Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019

Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.

Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Auglýsing

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni á Íslandi hefur hækkað um tæp 14 pró­sent frá miðjum maí­mán­uði í fyrra. Þá var það 194 krónur á lítra en er nú 220,9 krónur á lítra. Hlutur olíu­fé­laga í hverjum seldum lítra er nú 15,54 pró­sent og hefur ekki verið minni síðan í jan­úar í fyrra. Lík­legt inn­kaupa­verð á elds­neyti hefur að sama skapi ekki verið hærra hlut­fall af hverjum seldum lítra síðan í byrjun síð­asta árs og bens­ín­verðið hefur ekki verið hærra frá því í nóv­em­ber 2019.

Þetta má sjá í nýjustu Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.­is.

Við­mið­un­ar­verðið er fengið frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Seið ehf. sem meðal ann­ars heldur úti síð­unni Bens­ín­verð.is og fylgst hefur með bens­ín­verði á flestum bens­ín­stöðum lands­ins dag­lega síðan 2007. Miðað er við næst­lægstu verð­tölu í yfir­lit­inu til að forð­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.

Miklar svipt­ingar í fyrra

Miklar svipt­ingar voru í bens­ín­verði í framan af ári fyrra, sem rekja mátti til óróa á heims­mark­aði með olíu. Milli mars og apr­íl, þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn var að breið­ast hratt út um allan heim, lækk­aði til að mynda lík­legt inn­kaupa­verð íslenskra olíu­fé­laga á bens­ín­lítra um meira en 60 pró­sent. Sú lækkun skil­aði sér ekki strax skil­að  til íslenskra neyt­enda og bens­ín­verð hélst nán­ast óbreytt. Hlutur íslensku olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra varð hins vegar 78 pró­sent hærri í apríl 2020 en hún var í mars þar sem inn­kaupa­verð á olíu hafði aldrei verið lægra sem hlut­fall af seldum lítra hér­lend­is.

Auglýsing
Verðið lækk­aði svo hratt milli apríl og maí, um rúm­lega sjö pró­sent, og þannig nutu íslenskir bens­ín­n­eyt­endur hennar með töf­um. 

Síðan þá hefur bens­ín­verð hækkað jaft og þétt og við­mið­un­ar­verð í bens­ín­vakt Kjarn­ans var 220,9 krónur um miðjan febr­ú­ar. Hlut­deild íslensku elds­neyt­is­sal­ana í hverjum seldum lítra er sem stendur um 34,3 krónur eða 15,54 pró­sent. 

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar út lík­­­­­­­legt inn­­­­­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­­­banka Íslands.

Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­­­punkti vegna lag­er­­­­stöðu eða skamm­­­­tíma­­­­sveiflna á mark­aði. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­­­upp­­­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­­­um. Mis­­­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­­­­­leitt mjög lít­ill.

Hlutur rík­is­ins 58,82 pró­sent

Hlutur olíu­fé­lags er reikn­aður sem afgangs­stærð þegar búið er að draga frá hlut­deild rík­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra og lík­legt inn­kaup­verð á honum frá reikn­uðu við­mið­un­ar­verði, enda hald­góðar upp­lýs­ingar um ein­staka kostn­að­ar­liði olíu­fé­lag­anna ekki opin­ber­ar. 

Hlutur rík­is­ins er að miklu leyti í formi fastrar krónu­tölu og því hækkar hlut­fallið sem rennur til rík­is­ins að óbreyttu sam­hliða lækk­andi inn­kaupa­verði. Lægst hefur sam­an­lagður hlutur rík­is­ins á tíma­bil­inu verið 43,78 pró­sent í júlí 2008, en hæstur 63,27 pró­sent í maí 2020.

Hann er nú um stundir 58,82 pró­sent af hverjum seldum lítra. Það þýðir að um 130 krónur af hverjum seldum lítra fór til rík­is­ins í formi greidds virð­is­auka­skatts, almenns og sér­staks bens­ín­gjalds og kolefn­is­gjalds.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent