Tuttugu og sex milljarða sparnaður

Jón Steindór Valdimarsson segir að það þurfi að vanda til verka þegar innviðum landsins verður komið í viðundandi horf. Hægt væri að spara 26 milljarða króna af þeim 372 milljörðum sem áætlað er að þurfi til að koma innviðum í góða stöðu.

Auglýsing

Ný skýrsla segir að 372 millj­arða þurfi til þess að koma innviðum lands­ins í gott og eðli­legt horf. Það eru ekki nein­ir smá­aurar og eins gott að standa vel að verki. Með nýjum vinnu­brögðum mætti spara allt að 26 millj­örðum í bein­hörðum pen­ingum við þessi verk­efni.

Félag ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga og Sam­tök iðn­að­ar­ins kynntu tíma­móta­skýrslu á fundi í Hörpu í gær. Þar er fjallað um inn­viði, ástand og fram­tíð­ar­horf­ur. Skýrslan sýnir svart á hvítu að margt er óunnið og brýnt að taka til hend­inni á mörgum svið­um. Þakka ber fram­takið og fag­lega nálg­un.

Mat skýrslu­höf­unda er að ef koma eigi öllum innviðum í góða stöðu, þ.e. í ástand þar sem staðan er metin góð og eðli­legt við­hald þurfi til þess halda þeirri stöðu, þurfi sam­tals 372 millj­arða.

Auglýsing

Gömul saga og ný

Það blasir við að til þess að ná þessu marki þarf tíma, fé, fram­sýni og skipu­lag. Ganga þarf þannig til verks að öll þau verk­efni sem ráð­ist er í skili hámarks árangri, hvort sem litið er til nyt­semi, arð­semi, gæða, verðs, verk­tíma eða for­gangs­röð­un­ar.

Þrátt fyrir allt renna að jafn­aði miklir fjár­munir til opin­berra fjár­fest­ing­ar­verk­efna á ári hverju. Nýja skýrslan sýnir svo ekki verður um villst að gera verður enn betur á kom­andi árum. Dæmi um slíkar fjár­fest­ingar eru veg­ir, brýr, virkj­an­ir, dreifi­kerfi, flug­vell­ir, bygg­ingar af ýmsu tagi, skólar og heil­brigð­is­stofn­an­ir. 

Það er gömul saga og ný að allt of mörg slík verk­efni rísa ekki undir þeim kröfum sem til þeirra hafa verið gerðar og þau upp­fylla ekki þær þarfir sem að var stefnt. Nægir að nefna að kostn­aður fer úr bönd­um, fram­kvæmda­tími verður miklu lengri en til stóð og oft veita þau ekki þann ávinn­ing sem að var stefnt.

Skýr­ingar á þessu eru örugg­lega marg­vís­legar og margar þeirra sam­verk­andi. Má nefna að þættir eins og póli­tískt und­ir­bún­ings­ferli, þarfa­grein­ing, ferli, for­sendur og skil­yrði sem þarf að upp­fylla til þess að ráð­ist sé í verk­efni eru ófull­nægj­andi. Þá má nefna slæ­lega stjórn og eft­ir­lit þegar verk­efni er á fram­kvæmda­stigi. Stundum er greini­legur skortur á hæfni og þekk­ingu, skýrar reglur eru ekki fyrir hendi og óhóf­leg bjart­sýni tekur völdin auk fjölda þátta sem koma við sögu þegar ráð­ist er í verk­efni á vegum hins opin­bera og almannafé er til ráð­stöf­un­ar.

Ný nálgun nauð­syn­leg

Því fer víðs fjarri að vanda­mál af því tagi sem hér hafa verið rakin séu bundin við Ísland. Þau er víða að finna. Það er líka fjarri því að íslensk stjórn­völd og þeir sem koma að opin­berum fjár­fest­ing­ar­verk­efnum geri ekki margt vel og að ekki sé víða að finna reglu­verk og ferla. Það er hins vegar hægt að gera miklu betur og það er eftir miklu að slægj­ast ef vel tekst til um úrbætur á þessu sviði, ekki síst í und­ir­bún­ings­ferli verk­efna. Það sýnir reynsla ann­arra þjóða glöggt.

Á síð­asta þingi lagði grein­ar­höf­und­ur, ásamt öðrum þing­mönnum Við­reisn­ar, fram til­lögu til þings­á­lykt­unar til þess að bregðast við þessum vanda. Þar er lagt til að gerðar verði við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja að þegar um umfangs­mikil og kostn­að­ar­söm opin­ber fjár­fest­ing­ar­verk­efni er að ræða sé trygg­ing gæða, hag­kvæmni og skil­virkni slíkra verk­efna ávallt höfð að leið­ar­ljósi allt frá hug­mynda­stigi til fram­kvæmda og út áætl­aðan líf­tíma þeirra.

Góðar fyr­ir­myndir

Mörg lönd hafa tekið þessi mál föstum tökum og greini­legur árangur komið í ljós. Hér má sér­stak­lega nefna Nor­eg, einkum reglu­verk norska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins Ordn­ing for kva­litets­sikring av store statlige in­vester­in­ger og sam­starfs­verk­efn­ið Concept sem rekið er af NTNU (Nor­ges teknisk-nat­ur­vit­en­skapelige uni­versitet). Um 16 ár eru frá því að Norð­menn hófu sína vinnu. Þar benda rann­sóknir til þess að af 40 meiri háttar fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um, sem ráð­ist hefur verið í og aðferða­fræð­inni verið beitt, hafi 80% verk­efna stað­ist ytri ramma kostn­að­ar- og tíma­á­ætl­ana. Enn fremur hafi þessum verk­efnum verið skilað með um 7% lægri með­al­til­kostn­aði en áætlað var. Norð­menn meta það svo að hið nýja fyr­ir­komu­lag hafi valdið algjörum við­snún­ingi þar í landi og nú sé ekki lengur meg­in­regla að verk­efni fari úr bönd­um. 

Félag ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga og Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa einmitt leitað í smiðju til Norð­manna um fyr­ir­mynd að sinni skýrslu. Það ættu stjórn­völd einnig að gera. Tak­ist að ná þeim árangri sem orðið hefur í Nor­egi má ætla að beinn fjár­hags­legur sparn­aður gæti numið 26 millj­örðum af þeim 372 sem hin nýja skýrsla telur þörf fyr­ir. Það eru heldur engir smá­aurar, auk alls ann­ars ávinn­ings sem fylgja aðferða­fræði Norð­manna.

Menntun og rann­sóknum á sviði verk­efna­stjórn­unar og verk­efna­stjórn­sýslu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á alþjóða­vísu. Hér­lendis á nám á háskóla­stigi í verk­efna­stjórnun sér frekar stutta sögu en slíkt nám er nú í boði við Háskól­ann í Reykja­vík til MPM-gráðu (Master of Project Mana­gement) og við Háskóla Íslands til MS-gráðu. Mik­il­vægt er að efla rann­sóknir og miðla reynslu og þekk­ingu á svið­inu til hags­bóta fyrir sam­fé­lagið allt.     

Það þarf að byrja strax

Mik­il­vægt er að líta á þetta sem við­var­andi ferli úrbóta og lær­dóms sem leiðir hægt og bít­andi til árang­urs. Þetta er alls ekki átaks­verk­efni sem hægt er að ljúka á skömmum tíma. Þess vegna þarf að hefj­ast handa án taf­ar.

Þings­á­lykt­unin var ekki flók­in:

„Al­þingi ályktar að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að útfæra og leggja fram frum­vörp og und­ir­búa reglu­gerðir sem hafa það að mark­miði að tryggja gæði, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga allt frá hug­mynda­stigi til fram­kvæmda og út ætl­aðan líf­tíma þeirra. 

Ráð­herra skipi fimm manna starfs­hóp til þess að stofna til form­legs sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda, atvinnu­lífs og fræða­sam­fé­lags um gerð ramma­á­ætl­ana til þriggja ára í senn til þess að byggja upp þekk­ingu og færni og efla rann­sóknir á sviði gæða, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga. 

Ráð­herra leggi fram og kynni Alþingi til­lögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018.“

Mik­il­vægt er að taka þessi mál föstum tök­um. Án vafa mun arður sam­fé­lags­ins af þeirri vinnu og fjár­munum sem verður varið til úrbóta á þessu sviði skila sér marg­falt til baka með betri árangri og hag­kvæm­ari verk­efn­um.

Höf­undur er þing­maður Við­reisnar í suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar