Að skipta um nafn eða skipta um stefnu?

Stjórnmálafræðingur segir nauðsynlegt að Samfylkingin fari að taka þátt í stjórnmálum að nýju, endurmeti stefnu sína og opni sig betur fyrir straumum tímans. Annars verði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra út þetta kjörtímabil, og á því næsta líka.

Auglýsing

Á Sam­fylk­ingin að skipta um nafn? Nokkur umræða hefur skap­ast um þessa spurn­ingu síð­ustu vikur og lík­legt að málið verði rætt á lands­fundi flokks­ins síðar í haust. Nafn­giftir stjórn­mála­flokka eru sjaldn­ast nein til­vilj­un, þó óneit­an­lega séu val­kost­irnir oft tak­mark­að­ir. Björt fram­tíð og Við­reisn hefðu sjálf­sagt frekar viljað bera nafnið Frjáls­lyndi flokk­ur­inn, ef það nafn hefði ekki verið frá­tekið af flokki sem undir lokin var þekktur fyrir flest annað en frjáls­lyndi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er dæmi um vel heppnað nafn, en Bænda­flokk­ur­inn hefði eflaust verið nær­tækara nafn við stofnun flokks­ins. Syst­ur­flokkar Fram­sókn­ar­flokks­ins á Norð­ur­löndum kenndu sig margir við bænd­ur, en þegar bændum fór fækk­andi eftir miðja síð­ustu öld skiptu þeir um nafn og kenna sig nú við miðju stjórn­mál­anna. Flestir stjórn­mála­flokkar sem lifað hafa ára­tugum saman voru stofn­aðir utan um gild­is­mat og hug­mynda­fræði, sem oft komu fram í nafni þeirra. Þannig höfum við íhalds­flokka, frjáls­lynda flokka og jafn­að­ar­manna­flokka víða um lönd. Komm­ún­ista­flokkar skiptu flestir um nafn eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna og kenna sig gjarnan við stöðu sína yst á vinstri vængn­um. Áhuga­verð­ustu dæmin um nafna­skipti rót­gró­inna flokka síð­ustu árin eru New-La­bour á Bret­landi og Nya-Modera­terna í Sví­þjóð, en nafn­gift­irnar voru hluti af hug­mynda­fræði­legri yfir­haln­ingu þess­ara flokka. 

Með stofnun Sam­­fylk­ing­­ar­innar átti að fylkja liði gegn Sjálf­­stæð­is­­flokkn­um, skapa trú­verð­ugan val­­kost við Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn og þá sér­­stak­­lega Sjálf­­stæð­is­­flokk Dav­­íðs Odds­­sonar (eins og kom á dag­inn).
Miðað við umræð­una virð­ist sem áhug­inn sé helst á því að fara frá Sam­fylk­ing­unni til nafns sem vísi beint til hug­mynda­fræð­innar með nafn­giftum á borð við Jafn­að­ar­manna­flokkur Ísland (sem nú þegar er hluti af nafni flokks­ins), Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn eða Jafn­að­ar­flokk­ur­inn. Nafnið Sam­fylk­ing á rætur sínar í deilum komm­ún­ista og jafn­að­ar­manna frá fjórða ára­tug tutt­ug­ustu aldar og vís­aði þá til sam­fylk­ingar gegn fas­isma. Síðan þá lifðu draumar – kannski draum­órar – um sam­ein­ingu vinstri manna góðu lífi. For­sendur fyrir til­urð Sam­fylk­ing­ar­innar voru að minnsta kosti þrjár: Í fyrsta lagi lok kalda stríðs­ins og þeirra deilu­mála sem því fylgdu, í öðru lagi góður árangur Reykja­vík­ur­list­ans og í þriðja lagi slæmt gengi þeirra þriggja meg­in­flokka sem mynd­uðu Sam­fylk­ing­una. Með stofnun Sam­fylk­ing­ar­innar átti að fylkja liði gegn Sjálf­stæð­is­flokkn­um, skapa trú­verð­ugan val­kost við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og þá sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokk Dav­íðs Odds­sonar (eins og kom á dag­inn). Nafnið Sam­fylk­ing vísar þannig fyrst og fremst til þess gjörn­ings að sam­eina ólíka flokka, fremur en hug­mynda­fræði eða gild­is­mat. Það þarf því ekki að koma á óvart að eftir því sem lengra líður frá upp­haf­legri sam­fylk­ingu ólíkra stjórn­mála­flokka þá dofni áhug­inn á nafn­inu.

Það sem vekur athygli mína og nokkra undrun er að sam­hliða umræðu um nafn­breyt­ing­una þá er engin umræða um stefnu flokks­ins og hug­mynda­fræði. Eftir að hafa beðið afhroð í tveimur kosn­ingum í röð, virð­ast for­ystu­fólk flokks­ins enn halda að um ein­hvers­konar mis­skiln­ing sé að ræða. Ef nafn­breyt­ing á flokknum á að vera hluti af upp­bygg­ing­ar­starfi eftir tvo ósigra í röð, verður að sjálf­sögðu að taka til í stefnu­málum og áherslum flokks­ins. Slík til­tekt fór ekki fram eftir ósig­ur­inn mikla 2013 og ekk­ert bendir til að slík til­tekt sé í spil­unum nú. Það blasir við að Sam­fylk­ingin er um margt hug­mynda­fræði­lega staðn­aður flokk­ur, ein­hvers­konar dauf­leg útgáfa af Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni árgerð 1995. Sam­fylk­ingin virð­ist þannig halda að verð­trygg­ing sé jafn mik­il­væg jafn­að­ar­stefn­unni og almanna­trygg­ing­ar, þó mér vit­an­lega hafi eng­inn jafn­að­ar­(­manna)­flokkur í heim­inum verð­trygg­ingu á stefnu sinn­i. 

Auglýsing

Tíu árum eftir banka­hrun veit eng­inn hvaða stefnu Sam­fylk­ingin hefur í banka­mál­um, jafn­vel þó flokknum þyki gaman að tala um þau mál, haldi jafn­vel fundi með lærðum pró­fess­orum um mál­ið. Staða neyt­enda á fjár­mála­mark­aði, ekki hækkar það mál blóð­þrýst­ing­inn hjá flokks­mönn­um. Mest af öllu ótt­ast Sam­fylk­ing­in popúlista­stimp­il­inn, sem margt flokks­fólk notar óspart á aðra. Margt flokks­fólk dreymir um flokk­inn sem ein­hvers­konar bleika útgáfu af Við­reisn. Að hlusta á Við­reisn tala er raunar ekki svo ólíkt Sam­fylk­ing­unni. Af því má draga sínar álykt­an­ir: Því betur sem þjóðin kynn­ist Við­reisn, því minni er ánægj­an. Sam­fylk­ing­ar­fólk mætti hafa í huga að popúl­ismi dafnar best þar sem hefð­bundin stjórn­mál staðna og missa tengslin við kjós­end­ur. Kosn­ing Don­alds Trump er ágætt dæmi um þetta. Á Íslandi er nóg af flokkum með popúl­ísk ein­kenni, stundum með ágætt fylgi. Þar á meðal eru Pírat­ar, Flokkur fólks­ins, Dögun og Fram­sókn­ar­flokkur Sig­mundar Dav­íðs. Allir hafa þeir hirt fylgi af Sam­fylk­ing­unni nokkuð auð­veld­lega. Vinstri græn hafa einnig fyr­ir­hafn­ar­lítið náð fylgi af Sam­fylk­ing­unni, sem er athygl­is­vert í ljósi þess að margt flokks­fólk telur vinstri­villu helsta mein Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sjálfur hef ég ekki sterkar skoð­anir á því hvort skipta eigi um nafn á Sam­fylk­ing­unni. Það sem mælir með nafn­inu er auð­vitað að enn er þörf fyrir sam­fylk­ingu gegn sterkri stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í raun er hin póli­tíska staða ekki svo ólík því sem hún var eftir kosn­ing­arnar 1995. Raun­sætt mat segir okkur að Bjarni Bene­dikts­son verði ekki aðeins for­sæt­is­ráð­herra út þetta kjör­tíma­bil, heldur það næsta líka. Spurn­ingin er bara með hverjum hann kýs að stjórna. Til þess að breyta þessu er nauð­syn­legt að Sam­fylk­ingin  fari að taka þátt í stjórn­málum að nýju, end­ur­meti stefnu sína og opni sig betur fyrir straumum tím­ans. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar