Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014

Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.

Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Auglýsing

Með­al­verð á bens­ín­lítra hefur ekki verið hærra hér­lendis frá haust­mán­uðum árs­ins 2014. Þetta kemur fram í sam­an­burð­art­öflu á gasvakt­in.is.

Með­al­verð á bens­ín­lítra var í gær 233,9 krónur og hefur hækkað skarpt und­an­farna daga. Það er hæsta verð sem verið hefur frá því í októ­ber 2014 þegar með­al­verðið náði að verða 236,43 krónur á lítra.

Sam­kvæmt tölum sem birt­ast á gasvakt­in.is var hæsta verðið á land­inu í gær á fjöl­mörgum stöðvum N1 um land­ið, þar sem lítr­inn kost­aði 237,1 krón­ur. Ódýrastur var lítr­inn að venju hjá Costco í Kaup­túni þar sem hann kost­aði 199,9 krón­ur. Þeir sem ætla að versla þar verða þó að vera með­limir í Costco, en það kostar 4.800 krónur á ári.

Auglýsing

Eina bens­ín­stöð lands­ins sem kemst nálægt Costco í verði var stöð Atl­antsolíu við Kaplakrika, en hún er næsta bens­ín­stöð við Costco. Þar kost­aði lítr­inn 204,9 krónur í gær en verð á öðrum Atl­antsol­íu­stöðvum er 230,2 krón­ur.

Mun­ur­inn á dýrasta bens­ín­lítr­anum á Íslandi og þeim ódýrasta var því 37,2 krón­ur, eða 18,6 pró­sent.

Hæst fór bens­ín­verð í 268,1 krónu hér­lendis í apríl 2012.

Hærra heims­mark­aðs­verð og veik­ari króna

Tvennt er ráð­andi í þróun elds­neyt­is­verðs á Íslandi. Ann­ars vegar er það þróun á heims­mark­aðs­verði á olíu, en það hefur hækkað skarpt á und­an­förnum vik­um. Frá því á aðfanga­dag jóla 2018, þegar tunnan af hrá­olíu kost­aði 50,47 dali, hefur verðið hækkað í 71,2 dali á tunnu, eða um 41 pró­sent.

Verð á hverjum lítra af hrá­olíu í íslenskum krónum er í dag 53,8 krón­ur.

Hins vegar fer verðið eftir gengi íslensku krón­unn­ar, en það hefur hríð­fallið und­an­farna mán­uði gagn­vart dal. Í byrjun sept­em­ber í fyrra kost­aði einn dalur til að mynda 107 krón­ur. Í dag kostar hann 120 krón­ur, eða 12,1 pró­sent meira.

Rúm­lega helm­ingur til rík­is­ins

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,28 pró­­­sent af verði hans um miðjan apríl í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 12,57 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 3,79 pró­­­sent í kolefn­is­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur.

Sam­an­lagt fóru því 56 pró­­­sent af hverjum seldum bens­ín­lítra til rík­is­ins vegna gjalda sem það inn­heimt­ir. Hæstur fór hlutur rík­­­is­ins í 60,26 pró­­­sent í júlí 2017.

Sam­kvæmt Bens­ín­vakt Kjarn­ans, sem birt var á mánu­dag, var hlutur olíu­fé­lags í hverjum seldum lítra um miðjan þennan mánuð um 16 pró­sent. Hann hefur ekki verið lægri á þessu ári og í febr­úar var hann til að mynda 22,83 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“
Kjarninn 28. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent