Íslandi verði mörkuð ný staða í breyttum heimi

Viðamesta úttekt sem unnin hefur verið á íslensku utanríkisþjónustunni hefur verið opinberuð í skýrslu. Utanríkisráðherra setti vinnuna af stað og segir mikið verk framundan.

Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.
Auglýsing

Í síbreyti­legum alþjóða­væddum heimi er mik­il­vægt að laga utan­rík­is­þjón­ust­una að breyt­ingum og nýjum áskor­un­um. Lagt er til í nýrri skýrslu um fram­tíð utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, sem unnin var í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, að lögð verði enn meiri áhersla á efna­hags­legt stuðn­ings­hlut­verk utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, meðal ann­ars með gerð frí­versl­un­ar­samn­inga og stofnun útflutn­ings- og mark­aðs­ráðs.

Viða­mikil úttekt

Þá er enn fremur gert ráð fyrir að stofnuð verði á nýjan leik sér­stök varn­ar­mála­skrif­stofa.

Í skýrsl­unni kemur fram viða­mesta út­­tekt sem gerð hef­ur verið á störf­um ut­an­­rík­­is­þjón­ust­unn­ar í um 20 ár, en síð­asta viða­mikla úttekt var unnin 1998.

Vinna við skýrsl­una hófst fyrr á þessu ári en hún var sett af stað af Guð­laugi Þór Þórð­ar­­­syni ut­an­­rík­­is­ráð­herra, en Sturla Sig­ur­jóns­son, nýskip­aður ráðu­neyt­is­stjóri í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, leiddi vinn­una. Aðrir í hópnum voru Andri Lúth­ers­son, Jör­undur Val­týs­son, María Erla Mar­els­dótt­ir, Sig­ríður Á. Snæv­arr og Urður Gunn­ars­dótt­ir.

Nýtt áhættu­mat

Þegar kem­ur að ör­ygg­is- og varn­­ar­­mál­um er enn­frem­ur lagt til að hvatt verði til gerðar á nýju áhættu­mati fyr­ir Ísland á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs­ins og til reglu­­legra við­bragðsæf­inga ráðs­ins. Gerð verði söm­u­­leiðis aðgerða­á­ætl­­un í ör­ygg­is- og varn­­ar­­mál­­um. Meðal ann­­ars um fram­lög og for­­gangs­röðun Íslands varð­andi eig­in varn­­ar­við­bún­að.

Settar eru fram til­lögur í 8 lið­um, þar sem lagt er að til að skerpt verði á hlut­verka­skipt­ingu inn á utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar, t.d. að fasta­nefnd gagn­vart NATO fari með sam­skipti við ESB vegna örygg­is- og varn­ar­mála, upp­lýs­inga­flæði milli fasta­nefnda verði bætt og að hafnar verði við­ræður við dóms­mála­ráðu­neytið um hugs­an­lega aukna þátt­töku full­trúa Land­helg­is­gæsl­unnar og Rík­is­lög­reglu­stjóra í fundum sér­fræð­inga á vegum NATO sem varða verk­svið ein­staka stofn­anna. 

Auglýsing

Breyttur heim­ur, nýjar áskor­anir

Í skýrsl­unni eru lagðar fram 151 til­laga, þar sem rauði þráð­ur­inn er sá að marka stöð­una til fram­tíðar í takt við þær miklu breyt­inar eru að verða á efna­hag ein­stakra ríkja og svæða í heim­in­um. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars fjallað um hvernig fjár­hags­leg eigna­skipt­ing í heim­inum hefur breyst að und­an­förnu, og hvernig hlutur svo­nefndra nýmark­aðs­ríkja hefur vaxið gríð­ar­lega á skömmum tíma. Sem dæmi er nefnt að árið 2000 hafi fjár­hags­legar eignir verið 34 pró­sent hjá Banda­ríkj­un­um, en árið 2020 er talið að hlut­fallið verði komið undir fjórð­ung af heild­inni, eða 24 pró­sent. Þetta er algjör kúvend­ing á stöðu mála, og er vöxt­ur­inn ekki síst mik­ill hjá Kína og öðrum nýmark­aðs­ríkj­u­m. 

Hlutur Vest­ur­-­Evr­ópu­ríkja mun fara úr 34 pró­sent árið 2000 niður í 22 pró­sent árið 2020, ef fram­heldur sem horf­ir. 

Nýmarkaðsríki hafa vaxið mikið, á undanförnum árum, og ekki sér fyrir endann á því.

Aukin sveigj­an­leiki, betri teng­ingar

Á grunni þess­ara breyt­inga er meðal ann­ars lagt til að utan­rík­is­þjón­ustan auki sveigj­an­leika, mark­aðs­starf og hag­muna­gæslu við þau svæði þar sem tæki­færi hafa skap­ast á und­an­förnum árum. „Eru þá ótalin þau fjöl­mörgu tæki­færi sem fel­ast í auknum við­skiptum og verslun við þennan heims­hluta og ein­skorð­ast fjarri því við Kína. Má þar nefna Japan og Ind­land sér­stak­lega, en einnig Singapúr, Tæland, Indónesíu og Víetnam. Því blasir við að utan­rík­is­þjón­ustan beini sjónum sínum í auknum mæli að mál­efnum suð­aust­an­verðrar Asíu,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Búast má við því að Guð­laugur Þór taki málin nú föstum tök­um, og leiða fram breyt­ingar í takt við þau áherslu­mál sem fram koma í skýrsl­unni. En í til­kynn­ingu segir hann þó, að það sé langur vegur framund­an, sem þurfi að feta af kost­gæfni og vanda til verka. „Með þess­ari skýrslu og til­lögu­gerð er mörkuð heild­stæð sýn á hvernig kröftum okkar verður best varið á næstu árum miðað við þau verk­efni og þau tæki­færi sem fram undan eru í alþjóð­legum efna­hags­mál­um, alþjóða­stjórn­mál­um, umhverf­is­mál­um, þró­un­ar­sam­vinnu og þar fram eftir göt­unum [...] Aldrei áður hefur verið ráð­ist í jafn umfangs­mikla rýni á starf­semi utan­rík­is­þjón­ust­unnar og þetta verður fyrsta skrefið á langri leið,“ segir Guð­laugur Þór.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar