#bensínvaktin

Bensínverð ekki lægra síðan í desember 2009

Bensínverð hefur heilt yfir lækkað á síðustu misserum. Bensínvakt Kjarnans sýnir þróunina.

Fylgstu með bens­ín­verð­inu á Bens­ín­vakt Kjarn­ans
Kann­aðu verðið

Bens­ín­lítr­inn kost­aði tæp­lega tveimur krónum minna í júlí en júní, sam­kvæmt Bens­ín­vakt Kjarn­ans. Við­mið­un­ar­verðið á íslenskum elds­neyt­is­mark­aði var 184,7 krónur á hvern lítra í júlí, miðað við 186,4 krónur í júní.

Bens­ín­lítr­inn var dýrastur á þessu ári í arpíl þegar við­mið­un­ar­verðið var 199,9 krónur á hvern lítra. Heilt yfir hefur bens­ín­verð lækkað nokkuð á und­an­förnum miss­erum og hefur ekki verið lægra síðan í des­em­ber 2009.

Bens­ín­verð er að lækka þrátt fyrir að opin­ber gjöld á elds­neyti hafi hækkað um ára­mót­in. Þrír liðir opin­berra gjalda hækk­­uðu um ára­­mót­in. Það voru almennt bens­ín­­gjald sem hækk­­aði úr 25,6 krónum á lítr­ann í 26,60 krónur eða um 4,69 pró­­sent, sér­­stakt bens­ín­­gjald sem hækk­­aði úr 41,30 krónum á hvern lítra í 43,25 krónur á hvern lítra eða um 4,72 pró­­sent og svo kolefn­is­gjaldið sem hækk­­aði um 25 aura og er nú 5,50 krónur á hvern lítra. Hlut­­falls­­leg hækkun kolefn­is­gjalds­ins er 4,76 pró­­sent.

Auglýsing

Lækkun bens­ín­verðs síðan í apríl má skýra með lægra heims­mark­aðs­verði á olíu. Verð á Brent-hrá­olíu hefur sveifl­ast nokkuð það sem af er ári, eftir að hafa náð stöð­ug­leika í vet­ur. Lægst hefur fatið kostað 44,82 doll­ara í júní og hæst 56,23 doll­ara í apr­íl. Verðið hefur hækkað aftur á síð­ustu vikum og stendur nú í 51,62 doll­urum á fat­ið.

Þum­al­putta­reglan er að verð­sveiflur á heims­mark­aðs­verði á olíu koma ekki strax fram á Íslandi vegna þess að olíu­fé­lögin versla elds­neyti á heims­mark­aði í stórum ein­ing­um. Verðið við dæl­una hér á landi ætti því að end­ur­spegla heims­mark­aðs­verðið þegar elds­neytið var flutt hingað til lands.

Bens­ín­verð á Íslandi skipt­ist í þrjá meg­in­liði. Það er algengt inn­­­­­kaupa­verð, opin­ber gjöld sem ríkið leggur á elds­­­neyt­is­verð og hlutur olíu­­­­­fé­laga. Opin­beru gjöldin breyt­­­ast lítið á milli mán­aða; það er raunar aðeins virð­is­auka­skatt­­­ur­inn sem getur breyst nema með sér­­­­­stökum laga­breyt­ingum frá Alþingi. Virð­is­auka­skatt­­­ur­inn er hlut­­­falls­­­legur skattur á elds­­­neyt­is­verð en önnur opin­ber gjöld sem leggj­­­ast á lítra­verðið eru föst krón­u­tala sem ákvörðuð er í fjár­­­lög­­­um. Krón­u­­­gjöldin á bens­ín­verð eru almenn vöru­­­gjöld, sér­­­­­stök vöru­­­gjöld og kolefn­is­­­gjald.

Lesa má nánar um sund­­ur­liðun bens­ín­verðs­ins á vef bens­ín­vakt­­ar­innar.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent