Lesfimi og hvatning

Formaður samtaka móðurmálskennara segir að ráðamenn ættu að sjá sóma sinn í að afnema álögur af bókum og auðvelda almenningi að nálgast það sem skiptir lesfimi allra mestu máli, bækur.

Auglýsing

Á dög­unum kynnti Mennta­mála­stofnun nið­ur­stöð­ur les­fim­i­prófa sem voru lögð fyrir íslenska grunn­skóla­nem­endur í fyrsta skipti skóla­árið 2016–2017. Rann­sóknir og mið­lægar stöðukann­anir á náms­getu ung­menna eru þarfa­þing fyrir skóla og kenn­ara til þess að geta mætt nem­endum á þeirra for­sendum en þeim má ekki ofgera. Les­hraði nem­enda er vissu­lega mik­il­vægur en þegar upp er staðið er það lesskiln­ing­ur­inn sem skiptir mestu máli og honum fer aft­ur. Ljóst er að orða­forði ung­menna hefur dvín­að, orða­forð­inn breyt­ist með tím­anum og mörg ung­menni skilja ekki algeng orð þá sýna rann­sóknir einnig að þeim fækkar sem lesa sér til gagns og gam­ans. Eftir sem áður er það þó alltaf lestur sem skiptir höf­uð­máli. 

Hvetj­andi lestr­ar­um­hverfi

Lyk­il­inn að bættu og hvetj­andi lestr­ar­um­hverfi barna og ung­menna er að finna bæði í skólum og inni á heim­il­um. Í skólum eru skóla­bóka­söfn sem þurfa að búa yfir æði fjöl­breyttu les­efni en það kostar fé sem virð­ist, ein­hverra hluta vegna, af skornum skammti í mennta­kerf­inu öllu. Það er því fagn­að­ar­efni að Reykja­vík­ur­borg hyggst leggja fé til bætts bóka­kosts skóla­safna og von­andi að sveit­ar­fé­lög veiti styrki til hins sama. Ynd­is­lestur, þar sem nem­endur velja sér bækur sem hæfa þeim og vekja áhuga, þarf að efla og ætti hann að vera eðli­legur hluti alls grunn- og fram­halds­skóla­náms. Enn frem­ur ­skipta ýmsar upp­á­komur innan skóla miklu máli. Lestr­ar­á­tak Ævars vís­inda­manns r gott dæmi um vel heppn­aðan við­burð og frá­bært fram­tak ein­stak­lings. Stóra upp­lestr­ar­keppnin í 7. bekk skiptir hér einnig máli sem og sú Litla sem haldin er víða um land í 4. bekk á vegum Radda, sam­taka um vand­aðan upp­lestur og fram­sögn. Allir við­burðir sem snerta lestur skipta máli. 

Heima skipta for­eldrar og for­ráða­menn öllu máli. Lestr­ar­þjálfun fer fram heima og það er á ábyrgð okkar for­eldr­anna að börnin séu vel læs, hafi lesskiln­ing og nægan orða­forða. Börn og ung­menni verða að lesa heima sér til gagns og gam­ans að minnsta kosti fimm daga vik­unn­ar. For­eldrar þurfa líka að lesa fyrir ung­menni og ættu ekki ekki hætta því eftir að börnin verða læs. Þannig eykst orða­forði þeirra og gæða­stundum fjölg­ar. Vissu­lega er bak­grunnur nem­enda mis­jafn og þarf skól­inn að gæta að því að allir nem­endur standi jafn­fætis þegar kemur að bóka­kosti og lestri. 

Auglýsing

Vafa­samt Evr­ópu­met

Við Íslend­ingar erum kapp­söm þjóð og eigum ýmis vafasöm met. Eitt þeirra er Evr­ópu­met í net­notk­un. Net­notkun barna og ung­menna er víða hömlu­laus og ekki settar um hana regl­ur. Net­notkun okkar full­orðna fólks­ins er líka mikil og það er okkar að setja sjálfum okkur og börn­unum mörk og vera þeim fyr­ir­mynd. Skjá­gláp ung­menna er tíma­þjófur sem bitnar á ýmsum náms­þátt­um. Efnið sem flestir horfa á er ekki á íslensku og hefur það því bein áhrif á orða­forða og lesskiln­ing. Það er því sann­kallað kapps­mál að tapa for­yst­unni í net­notk­un.  

Mun­að­ar­vara

Und­an­farin ár hafa sprottið upp fjöl­breytt og spenn­andi bóka­for­lög sem sér­hæfa sig í útgáfu bóka sem henta mis­mun­andi aldri. Lík­lega er úrval les­efnis á íslensku meira núna en það hefur verið áður en stóra spurn­ingin er: Hve lengi varir það? Um dag­inn barst sú sorg­ar­frétt að bók­sala hefði hrun­ið. Margar hindr­anir standa í vegi íslenskra bóka en sú sem ráða má best við eru álögur á bæk­ur. Á Íslandi eru bækur mun­að­ar­vara sem fólk með með­al­tekjur veigrar sér við að kaupa. Ráða­menn, sem á há­tíð­ar­stund­um tala um gildi íslenskrar tungu og gefa út læs­is­sátt­mála ættu að sjá sóma sinn í því afnema álögur af bókum og auð­velda almenn­ingi að nálg­ast það sem skiptir les­fimi allra mestu máli, bæk­ur.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og for­maður Sam­taka móð­ur­máls­kenn­ara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar