Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014

Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.

Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Auglýsing

Með­al­verð á bens­ín­lítra hefur ekki verið hærra hér­lendis frá haust­mán­uðum árs­ins 2014. Þetta kemur fram í sam­an­burð­art­öflu á gasvakt­in.is.

Með­al­verð á bens­ín­lítra var í gær 233,9 krónur og hefur hækkað skarpt und­an­farna daga. Það er hæsta verð sem verið hefur frá því í októ­ber 2014 þegar með­al­verðið náði að verða 236,43 krónur á lítra.

Sam­kvæmt tölum sem birt­ast á gasvakt­in.is var hæsta verðið á land­inu í gær á fjöl­mörgum stöðvum N1 um land­ið, þar sem lítr­inn kost­aði 237,1 krón­ur. Ódýrastur var lítr­inn að venju hjá Costco í Kaup­túni þar sem hann kost­aði 199,9 krón­ur. Þeir sem ætla að versla þar verða þó að vera með­limir í Costco, en það kostar 4.800 krónur á ári.

Auglýsing

Eina bens­ín­stöð lands­ins sem kemst nálægt Costco í verði var stöð Atl­antsolíu við Kaplakrika, en hún er næsta bens­ín­stöð við Costco. Þar kost­aði lítr­inn 204,9 krónur í gær en verð á öðrum Atl­antsol­íu­stöðvum er 230,2 krón­ur.

Mun­ur­inn á dýrasta bens­ín­lítr­anum á Íslandi og þeim ódýrasta var því 37,2 krón­ur, eða 18,6 pró­sent.

Hæst fór bens­ín­verð í 268,1 krónu hér­lendis í apríl 2012.

Hærra heims­mark­aðs­verð og veik­ari króna

Tvennt er ráð­andi í þróun elds­neyt­is­verðs á Íslandi. Ann­ars vegar er það þróun á heims­mark­aðs­verði á olíu, en það hefur hækkað skarpt á und­an­förnum vik­um. Frá því á aðfanga­dag jóla 2018, þegar tunnan af hrá­olíu kost­aði 50,47 dali, hefur verðið hækkað í 71,2 dali á tunnu, eða um 41 pró­sent.

Verð á hverjum lítra af hrá­olíu í íslenskum krónum er í dag 53,8 krón­ur.

Hins vegar fer verðið eftir gengi íslensku krón­unn­ar, en það hefur hríð­fallið und­an­farna mán­uði gagn­vart dal. Í byrjun sept­em­ber í fyrra kost­aði einn dalur til að mynda 107 krón­ur. Í dag kostar hann 120 krón­ur, eða 12,1 pró­sent meira.

Rúm­lega helm­ingur til rík­is­ins

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,28 pró­­­sent af verði hans um miðjan apríl í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 12,57 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 3,79 pró­­­sent í kolefn­is­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur.

Sam­an­lagt fóru því 56 pró­­­sent af hverjum seldum bens­ín­lítra til rík­is­ins vegna gjalda sem það inn­heimt­ir. Hæstur fór hlutur rík­­­is­ins í 60,26 pró­­­sent í júlí 2017.

Sam­kvæmt Bens­ín­vakt Kjarn­ans, sem birt var á mánu­dag, var hlutur olíu­fé­lags í hverjum seldum lítra um miðjan þennan mánuð um 16 pró­sent. Hann hefur ekki verið lægri á þessu ári og í febr­úar var hann til að mynda 22,83 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent