Úkraína tekin af lista yfir örugg ríki snemma í morgun

Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að taka Úkraínu af lista öruggra ríkja í morgun eftir að ljóst var að innrás Rússa í landið væri hafin.

Upplýsingar um að Úkraína sé talin öruggt upprunaríki voru teknar af heimasíðu Útlendingastofnunar strax í morgun í ljósi frétta næturinnar.
Upplýsingar um að Úkraína sé talin öruggt upprunaríki voru teknar af heimasíðu Útlendingastofnunar strax í morgun í ljósi frétta næturinnar.
Auglýsing

Úkra­ína var tekin af lista yfir örugg ríki í morgun eftir að fregnir bár­ust um inn­rás Rússa. Ákvörð­unin var tekin af Útlend­inga­stofn­un, sem lögum sam­kvæmt ber á byrgð á lista öruggra upp­runa­ríkja.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu í til­efni af umræðum sem fram fóru á Alþingi í morg­un.

Auglýsing

Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma spurði Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hvort Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra væri reiðu­bú­inn að taka Úkra­ínu þegar í stað af lista yfir svokölluð örugg ríki. Sagði ráð­herra að það hlyti að verða tekið til end­ur­skoð­unar eftir að Rússa gerðu inn­rás í Úkra­ínu í nótt.

Fram kemur í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins að upp­lýs­ingar um að Úkra­ína sé talin öruggt upp­runa­ríki voru teknar af heima­síðu Útlend­inga­stofn­unar strax í morgun í ljósi frétta næt­ur­inn­ar. Því var búið að taka Úkra­ínu af list­anum þegar þing­fundur hófst klukkan 10:30.

„Sér­­­stök hern­að­­ar­að­­gerð“ Rússa, líkt og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­­seti orðar það, hófst í Úkra­ínu í nótt. Í sjón­­varps­ávarpi snemma í morgun sagði hann mark­mið sitt með inn­­rás í Úkra­ínu vera að „aflétta hern­að­­ar­yf­­ir­ráðum“ í land­inu en ekki her­­nema það.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra, flutti skýrslu fyrir Alþingi eftir hádegi þar sem hún for­dæmdi harð­lega inn­rás Rússa í Úkra­ínu. „Hér er um að ræða árás­ar­stríð sem er skýrt brot á alþjóða­lögum og á sér enga rétt­læt­ing­u.“ Hún greindi einnig frá því að Ísland ætli að styðja við Úkra­ínu með auk­inni mann­úð­ar­að­stoð og verður um einni milljón evra veitt til mann­úð­ar­að­stoðar í Úkra­ínu.

Ég flutti yfir­lýs­ingu um stöð­una í Úkra­ínu á Alþingi rétt í þessu. Fyrir hönd íslenskra stjórn­valda for­dæmi ég...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Thurs­day, Febru­ary 24, 2022

Í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að ekki hefur verið lagt sér­stakt mat á ástandið í Úkra­ínu þar sem algjör óvissa er um hvernig aðstæður þró­ast. „Gert er ráð fyrir að lagt verði mat á aðstæður í Úkra­ínu eftir því sem atburðum vindur fram og fregnir ber­ast af ástandi í land­in­u,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokki