Tíu ár í bensínvaktinni: Hlutur ríkisins stækkar

Viðmiðunarverð bensínvaktarinnar hækkaði um fjórar krónur í ágúst, miðað við verðið í júlí.

Skoða má 121 færslu gagnapunkta í bensínvakt Kjarnans.
Skoða má 121 færslu gagnapunkta í bensínvakt Kjarnans.
Auglýsing

Við­mið­un­ar­verð bens­ín­vaktar Kjarn­ans hækk­aði um fjórar krónur í ágúst, miðað við verðið í júlí. Það er öðru­vísi þróun elds­neyt­is­verðs í ágúst en hefur verið und­an­farin fjögur ár, þegar elds­neyt­is­verð hefur lækkað í ágúst frá mán­uð­inum áður.

Bens­ín­litr­inn kost­aði 188,70 krónur um miðjan ágúst þegar bens­ín­vaktin var upp­færð. Verð­hækk­un­ina í ágúst síð­ast­liðnum má skýra með því að benda á að lík­legt inn­kaupa­verð hefur hækkað um rúm­lega fimm krónur á milli mán­aða.

Öll opin­ber gjöld hafa staðið í stað, utan virð­is­auka­skatts­ins sem hækkar í hlut­falli við hærra elds­neyt­is­verð um tæp­lega krónu. Hlutur olíu­fé­lags­ins minnkar þess vegna um nærri því tvær krónur á milli mán­aða.

Þum­al­putta­reglan er að verð­­sveiflur á heims­­mark­aðs­verði á olíu koma ekki strax fram á Íslandi vegna þess að olíu­­­fé­lögin versla elds­­neyti á heims­­mark­aði í stórum ein­ing­­um. Verðið við dæl­una hér á landi ætti því að end­­ur­­spegla heims­­mark­aðs­verðið þegar elds­­neytið var flutt hingað til lands.

Bens­ín­verð á Íslandi skipt­ist í þrjá meg­in­liði. Það er algengt inn­­­­­­­kaupa­verð, opin­ber gjöld sem ríkið leggur á elds­­­­neyt­is­verð og hlutur olíu­­­­­­­fé­laga. Opin­beru gjöldin breyt­­­­ast lítið á milli mán­aða; það er raunar aðeins virð­is­auka­skatt­­­­ur­inn sem getur breyst nema með sér­­­­­­­stökum laga­breyt­ingum frá Alþingi. Virð­is­auka­skatt­­­­ur­inn er hlut­­­­falls­­­­legur skattur á elds­­­­neyt­is­verð en önnur opin­ber gjöld sem leggj­­­­ast á lítra­verðið eru föst krón­u­tala sem ákvörðuð er í fjár­­­­lög­­­­um. Krón­u­­­­gjöldin á bens­ín­verð eru almenn vöru­­­­gjöld, sér­­­­­­­stök vöru­­­­gjöld og kolefn­is­­­­gjald.

Lesa má nánar um sund­­­ur­liðun bens­ín­verðs­ins á vef bens­ín­vakt­­­ar­inn­ar.

Auglýsing

Tíu ár í bens­ín­vakt­inni

Gögnin sem hægt er að skoða í bens­ín­vakt­inni ná aftur til ágúst­mán­aðar 2007. Gagna­punktar eru skráðir í hverjum mán­uði síðan þá, eða sam­tals 121. Þannig geta les­endur fengið nokkuð góða sýn á hvernig elds­neyt­is­verð hefur þró­ast á Íslandi á und­an­förnum ára­tug.

Á tíma­bil­inu síðan í ágúst 2007 hefur bens­ín­verð farið hæst í 268,10 krónur í apríl árið 2012 en lægst hefur það verið 123,40 krónur á lítrann, við upp­haf tíma­bils­ins sem bens­ín­vaktin tekur til.

Heilt yfir má benda á að hlut­falls­lega hlutur rík­iss­ins í bens­ín­lítra­verði hafi auk­ist jafnt og þétt. Sér­stakt kolefn­is­gjald bætt­ist við sam­setn­ingu bens­ín­verðs í jan­úar 2010, og reikn­að­ist þar með sér­stöku bens­ín­gjaldi, almennu bens­ín­gjaldi og virð­is­auka­skatti. Öll opin­beru gjöldin (utan virð­is­auka) eru fastar krónu­tölur sem reikn­ast ofan á lítra­verð­ið.

Fylgstu með bens­ín­verð­inu á Bens­ín­vakt Kjarn­ans
Kann­aðu verðið

Þrír liðir opin­berra gjalda hækk­­­uðu um ára­­­mót­in 2016-2017. Það voru almennt bens­ín­­­gjald sem hækk­­­aði úr 25,6 krónum á lítr­ann í 26,60 krónur eða um 4,69 pró­­­sent, sér­­­stakt bens­ín­­­gjald sem hækk­­­aði úr 41,30 krónum á hvern lítra í 43,25 krónur á hvern lítra eða um 4,72 pró­­­sent og svo kolefn­is­gjaldið sem hækk­­­aði um 25 aura og er nú 5,50 krónur á hvern lítra. Hlut­­­falls­­­leg hækkun kolefn­is­gjalds­ins er 4,76 pró­­­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar