Það veður á súðum

Ragnar Önundarson segir nýfrjálshyggju hafa verið troðið upp á okkar litla, norræna velferðarsamfélag sem þurfti ekkert á henni að halda. Hann hvetur Sjálfstæðisflokkinn til að viðurkenna að tilrauninni um nýfrjálshyggjuna sé lokið.

Auglýsing

Fyrir ald­ar­fjórð­ungi fór að bera á svo­nefndri „nýfrjáls­hyggju". Hinir ágæt­ustu menn lentu í því að trúa ekki bara á rök sín og fóru að rök­styðja trú sína. Átrún­að­ar­goðin von Mises, von Hayek og Fried­man voru hag­fræð­ingar sem höfðu allir hall­ast að sömu hug­mynda­fræði. Henni má ekki rugla saman við hag­fræði. Þeir glímdu við spurn­ing­una um hvernig hámarka megi vel­sæld í hund­ruð millj­óna manna sam­fé­lögum ver­ald­ar­inn­ar, þar sem ekki er unnt að huga að vel­ferð hvers og eins og jafn­vel ekki til nein þjóð­skrá. Þar geta menn ekki annað en hámarkað hag­vöxt í von um að lág­marka fjölda þeirra sem þurfa að liggja á götum úti og „éta það sem úti frýs". Það hefur gengið eftir með hag­vöxt­inn, en ekki hið síð­ar­nefnda, sem greini­lega er talið skipta minna máli. „Brauð­mola­kenn­ing­in“ um að mol­arnir sem hrynji af borðum auð­manna nægi til að brauð­fæða okkur hin, „hvolpana“, strand­aði á því að mol­arnir hrundu alla leið­ina niður í Kar­ab­íska haf­ið. Hug­mynda­fræði er til rétt­læt­ingar á stjórn­mála­stefnum. Sívax­andi sam­þjöppun auðs í ver­öld­inni veldur hinum sann­trú­uðu engum áhyggj­um.

Trölla­trú

Nýfrjáls­hyggj­unn­i var troðið upp á okkar litla, nor­ræna vel­ferð­ar­sam­fé­lag, sem hafði reyndar slegið öll met meðal vest­rænna þjóða í hag­vexti og vel­megun og þurfti ekki á henni að halda. Hvergi á byggðu bóli var jöfn­uður meiri: Lækn­ar, flug­stjórar og for­stjórar létu sér nægja fimm­föld lægstu laun. „Bland­aða hag­kerf­ið" nor­ræna, sem best hefur reyn­st, var nú upp­nefnt „moðið á miðj­unn­i". Fall komm­ún­ism­ans varð vatn á myllu nýfrjáls­hyggju hér eins og ann­ars stað­ar. Ára­tug­ur­inn 1990-2000 varð efna­hags­leg sig­ur­ganga, ekki síst vegna hag­ræð­ingar sem fram­selj­an­legur kvóti olli í útgerð­inni. For­stjór­arnir brut­ust úr sam­flot­inu við lækna og flug­stjóra, enda ráða þeir launum sínum sjálf­ir.

Trölla­trú á einka­væð­ingu, sem studd var rökum nýfrjáls­hyggju, olli því að allt banka­kerfi þjóð­ar­innar var sett í hend­urnar á mönnum sem ekki voru fag­menn, ekki „banka­menn". Það þarf sér­stök rétt­indi til að stjórna bíl­um, skipum og flug­vél­um, en banka, með allt sparifé lands­manna inn­an­borðs, má setja í hend­urnar á hverjum sem er. Pen­ingum fylgja völd. Mestu valda­stofn­anir efna­hags­lífs­ins komust í hend­urnar á mönnum sem höfðu per­sónu­lega hags­muni í fyr­ir­rúmi, fundu ekki til þeirra ábyrgðar sem þarf til að fara með sparifé almenn­ings og tóku það til eigin nota.

Auglýsing

Hol­lenska veikin

Trú­ar­brögð eru erfið viður­eign­ar, af því að sann­trú­aðir eru eðli máls skv. ekki reiðu­búnir að ganga af trú sinni. Það er guðs­þakk­ar­vert að nokkrir þeirra sem fylgdu nýfrjáls­hyggju og voru í mik­il­vægum emb­ættum í októ­ber 2008, skyldu víkja frá trú­ar­setn­ing­unum og beita sér fyrir að gert væri þess í stað það sem var skyn­sam­legt. Reynt var að hnekkja Neyð­ar­lög­un­um, en fjöl­skip­aður dómur Hæsta­réttar lét þau standa. Það segir svo sína sögu að engin mis­tök voru við­ur­kennd opin­ber­lega, það má ekki gera í íslenskri póli­tík, engri stefnu var því breytt. Þess vegna „veður á súð­um“ á ný í efna­hags­líf­inu þessi miss­er­in. Hin svo­nefnda ,,Hol­lenska veiki" hrjáir hag­kerf­ið, því upp­grip í ferða­þjón­ustu hafa styrkt krón­una svo mjög að nú þrengir að öðrum gjald­eyr­is­aflandi grein­um. Trölla­trú á afskipta­leysi er enn ráð­and­i. M.a.s. vinstri meiri­hlut­inn í Reykja­vík hefur gengið nýfrjáls­hyggj­unni á hönd með hirðu­leysi um hags­muni ungra borg­ar­búa í hús­næð­is­mál­um. Sem fyrr mun þó ein­hvern tíma slá í bak­segl­in. Vaki þeirra breyt­inga gæti komið utan frá. Enn á ný mun kaup­máttur rýrna og skuldugar fjöl­skyldur sem neyðst hafa til að kaupa íbúð­ar­hús­næði á háu verði missa heim­ili sín vegna lækk­andi gengis og kaup­máttar og hækk­andi vísi­tölu­bund­inna lána. Hvenær veit eng­inn, en það mun ger­ast. Það á að vera sárt að læra ekki af reynsl­unni. Það er verst að sárs­auk­inn kemur ekki alltaf í réttan stað nið­ur.

Ann­arra manna fé

Upp úr miðjum Við­reisn­ar-ára­tugnum byrj­aði Jónas Haralz að nota hug­takið „frjáls­hyggja". Ólafur Björns­son pró­fessor og alþm. var þá áhrifa­mestur um efna­hags­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en Jónas varð arf­taki hans þegar Ólafur dró sig í hlé frá stjórn­mál­um. Báðir lögðu þeir þunga áherslu á að rík­is­fjár­málum og pen­inga­málum verði að stjórna. Annar þeirra sagði það m.a.s. jafn mik­il­vægt lög­reglu. Eini sjá­an­legi mun­ur­inn á „frjáls­hyggju" þeirra og „nýfrjáls­hyggju" síð­ari tíma er einmitt þessi: Það er ekki mögu­legt að láta fram­boð og eft­ir­spurn leita jafn­vægis á mark­aði með pen­inga. Pen­ingar eru ekki „vara“ sem spurn eftir dvínar þegar þörf fyrir hana hefur verið mætt. Þeir eru ávísun á hvaða verð­mæti sem er. Ó­met­an­leg ­sókn er í þá. Eft­ir­spurnin er líka eftir ,,ann­arra manna fé". Henni er aldrei unnt að full­nægja. Marg­aret Thatcher var orð­heppin og sagði vanda sós­í­al­ism­ans vera þann, að menn yrðu að lokum uppi­skroppa með ann­arra manna fé. Hún slapp vel frá þessu því það er sama hver stefnan er, alltaf vilja margir kom­ast í „ann­arra manna fé", eins og dæmin sanna. Hér á landi komst t.d. einn maður yfir 1.000 millj­arða af „ann­arra manna fé“ fyrir „hrun“ fyrir framan nefið á afskipta­lausum stjórn­völd­um.

Lærum af reynsl­unni

Skylt er að læra af reynsl­unni. Að horfa aðgerða­laus á hag­stjórn­ina fara úr böndum aðeins ára­tug eftir að hér varð hrun, mesta nið­ur­sveifla og harka­leg­asta brot­lend­ing í manna minn­um, er algjör­lega óásætt­an­legt. Nýfrjáls­hyggjan setur allt traust sitt á mark­aði. Tals­mönnum hennar hug­kvæmd­ist ekki að kanna hvort sæmi­lega virkir mark­aðir væru til staðar áður en henni var troðið upp á íslenska vel­ferð­ar­sam­fé­lag­ið. Það eru helst mark­aðir með not­aða bíla og not­aðar fast­eignir sem virka sæmi­lega. Flestir aðrir eru fákeppn­is­mark­að­ir, sumir með mark­aðs­ráð­andi aðil­um. Sam­keppn­is­yf­ir­völdin eru vön að sam­þykkja góð­fús­lega sér­hverja ósk um sam­runa og aukna fákeppni með skil­yrðum sem fljótt gleym­ast. Þau hafa allar götur frá því að sam­keppn­is­lög tóku gildi van­rækt að gæta hags­muna neyt­enda. Þau hafa brugð­ist. Fyrir bragðið eru nær allir helstu mark­aðir lands­ins illa verk­andi fákeppn­is­mark­aðir og sjálf­taka eigenda og stjórn­enda á fjár­munum við­skipta­vin­anna, almenn­ings, orðin meg­in­regla.

Ég nefndi að menn hefðu borið gæfu til að hverfa frá trú­ar­setn­ing­unum og gera þess í stað það sem var skyn­sam­legt. Nú væri skyn­sam­legt að við­ur­kenna að til­raun­inni um nýfrjáls­hyggj­una er lok­ið. Það ætti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera á næsta Lands­fundi. Gamla sænska vel­ferð­ar­kerf­ið, bland­aða hag­kerfið og ,,moðið á miðj­unni“ er þrátt fyrir alla sína galla það skásta sem við þekkj­um.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar