Nýjar tengingar í breyttum heimi

Skýrsla um endurskoðun utanríkisþjónustunnar sýnir glögglega hversu mikið er í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf.

Auglýsing

Utan­rík­is­þjón­ustan er mik­il­vægur hluti af almanna­þjón­ustu íslenska rík­is­ins. Oft hefur hún fengið á sig gagn­rýni fyrir bruðl, en þegar öllu er á botn­inn hvolft þá held ég að sé óhætt að segja að hún eigi ekki við mikil rök að styðj­ast. 

Gott og reynslu­mikið fólk er í leið­toga­störfum innan utan­rík­is­þjón­ust­unnar og eru verk­efnin fjöl­breytt og áhuga­verð. Allt frá því að vera mann­úð­ar­störf fyrir Íslend­inga í vand­ræðum til þess að vera hluti af mik­il­vægri keðju alþjóða­stofn­anna.

Mik­il­væg end­ur­skipu­lagn­ing

Ítar­leg skýrsla starfs­hóps Guð­laugs Þór Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra, undir stjórn Sturlu Sig­ur­jóns­son­ar, sem nú hefur verið skip­aður ráðu­neyt­is­stjóri, sýnir glögg­lega að mikil þörf er á end­ur­skipu­lagn­ingu utan­rík­is­þjón­ust­unnar

­Skýrslan inni­heldur vel á annað hund­rað til­lögur um betrumbætur og í henni er utan­rík­is­þjón­ustan enn fremur sett í sam­hengi við þær miklu sam­fé­lags­breyt­ingar sem eiga sér nú stað í heim­in­um. 

Tvennt finnst mér standa upp úr, eftir lestur skýrsl­unn­ar:

Í fyrsta lagi þarf Ísland að marka veg­inn inn á nýja mark­aði og tengja efna­hags­lega hags­muni lands­ins betur við þá. Helst eru það mark­aðir sem standa utan við hinn vest­ræna heim. Í skýrsl­unni kemur fram að miklar og hraðar breyt­ingar eru að verða á auð­söfnun í heim­in­um, þar sem vægi Banda­ríkj­anna og Vest­ur­-­Evr­ópu er að minnka. 

Árið 2000 var vægi Banda­ríkj­anna í fjár­muna­eign í heim­inum 35 pró­sent og Vest­ur­-­Evr­ópu 34 pró­sent. Sam­tals er það 69 pró­sent af heild­ar­kök­unni, en talið er að staðan verði orðin gjör­breytt árið 2020. Banda­ríkin verði þá komin niður í 24 pró­sent og Vest­ur­-­Evr­ópa 22 pró­sent. Hlut­fallið fellur úr 69 í 46 pró­sent á ein­ungis tíu árum. 

Vægi nýmark­aðs­ríkja, ekki síst í Asíu, er að sama skapi að vaxa stöðugt, en efna­hags­legar teng­ingar Íslands við þessi svæði eru ennþá alltof lít­il. Ástæða er til að hafa áhyggjur af hversu illa íslenskum fyr­ir­tækjum hefur gengið að tengj­ast þessum vax­andi mörk­uð­um, þó vissu­lega séu á því vega­miklar und­an­tekn­ing­ar. En almennt á litið þarf að efla þessar teng­ingar og þar gegnir utan­rík­is­þjón­ustan miklu hlut­verki.

Auglýsing

Sam­starf og aukin skil­virkni

Í öðru lagi virð­ist vera mikið svig­rúm til að efla starf Íslands innan alþjóða­stofn­anna með skil­virkara og meira sam­starfi. Þetta á við um alþjóða­stofn­anir eins og NATO og ESB. Eflaust er mein­ing­ar­munur innan utan­rík­is­þjón­ust­unnar um hvernig er best að standa að þessu, en það verður finna góðar lausnir sem henta í hverju til­felli.

Eitt af því sem blasir við að móta þarf stefnu um, er hvernig eigi að efla þessar teng­ingar við nýja mark­aði. Í alþjóða­væddum heimi er ekki aug­ljóst að starfs­stöðvar í þeim löndum sem á að efla teng­ingar við séu innan þeirra sjálfra. Má sem dæmi nefna að alþjóða­vædd tækni­fyr­ir­tæki eru oft með sínar bestu teng­ingar inn­a­húss, og halda þar um teng­ingar við ólík lönd og mark­aðs­svæði. Hug­myndin um að vera með full­trúa utan­rík­is­þjón­ust­unnar í Síli­kondaln­um, líkt og Danir hafa nú þegar gert, byggir í reynd á þess­ari hugs­un. 

Velta má því einnig upp hvort til­efni sé til þess að styrkja teng­ingar við ákveðin borg­ar­svæði í heim­in­um, sem eru orðnar mið­stöðvar við marga sér­tæka mark­aði. Þetta á meðal ann­ars við um vax­andi borgir í sunn­ar­verðri Asíu eins og Ha Noi í Víetnam og einnig ört vax­andi borg­ar­svæði í Afr­íku eins Naíróbí í Kenýa. Þetta eru tengi­punktar inn á mik­il­væg svæði fram­tíð­ar­inn­ar, og smá­ríki eins og Ísland geta leyst mikla krafta úr læð­ingi með því að sjá hag í þessum stað­setn­ing­um.

Breyttur heimur. Verður rætt um Austurlönd í framtíðinni, frekar en Vesturlönd?

Miklir hags­munir í húfi

Eins og utan­rík­is­ráð­herra nefndi sjálf­ur, þegar skýrslan var kynnt, þá er ljóst að mikil vinna er nú eftir við greina tæki­færi og ógn­an­ir, straum og stefn­ur. Það má svo nefna það sér­stak­lega, að mikið er í húfi fyrir íslenska hag­kerfið að efla til muna útflutn­ing á íslenskum vör­um. Ennþá er tölu­verður halli á þeim við­skipt­um, en á öðrum árs­fjórð­ungi nam hann 45,8 millj­örðum króna. Mik­ill kraftur í ferða­þjón­ust­unni skilar afgangi af þjón­ustu upp á 60,5 millj­arða, og því jákvæðri heild­ar­tölu upp á 16,3 millj­arða. 

Full ástæða er til að minna á það, að það er ekki á vísan að róa þegar ferða­þjón­ustan er ann­ars veg­ar. Hún getur tekið dýfu niður á við alveg eins og hún getur þotið upp á við. Þegar útflutn­ingur á vörum og hug­vits­drif­inni þjón­ustu er ann­ars veg­ar, er lang­tíma­hugsun lyk­il­at­riði. Góð, skil­virk og sveigj­an­leg utan­rík­is­þjón­usta getur verið lyk­il­hlekk­ur­inn í þeirri vinnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari