Um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi

Ólafur I. Sigurgeirsson, lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum, skrifar um erfðablöndun laxfiska og áhættumat Hafrannsóknarstofnunar á henni.

Auglýsing

Á dög­unum lagði stafs­hópur skip­aður af ráð­herra fram stefnu­mót­andi skýrslu um fram­tíð og fyr­ir­komu­lag fisk­eldis á Íslandi. Þar eru ýmsar breyt­ingar og áherslur lagðar til með það mark­mið að atvinnu­greinin geti orðið sterk og öflug en jafn­framt að starf­semin verði í sátt við nátt­úr­una og hafi sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Megin inni­hald skýrsl­unnar fjallar um lax­eldi, einkum kvía­eldi á laxi. Starfs­hóp­ur­inn leggur til að áhættu­mat Haf­rann­sókn­ar­sofn­unar (Áhættu­mat vegna mögu­legrar erfða­blönd­unar milli eld­is­laxa og nátt­úru­legra laxa­stofna á Íslandi) sé á hverjum tíma lagt til grund­vallar við úthlutun rekstr­ar­leyfa og heim­ilt fram­leiðslu­magn. Því er áhættu­matið aug­ljós­lega gríð­ar­lega mik­il­vægt og hefur afger­andi áhrif á stefnu­mót­un­ina. Áhuga­vert er að skoða það aðeins.

Við blasir að mjög flókið hlýtur að vera að gera slíkt áhættu­mat sem á að ná yfir mögu­lega atburði í flók­inni og síbreyti­legri nátt­úru hjá fisk­teg­und með merki­legan en flókin lífs­fer­il. Til hlið­sjónar vinnu sinni við matið leggur Haf­rann­sókn­ar­sofn­unin til að „….nýtt yrði (verði) fyr­ir­liggj­andi þekk­ing hér­lendis og erlendis til að meta hversu mikið eldi á frjóum laxi í sjó­kvíum væri (er) óhætt að stunda án þess að óásætt­an­leg áhætta væri (sé) tekin með nátt­úru­lega laxa­stofna lands­ins“. Ýmis­legt í þess­ari skýrslu finnst und­ir­rit­uðum þó fremur óljóst og þarfn­ist nán­ari skýr­inga af hálfu höf­unda áhættu­mats­ins. Grund­völlur slíks áhættu­mats þarf að vera eins skýr og kostur er enda mjög margir sem láta sig varða mál­efni tengd Atl­ants­haf­s­lax­in­um, hvort sem villtur lax eða eld­is­lax á í hlut. Kapps­fullar umræður eftir útkomu áhættu­mats­ins og stefnu­mót­un­ina benda ein­dregið til þess.

Nýlegar erfða­grein­ingar á laxa­stofnum í Nor­egi sýna óyggj­andi að eld­is­lax hefur náð að bland­ast við villtan lax í ein­hverjum mæli í sumum ám. En vand­inn við gerð áhættu­mats, um lík­indi þess hver áhrif eld­is­laxa sem sleppa út í nátt­úr­una verða á villta laxa­stofna til langs tíma lit­ið, er að þekk­ingin er fremur tak­mörkuð (Glover et al., 2017). Vitað er að lífs­hæfni eld­is­fisks í villtri nátt­úru er mjög skert í sam­an­burði við villtan fisk, hrygn­ing­ar­ár­angur eld­is­hrygna innan við þriðj­ungur af árangri villtra hrygna og árangur eld­is­hænga aðeins 1-3%. Seiði sem eru afkvæmi eld­is­fiska eða blend­ingar milli eld­is­fiska og villtra fiska geta kom­ist á legg í ánni og átt í sam­keppni við hrein villt seiði. Gerðar hafa verið til­raun­ir, (hvar búnir voru til hrogna­hópar villtra, eldis og blend­inga og hrognin grafin í ánni) sem sýna að afkvæmi eld­is­fiska og blend­ingar við villta fiska hafa skertar lífslíkur sam­an­borið við villt seiði. Þau uxu hins­vegar alla jafna hraðar sem smá­seiði en þau villtu og gátu þar með mögu­lega rutt þeim frá á upp­vaxt­ar­svæð­um. Ef upp­vaxt­ar­svæði eru tak­mörkuð eða ef villtir stofnar standa veikt fyrir í ánni gæti það orðið til þess að færri villt seiði næðu sjó­göngu­bún­ingi og gengju til sjávar en ella væri (McG­innity et al., 2003). Þar sem lifun göngu­seiða af eld­is­upp­runa í sjó (dvelja gjarnan meira en 1 ár í sjó) og rat­vísi þeirra upp í heima­ána eftir sjáv­ar­dvöl er mjög skert er ályktað að nátt­úru­leg fram­leiðslu­geta árinnar minnki og þar með verði villti laxa­stofn­inn í hættu (McG­innity et al., 2003; Flem­ing et al., 2000). Það á þó einkum við ef kyn­þroska eld­is­fiskur berst ítrekað í miklum mæli upp í vatna­svæðið (Tar­anger et al., 2014). Sýnt hefur verið fram á að kyn­bættur eld­is­lax hefur haft áhrif á aldur og kyn­þroska­stærð í 62 villtum laxa­stofnum og þar með á lífs­sögu­lega mik­il­væga þætti  (Bol­stad et al., 2017). Því er mik­il­vægt að fækka eld­is­löxum sem sleppa eins og fram­ast er unnt og eða draga úr mögu­legum áhrifum þeirra á villta laxa­stofna.

Auglýsing

Hvað verður um lax sem slepp­ur? Tals­verð þekk­ing er til um afdrif eld­is­laxa sem sleppa úr kví, mögu­leik­ana til að kom­ast af í villtri nátt­úru og þar með á lík­indi þess að þeir gangi upp í fersk­vatn til hrygn­ingar (t.d. Skil­brei et al., 2015), sem er auð­vitað for­senda þess að áður nefnd erfða­blöndun eigi sér stað. Ef eld­is­fiskur sleppur eru lík­urnar á að hann snúi til baka á sama svæði háðar mörgum þátt­um, svo sem sleppi­staðnum (ut­ar­lega / inn­ar­lega í firð­i), hvenær árs flótt­inn varð, hvar fisk­ur­inn var staddur í lífs­ferl­inum (ald­ur, stærð) hvort fisk­ur­inn var á leið í kyn­þroska, hvort vatns­fall er nálægt, og örugg­lega einnig öðrum land­fræði­legum og vist­fræði­legum aðstæðum (Tar­anger et al., 2014) ásamt árferði til lands og sjávar (Sa­lon­iemi, I. et al., 2004). Slopp­inn eld­is­fiskur sem nær kyn­þroska hefur til­hneig­ingu til að ganga seinna á haustinu upp í ár til að hrygna sam­an­borið við villtan kyn­þroska fisk (t.d. Fiske et al., 2001) og notar ekki endi­lega sömu hrygn­ing­ar­svæði í ánni (Moe et al., 2016). Ef ár eru auð­veldar upp­göngu (án fossa og flúða) virð­ist eld­is­fisk­ur­inn hafa til­hneig­ingu til að ganga ofar eða á efri svæði vatna­kerfa (Moe et al., 2016; Thor­stad et al., 1998). Munur á æxl­un­ar­hegðun eld­is­laxa og villtra laxa í „tíma og rúmi“ til við­bótar við skerta hrygn­ing­ar­hæfni eld­is­laxa í nátt­úr­unni gæti leitt til að hrygn­ing eld­is­fiska og villtra fiska skar­að­ist ekki í sumum til­vik­um, sem hefði áhrif á mögu­lega erfða­blöndun og lifun afkvæ­manna (Glover et al., 2017).

Við áhættu­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar er útbúið nýtt verk­færi eða svo­kallað gagn­virkt áhættu­lík­an. Segir m.a. að til­gangur þess sé að gefa rétta mynd af fjölda stoku­fiska sem gætu tekið þátt í klaki í hverri á, enda sé sá fjöldi í beinu sam­bandi við áhættu á erfða­blönd­un. Lagt er upp með að þrösk­ulds­gildi yfir hlut­fall stroku­laxa í laxa­stofni ár megi að hámark verða 4% en þá sé engin eða nær engin hætta á erfða­blöndun við villta stofna. Því er ljóst að auk fjölda eld­is­fiska sem sleppa og lík­legir eru til að ganga upp í til­tekna á (Kallað Fa- í lík­an­inu) er stærð villts laxa­stofns í við­kom­andi á lyk­il­þáttur (kallað Aa –í lík­an­in­u). Til við­bótar þessum breytum eru a.m.k. 9 aðrar breytur í lík­an­inu sem hver og ein getur í mörgum til­fellum verið háð öðrum inn­byggðum breyt­um. Við þær bæt­ast allar þær breyti­legu aðstæður sem finna má í sjó og í ein­staka ám auk ástands og sam­setningar (einnig stofnerfða­fræði­legrar) laxa­stofna sem þær bera. Hér er því verið að gera til­raun til að lýsa gríð­ar­lega flók­inni nátt­úru með reikni­lík­ani, við mat á áhættu erfða­blönd­unar við kyn­bættan eld­is­lax af norskum upp­runa. Nið­ur­stöður lík­ans­ins eru síðan not­aðar til að meta hvar óhætt er að stunda lax­eldi í kvíum án þess að of mikil áhætta sé tekin m.t.t. erfða­blönd­unar við villta stofna. Við slíka til­raun skiptir auð­vitað megin máli hvaða for­sendur menn gefa sér fyrir hverja og eina breytu og hvaða tölur eru settar inn í líkan­ið. Í skýrsl­unni er helstu breytum reikni­lík­ans­ins lýst, a.m.k. að nokkru leyti en und­ir­rit­aður játar að eiga stundum í erf­ið­leikum með að átta sig á þeim til hlítar enda verið að beita stærð­fræði á flókna líf­fræði. Ekki er ómögu­legt að ein­hverjar áhrifa­breytur hafi orðið útundan við lík­ana­smíð­ina. Kannski er rétt að skoða for­send­urnar nánar en öðrum látið eftir að meta hversu mikil áhrif breyttar for­sendur hafa á nið­ur­stöður áhættu­mats­ins.

1-2: Umfang eldis og fjöldi fiska

Umfang eldis (Fx) í firði x- mælt í tonnum á ári, og hlut­fall þeirra fiska sem sleppa fyrir hvert tonn fram­leitt (S- mælt í fjölda fiska á hvert tonn fram­leitt).: Við þetta mat er stuðst við opin­berar tölur frá Nor­egi og Skotlandi um fjölda stroku­laxa. Talið er víst að opin­beru töl­urnar séu und­ir­mat því ekki sé allt strok til­kynnt (Glover et al. 2017) og að það sjá­ist meðal ann­ars á að sam­band til­kynnts magns og fjölda stroku­laxa fylgist ekki að. Jafn­framt er full­yrt að línu­legt sam­band ætti að vera þar á milli.

Lang víð­tæk­ustu rann­sóknir sem gerðar hafa verið um afdrif og end­ur­heimtur stoku­laxa voru fram­kvæmdar af norsku Haf­rann­sókn­ar­sofn­un­inni (MRI), einkum á ára­bil­inu 2005-2010 (Skil­brei, O. T. 2010a.; Skil­brei, O. T. 2010b.; Skil­brei, O. T. 2013.;  Skil­brei,O.T. et al. 2013;  Skil­brei,O.T., et al. 2009;  Skil­brei, O. T., et al. 2010;  Skil­brei,O.T. & Jørg­en­sen,T.2010;  Skil­brei, O. T., Skul­stad, O. F., & Han­sen, T. 2014.;  Skil­brei, O. T. & Wenn­evik, V. 2006) og  jafn­framt voru þær nið­ur­stöður not­aðar til að þróa reikni­að­frerð (Monte Car­lo) til að leggja mat á raun­veru­legt strok miðað við upp­gefnar og skráðar tölur á tíma­bil­inu 2005-2011 (Skil­brei, O.T., Heino, M., & Svåsand, T., 2015). Með öllum fyr­ir­vörum sem settir eru við útreikn­ing­ana kom­ast höf­undar að þeirri nið­ur­stöðu að raun­veru­legt strok geti verið 2-4 sinnum hærra en upp­gefnar töl­ur, en stuð­ull­inn var met­inn út frá upp­gefnum fjölda tap­aðra seiða á áður greindu ára­bili. Frá­vikið var einna lík­leg­ast talið stafa af því að ný- eða nýlega útsett göngu­seiði sleppi út í mun meira mæli en menn geri sér grein fyrir og til­kynnt er. Mis­ræmið var talið helg­ast einna helst af of stórum möskva í nóta­pokum (smug) miðað við stærð og stærð­ar­breyti­leika í hópum útsettra seiða á tíma­bil­inu, enda lítið (ca 4%) um til­kynnt til­vik á töp­uðum göngu­seiðum (göngu­seiði eru ýmist sett út á vor­in, snemm­sum­ars eða að haust­i). Árið 2008 voru settar strang­ari reglur til að draga úr áhættu við fisk­eldi í Nor­egi, þar á meðal krafa um áhættu­mat við með­höndlun og flutn­ing seiða í sjó og til að tryggja að möskva­stærð passaði fisk­stærð­inni og breyti­leka innan hóps­ins (Reg­ul­ation 2008-06-17 No. 822). Þessar starfs­reglur virð­ast hafa þau áhrif að fjöldi laxa sem sleppur hefur minnkað á síð­ustu árum. Sé litið á síð­ustu 16 ár var með­al­talið rúm­lega 0,5 laxar á hvert fram­leitt tonn, á síð­ustu 8 árum 0,2 laxar og á síð­ustu 5 árum 0,13 laxar á hvert fram­leitt tonn (unnið út frá tölum Statistisk sentral­byraa, wwwSS­B.no). Þessi þróun hefur orðið á sama tíma og eldið hefur auk­ist veru­lega en jafn­framt hafa auknar kröfur verið gerðar til alls bún­að­ar. Að auki hefur þró­unin verið í átt að útsetn­ingu stærri seiða hin síð­ari ár og því má búast við að færri smá­fiskar smjúgi út um möskva. Þess má geta að það sem af er ári 2017 hafa 7000 laxar verið skráðir sloppnir úr lax­eldi í Nor­egi, sem mun fram­leiða ríf­lega 1,3 millj­ónir tonna á árinu, en auð­vitað er árið ekki lið­ið. Í áhættu­mati Haf­rann­sókn­ar­sofn­un­ar­innar er kosið að nota tölur frá tíma­bil­inu 2009 og áfram stuðst við stuð­ul­inn 4 til marg­föld­unar þó flest bendi til að göngu­seiðasmug um möskva hafi minnkað veru­lega. Gefur það þá rétta mynd af stöðu mála? Jafn­framt er þess getið í skýrsl­unni að hlut­fall stroks í Skotlandi sé 10 sinnum hærra en í Nor­egi. Ekki er getið um heim­ild en passar illa við upp­gefnar tölur yfir skoskt fisk­eldi.

Í lýs­ingu á notkun áhættu­lík­ans­ins er gert ráð fyrir að 0,8 fiskar strjúki á hvert tonn fram­leitt enda örygg­is­stuðlinn 4 not­aður til marg­feldis við upp­gefnar með­al­tölur tap­aðra fiska frá Nor­egi á ára­bil­inu 2009-2016. Tekið er fram að miðað við stuð­ul­inn 0,8 ættu u.þ.b. 9000 laxar að strjúka úr íslenskum sjó­kvíum á árinu 2017 og nefnt að það sé lík­lega mun hærra en raun­töl­ur. Hvað verður veit eng­inn en sagt að stuðl­inum sé einnig ætlað að ná yfir stór­slysa­slepp­ingar sem gætu átt sér stað með löngu ára­bili. Það hlýtur að vera álita­efni hversu mikil erfða­blönd­un­ar­á­hrif stór­slysa­slepp­ing með löngu milli­bili hef­ur, sér­stak­lega í ljósi þess að miklu máli skiptir á hvaða stigi eða aldri fisk­ur­inn er þegar slíkt gerð­ist og á hvaða árs­tíma. Lífslíkur ólíkra stærða slopp­ins eld­is­lax í sjó eru afar mis­mun­andi og lík­lega má einnig búast við minni afkomu­mögu­leikum þegar slepp­ingar verða t.d. að vetri en að vori. Síðan má einnig spyrja hvenær á að styðj­ast við raun­tölur og hvenær ekki?

3-4. Hegðun og lifun göngu­seiða

Hegðun ungra sjó­göngu­seiða sem strjúka er önnur en eldri fiska sem sleppa. Þetta er lyk­il­at­riði fyrir allt áhættu­matið og því er snemm­búið strok með­höndlað sér­stak­lega. Ald­ur, stærð og árs­tími við flótta eld­is­laxa úr kvíum hefur afger­andi áhrif á afdrif þeirra í sjó (Skil­brei et al. 2015) og á lík­lega svipað við um nátt­úru­leg göngu­seiði. Alin göngu­seiði til fisk­ræktar eru talin yfir­gefa ána sem þeim er sleppt (yf­ir­leitt þeirra heimaá) og halda  til­tölu­lega hratt til sjáv­ar. Villt göngu­seiði fara til sjávar yfir lengri tíma, ferð­ast niður ána að næt­ur­lagi og verða smám saman virk­ari í dags­birtu þegar hita­stig hækkar og seltu­þoli er náð (Thorpe et al., 1994). Mögu­lega á inn­prentun á upp­runaá sér því stað allan þann tíma sem þau dvelja í ánni. Því virð­ist vera marg­vís­legur munur á atferli og lífs­mögu­leikum villtra göngu­seiða og göngu­seiða af villtum upp­runa sem sleppt er í á í fisk­rækt­ar­skyni, sem hefur áhrif á hversu vel þau rata og skila sér sem full­orð­inn kyn­þroska fiskur á æsku­stöðv­arnar til að hrygna (t.d. Jons­son et al., 2003,; Keffer, M.L. & Caudill, C.C., 2014). Almennt er álitið að eftir því sem lax­inn hefur verið lengur við eld­is­að­stæður tap­ist rat­vísi hans og afkomu­mögu­leikar í villtri nátt­úru minnka. Íslenskur sam­an­burður á end­ur­heimtum villtra göngu­seiðum og seiða sem fram­leidd eru með eldi (n= 750 þús­und seiði) en upp­runnin úr sömu á sýnir að eldið hefur nei­kvæð áhrif og end­ur­heimtur eru minni. Þannig voru heimtur örmerktra göngu­seiða í fiski­rækt á Íslandi á ára­bil­inu 1986-1994 að með­al­tali um 0,61% (Magnús Jóhanns­son og Sig­urður Guð­jóns­son, 1996 ). End­ur­heimtur eld­is­göngu­seiða úr slepp­ingum í Laxá í Aðal­dal hafa að með­al­tali verið um 0,5% í veiði og svip­aðar í Hofsá í Vopna­firði (Guðni Guð­bergs­son 2010; Þórólfur Ant­ons­son og Ingi Rúnar Jóns­son 2004). Því er ljóst að afföll seiða sem komið er á legg í eld­iskerjum eru gríð­ar­leg í hafi.

Þó end­ur­heimtu­hlut­fall göngu­seiða sé almennt mjög lágt felst ógnin af göngu­seiðum sem tap­ast úr kvíum í miklum fjölda þeirra. Smolt (sjó­göngu­seiði) og post-smolt (<230g) sem sleppa úr eld­is­kví eru talin ganga hratt út á opið haf (Jons­son, B. & Jons­son, N., 2006; Skil­brei, O. et al., 2009). Því er aug­ljós­lega afar erfitt að ætla sér að minnka skað­ann með því að veiða þau í net eða gildrur nærri fisk­eld­is­stöð­inni (Skil­brei et al., 2015). Eld­is­lax hefur verið kyn­bættur í 12+ kyn­slóðir og er því smám saman að verða ólík­ari villtum laxi en meira hús­dýr í gerð­inni. Kyn­bæt­urnar miða m.a. að hröðum vexti en gegn snemm­kyn­þroska. Líf við eld­is­að­stæður hefur einnig áhrif á atferli í nátt­úr­unni, sem gerir fisk­inn óhæf­ari til að kom­ast af. Til dæmis hefur skoðun leitt í ljós að 60-96% eld­is­fisks sem veiddur er í nátt­úr­unni er með tóman maga (t.d. Soto et al., 2001,; Abrantes et al., 2011; Hislop & Webb, 1992).  Eld­is-­göngu­seiði sem strjúka dvelja í 1-3 ár í sjó áður en kyn­þroska er náð og þau taka að leita uppi fersk­vatn til hrygn­ing­ar. Lengdur sjó­dval­ar­tími hefur að sjálf­sögðu áhif á lífslík­urn­ar. End­ur­heimtur flú­inna eld­isseiða úr hafi eru umtals­vert lak­ari en villtra seiða. Tvær megin rann­sóknir hafa verið gerðar á sam­an­burði á end­ur­heimtum villtra göngu­seiða og eld­isseiða sem sleppt hefur verið í ár. Önnur er kennd við Burris­hoole á Írlandi hvar lifun frá smolti að full­orð­ins­stigi eftir einn vetur í sjó var að með­al­tali 8% (2,9-12,6%) hjá villta fisk­inum en aðeins 2% (0,4-4,4%) hjá eld­is­fisk­inum (Pigg­ins & Mills, 1985).

Hin rann­sóknin á end­ur­heimtum göngu­seiða fór fram í ánni Imsa í Nor­egi og stóð yfir í 14 ár. Þar voru meðal end­ur­heimtur metnar 8,9% hjá villtum seiðum en 3,3% og 2,9% hjá 1+ og 2+ eld­is-­göngu­seiðum sem sleppt var í ána (N. Jons­son et al., 2003). Í Eystra­salt­inu var lifun villtra göngu­seiða metin 4,5x meiri en eld­isseiða (Sa­lon­iemi et al., 2004). Í umfangs­miklum sleppi- og end­ur­heimtutil­raunum norsku Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar, hvar eld­is­fiski var sleppt úr eld­isk­ví, en var bæði end­ur­heimtur með veiðum í sjó og í ferskvatni, var end­ur­heimtu­hlut­fall göngu­seiða sem sleppt var að vori eða fyrri part sum­ars (n= 64 þús­und, þyngd <230g) sam­tals 0,36% (Skil­brei et al. 2015). Þó hlut­fallið sé lágt felst hættan við strok göngu­seiða að vori einkum í að fjöldi þeirra getur verið mik­ill og þau eru einna lík­leg­ust til að rata aftur heim – eða í nær­liggj­andi á. Þau sem kom­ast af hafa náð að lifa lengi af í villtri nátt­úru og aðlagst henni. Því er mest áríð­andi að koma í veg fyrir strok slíkra seiða úr eld­iskvíum, til að draga úr líkum á erfða­blönd­un.

Í umfjöllun um breytur fyrir snemm­búið strok í áhættu­mati Hafró (bls. 25) er tekið fram að stuðst er við nið­ur­stöður á lífslíkum á sjáv­ar­dvöl göngu­seiða úr haf­beit í Rangánum til við­mið­unar og gert ráð fyrir að þær séu 5% fyrir villt seiði. Síðan er notuð nið­ur­staða frá Hindar (Hindar et al. 2006) um að lífs­hæfni eld­is-­sjó­göngu­seiða sem sleppt er í á sé 37% af lífs­hæfni villtra seiða, sem gerir þá mat uppá 1,85% lifun eld­isseiða sem sleppa. Hvaða tölur er rétt að miða við er erfitt að meta en alt­ént kemur hér fram umtals­verður munur á mati lif­unar eins og hún reikn­ast fyrir eld­is-­göngu­seiði sleppt í á og eld­is-­göngu­seiði sem sleppa úr kví, en það getur haft tals­verð áhrif á nið­ur­stöðu reikni­lík­ans­ins. Lægri end­ur­heimtur seiða sem sleppa úr kví sam­an­borið við seiði sem sleppt er í ár segir tals­vert um skerta aðlög­un­ar­hæfni kví­a-eld­is­fisks­ins í nátt­úr­unni.

Til­raunir norsku haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar (MRI) náðu einnig til slepp­inga göngu­seiða utan hefð­bund­ins göngu­tíma (haustsmolt). Yfir 40% útsettra göngu­seiða í norsku lax­eldi eru svokölluð haustsmolt. Slík seiði eru fram­leidd með ljósa­stýr­ingu sem er lyk­il­þáttur við myndun seltu­þols laxa­seiða. Til­gang­ur­inn er að stýra fram­leiðslu eld­is­stöðva þannig að fram­boð fisks sé jafn­ara og nýt­ing bún­aðar sé sem best, auk þess sem slík seiði taka jafnan mik­inn vaxt­ar­kipp eftir sjó­setn­ingu. Eftir einn vetur í sjó (að vori) eru þessi seiði orðin 5-8x þyngri en jafn­aldrar þeirra sem aldir eru í ferskvatni yfir vet­ur­inn, jafn­vel þrátt fyrir mun læga hita­stig í sjón­um. Þetta er því álit­leg fram­leiðslu­að­ferð. Seiða­fram­leiðsla á laxi nýtir gjarnan hærra hita­stig ferskvatns til að hvetja vöxt­inn. Jarð­hiti á Íslandi gefur ein­stök tæki­færi til fram­leiðslu göngu­seiða utan nátt­úru­legs tíma og ætti að vera lykil atriði til lækkunar kostn­aðar og betri sam­keppn­is­stöðu eld­is­fyr­ir­tækja á Íslandi.

Í sleppi- og end­ur­heimtutil­raunum MRI á haustsmoltum (n=23 þús­und, þyngd <230g) skil­aði aðeins einn fiskur sér til baka, eftir 3.ja ára sjáv­ar­dvöl (0,004%). Lík­lega ganga seiðin hratt á haf út jafn­vel þó þau sleppi að hausti en lifun þeirra virð­ist vera hverf­andi lítil (Skil­brei, 2013). Stærri seiði (kringum 500g) sem hafa verið sum­ar­langt í sjó en sleppa að hausti eru stað­bundn­ari og því mun meiri mögu­leiki til end­ur­veiða í net (Ol­sen & Skil­brei, 2010; Skil­brei 2010). Í til­raun­unum tókst að end­ur­heimta tæp 11% fljót­lega eftir flótt­ann en sam­an­lagðar end­ur­heimtur eftir 1-3 ár í sjó voru 0,2% (Skil­brei et al. 2015). Haustseiði eða stærri seiði sem sleppa að hausti til (eftir að nátt­úru­leg ljóslota tekur að stytt­ast og göngur villtra seiða eru afstaðn­ar) eru því talin vera mun minni ógn og afar ólík­leg til að bland­ast við villta laxa­stofna samn­borið við vorseiði (Skil­brei, 2013). Sam­an­burður á lífslíkum haustsmolta og vor­smolta í hafi eru taldar vera 1:39  (T­ar­anger et al. 2012). Jafn­framt fundu Han­sen & Jon­son (1989; 1991) mikil áhrif útsetn­inga­tíma göngu­seiða á end­ur­heimtu­hlut­fall þeirra og lif­un.

Merki­legt má telja að þess­ara umfangs­miklu rann­sókna MRI og nið­ur­staðna um flótta göngu­seiða eða stórseiða að hausti sé ekki getið sér­stak­lega né til­lit tekið til þeirra í áhættu­mati Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar, við mat á lík­indum til blönd­unar við villta stofna ellegar í til­lögum og mót­væg­is­að­gerð­um. Aðeins eru metin áhrif göngu­seiða­slepp­inga (snemm­búið strok) en annar fiskur sem kynni að sleppa, óháð árs­tíma, settur í flokk­inn síð­búið strok. Raunar er þess getið (bls. 21) að lax sem sleppur á öðrum ævi­skeiðum en sem vor-­göngu­seiði eða full­orð­inn eigi minni mögu­leika og að lax sem sleppur að vetri drep­ist að lang stærstu leyti. Þessum stað­reyndum hefði þurft að gefa betri gaum. Tæki­færi íslensks lax­eldis fel­ast einmitt sér­stak­lega í notkun jarð­hita og góðs aðgangs að hrognum árið um kring til fram­leiðslu haust-­göngu­seiða og í fram­leiðslu stórseiða á landi. Hvoru tveggja styttir fram­leiðslutíma í sjó og því ætti áhætta vegna erfða­blönd­unar við villta stofna að minnka stór­lega.

5-6. Síð­búið strok, eld­is­tími og kyn­þroska­hlut­fall

Stór lax (>900g) sem sleppur úr eld­is­kví hefur allt aðra og almennt stað­bundn­ari hegðun en göngu­seiði sem sleppa að vori. Stór hluti hans sveimar í vikur eða mán­uði í yfir­borð­inu nærri eld­is­staðnum (t.d. Solem et al., 2013; Chittenden et al., 2011), svipað og stór seiði (ca 500g) sem sleppa á hausti (Skil­brei et al. 2015). Þó kann fjar­lægð frá opnu hafi og straumar að hafa þar áhrif, bæði á dreif­ingu fisks­ins og getu hans og eig­in­leika til að rata aftur upp í fersk­vatn þegar líður að hrygn­ing­ar­tíma (Han­sen, 2006; Han­sen & Yong­son, 2010). Stað­bundin hegðun gefur mun meiri tæki­færi til að veiða upp slopp­inn fisk sam­an­borið við flúin göngu­seiði, og bún­aður til þess ætti og til­búin við­bragðs­á­ætlun ætti að vera sjálf­sögð krafa í starfs­leyfum kvía­eld­is­fyr­ir­tækja. Í sleppitil­raunum MRI (n= 8023, þyngd >900g) end­ur­veidd­ust 23% , mest á fyrstu tveimur mán­uð­un­um, en bæði var veitt í net og á stöng. Heildar end­ur­veiði­hlut­fall eftir 1-3 ár í sjó datt niður í 0,09% (Skil­brei et al. 2015). Fall end­ur­veiði­hlut­falls­ins bendir sterk­lega til að sé fisk­ur­inn ekki kyn­þroska eða á leið í kyn­þroska um haustið þegar hann sleppur séu lífslíkur hans til að lifa til næsta árs í villtri nátt­úru mjög litl­ar. Þess­vegna er tíðni kyn­þroska eld­is­fisks á fram­leiðslu­tím­an­um, einkum að sumri og hausti mik­il­vægar upp­lýs­ingar því þær varða áhætt­una af því að kyn­þroska stór lax gangi upp í fersk­vatn.

Rann­sóknir hafa sýnt að æxl­un­ar­ár­angur eld­is­laxa sem ganga upp í ár til hrygn­ingar er umtals­vert minni en hjá villtum fiski (t.d. Flem­ing et al., 2000; Weir et al. 2004). Áður var nefnt að sam­an­burður á hrygn­ing­ar­ár­angri  villtra laxa og eld­is­laxa, í hálf­-­nátt­úru­legu umhverfi, sýndi að árangur eld­is­hænga í æxlun var aðeins 1-3% af árangri villtra hænga. Árangur eld­is­hrygna var um 30% af árangri villtra hrygna en þó breyti­legri og lík­lega háð­ari umhverf­is­að­stæðu en hjá hængum (Flem­ing et al., 1996; Weir et al., 2004). Rann­sóknir á hegðun og árangri hrygn­ingar í villtri nátt­úru renna stoðum undir þessar nið­ur­stöður og höf­undar kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að kyn­þroska eld­is­hængar tapi sam­keppn­inni við villta hænga og taki því lít­inn þátt í æxlun (Flem­ing et al., 2000). Rann­sóknir hafa jafn­framt sýnt að æxl­un­ar­ár­angur stórra eld­is­fiska sé lík­lega einnig breyti­legur eftir því á hvaða stigi lífs­fer­ils­ins (stærð og á hvaða tíma) fisk­ur­inn sleppur (Flem­ing et al., 1997). Kyn­bætur á eld­is­laxi hafa frá byrjun leit­ast við að draga úr tíðni kyn­þroska enda rýrir kyn­þrosk­inn gæði fram­leiðsl­unnar og dregur úr vexti fisks­ins. Jafnan eru meiri líkur á að hængar fyrr kyn­þroska en hrygnur í eldi, enda tengsl milli vaxt­ar­hraða (stærð­ar) og kyn­þroska (t.d. Harmon et al., 2003).  Auk heildar kyn­þroska­tíðni í hópi stórra laxa sem sleppa úr eld­is­kví skiptir kynja­hlut­fall kyn­þroska fisks­ins og árs­tími því veru­legu máli við mat á áhættu á erfða­blöndun við villta stofna. Einnig er ljóst að þó hlut­fall kyn­þroska eld­is­fiska sé t.d. metið 15% af heild­ar­fjölda klak­fiska í stofni ár (Í lík­an­inu er gert ráð fyrir að 15% slopp­inna stór­laxa verði kyn­þroska og gengi upp í ár!) verður erfða­fræði­leg hlut­deild þeirra við nýlið­un­ina mun minni, sér­stak­lega vegna van­hæfni hæng­anna. Í áhættu­mati Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar er ekki greini­legt eða aug­ljóst hvernig þessar upp­lýs­ingar eru not­aðar í lík­an­inu til að meta hætt­una á erfða­blöndun né við hvaða ætl­aða æxl­un­ar­ár­angur hvors kyns er mið­að. Ekki er heldur hægt að sjá í greinum Glovers sem hafðar eru til hlið­sjónar (Glover et al. 2012, 2013) hvernig kynja­hlut­fall og æxl­un­ar­ár­angur kyn­þroska eld­is­fisks sem gengur í ár hefur áhrif á fylgni hlut­falls eld­is­fisks í stofni þegar þrösk­ulds­gildi vegna erfða­blönd­unar eru met­in.

Auk áður nefndra kyn­bóta hefur ljósa­stýr­ing verið notuð um ára­bil til að örva vöxt en draga úr eða seinka kyn­þroska eld­is­laxa í kvíum (t.d. Tar­anger et al., 2010, Iver­sen et al., 2016). Í til­raunum með ljós og ljóslot­ur, hvort sem göngu­seiði eru sett út á vorin eða haustin hefur komið fram að löng ljóslota eða stöðugt ljós í kvíum örvar vöxt og dregur úr kyn­þroska óháð vaxt­ar­tíma.  Til dæmis var í til­raun Opp­edals (Opp­e­dal et al., 1999) kyn­þroska­tíðni mjög lág (<1%), hjá Leclercq (Leclerec et al., 2011) var hún <2% og í til­raun Han­sen með Led-­ljós (Han­sen et al., 2017) var kyn­þroska­tíðni 0,0% en þó var loka­þyngd lax­ins 6-7 kg. Ekki eru til nein opin­ber gögn um kyn­þroska eld­is­lax hér á landi en nefna má að þegar ljós voru tekin í notkun við lax­eldi hjá Rifósi hf. féll kyn­þroska­tíðni slát­ur­fisks úr 25% í 3% og kyn­þroski á slát­ur­fiski hjá Arn­ar­laxi hf. er met­inn um 1% nú um stundir (munnl. upp­l).

Í áhættulikani Harf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar er „hlut­fall þeirra sem kyn­þroskast og leita upp í á“ ein breyti­stærðin yfir breytur fyrir síð­búið strok (stór fisk­ur) og er gert ráð fyrir að 15% fiskanna nái kyn­þroska og gangi upp í ár. Ekki kemur fram hvernig sú tala er valin eða við hvaða gögn hún styðst. Virð­ist þar vera um veru­legt ofmat að ræða enda væri kyn­þroski gríð­ar­legt vanda­mál í lax­eldi ef rétt væri. Það er hins­vegar ekki raun­in.

Jafnt hlut­fall snemm­bú­inna og síð­bú­inna stroka

Við útreikn­inga í áhættu­mat­inu er gert ráð fyrir jöfnu hlut­falli (50:50) snemm­bú­inna og síð­bú­inna stroka. Af ástæðum sem nefndar eru hér að ofan er mikið álita­efni hvort hægt og skyn­sam­legt er að gefa sér það. Aldur fiska, árs­tími og stærð fiskanna þegar þeir sleppa úr kví­unum eru miklir áhrifa­valdar á afdrif þeirra í sjó og þar með á líkur þess að þeir gangi upp í ár og valdi þar usla. Alvar­leg­ustu til­fellin sem lík­leg­ust eru til að valda erfða­blöndun við villtan fisk eru ef göngu­seiði sleppa að vori eða snemm­sum­ars. Eftir þann tíma virð­ist hættan af stroki fiska vera mun minni. Göngu­seiði sem sett eru í kvíar í sum­ar­lok eða að hausti virð­ast eiga sér litla lífs­von. Sama virð­ist gilda um stórseiði (500g) sem sett eru út á svip­uðum tíma. Stór­lax (>900g) er og verður ekki nema að litlu leyti kyn­þroska sum­arið sem hann slepp­ur. Kyn­þroska lax sem sleppur skömmu fyrir hrygn­ingu getur hins­vegar skilað sér í lax­veiðiár og valdið usla. Því virð­ist alls ekki greini­legt að hætta á erfða­blöndun nátt­úru­legra laxa­stofna í ám sé í línu­legu sam­bandi við fjölda fiska sem strjúka.

Hér verður ekki fjallað um aðra þætti í áhættu­mats­skýrsl­unni. Þó er þar tekið fram að um lif­andi plagg sé að ræða og áhættu­matið verði end­ur­skoðað eins oft og þurfa þyk­ir. Það er ekki frá­leit hug­mynd. Til­lögur áhættu­mats­skýrsl­unnar eru að banna eldi á kvíum í Ísa­fjarð­ar­djúpi, Stöðv­ar­firði og tak­marka eldi í Berufirði. Fróð­legt væri að skoða hver útkoma áhættu­matslík­ans­ins er ef skil­yrði eru sett um að leyfi­legur útsetn­ing­ar­tími göngu­seiða og stórseiða á þessum svæðum sé tak­mark­aður við lok sum­ars og haust, í ljósi upp­lýs­inga um að þau eigi sér lít­illar lífs von í nátt­úr­unni ef þau sleppa. Jafn­framt væri kveðið á um að full­nægj­andi lýs­ing væri í kví­unum til að hindra kyn­þroska. Ver­spoor et al., (2006) telur að vel skil­greind eld­is­svæði með nægi­legri fjar­lægð frá lax­veiðiám hvar eldið er stundað í traustum bún­aði geti minnkað líkur á slepp­ingum eld­is­fiskska og áhrifum þeirra á villta laxa­stofna. Það finnst mér einnig lík­legt.

Höf­undur er lektor í fisk­eldi við Háskól­ann á Hól­um.

Heim­ildir

Abrantes,K.G.,Lyle,J.M.,N­ichols,P.D.,and­Semmens,J.M.2011.Do exotic salmon­ids feed on native fauna after escap­ing from aqu­acult­ure cages in Tasman­ia, Australia? Cana­dian Journal of Fis­heries and Aqu­atic Sci­ences, 68: 1539–1551.

Bol­stad, G. H., Kjetil Hindar, Grethe Robert­sen, Bror Jons­son, Har­ald Sægrov, Ola H. Diserud, Peder Fiske, Arne J. Jen­sen, Kurt Urdal, Tor F. Næsje, Bjørn T. Bar­laup, Bjørn Florø-L­ar­sen, Håvard Lo, Eero Niem­elä & Sten Karls­son. 2017. Gene flow from domest­icated escapes alt­ers the life history of wild Atl­antic salmon. Nat­ure Ecology & Evolution 1, Art­icle num­ber: 0124 (2017). doi:10.1038/s41559-017-0124

Chittenden CM, Rik­ard­sen AH, Skil­brei OT, Dav­id­sen JG, Halttunen E, Skardhamar J, Scott McK­inley R (2011) An effect­ive met­hod for the recapt­ure of escaped far­med salmon. Aqu­acult Environ Inter­act 1:215-224. https://doi.org­/10.3354/a­ei0002

Fiske, P., Lund, R. A., Øst­borg, G. M., and Fløystad, L. 2001. Rømt opp­drettslaks i sjø- og elvefisket i a˚rene 1989-2000. NINA Opp­dragsmeld­ing, 704: 1-26.

Flem­ing, I. A., Hind­ar, K., Mjolner­od, I. B., Jons­son, B., Bals­tad, T., & Lamb­erg, A. (2000). Lifetime success and inter­act­ions of farm salmon invad­ing a native population. Proceed­ings of the Royal Soci­ety of London Series B-Biolog­ical Sci­ences, 267, 1517–1523.

Flem­ing, I. A., Jons­son, B., Gross, M. R., & Lamb­erg, A. (1996). An experimental study of the reprod­uct­ive behaviour and success of far­med and wild Atl­antic salmon (Salmo salar). Journal of App­lied Ecology, 33, 893–905.

Flem­ing, I. A., Lamb­erg, A., & Jons­son, B. (1997). Effects of early experience on the reprod­uct­ive per­for­mance of Atl­antic salmon. Behavioral Ecology, 8, 470–480.

Glover, K. A., Per­toldi, C., Besni­er, F., Wenn­evik, V., Kent, M., and Skaala, Ø. (2013). Atl­antic salmon

populations invaded by far­med escapees: quanti­fy­ing genetic introgression with a Bayes­ian app­roach and SNPs. BMC Genet­ics, 14: 4.

Glover, K. A., Skaala, O., Sovik, A. G. E., & Helle, T. A. (2011). Genetic differ­enti­ation among Atl­antic salmon reared in sea-cages reveals a non­random distri­bution of genetic mater­ial from a breed­ing programme to commercial prod­uct­ion. Aqu­acult­ure Res­e­arch, 42, 1323–1331.

Glover, K. A., Quin­tela, M.,Wenn­evik, V., Besni­er, F., Sør­vik, A.G.E., and Skaala, Ø. (2012). Three decades of far­med escapees in the wild: A spati­o-temporal ana­lysis of population genetic struct­ure throug­hout Norway. PLoS ONE, 7: e43129.

Guðni Guð­bergs­son, Þórólfur Ant­ons­son og Sig­urður Már Ein­ars­son. 2011, Fisk­rækt með seiða­slepp­ing­um. Stefna Veiði­mála­stofn­un­ar. Nið­ur­stöður fag­funda, sam­an­tekt:  VM­ST/11059 Des­em­ber 2011).

Han­sen, L. P. 2006. Migration and sur­vi­val of far­med Atl­antic salmon (Salmo salar L.) rel­e­a­sed from two Norweg­ian fish farms. ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 63: 1211–1217.

Han­sen, L.P. and Jons­son, B. 1989. Salmon ranching experiments in the river Imsa: Effect of tim­ing of Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) smolt migration on sur­vi­val to adults. Aqu­acult­ure 82:367-373.

Han­sen, L.P. and Jons­son, B. 1991a. The tim­ing of Atl­antic salmon smolt and post-smolt rel­e­ase on the distri­bution of adult return. Aqu­acult­ure 98:61-71.

Han­sen, L. P., and Youngson, A. F. 2010. Disper­sal of large far­med Atl­antic salmon, Salmo sal­ar, from simulated escapes at fish farms in Norway and Scotland. Fis­heries Mana­gement and Ecology, 17:

28–32.

Han­sen, T. J. Per Gunnar Fjelldal, Ole Fol­kedal, Tone Våg­seth, Frode Opp­e­dal. 2017. Effects of light source and intensity on sexual maturation, growth and swimm­ing behaviour of Atl­antic salmon in sea cages. Aqu­acult Environ Inter­act. Vol. 9: 193–204,

Harm­on, P.R., B.D. Glebe and R.H. Pet­er­son. 2003. The effect of photoper­iod on growth and maturation of Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) in the Bay of Fundy. Project of the Aqu­acult­ure Colla­borative Res­e­arch and Develop­ment Program. Can. Tech. Rep. Fish. Aqu­at. Sci. 2458: iv + 16 p.

Hislop, J. R. G., and Webb, J. H. 1992. Escaped far­med Atl­antic salmon, Salmo salar L., feed­ing in Scott­ish coas­tal waters. Aqu­acult­ure and Fis­hery Mana­gement, 23: 721–723.

Iver­sen, M., Myhr, A. I. & Wargelius A., 2016. App­roaches for dela­y­ing sexual maturation in salmon and their possi­ble ecolog­ical and ethical implications, Journal of App­lied Aqu­acult­ure, Volume 28, Issue 4

Jons­son, B., and Jons­son, N. 2006. Cult­ured Atl­antic salmon in nat­ure: a review of their ecology and inter­act­ion with wild fis­h.ICESJo­urna lof Mar­ine Sci­ence, 63: 1162–1181.

Jons­son, N., Jons­son, B., and Han­sen, L. P. 2003. Mar­ine sur­vi­val and growth of wild and rel­e­a­sed hatchery-r­eared Atl­antic salmon. Journal of App­lied Ecology, 40: 900-911.

Keffer, M.L. & Caudill, C.C., 2014. Hom­ing and stra­y­ing by ana­dromous salmon­ids: a review of mechan­isms and rates. Rev Fish Biol Fis­heries, 24:333-368

Leclercq, E., J.F. Taylor, M. Sprague and H. Migaud. 2011. The potential of alt­ernative light­ing‐­sy­stems to suppress pre‐har­vest sexual maturation of 1+ Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) post‐smolts reared in commercial sea‐cages. Aqu­acultural Engineer­ing, Volume 44, Issue 2, Pages 35‐47

Moe, K., Naesje, T. F., Haugen, T. O., Ulvan, E. M., Aron­sen, T., Sand­nes, T., & Thor­stad, E. B. (2016). Area use and movem­ent patt­erns of wild and escaped far­med Atl­antic salmon before and during spawn­ing in a large Norweg­ian river. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 8, 77–88.

Pigg­ins, D. J., and Mills, C. P. R. 1985. Comparative aspects of the biology of naturally prod­uced and hatchery-r­eared Atl­antic salmon smolts (Salmo salar L.). Aqu­acult­ure, 45: 321-333.

Magnús Jóhanns­son og Sig­urður Guð­jóns­son 1996. Fisk­rækt. Freyr. 11:463-471.

Olsen, R. E., and Skil­brei, O. T. 2010. Feed­ing prefer­ence of recapt­ured Atl­antic salmon Salmo salar foll­owing simulated escape from fish pens during autumn. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 1: 167–174.

F. Opp­edal, G. L. Tar­anger, J-E. Juell, T. Han­sen., 1999. Growth, osmor­eg­ul­ation and sexual maturation of und­erye­ar­l­ing Atl­antic salmon smolt Salmo salar L. exposed to differ­ent intensities of cont­inu­ous light in sea cages Aqu­acult­ure res­e­arch, 30 (7), 491-499

Salon­iemi, I., Jokikokko, E., Kalli­o-Ny­breg, I., Jutila, E., and Pasanen, P. 2004. Sur­vi­val of reared and wild Atl­antic salmon smolts: size matt­ers more in bad years. ICES Journal of Mar­ine

Sci­ence, 61: 782-787.

Skil­brei, O. T. 2010a. Red­uced migratory per­for­mance of far­med Atl­antic salmon post-smolts from a simulated escape during autumn. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 1: 117–125.

Skil­brei, O. T. 2010b. Adult recapt­ures of far­med Atl­antic salmon postsmolts all­owedto escape during sum­mer. Aqu­acult­ureEn­viron­ment Inter­act­ions, 1: 147–153.

Skil­brei, O. T. 2013. Migratory behaviour and ocean sur­vi­val of escaped out-of-­sea­son smolts of far­med Atl­antic salmon Salmo sal­ar. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 3: 213–221.

Skil­brei,O.T.,F­in­sta­d,B.,­Ur­dal,K.,Bakk­e,G.,Kroglund,F.,and­Strand, R. 2013. Impact of early salmon lou­se, Lepeopht­heirus salmon­is, infesta­tion and differ­ences in sur­vi­val and mar­ine growth of

sea-ranched Atl­antic salmon, Salmo salar L., smolts 1997–2009. Journal of Fish Dise­a­ses, 36: 249–260.

Skil­brei, O.T., Heino, M., & Svåsand, T., 2015, Using simulated escape events to assess the annual num­bers and dest­inies of escaped far­med Atl­antic salmon of differ­ent life stages from farm sites in Norway, ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 72(2), 670–685. doi:10.1093/icesjms/fsu133

Skil­brei,O.T.,Hol­st,J.C.,Asplin,L.,and­Holm,M.2009.Vert­icalmovem­ents of “escaped” far­med Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) - a simulation study in a western Norweg­ian fjord. ICES Journal of Mar­ine Sci­ences, 66: 278–288.

Skil­brei, O. T., Hol­st, J. C., Asplin, L., and Morten­sen, S. 2010. Horizon­tal movem­ents of simulated escaped far­med Atl­antic salmon (Salmo sal­ar) in a western Norweg­ian fjord. ICES Journal

of Mar­ine Sci­ence, 67: 1206–1215.

Skil­brei,O.T.,andJørg­en­sen,T.2010.Recapt­ureofcult­uredsalmon­foll­owing a large-scale escape experiment. Aqu­acult­ure Environ­ment Inter­act­ions, 1: 107–115.

Skil­brei, O. T., Skul­stad, O. F., and Han­sen, T. 2014. The prod­uct­ion reg­ime influ­ences the migratory behaviour of escaped far­med Atl­antic salmon (Salmo salar L.). Aqu­acult­ure, 424–425: 146–150.

Skil­brei, O. T., and Wenn­evik, V. 2006. The use of catch statist­ics to mon­itor the abund­ance of escaped far­med Atl­antic salmon and rain­bow trout in the sea. ICES Journal of Mar­ine Sci­ence, 63:

1190–1200.

Solem, Ø., Hed­ger, R. D., Urke, H. A., Kristen­sen, T., Økland, F., Ulvan, E. M., and Uglem, I. 2013. Movem­ents and disper­sal of far­med Atl­antic salmon foll­owing a simulated-escape event.

Environ­mental Biology of Fis­hes, 96: 927–939.

Soto, D., Jara, F., and Mor­eno, C. 2001. Escaped salmon in the inner seas, southern Chile: facing ecolog­ical and social con­flicts. Ecolog­ical App­lications, 11: 1750-1762

Tar­anger, G.L., Svåsand, T., Kvamme B.O., Krist­i­an­sen T. S. and Boxa­spen K.K. (2012). Risk assess­ment of Norweg­ian aqu­acult­ure [Risikov­urder­ing norsk fiskeopp­drett] (In Norweg­i­an). Fis­ken og havet, særn­um­mer 2-2012. 131 pp.

Tar­anger, G.L., Svåsand, T., Kvamme, B.O., Krist­i­an­sen T.S., and Boxa­spen, K. (Eds) (2014). Risk assess­ment of Norweg­ian aqu­acult­ure 2013 (in Norweg­i­an). Fis­ken og Havet, Særn­um­mer 2-2014.

Tar­anger, G.L., Manuel Carrillo, Rüdi­ger W. Schulz, Pascal Fontaine, Sil­via Zanuy, Alicia Felip ,

Finn-­Arne Weltzi­en, Syl­vie Dufo­ur, Ørjan Karl­sen, Birgitta Nor­berg, Eva And­ers­son, Tom Han­sen. 2010, Control of puberty in far­med fish, General and Comparative Endocr­in­ology 165, 483–515

Thorpe, J. E., Metcal­fe, N. B., and Fra­ser, N. H. C. 1994. Tempera­t­ure dependence of the switch between noct­urnal and diurnal smolt migration in Atl­antic salmon. In Hig­h-Per­for­mance Fish,

pp. 83-86. Ed. by D. D. MacK­in­lay. Fish Physi­ology Associ­ation, Vancou­ver, Canada.

Thor­stad, E. B., Hegg­berget, T. G., & Okland, F. (1998). Migratory behaviour of adult wild and escaped far­med Atl­antic salmon, Salmo salar L., before, during and after spawn­ing in a Norweg­ian river. Aqu­acult­ure Res­e­arch, 29, 419–428.

VER­SPOOR, E., DONAG­HY, M. & KNOX, D. 2006. The dis­r­uption of small scale genetic struct­uring of Atl­antic salmon wit­hin a river by farm escapes. Journal of Fish Biology, 69, 246-246.

Weir, L. K., Hutchings, J. A., Flem­ing, I. A., & Ein­um, S. (2004). Dom­in­ance relations­hips and behavioural correlates of indi­vi­dual spawn­ing success in far­med and wild male Atl­antic salmon, Salmo salar. Journal of Animal Ecology, 73, 1069–1079.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar