Bensínlítrinn hækkar um þrjár krónur og kostar 190,3 krónur

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir hækkun bensíngjaldsins á næsta ári. Einnig má búast við hækkun eldsneytisverðs vegna ákvörðunar OPEC-ríkjanna um að takmarka framleiðslu sína.

yemen-oil-exports_20322552098_o.jpg
Auglýsing

Algengt bens­ín­verð á Íslandi hefur hækkað um þrjár krónur síðan í nóv­em­ber og er nú 190,30 krónur á hvern lítra. Í nóv­em­ber var algengt bens­ín­verð 187,30 krónur á hvern lítra. Sam­kvæmt sund­ur­liðun Kjarn­ans á elds­neyt­is­verði þá virð­ast hækk­unin milli mán­aða aðal­lega vera á hlut olíu­fé­lag­anna. Gert er ráð fyrir hækkun krónu­gjalda á bensín í fjár­laga­frum­varp­inu sem nú er til umræðu fyrir Alþingi.

Bens­ín­verð á Íslandi skipt­ist í þrjá meg­in­liði. Það er algengt inn­kaupa­verð, opin­ber gjöld sem ríkið leggur á elds­neyt­is­verð og hlutur olíu­fé­laga. Opin­beru gjöldin breyt­ast lítið á milli mán­aða; það er raunar aðeins virð­is­auka­skatt­ur­inn sem getur breyst nema með sér­stökum laga­breyt­ingum frá Alþingi. Virð­is­auka­skatt­ur­inn er hlut­falls­legur skattur á elds­neyt­is­verð en önnur opin­ber gjöld sem leggj­ast á lítra­verðið eru föst krónu­tala sem ákvörðuð er í fjár­lög­um. Krónu­gjöldin á bens­ín­verð eru almenn vöru­gjöld, sér­stök vöru­gjöld og kolefn­is­gjald.

Algengt inn­kaupa­verð getur vit­an­lega sveifl­ast á milli mán­aða. Í bens­ín­vakt Kjarn­ans er inn­kaupa­verðið reiknað út frá verði á bens­íni til afhend­ingar í New York-höfn í upp­hafi mán­aðar frá banda­rískum yfir­völdum og mið­gengi doll­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­stand­andi mán­uði. Nánar má lesa um for­sendur bens­ín­vakt­ar­innar hér.

Auglýsing

Á árinu 2016 náði bens­ín­verðið hámarki í júní þegar algengt verð á bens­ín­lítra var 204,40 krón­ur. Lægst var verðið í febr­úar þegar lítr­inn kostn­aði að víð­ast hvar 186,50 krón­ur.

Verðið hækkar lík­lega á næsta ári

Tveir þættir gætu haft ráð­andi áhrif á elds­neyt­is­verð á næsta ári. Um mán­aða­mótin tóku sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC-­ríkin svoköll­uðu, ákvörðun um að tak­marka olíu­fram­leiðslu sína á næst­unni til þess að hækka heims­mark­aðs­verð á olíu. Þessi ákvörðun hefur þegar haft áhrif á heims­mark­aðs­verð­ið; nú kostar fatið af hrá­olíu nærri 52 doll­ara en um mán­aða­mótin var verðið um 45 doll­ar­ar.

Heims­mark­aðs­verð á olíu ræðst hins vegar af fjöl­mörgum flóknum þáttum og þess vegna er erfitt að gera lang­tíma­verð­spár. Sem dæmi um hugs­an­legt mót­vægi við ákvörðun OPEC-­ríkj­anna er aukin olíu­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna. Ef fram­boðið helst jafn mikið eða jafn­vel meira en það hefur verið mun verðið hugs­an­lega ekki hækka jafn ört og nú er gert ráð fyr­ir.

Eftir stendur hins vegar sú stað­reynd að und­an­farið ár hefur heims­mark­aðs­verð á hrá­olíu hækkað um um það bil 19 pró­sent.

Fylgstu með bens­ín­verð­inu á Bens­ín­vakt Kjarn­ans
Kann­aðu verðið

Gert er ráð fyrir 2,5 pró­sent hækkun á almenn og sér­stök vöru­gjöld á bensín og kolefn­is­gjald umfram 2,2 pró­sent verð­lags­upp­færslu í fjár­laga­frum­varp­inu sem nú er til umræðu á Alþingi. Þess vegna munu krónu­tölu­gjöldin svoköll­uðu hækka um ára­mótin um 4,7 pró­sent ef frum­varpið fer óbreytt í gegnum þing­ið. Allir þessir þrír liðir hafa tölu­verð áhrif á elds­neyt­is­verð hér á landi. Hægt er að sjá sund­ur­liðun elds­neyt­is­verðs­ins á vefnum gogn.kjarn­inn.is. Auk þess­ara þriggja gjalda þá telj­ast áfeng­is­gjald, tóbaks­gjald, bif­reiða­gjald og kíló­metra­gjald einnig til krónu­tölu­gjalda.

Almennt bens­ín­gjald er föst krónu­tala sem leggst á hvern bens­ín­lítra og rennur í rík­is­sjóð. Í dag nemur þetta gjald 25,6 krónum á hvern lítra. Sömu sögu er að segja um sér­stakt vöru­gjald á bens­ín­lítr­ann. 41,3 krónur leggj­ast á lítra­verð á bens­íni í dag. Mun­ur­inn á þessum tveimur gjöldum – almennum og sér­stökum vöru­gjöldum á bensín – er að almenna gjaldið rennur óskipt í rík­is­sjóð en sér­staka gjaldið rennur óskipt til Vega­gerð­ar­inn­ar, að frá­dregnu inn­heimtu­gjaldi rík­is­sjóðs.

Kolefn­is­gjald á hvern bens­ín­lítra er einnig ákvarðað með lög­um. Það mun hækka að sama skapi um 2,5 pró­sent umfram verð­lags­upp­færslu ef fjár­laga­frum­varpið fer óbreytt í gegnum þing­ið. Í dag er gjaldið föst krónu­tala að upp­hæð 5,25 krónur sem leggj­ast á hvern seldan lítra af bens­íni.

Í fjár­laga­frum­varp­inu er gert ráð fyrir að elds­neyt­is­gjöldin muni skila sam­an­lagt 26,9 millj­örðum króna í rík­is­sjóð á næsta ári. Þar er einnig gert ráð fyrir aukn­ingu í sölu elds­neytis um þrjú pró­sent. Á sama og fólk muni aka meira á næsta ári þá fer floti spar­neytn­ari bíla stækk­andi sem vegur upp á móti aukn­ingu í elds­neyt­is­sölu.

Sam­tök iðn­að­ar­ins (SI) hafa gagn­rýnt þennan lið fjár­laga­frum­varps­ins og segja þessa hækkun á elds­neyt­is­gjöldum munu fara „beint út í verð­lag“. „Reikna má með að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,2 pró­sent bara vegna þess­arar hækk­unar og eykur þannig verð­bólgu sem því nemur og dregur úr kaup­mætt­i,“ er haft eftir Almari Guð­munds­syni, fram­kvæmda­stjóra SI, í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna sem barst fjöl­miðlum á fimmtu­dag. Hann bendir einnig á að hér sé um að ræða við­bót­ar­skatta­hækkun á „vörur sem þegar bera mjög háa skatta“.

Ástæða þess að gert er ráð fyrir umfram­hækkun krónu­tölu­gjalda í nýjum fjár­lögum er til þess að „slá á þau þenslu­á­hrif sem látið hafa á sér kræla und­an­farna mán­uð­i“, svo vitnað sé beint í ræðu Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra á Alþingi þegar hann mælti fyrir frum­varp­inu 8. des­em­ber síð­ast­lið­inn. „Gert er ráð fyrir að þessi hækkun skili rík­is­sjóði sam­an­lagt 3,2 millj­örðum króna á ári að með­töldum hlið­ar­á­hrifum á virð­is­auka­skatt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None