Bensínlítrinn gæti kostað 327 krónur í sumar

JPMorgan spáir því að heimsmarkaðsverðið á einni tunnu af hráolíu muni fara upp í 125 Bandaríkjadali á næsta ársfjórðungi. Gerist það má búast við að verðið á bensínlítranum hér á landi muni nema 327 krónum.

Bensín
Auglýsing

Verðið á bens­íni og olíu gæti hækkað um fimmt­ung hér á landi á næstu mán­uðum og numið 327 krón­um, að því gefnu að hrá­vöru­verðs­spár banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans JPMorgan gangi upp og gengi krón­unnar við Banda­ríkja­dal hald­ist óbreytt. Þetta kemur fram ef nýj­ustu upp­lýs­ingar úr Bens­ín­vakt Kjarn­ans eru nýtt­ar.

Hraðar hækk­anir eftir inn­rás­ina

Fin­ancial Times greindi frá nýj­ustu spá JPMorgan í vik­unni, en sam­kvæmt henni hefur inn­rás Rússa í Úkra­ínu leitt til mik­illa verð­hækk­ana á hrá­ol­íu­verði, sem er nú komið upp fyrir 100 Banda­ríkja­dali á hverja tunnu. Sömu­leiðis hefur heims­mark­aðs­verðið á jarð­gasi hækkað tölu­vert, en Rúss­land er þriðji stærsti olíu­fram­leið­andi heims­ins og stærsti selj­andi á jarð­gasi til Evr­ópu.

Auglýsing

Sam­kvæmt bank­anum hefur lítil fjár­fest­ing í fram­leiðslu­getu olíu og jarð­gass leitt til þess að ekki sé hægt að bregð­ast við nýlegum verð­hækk­unum með auk­inni fram­leiðslu, sem myndi jafna út verð­ið. Auk þess hefur gengið hratt á olíu- og gas­birgðir síð­ustu miss­er­in, svo búist er við ört hækk­andi verð­lagi á næst­unni.

Bens­ín­vaktin spáir 327 kr. á lítr­ann

Kjarn­inn hef­ur, í sam­starfi við hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Seið, haldið úti reglu­legri Bens­ín­vakt, þar sem bens­ín­verð hér­lendis er reiknað út frá lík­legu inn­kaupa­verði, opin­berum gjöldum og hluti olíu­fé­lag­anna.

Sam­kvæmt þeim útreikn­ingum – sem hægt er að kynna sér betur með því að skoða und­ir­liggj­andi gögn og reikni­módel á Excel sniði – hafa að með­al­tali um 17 pró­sent af sölu­verði bens­íns runnið til olíu­fé­laga síð­ustu tvö árin. Í febr­úar var hlutur þeirra tæp­lega 16 pró­sent, eða rúm­lega 43 krónur á lítr­ann.

Til við­bótar bæt­ast svo opin­ber gjöld, en það eru meðal ann­ars almennt og sér­stakt bens­ín­gjald, sem nema sam­tals um 77 krónum á hvern lítra, og kolefn­is­gjald sem nemur um tíu krónum á hvern lítra. Þar að auki er virð­is­auka­skatt­ur, sem er afreikn­aður 19,35 pró­sent.

Að þessum for­sendum gefn­um, auk þess sem gert er ráð fyrir að gengi Banda­ríkja­dals við krón­una yrði óbreytt, má búast við að verðið á bens­ín­lítr­anum hér á landi muni nema 327 krónum á næsta árs­fjórð­ungi, ræt­ist verð­spár JPMorg­an. Þetta jafn­gildir um 20 pró­senta hækkun frá núver­andi verð­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent