Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014

Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.

Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Auglýsing

Með­al­verð á bens­ín­lítra hefur ekki verið hærra hér­lendis frá haust­mán­uðum árs­ins 2014. Þetta kemur fram í sam­an­burð­art­öflu á gasvakt­in.is.

Með­al­verð á bens­ín­lítra var í gær 233,9 krónur og hefur hækkað skarpt und­an­farna daga. Það er hæsta verð sem verið hefur frá því í októ­ber 2014 þegar með­al­verðið náði að verða 236,43 krónur á lítra.

Sam­kvæmt tölum sem birt­ast á gasvakt­in.is var hæsta verðið á land­inu í gær á fjöl­mörgum stöðvum N1 um land­ið, þar sem lítr­inn kost­aði 237,1 krón­ur. Ódýrastur var lítr­inn að venju hjá Costco í Kaup­túni þar sem hann kost­aði 199,9 krón­ur. Þeir sem ætla að versla þar verða þó að vera með­limir í Costco, en það kostar 4.800 krónur á ári.

Auglýsing

Eina bens­ín­stöð lands­ins sem kemst nálægt Costco í verði var stöð Atl­antsolíu við Kaplakrika, en hún er næsta bens­ín­stöð við Costco. Þar kost­aði lítr­inn 204,9 krónur í gær en verð á öðrum Atl­antsol­íu­stöðvum er 230,2 krón­ur.

Mun­ur­inn á dýrasta bens­ín­lítr­anum á Íslandi og þeim ódýrasta var því 37,2 krón­ur, eða 18,6 pró­sent.

Hæst fór bens­ín­verð í 268,1 krónu hér­lendis í apríl 2012.

Hærra heims­mark­aðs­verð og veik­ari króna

Tvennt er ráð­andi í þróun elds­neyt­is­verðs á Íslandi. Ann­ars vegar er það þróun á heims­mark­aðs­verði á olíu, en það hefur hækkað skarpt á und­an­förnum vik­um. Frá því á aðfanga­dag jóla 2018, þegar tunnan af hrá­olíu kost­aði 50,47 dali, hefur verðið hækkað í 71,2 dali á tunnu, eða um 41 pró­sent.

Verð á hverjum lítra af hrá­olíu í íslenskum krónum er í dag 53,8 krón­ur.

Hins vegar fer verðið eftir gengi íslensku krón­unn­ar, en það hefur hríð­fallið und­an­farna mán­uði gagn­vart dal. Í byrjun sept­em­ber í fyrra kost­aði einn dalur til að mynda 107 krón­ur. Í dag kostar hann 120 krón­ur, eða 12,1 pró­sent meira.

Rúm­lega helm­ingur til rík­is­ins

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,28 pró­­­sent af verði hans um miðjan apríl í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 12,57 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 3,79 pró­­­sent í kolefn­is­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur.

Sam­an­lagt fóru því 56 pró­­­sent af hverjum seldum bens­ín­lítra til rík­is­ins vegna gjalda sem það inn­heimt­ir. Hæstur fór hlutur rík­­­is­ins í 60,26 pró­­­sent í júlí 2017.

Sam­kvæmt Bens­ín­vakt Kjarn­ans, sem birt var á mánu­dag, var hlutur olíu­fé­lags í hverjum seldum lítra um miðjan þennan mánuð um 16 pró­sent. Hann hefur ekki verið lægri á þessu ári og í febr­úar var hann til að mynda 22,83 pró­sent.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent