Öðlingar og ölmusumenn

Auglýsing

Það er ekki nýtt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sæki hug­mynda­fræði sína til Repu­blik­ana í Banda­ríkj­unum ekki síst til þeirrar öfga­frjáls­hyggju­afla sem rutt hafa Trump braut í valda­há­sæti sem ógnar nú stöð­ug­leika og friði í heim­in­um. Hafa þeir gagn­rýn­is­laus étið upp flestar bábiljur sem and­legir frændur þeirra vestra nær­ast á svo sem brauð­mola­kenn­ing­una, dýrð skatta­lækk­ana og óskeik­ul­leika mark­að­ar­ins svo eitt­hvað sé nefnt. Hitt er þó fremur til undr­unar að í dýrkun sinni skuli þeir álp­ast í allar þær gryfjur sem grafnar eru þeim sem feta þá slóð.

Á leyni­fundi með auð­ugum stuðn­ings­mönnum sagði Mitt Rom­ney for­seta­fram­bjóð­andi Repu­blik­ana 2012 að nærri helm­ingur banda­rískra kjós­enda þægi meira frá rík­inu en þeir greiddu til þess. Ekk­ert þýddi fyrir flokk­inn að elt­ast við þá. Flokkun hans á banda­rískum kjós­endum í gef­endur og þiggj­endur er talin hafa snúið kosn­inga­bar­áttu hans í varn­ar­báráttu sem hann að lokum tap­aði. Þessi orð hans voru ekki gripin úr lausu lofti en end­ur­óm­uðu orð­ræðu sem hafði verið innan flokks­ins. Erik Pritt fyrrum pen­inga­sjóðs­maður og fjár­mála­stjóri hjá Rom­ney þegar hann var rík­is­stjóri í Massachu­settes hafði tjáð sig á svip­aðan hátt árið 2003 og Paul Ryan nú leið­togi Repu­blik­ana í full­trúa­deild­inni, vara­for­seta­efni Rom­neys, hafði tveimur árum áður full­yrt að 60% banda­ríkja­manna væru “ta­kers” en ekki “ma­kers” í þessum skiln­ingi.

Þrátt fyrir að dýr­keypt mis­tök Mitt Rom­ney séu flestum kunn birt­ast þessi við­horf enn innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Á heima­síðu Fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neyt­is­ins í maí 2015 birt­ist „frétt”, sem virð­ist hafa lít­inn til­gang annan en þann að koma á fram­færi boð­skap svip­uðum þeim sem að framan grein­ir. Í októ­ber 2016 leggur þáver­andi fjár­mála­ráð­herra út af frétt­inni sem und­ir­sátar hans höfðu samið svo listi­lega fyrir mála­til­búnað hans og birtir á heima­síðu sinni. Núver­andi fjár­mála­ráð­herra, þá stuðn­ings­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafði uppi svipuð við­horf í grein í blaði sín­u,Vís­bend­ing, á árinu 2006 með upp­færslu á árinu 2014 til rök­stuðn­ing því að afnema beri per­sónu­af­slátt til að koma í veg fyrir að til séu „ölm­usu­menn” sem ekki greiða neitt til sam­fé­lags­ins og taka ætti upp flatan tekju­skatt til að koma í veg fyrir þá „mein­loku” að þeir sem hafa hærri tekjur eigi að greiða hlut­falls­lega hærri skatta. Í umræðum fyrir kom­andi kosn­ingar hefur orðið vart við sam­bæri­legar stað­hæf­ingar og því ástæða til að rýna í rökin fyrir þeim og þær for­sendur sem gengið er út frá.

Auglýsing

Uppsafnaðar nettótekjur ríkissjóðs af tekjuskatti eftir tekjutíundum.Fyrrum fjár­mála­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra stað­hæfði og rit­aði á Face­book fyrir tæpu ári í aðdrag­anda kosn­inga þá: „Ég sé að menn eru víða að skrifa mis­virt­urt (sic) um skatt­byrð­ina. Hér er graf sem sýnir frá hvaða tekju­hópum ríkið fær meira í skatt en það greiðir í bæt­ur.” Hér gefur hann í skyn að verið sé að leið­rétta skrif mis­vit­urra um skatt­byrði og línu­ritið sýni hvaða tekju­hópar greiði skatt til rík­is­ins og lætur eins og almennur tekju­skattur sé eini skatt­ur­inn og lítur fram hjá því að meiri hluti skatt­tekna þess koma frá öðrum sköttum sem greiddir eru af öll­um. Í fram­haldi færslu hans kemur þó fram að hér er aðeins um að ræða almennan tekju­skatt til rík­is­ins án útsvars til sveit­ar­fé­laga og án fjár­magnstekju­skatts en að frá­dregnum barna­bótum og vaxta­bót­um.

Gefum okkur að fram­setn­ing ráð­herr­ans sé hand­vömm. Ekki er ástæða til að efa að tölur þær sem ráð­herr­ann byggir stað­hæf­ingu sýna á séu réttar sem slíkar en það á ekki við um rétt­mæti þeirrar álykt­unar sem ráð­herr­ann dreg­ur.

Hóp­ur­inn „fram­telj­end­ur” er of ósam­stæður til að tala eins og sú sem nefnd er hafi ein­hverja vit­ræna merk­ingu í því sam­hengi sem hún er not­uð, þ.e. sem mæli­kvarða á dreif­ingu skatt­byrði. Í þessum ríf­lega 200 þús­und „fram­talsein­inga” sem miðað er við má reikna með að um 40 þús­und manns eða um 20% af þeim séu ung­lingar í skólum og náms­fólk sem ráð­herr­ann vill líta á sem eðli­lega skatt­greið­end­ur. Auk þess eru þús­undir eldri borg­arar sem hafa aðal­lega fram­færslu af elli­líf­eyri.

Þýði sem ekki er eins háð mann­fræði­legum breytum eins og stærð yngstu árganga, skóla­sókn o.fl., er t.d. hjón og annað fólk í sam­búð. Sá hópur nær til meiri­hluta fram­telj­enda og tekna þeirra. Sé sá hópur skoð­aður verður myndin nokkuð önnur en hjá ráð­herr­an­um. Álagn­ing almenns tekju­skatts án útsvars á tekjur þess hóps á árinu 2015 sýnir að 80% hjóna og sam­búð­ar­fólks greiðir tekju­skatt sem, er hærri en þær bætur sem sami hópur fær. Á árinu 2012 var þessi tala 72% og er aukn­ingin enn einn vitn­is­burður um aukna skatt­byrði á þessu tíma­bili. Þessar tölur eru til sam­an­burðar við þau 30% sem ráð­herra til­greinir og sýnir glöggt áhrifin af óvönd­uðu vali á við­mið­un­ar­hópi og hvað þær tölur sem hann nefnir eru vill­andi.

Ráð­herr­ann notar ein­göngu almennan tekju­skatt til rík­is­ins en sleppir útsvars­hluta hans. Almennur tekju­skattur og útsvar er lagt á í einu lagi með sama skatt­hlut­falli í hverju sveit­ar­fé­lagi og með sama hlut­falli í flestum sveit­ar­fé­lögum og með einum og sama per­sónu­af­slætti. Eft­ir­tekj­unni er svo skipt þannig að sveit­ar­fé­lagið fær í sinn hluta fjár­hæð sem er fast hlut­fall af öllum almennum tekjum í sveit­ar­fé­lag­inu en ríkið fær afgang­inn. Í reynd er þannig um einn skatt að ræða þar sem eft­ir­tekjan skipt­ist milli sveit­ar­fé­lags og ríkis og lítil rök að baki því að deila álagn­ing­unni með þeim hætti eins og gert er en ekki t.d. að skipta skatti hvers og eins hlut­falls­lega.

Sé heild­ar­á­lagn­ing almennra tekju­skatta, þ.e. almenns tekju­skatts og útsvars að frá­dregnum bót­um, á tekju­ár­inu 2015 skoðuð kemur í ljós að 96% hjóna og sam­býl­is­fólks greiddi almenna tekju­skatta sem voru hærri en þær bætur sem þau fengu og hafði það hlut­fall hækkað úr 94% fyrir árið 2013. (Tölur þær sem not­aðar eru hér eru mið­aðar við tekju­bila­töflur á heima­síðu RSK)

Sú mynd af tekju­skatt­leysi alls almenn­ings sem fyrr­ver­andi  fjár­mála­ráð­herra lands­ins reynir að draga upp með tölum sínum á sér litla stoð í raun­veru­leik­an­um.  

Fram­an­greint er þó ekki það alvar­leg­asta við þennan mál­flutn­ing. Með honum er verið að gefa í skyn að stór hluti almenn­ings sé ölm­usu­fólk á fram­færi hinna göf­ugu ríku sem beri af þeim sökum miklar byrð­ar. Þetta er gert með því að draga fram tekju­skatt­inn einan en líta fram hjá öðrum sköttum og hverjir greiða þá. Aðrir skattar eru að vísu nefndir í fram­hjá­hlaupi í frum­gögnum ráð­herr­ans en engu að síður segir hann: Hér er graf sem sýnir frá hvaða tekju­hópum ríkið fær meira í skatt en það greiðir í bæt­ur.”

Hafa þarf tvennt í huga. Í fyrsta lagi er tekju­skattur ekki nema hluti af heild­ar­skatt­tekjum rík­is­ins og ekki sá stærsti. Virð­is­auka­skatt­ur, trygg­inga­gjald og margs konar vöru­gjöld eru mikið umfangs­meiri tekju­stofnar fyrir rík­ið. Í öðru lagi þarf að athuga að tekju­skattur og aðrir beinir skattar eru einu skatt­arnir sem eru eða eiga að vera stíg­andi, þ.e. hækka með stíg­andi tekj­um. Allir aðrir skattar eru fallandi þ.e. leggj­ast þyngra á fólk með lágar tekjur en á fólk með háar tekj­ur. Það er ávísun á ranga nið­ur­stöðu og falskar álykt­anir að stað­hæfa um dreif­ingu skatt­byrði og skatt­greiðslur með því að líta bara á einn skatt af mörgum og þá þann sem hvorki er veiga­mestur né dæmi­gerður fyrir það sem um er fjall­að.

Til þess að fá mynd af dreif­ingu skatt­byrði í heild og svör við spurn­ingu eins og þeirri sem ráð­herra þyk­ist vera að svara þarf athugun á dreif­ing­ar­á­hrifum alls skatt­kerf­is­ins. Slíkar athug­anir hafa verið gerðar í mörgum löndum og eru þar oft fastur liður við breyt­ingar á skatta­lögum öfugt við þau vinnu­brögð hér að keyra skatta­laga­breyt­ingar í gegnum þingið með lág­marks­upp­lýs­ingum og hjá­fræða­hjali. Í grein sem birt­ist í tíma­rit­inu Stjórn­mál og stjórn­sýsla árið 2007 gerði ég til­raun til að greina áhrif stærstu skatt­stofna rík­is­ins á dreif­ingu skatt­byrði og eru með­fylgj­andi línu­rit sótt í þá grein. Í þeim er sýnd sam­an­lögð skatt­byrði, þ.e. skattar sem hlut­fall af heild­ar­tekjum fyrir helstu skatt­teg­undir og sam­tölu þeirra á árinu 2005 flokkað eftir tekju­bilum þeirra sem töldu fram sem hjón eða sam­búð­ar­fólk. Miðað var við tekju­skatta, þ.e. almennan tekju­skatt og útsvar, fjár­magnstekju­skatt, virð­is­aukaskatt og trygg­inga­gjald. Ekki er ástæða til að ætla að veru­leg breyt­ing hafi orðið í þessum efnum til dags­ins í dag.

Fyrra línu­ritið sýnir að sam­an­lögð skatt­byrði hjóna af þessum sköttum fór stíg­andi með hækk­andi tekjum allt upp í 12. tekju­bil af þeim 20 sem notuð voru við grein­ing­una. Eftir það fór skatt­byrin fallandi. Síð­ara línu­ritið sýnir hið sama en þar hefur skal­anum verið breytt yfir í tekj­ur.

Af línu­ritum má lesa að skatt­byrði hjóna var mest hjá hjónum í tekju­bil­unum þar sem um 60% hjóna höfðu lægri tekjur og um 40% höfðu hærri tekj­ur. Þetta sýnir glöggt þá firru sem fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra reynir að bera á borð að ein­ungis tekju­hæstu fram­telj­endur greiði meira í skatt en þeir fá í bæt­ur. Allir fram­telj­endur greiða skatt með einum eða öðrum hætti. Það sést einnig að þeir tekju­hæstu bera ekki þyngstu byrð­arn­ar. Þær falla á herðar fólks með ríf­lega miðl­ungs­tekj­ur. Skatt­byrði allra tekju­hæstu hópanna er ámóta og hjá þeim sem eru í neðsta hluta tekju­ska­l­ans og minni en hjá fólki með með­al­tekj­ur. Skýr­ingar á því liggja í mörgum þátt­um, litlum stíg­anda tekju­skatts í efsta hluta tekju­ska­l­ans, sam­þjöppun eigna­tekna hjá þeim tekju­hæstu og lágum fjár­magnstekju­skatti og mik­illi mis­skipt­ingu eigna og tekna. Áhrif þess­ara þátta eru að lík­indum van­metin í tölum þessum og línu­riti þar sem mikið vantar upp á að allar raun­veru­legar fjár­muna­eignir og -tekjur birt­ist í fram­töl­um.

Þessar stað­reyndir sýna glöggt að kostn­aði við opin­bera þjón­ustu sem allir nýta, tekju­háir ekki síður en tekju­lágir, verður ekki deilt á borg­ar­ana með sann­gjörnum hætti nema að nýta til þess beina skatta, þ.e. tekju­skatta og eign­ar­skatta í meira mæli en nú er. Til þess þarf nýtt skatt­þrep á ofur­tekjur og auð­legð­ar­skatt. Með öðrum móti verður ekki náð til raun­veru­legra tekna hinna fáu í alhæstu tekju­bil­unum sem nú eiga stærstan hluta af eignum í sam­fé­lag­inu og hafa mestar tekjur í sam­ræmi við það.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar