Íslandi verði mörkuð ný staða í breyttum heimi

Viðamesta úttekt sem unnin hefur verið á íslensku utanríkisþjónustunni hefur verið opinberuð í skýrslu. Utanríkisráðherra setti vinnuna af stað og segir mikið verk framundan.

Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.
Auglýsing

Í síbreyti­legum alþjóða­væddum heimi er mik­il­vægt að laga utan­rík­is­þjón­ust­una að breyt­ingum og nýjum áskor­un­um. Lagt er til í nýrri skýrslu um fram­tíð utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, sem unnin var í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, að lögð verði enn meiri áhersla á efna­hags­legt stuðn­ings­hlut­verk utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, meðal ann­ars með gerð frí­versl­un­ar­samn­inga og stofnun útflutn­ings- og mark­aðs­ráðs.

Viða­mikil úttekt

Þá er enn fremur gert ráð fyrir að stofnuð verði á nýjan leik sér­stök varn­ar­mála­skrif­stofa.

Í skýrsl­unni kemur fram viða­mesta út­­tekt sem gerð hef­ur verið á störf­um ut­an­­rík­­is­þjón­ust­unn­ar í um 20 ár, en síð­asta viða­mikla úttekt var unnin 1998.

Vinna við skýrsl­una hófst fyrr á þessu ári en hún var sett af stað af Guð­laugi Þór Þórð­ar­­­syni ut­an­­rík­­is­ráð­herra, en Sturla Sig­ur­jóns­son, nýskip­aður ráðu­neyt­is­stjóri í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, leiddi vinn­una. Aðrir í hópnum voru Andri Lúth­ers­son, Jör­undur Val­týs­son, María Erla Mar­els­dótt­ir, Sig­ríður Á. Snæv­arr og Urður Gunn­ars­dótt­ir.

Nýtt áhættu­mat

Þegar kem­ur að ör­ygg­is- og varn­­ar­­mál­um er enn­frem­ur lagt til að hvatt verði til gerðar á nýju áhættu­mati fyr­ir Ísland á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs­ins og til reglu­­legra við­bragðsæf­inga ráðs­ins. Gerð verði söm­u­­leiðis aðgerða­á­ætl­­un í ör­ygg­is- og varn­­ar­­mál­­um. Meðal ann­­ars um fram­lög og for­­gangs­röðun Íslands varð­andi eig­in varn­­ar­við­bún­að.

Settar eru fram til­lögur í 8 lið­um, þar sem lagt er að til að skerpt verði á hlut­verka­skipt­ingu inn á utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, t.d. að fasta­nefnd gagn­vart NATO fari með sam­skipti við ESB vegna örygg­is- og varn­ar­mála, upp­lýs­inga­flæði milli fasta­nefnda verði bætt og að hafnar verði við­ræður við dóms­mála­ráðu­neytið um hugs­an­lega aukna þátt­töku full­trúa Land­helg­is­gæsl­unnar og Rík­is­lög­reglu­stjóra í fundum sér­fræð­inga á vegum NATO sem varða verk­svið ein­staka stofn­anna. 

Auglýsing

Breyttur heim­ur, nýjar áskor­anir

Í skýrsl­unni eru lagðar fram 151 til­laga, þar sem rauði þráð­ur­inn er sá að marka stöð­una til fram­tíðar í takt við þær miklu breyt­inar eru að verða á efna­hag ein­stakra ríkja og svæða í heim­in­um. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars fjallað um hvernig fjár­hags­leg eigna­skipt­ing í heim­inum hefur breyst að und­an­förnu, og hvernig hlutur svo­nefndra nýmark­aðs­ríkja hefur vaxið gríð­ar­lega á skömmum tíma. Sem dæmi er nefnt að árið 2000 hafi fjár­hags­legar eignir verið 34 pró­sent hjá Banda­ríkj­un­um, en árið 2020 er talið að hlut­fallið verði komið undir fjórð­ung af heild­inni, eða 24 pró­sent. Þetta er algjör kúvend­ing á stöðu mála, og er vöxt­ur­inn ekki síst mik­ill hjá Kína og öðrum nýmark­aðs­ríkj­u­m. 

Hlutur Vest­ur­-­Evr­ópu­ríkja mun fara úr 34 pró­sent árið 2000 niður í 22 pró­sent árið 2020, ef fram­heldur sem horf­ir. 

Nýmarkaðsríki hafa vaxið mikið, á undanförnum árum, og ekki sér fyrir endann á því.

Aukin sveigj­an­leiki, betri teng­ingar

Á grunni þess­ara breyt­inga er meðal ann­ars lagt til að utan­rík­is­þjón­ustan auki sveigj­an­leika, mark­aðs­starf og hag­muna­gæslu við þau svæði þar sem tæki­færi hafa skap­ast á und­an­förnum árum. „Eru þá ótalin þau fjöl­mörgu tæki­færi sem fel­ast í auknum við­skiptum og verslun við þennan heims­hluta og ein­skorð­ast fjarri því við Kína. Má þar nefna Japan og Ind­land sér­stak­lega, en einnig Singapúr, Tæland, Indónesíu og Víetnam. Því blasir við að utan­rík­is­þjón­ustan beini sjónum sínum í auknum mæli að mál­efnum suð­aust­an­verðrar Asíu,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Búast má við því að Guð­laugur Þór taki málin nú föstum tök­um, og leiða fram breyt­ingar í takt við þau áherslu­mál sem fram koma í skýrsl­unni. En í til­kynn­ingu segir hann þó, að það sé langur vegur framund­an, sem þurfi að feta af kost­gæfni og vanda til verka. „Með þess­ari skýrslu og til­lögu­gerð er mörkuð heild­stæð sýn á hvernig kröftum okkar verður best varið á næstu árum miðað við þau verk­efni og þau tæki­færi sem fram undan eru í alþjóð­legum efna­hags­mál­um, alþjóða­stjórn­mál­um, umhverf­is­mál­um, þró­un­ar­sam­vinnu og þar fram eftir göt­unum [...] Aldrei áður hefur verið ráð­ist í jafn umfangs­mikla rýni á starf­semi utan­rík­is­þjón­ust­unnar og þetta verður fyrsta skrefið á langri leið,“ segir Guð­laugur Þór.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar