Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014

Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.

Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Auglýsing

Meðalverð á bensínlítra hefur ekki verið hærra hérlendis frá haustmánuðum ársins 2014. Þetta kemur fram í samanburðartöflu á gasvaktin.is.

Meðalverð á bensínlítra var í gær 233,9 krónur og hefur hækkað skarpt undanfarna daga. Það er hæsta verð sem verið hefur frá því í október 2014 þegar meðalverðið náði að verða 236,43 krónur á lítra.

Samkvæmt tölum sem birtast á gasvaktin.is var hæsta verðið á landinu í gær á fjölmörgum stöðvum N1 um landið, þar sem lítrinn kostaði 237,1 krónur. Ódýrastur var lítrinn að venju hjá Costco í Kauptúni þar sem hann kostaði 199,9 krónur. Þeir sem ætla að versla þar verða þó að vera meðlimir í Costco, en það kostar 4.800 krónur á ári.

Auglýsing

Eina bensínstöð landsins sem kemst nálægt Costco í verði var stöð Atlantsolíu við Kaplakrika, en hún er næsta bensínstöð við Costco. Þar kostaði lítrinn 204,9 krónur í gær en verð á öðrum Atlantsolíustöðvum er 230,2 krónur.

Munurinn á dýrasta bensínlítranum á Íslandi og þeim ódýrasta var því 37,2 krónur, eða 18,6 prósent.

Hæst fór bensínverð í 268,1 krónu hérlendis í apríl 2012.

Hærra heimsmarkaðsverð og veikari króna

Tvennt er ráðandi í þróun eldsneytisverðs á Íslandi. Annars vegar er það þróun á heimsmarkaðsverði á olíu, en það hefur hækkað skarpt á undanförnum vikum. Frá því á aðfangadag jóla 2018, þegar tunnan af hráolíu kostaði 50,47 dali, hefur verðið hækkað í 71,2 dali á tunnu, eða um 41 prósent.

Verð á hverjum lítra af hráolíu í íslenskum krónum er í dag 53,8 krónur.

Hins vegar fer verðið eftir gengi íslensku krónunnar, en það hefur hríðfallið undanfarna mánuði gagnvart dal. Í byrjun september í fyrra kostaði einn dalur til að mynda 107 krónur. Í dag kostar hann 120 krónur, eða 12,1 prósent meira.

Rúmlega helmingur til ríkisins

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,28 pró­­sent af verði hans um miðjan apríl í sér­­stakt bens­ín­gjald, 12,57 pró­­sent í almennt bens­ín­­gjald og 3,79 pró­­sent í kolefn­is­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­ur.

Sam­an­lagt fóru því 56 pró­­sent af hverjum seldum bensínlítra til ríkisins vegna gjalda sem það innheimtir. Hæstur fór hlutur rík­­is­ins í 60,26 pró­­sent í júlí 2017.

Samkvæmt Bensínvakt Kjarnans, sem birt var á mánudag, var hlutur olíufélags í hverjum seldum lítra um miðjan þennan mánuð um 16 prósent. Hann hefur ekki verið lægri á þessu ári og í febrúar var hann til að mynda 22,83 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent