13 færslur fundust merktar „bensínvaktin“

„Sársaukinn við dæluna“ eykst: Lítrinn orðinn 72 prósentum dýrari en fyrir tveimur árum
Verð á lítra af bensíni á Íslandi er í dag frá tæpum 320 krónum upp í rúmar 350 krónur, þar sem það er dýrast. Olíufélögin eru einungis að taka til sín tæp 11 prósent af krónunum sem greiddar eru fyrir hvern seldan lítra um þessar mundir.
17. júní 2022
Íslenska ríkið tekur 146,5 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni sem hefur aldrei kostað fleiri krónur
Bensínverð er sums staðar komið yfir 300 krónur á lítra. Viðmiðunarverð á þessu mest notaða eldsneyti íslenskra heimila hefur hækkað um meira en helming frá því í maí 2020, og hefur aldrei verið hærra.
10. mars 2022
Bensínlítrinn gæti kostað 327 krónur í sumar
JPMorgan spáir því að heimsmarkaðsverðið á einni tunnu af hráolíu muni fara upp í 125 Bandaríkjadali á næsta ársfjórðungi. Gerist það má búast við að verðið á bensínlítranum hér á landi muni nema 327 krónum.
26. febrúar 2022
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
28. febrúar 2021
Bensínverð lækkað skarpt síðustu mánuði
Um mitt ár í fyrra náði bensínverð á Íslandi sínum hæsta punkti frá árinu 2014. Síðustu mánuði hefur það hins vegar lækkað nokkuð skarpt og í hverjum mánuði frá því í október.
2. febrúar 2020
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014
Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.
17. apríl 2019
Starfskjör forstjóra N1 munu taka mið af launadreifingu innan félagsins
N1, sem brátt mun breyta nafni sínu í Festi, hefur lagt fram nýja starfskjarastefnu. Starfskjör forstjóra eiga meðal annars að taka mið af launadreifingu innan félagsins.
12. september 2018
Skoða má 121 færslu gagnapunkta í bensínvakt Kjarnans.
Tíu ár í bensínvaktinni: Hlutur ríkisins stækkar
Viðmiðunarverð bensínvaktarinnar hækkaði um fjórar krónur í ágúst, miðað við verðið í júlí.
4. september 2017
Bensínverð ekki lægra síðan í desember 2009
Bensínverð hefur heilt yfir lækkað á síðustu misserum. Bensínvakt Kjarnans sýnir þróunina.
13. ágúst 2017
Verð á bensínlítra hefur lækkað um rúmar 9 krónur síðustu fjórar vikur
Ríkið fær 65% af hverjum bensínlítra sem Costco selur
Hlutdeild ríkisins í bensínverði er nú tæp 60% og hefur aldrei verið meiri. Meðal olíufélaganna er hlutdeild ríkisins hæst í bensíni hjá Costco, en þar er hún 65%.
18. júní 2017
Hlutur ríkisins í bensínverði á Íslandi er nú 58,22 prósent og hefur aldrei verið hærri.
Hlutur ríkisins í bensínverði aldrei stærri
Bensínverð hefur hækkað um 4,10 krónu á hvern lítra síðan í desember 2016. Búast má við að bensínverð hækki enn frekar á næstu misserum.
17. janúar 2017
Bensínlítrinn hækkar um þrjár krónur og kostar 190,3 krónur
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir hækkun bensíngjaldsins á næsta ári. Einnig má búast við hækkun eldsneytisverðs vegna ákvörðunar OPEC-ríkjanna um að takmarka framleiðslu sína.
18. desember 2016
Í bensínvakt Kjarnans er eldsneytisverðið sundurliðað og uppbygging verðsins við dæluna greind.
Fylgstu með bensínverðinu á bensínvakt Kjarnans
Í bensínvaktinni er algengt bensínverð á hverjum tímapunkti sundurliðað til þess að auðvelda neytendum að skilja samsetningu bensínverðs á íslenskum markaði.
19. september 2016