyn­slóð­ar. Og ef stjórn­mála­menn hefðu horft á þetta mál út frá víg­línum stétta­bar­átt­unnar þá hefðu flug­menn fundið fyrir miklu meiri sam­stöðu meðal stjórn­mála­manna sem hugsa um hag fólks­ins á gólf­inu.

Önnur dæmi mætti nefna um þetta. Munur á launa­þróun stjórn­enda fyr­ir­tækja og fólks­ins á gólf­inu á und­an­förnum árum hefur sárasjaldan verið ræddur á hinu póli­tíska sviði. Hjá langstærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins, Hög­um, sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins stýra í krafti meiri­hluta­eign­ar, þá hefur launa­þró­unin verið með miklum ólík­ind­um. Sex æðstu stjórn­endur Haga fengu 240 millj­ónir króna í formi launa og bónusa í fyrra, eða að með­al­tali 3,3 millj­ónir króna á mán­uði á hvern stjórn­anda allt árið. Rekstur Haga byggir ekki á eld­flauga­vís­ind­um, frum­kvöðla­starf­semi, einka­rétt­ar­vörðum upp­finn­ing­um, ein­stöku hug­viti eða snilli­gáfu ein­stak­linga. Alls ekki. Um er að ræða mark­aðs­ráð­andi aðila á sviði inn­flutn­ings og sölu á dag­vöru og nauð­synj­um, mat­vöru þar á með­al, á einu minnsta mark­aðs­svæði í ver­öld­inni þar sem sam­keppnin er ekki alþjóð­leg.

Af ein­hverjum óskilj­an­legum ástæðum hefur fólkið á gólf­inu lít­inn stuðn­ing í þessu umhverfi í hinu póli­tíska lands­lagi. Stjórn­mála­mönn­unum virð­ist vera alveg sama og verka­lýðs­hreyf­ing­in, í gegnum aðild sína að stjórnum líf­eyr­is­sjóða, sýnir ekki í verki að þessi þróun sé ekki henni að skapi. Ein ástæðan er vafa­lítið sú að það er ekk­ert póli­tískt aðhald fyrir hendi, engin stétta­bar­átta sem heitið get­ur.

Elítan þarf að líta sér nærEl­íta íslenskra stjórn­mála­manna í öllum flokkum þarf að líta sér nær. Hún hefur of lítið fyrir því að setja sig inn í stétta­bar­átt­una, ekki síst á lands­byggð­inni. Einu sinni var hún víg­völlur stjórn­mál­anna. Þó alþjóða­póli­tísk staða Íslands, þar á meðal spurn­ingin um ESB-að­ild eða ekki ESB-að­ild, snú­ist um lang­tíma­hags­muni almenn­ings þá má fólkið á gólf­inu ekki vera afskipta­laust í stjórn­mál­unum frá degi til dags. Þetta á við um alla flokka, en sér­stak­lega hefur þetta verið áber­andi þegar Sam­fylk­ingin er ann­ars veg­ar. Út á við er hún eins og ofdekrað borg­ar­barn sem hefur sárasjaldan komið út fyrir borg­ar­mörkin eða unnið á gólf­inu. Fylgið við hana er líka þannig; sterk staða í Reykja­vík, reyndar vegna mik­ils per­sónu­legs fylgis við Dag B. Egg­erts­son borg­ar­stjóra, og afleit á lands­byggð­inni.

Hennar helsta bar­áttu­mál hefur verið aðild að ESB í næstum ára­tug, og það hefur bitnað á sam­bandi við fólkið á gólf­inu og lands­byggð­ina meðal ann­ars. Svo virð­ist sem Sam­fylk­ingin sé í ógöng­um, með mál­efna­legan leið­ar­vísi í sínu póli­tíska starfi þar sem ESB er alltaf ljósið við enda gang­anna. Í ljósi efna­hags­legrar stöðu lands­ins þá grefur þessi mikla áherslu á að ESB og evra geti bjargað okkur – þegar og ef okkur tekst að upp­fylla skil­yrði um inn­göngu – undan því að tekið sé af festu á málum líð­andi stund­ar. Sam­fylk­ingin hefur ekk­ert plan B og planið um ESB og evru er farið út um þúf­ur.

Hvernig sem vinstri væng­ur­inn á eftir að þró­ast í íslenskum stjórn­málum þá virð­ist hann ekki geta gert annað en að koma sér betur fyrir meðal fólks­ins á gólf­inu. Þar stóð Guð­mundur Jaki yfir­leitt og las mönnum pistil­inn, ýmist með réttu eða röngu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None