Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014

Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.

Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Auglýsing

Með­al­verð á bens­ín­lítra hefur ekki verið hærra hér­lendis frá haust­mán­uðum árs­ins 2014. Þetta kemur fram í sam­an­burð­art­öflu á gasvakt­in.is.

Með­al­verð á bens­ín­lítra var í gær 233,9 krónur og hefur hækkað skarpt und­an­farna daga. Það er hæsta verð sem verið hefur frá því í októ­ber 2014 þegar með­al­verðið náði að verða 236,43 krónur á lítra.

Sam­kvæmt tölum sem birt­ast á gasvakt­in.is var hæsta verðið á land­inu í gær á fjöl­mörgum stöðvum N1 um land­ið, þar sem lítr­inn kost­aði 237,1 krón­ur. Ódýrastur var lítr­inn að venju hjá Costco í Kaup­túni þar sem hann kost­aði 199,9 krón­ur. Þeir sem ætla að versla þar verða þó að vera með­limir í Costco, en það kostar 4.800 krónur á ári.

Auglýsing

Eina bens­ín­stöð lands­ins sem kemst nálægt Costco í verði var stöð Atl­antsolíu við Kaplakrika, en hún er næsta bens­ín­stöð við Costco. Þar kost­aði lítr­inn 204,9 krónur í gær en verð á öðrum Atl­antsol­íu­stöðvum er 230,2 krón­ur.

Mun­ur­inn á dýrasta bens­ín­lítr­anum á Íslandi og þeim ódýrasta var því 37,2 krón­ur, eða 18,6 pró­sent.

Hæst fór bens­ín­verð í 268,1 krónu hér­lendis í apríl 2012.

Hærra heims­mark­aðs­verð og veik­ari króna

Tvennt er ráð­andi í þróun elds­neyt­is­verðs á Íslandi. Ann­ars vegar er það þróun á heims­mark­aðs­verði á olíu, en það hefur hækkað skarpt á und­an­förnum vik­um. Frá því á aðfanga­dag jóla 2018, þegar tunnan af hrá­olíu kost­aði 50,47 dali, hefur verðið hækkað í 71,2 dali á tunnu, eða um 41 pró­sent.

Verð á hverjum lítra af hrá­olíu í íslenskum krónum er í dag 53,8 krón­ur.

Hins vegar fer verðið eftir gengi íslensku krón­unn­ar, en það hefur hríð­fallið und­an­farna mán­uði gagn­vart dal. Í byrjun sept­em­ber í fyrra kost­aði einn dalur til að mynda 107 krón­ur. Í dag kostar hann 120 krón­ur, eða 12,1 pró­sent meira.

Rúm­lega helm­ingur til rík­is­ins

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 20,28 pró­­­sent af verði hans um miðjan apríl í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 12,57 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 3,79 pró­­­sent í kolefn­is­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur.

Sam­an­lagt fóru því 56 pró­­­sent af hverjum seldum bens­ín­lítra til rík­is­ins vegna gjalda sem það inn­heimt­ir. Hæstur fór hlutur rík­­­is­ins í 60,26 pró­­­sent í júlí 2017.

Sam­kvæmt Bens­ín­vakt Kjarn­ans, sem birt var á mánu­dag, var hlutur olíu­fé­lags í hverjum seldum lítra um miðjan þennan mánuð um 16 pró­sent. Hann hefur ekki verið lægri á þessu ári og í febr­úar var hann til að mynda 22,83 pró­sent.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent