Sauðfjárbeit og loftslagsbreytingar

Þórunn Pétursdóttir segir að Ísland geti ekki keypt sig frá skuldbindingum sínum um minni losun gróðurhúsalofttegunda. Því geti ríkið ekki heldur haldið „áfram að niðurgreiða lambakjötsframleiðslu á illa grónum og löskuðum svæðum.“

Auglýsing

Ísland er vist­fræði­lega eitt verst farna land Evr­ópu. Frá land­námi hefur gróð­ur- og jarð­vegseyð­ing vegna ósjálf­bærrar land­nýt­ing­ar, sem ekki hefur tekið mið af óblíðri veðr­áttu og tíðum eld­gos­um, rústað stórum hluta vist­kerfa lands­ins. Tæp­lega 1/3 af yfir­borði Íslands hefur minna en 20% gróð­ur­þekju. Langstærstur hluti þess svæðis var áður gróið þó ein­hverjir jök­ul­sandar og svæði á mið­há­lend­inu, í regn­skugga norðan jökla, séu þarna með­tal­in. Því til við­bótar er ríf­lega 1/3 lands­ins með laskaða gróð­ur­þekju. 

Auð­lindin Ísland er í veru­lega döpru ásig­komu­lagi – með meira en helm­ing af öllum sínum gróð­ur- og jarð­vegsauð­lindum í eyddu eða lösk­uðu ástandi. Það sem verra er – Hluti laskaða lands­ins er enn að rofna og losa gríð­ar­legt magn kolefnis út í and­rúms­loft­ið.

Jarð­vegseyð­ing hraðar súrnun sjávar

Jarð­vegseyð­ing á norð­ur­slóðum eykur styrk CO2 í and­rúms­lofti en einnig í hafi þar sem tals­verður hluti kolefn­is­ins sem losnar endar beint í haf­inu og oxast þar. Jarð­vegseyð­ing og land­hnignun hefur því bæði óbein og bein áhrif á að hraða súrnun sjáv­ar.

Auglýsing

Rann­sóknir gefa til kynna að minnsta kosti helm­ingur þess kolefnis sem losnar við jarð­vegs­rof hér­lendis oxist yfir í CO2. Stærð­argráða CO2 los­unar vegna núver­andi jarð­vegseyð­ingar og land­hnign­unar hér­lendis hefur þannig verið metin til jafns við alla aðra losun frá Íslandi og jafn­vel mun meiri sam­kvæmt nýlegri skýrslu frá LBHÍ. 

Losun frá beiti­löndum sauð­fjár

Stór hluti þeirra svæða sem eru enn að losa kolefni eru nýtt sem sum­ar­beiti­lönd fyrir sauð­fé. Þetta eru svæðin sem þarf að stöðva rof og land­hnignun á og end­ur­heimta vist­getu þeirra. Í grein dr. Ólafs Arn­alds sem birt­ist nýverið í Kjarn­anum kemur fram að það sé hægt að draga úr losun frá lösk­uðu landi og fram­ræstu vot­lendi um jafn­vel 1 milljón tonna CO2 ár­lega og binda á ný í jarð­vegi og gróðri um 1 milljón tonna CO2 úr and­rúms­lofti. Árlegur ávinn­ingur land­bóta­að­gerða gæti þannig numið um 2 millj­ónir tonna CO2 á ári. 

Okkar ábyrgð

Ísland getur því miður ekki nýtt allan þennan mögu­lega ávinn­ing beint í lofts­lags­bók­haldi sínu þar sem hann fellur aðeins að tak­mörk­uðu leyti undir skuld­bind­ingar okkar á alþjóða­vett­vangi um minni los­un. Það er því ekki útlit fyrir að við getum keypt okkur frá skuld­bind­ingum okkar um minni los­un, með auknum land­bóta­að­gerð­um, eins og lagt er til í nýlegri skýrslu Byggða­stofn­unar um stöðu sauð­fjár­ræktar og sauð­fjár­bænda.

Það breytir þó ekki þeirri stað­reynd að íslenska ríkið verður að bregð­ast við þessum alvar­legu stað­reyndum af festu og ganga í að stöðva jarð­vegs­rof og land­hnign­un. Ríkið getur þannig ekki haldið áfram að nið­ur­greiða lamba­kjöts­fram­leiðslu á illa grónum og löskuðum svæð­um. Það ber sam­fé­lags­lega ábyrgð á að lág­marka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Íslandi. Minni losun frá landi kemur and­rúms­loft­inu mjög til góða og er lík­lega stærsta ein­staka skref sem við sem þjóð getum tekið til að draga úr hlýnun jarðar og súrnun sjáv­ar. 

Höf­undur er landgræðslu­vistfræðingur og aðstoð­ar­maður umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar