Lesfimi og hvatning

Formaður samtaka móðurmálskennara segir að ráðamenn ættu að sjá sóma sinn í að afnema álögur af bókum og auðvelda almenningi að nálgast það sem skiptir lesfimi allra mestu máli, bækur.

Auglýsing

Á dög­unum kynnti Mennta­mála­stofnun nið­ur­stöð­ur les­fim­i­prófa sem voru lögð fyrir íslenska grunn­skóla­nem­endur í fyrsta skipti skóla­árið 2016–2017. Rann­sóknir og mið­lægar stöðukann­anir á náms­getu ung­menna eru þarfa­þing fyrir skóla og kenn­ara til þess að geta mætt nem­endum á þeirra for­sendum en þeim má ekki ofgera. Les­hraði nem­enda er vissu­lega mik­il­vægur en þegar upp er staðið er það lesskiln­ing­ur­inn sem skiptir mestu máli og honum fer aft­ur. Ljóst er að orða­forði ung­menna hefur dvín­að, orða­forð­inn breyt­ist með tím­anum og mörg ung­menni skilja ekki algeng orð þá sýna rann­sóknir einnig að þeim fækkar sem lesa sér til gagns og gam­ans. Eftir sem áður er það þó alltaf lestur sem skiptir höf­uð­máli. 

Hvetj­andi lestr­ar­um­hverfi

Lyk­il­inn að bættu og hvetj­andi lestr­ar­um­hverfi barna og ung­menna er að finna bæði í skólum og inni á heim­il­um. Í skólum eru skóla­bóka­söfn sem þurfa að búa yfir æði fjöl­breyttu les­efni en það kostar fé sem virð­ist, ein­hverra hluta vegna, af skornum skammti í mennta­kerf­inu öllu. Það er því fagn­að­ar­efni að Reykja­vík­ur­borg hyggst leggja fé til bætts bóka­kosts skóla­safna og von­andi að sveit­ar­fé­lög veiti styrki til hins sama. Ynd­is­lestur, þar sem nem­endur velja sér bækur sem hæfa þeim og vekja áhuga, þarf að efla og ætti hann að vera eðli­legur hluti alls grunn- og fram­halds­skóla­náms. Enn frem­ur ­skipta ýmsar upp­á­komur innan skóla miklu máli. Lestr­ar­á­tak Ævars vís­inda­manns r gott dæmi um vel heppn­aðan við­burð og frá­bært fram­tak ein­stak­lings. Stóra upp­lestr­ar­keppnin í 7. bekk skiptir hér einnig máli sem og sú Litla sem haldin er víða um land í 4. bekk á vegum Radda, sam­taka um vand­aðan upp­lestur og fram­sögn. Allir við­burðir sem snerta lestur skipta máli. 

Heima skipta for­eldrar og for­ráða­menn öllu máli. Lestr­ar­þjálfun fer fram heima og það er á ábyrgð okkar for­eldr­anna að börnin séu vel læs, hafi lesskiln­ing og nægan orða­forða. Börn og ung­menni verða að lesa heima sér til gagns og gam­ans að minnsta kosti fimm daga vik­unn­ar. For­eldrar þurfa líka að lesa fyrir ung­menni og ættu ekki ekki hætta því eftir að börnin verða læs. Þannig eykst orða­forði þeirra og gæða­stundum fjölg­ar. Vissu­lega er bak­grunnur nem­enda mis­jafn og þarf skól­inn að gæta að því að allir nem­endur standi jafn­fætis þegar kemur að bóka­kosti og lestri. 

Auglýsing

Vafa­samt Evr­ópu­met

Við Íslend­ingar erum kapp­söm þjóð og eigum ýmis vafasöm met. Eitt þeirra er Evr­ópu­met í net­notk­un. Net­notkun barna og ung­menna er víða hömlu­laus og ekki settar um hana regl­ur. Net­notkun okkar full­orðna fólks­ins er líka mikil og það er okkar að setja sjálfum okkur og börn­unum mörk og vera þeim fyr­ir­mynd. Skjá­gláp ung­menna er tíma­þjófur sem bitnar á ýmsum náms­þátt­um. Efnið sem flestir horfa á er ekki á íslensku og hefur það því bein áhrif á orða­forða og lesskiln­ing. Það er því sann­kallað kapps­mál að tapa for­yst­unni í net­notk­un.  

Mun­að­ar­vara

Und­an­farin ár hafa sprottið upp fjöl­breytt og spenn­andi bóka­for­lög sem sér­hæfa sig í útgáfu bóka sem henta mis­mun­andi aldri. Lík­lega er úrval les­efnis á íslensku meira núna en það hefur verið áður en stóra spurn­ingin er: Hve lengi varir það? Um dag­inn barst sú sorg­ar­frétt að bók­sala hefði hrun­ið. Margar hindr­anir standa í vegi íslenskra bóka en sú sem ráða má best við eru álögur á bæk­ur. Á Íslandi eru bækur mun­að­ar­vara sem fólk með með­al­tekjur veigrar sér við að kaupa. Ráða­menn, sem á há­tíð­ar­stund­um tala um gildi íslenskrar tungu og gefa út læs­is­sátt­mála ættu að sjá sóma sinn í því afnema álögur af bókum og auð­velda almenn­ingi að nálg­ast það sem skiptir les­fimi allra mestu máli, bæk­ur.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og for­maður Sam­taka móð­ur­máls­kenn­ara.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar