Til skoðunar að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki

Dómsmálaráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu gefa tilefni til að endurskoða að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki. „Þetta þarf að gerast strax í dag. Úkraína er ekki öruggt ríki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nýja heimsmynd blasa við eftir innrás Rússa í Úkraínu í nótt. Til skoðunar er að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nýja heimsmynd blasa við eftir innrás Rússa í Úkraínu í nótt. Til skoðunar er að taka Úkraínu af lista yfir örugg ríki.
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra segir það koma til greina að taka Úkra­ínu af lista yfir örugg ríki eftir að Rússar gerðu inn­rás í nótt.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, vakti athygli dóms­mála­ráð­herra á mál­inu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morgun og spurði hvort hann væri til­bú­inn til þess að liðka fyrir komu úkra­ínsks almenn­ings á flótta hingað til lands. „Getum við séð fyrir okkur að rík­is­stjórnin stígi fram með það sem við höfum yfir að ráða, sem er ekki her­vald heldur mannúð og skjól?“ spurði Helga Vala.

„Ja, það hlýtur að verða til end­ur­skoð­unar nún­a,“ svar­aði dóms­mála­ráð­herra, sem sagði það alveg rétt að mannúð og skjól eigi að vera aðals­merki Íslands. „Við þurfum að axla okkar skyldur í þeim efnum eins og önnur ríki í Evr­ópu og víðar um heim. Nú blasir við okkur ný sviðs­mynd, ný hætta og við hljótum að taka þátt í því, einmitt undir for­merkjum mann­úðar og skjóls sem Ísland getur veitt,“ sagði Jón.

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, auk rík­is­stjórn­ar­innar allr­ar, for­dæma inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Katrín sagði í sam­tali við RÚV að um alvar­legt brot á alþjóða­lögum væri að ræða og að verstu spár hafi gengið eft­ir.

„Þetta þarf að ger­ast strax í dag“

Hvort Úkra­ína fari af lista yfir örugg ríki er meðal þess sem verður til umræðu á fundi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs í dag. Jón segir að horft verði til aðgerða nágranna­ríkja í þessum efn­um. „Við þurfum alltaf að hafa það sem for­grunn, í þeim verk­efnum sem við tökum að okk­ur, að við ráðum við þau með sóma­sam­legum hætti þannig að þeir sem hingað koma og við tökum undir okkar vernd­ar­væng fái þá þjón­ustu sem við verðum að geta veitt til að þeir geti búið hér í okkar land­i.“

Helga Vala Helgadóttir.

Helga Vala fagn­aði afdrátt­ar­lausri yfir­lýs­ingu ráð­herra og sagð­ist vænta þess að sjá birt­ingu þess efnis á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins eigi síðar en í dag.

„Ann­ars getum við ekki tekið orð hæst­virst ráð­herra trú­an­leg. Þetta þarf að ger­ast strax í dag. Úkra­ína er ekki öruggt ríki. Við sjáum það í heims­frétt­um, við sjáum það í inn­lendum frétt­um. Við verðum að bregð­ast við núna og veita fólki skjól,“ sagði Helga Vala á Alþingi í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent