Að hækka til að lækka

Listin að lækka skatta.

Auglýsing

Aug­lýs­ingar geta verið spaugi­leg­ar. Ein slík frá Múr­búð­inni sýndi mark­aðs­mann leið­beina henni á þann veg að hækka hjá sér verð og setja vör­unua svo á útsölu á fyrra verði. Þessi ráð féllu í grýttan jarð­veg og var ráð­gjaf­anum sparkað út. Hvers vegna að hækka til að lækka.

Ráð­gjaf­inn hefði lík­lega fengið vinnu hjá þeim rík­is­stjórnum á síð­ustu ára­tugum sem not­uð­uði valda­tíma sinn til að hækka skatta á alla nema á inn­múr­aða og auð­hringa og lofa öðrum lækkun án efnda. Nú ganga tals­menn þeirra um að hausti og syngja gömlu mön­tr­una um lækkun skatta og lofa áfram­haldi. Þeir minn­ast þó lítt á afrek sín í þeim efn­um, lækkun skatta á þá rík­ustu og tekju­hæstu um tugi millj­arða, lækkun veiði­gjalda á stór­út­gerðir um marga millj­arða og afnám orku­skatts á álbræðslur sem flytja hagnað sinn í skatta­skjól.

Yfir­lit yfir skatta frá 2005 til 2013, sem ég átti í fórum mín­um, hef fram­lengt til árs­ins 2017. Tölur í því eru úr rík­is­reikn­ingi hvers árs nema fjár­lögum fyrir 2017. Vísi­tölur og aðrar hag­stærðir eru sóttar í gögn Hag­stofu Íslands en eru áætluð fyrir árið 2017. Gögnin ná til allra skatt­tekna rík­is­ins í 13 ár og eru of umfangs­mikil til að birt­ast þau í stuttri grein en verða gerð aðgengi­leg á heima­síðu minni indri­di­h.com. Hér á eftir eru dregnar saman nokkrar nið­ur­stöður þess­arar athug­unar í töflum og mynd­um.

Auglýsing

Töl­urnar taka til áranna frá 2005 til 2017. Þær spannar feril þrenns konar rík­is­stjórna,  hrun­stjórn­anna 2005 til 2008, end­ur­reisn­ar­innar 2009 til 2013 og silf­ur­skeiða­stjórn­anna 2013 til 2017. Þróun skatt­heimtu innan og milli þess­ara tíma­bila er skoð­uð, m.t.t. þess hvaða áherslu þeir flokkar sem við völd voru hverju sinni lögðu á lækkun eða hækkun skatta.

Á tíma­bil­inu urðu miklar breyt­ingar í efna­hags­málum og verð­lags­málum og því segir sam­an­burður talna á verð­lagi hvers tíma tak­mark­aða sögu. Til að gera töl­urnar sam­bæri­legri milli ára og tíma­bila verða töl­urnar einnig sýndar þannig að sam­an­burður þeirra sé eðli­legri. Í fyrsta lagi verða skattar hvers árs upp­færðir til verð­lags á árinu 2016 með vísi­tölu vöru­verðs sem gefur nokkra mynd af “kaup­mætti” skatt­tekna í sam­an­burði milli ára. Í öðru lagi og til að taka mið af breyttum íbú­fjöldi og tekjum eru skatt­arnir reikn­aðir sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu, sem er mæli­kvarði á heild­ar­tekjur í sam­fé­lag­inu.

Skattekjur á verð­lagi hvers árs

Á árunum 2005 til 2017 hækk­uðu skatt­tekjur rík­is­ins úr 328 mrd. kr. í 691 mrd. kr. þ.e. rúm­lega tvö­föld­uð­ust. Aðrar stærðir hag­kerf­is­ins tóku einnig miklum breyt­ing­um. Þótt nafn­verð­breyt­ingar séu ekki góður mæli­kvarði til langs tíma er rétt að hafa í huga að þær eru jafnan not­aðar í umræðu um skatta á hverjum tíma og þá oft sem mæli­kvarði á það hvort skattar hafi hækkað eða lækk­að. Verða þær því skoð­aðar hér í byrj­un.

Á þessu tíma­bili breytt­ist hluti stærstu skatt­stofn­anna ekki veru­lega. Virð­is­auka­skattur var að jafn­aði um 30 - 35% tekn­anna, tekju­skattur ein­stak­linga á bil­inu 25 - 30% tekn­anna og trygg­inga­gjaldið 10 - 15% þeirra. Hlut­deild ann­arra skatta og skatt­flokka var innan við 10% hjá hverjum og einum að frá­töldum síð­ustu árum að sér­stakur fjár­sýslu­skattur lyfti tekju­sköttum lög­að­ila yfir það mark. Sam­tala skatta ann­arra en þeirra þriggja fyrst­nefndu var jafnan milli 25 og 30%.

Hækkun á skatt­tekjum eru mis­miklar innan þeirra tíma­bila sem afmörkuð eru að framan eins og eft­ir­far­andi tafla sýn­ir:

Skattekjur.

Hækkun skatt­tekna á tíma­bil­inu er úr 328 millj­örðum kr. í 691 millj­arð kr. Hækk­unin er mis­mikil á hinum til­greindu tíma­bilum og ástæð­urnar mis­mun­andi. Í hruna­dans­inum réði fjár­mála­bólan mestu um 74 millj­arða kr. á þremur árum, fjár­magnstekjur hvers konar uxu, hagn­aður banka og eign­ar­halds­fyr­ir­tækja var mik­ill og launa­hækk­anir mikl­ar. Við­brögð stjórn­valda voru ómark­viss og röng. Lækkun skatt­hlut­falla án þess að breyta per­sónu­af­slætti og bótaliða leiddi ein­ungis til hækk­unar skatta á lægri tekju­hópa en skatts­byrði hæstu launa lækk­aði. Tekju­skattar ein­stak­linga hækk­uðu um 42 millj­arða kr. eða nærri 50% milli áranna 2005 og 2008. Tíma­bilið og árin þar á undan ein­kennd­ust af and­vara­leysi og aðgerða­leysi stjórn­valda, sem létu sjálf­virkar breyt­ingar á sköttum í bólu­hag­kerfi að mestu ráða ferð og inn­gripin urðu til þess að draga úr aðhald í rík­is­fjár­málum og auka ójöfnuð í skatt­kerf­inu.

Á end­ur­reisn­ar­tím­anum voru aðstæður allt aðrar og aðgerðir stjórn­valda í sam­ræmi við þær. Miklar breyt­ingar urðu á verð­lagi, gengi, launum og öðrum und­ir­liggj­andi þátt­um, sem mætt var með skipu­legum aðgerðum á sviði skatta­mála og rík­is­út­gjalda í því augn­miði að ná jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um, sem tókst á tíma­bil­inu. Beindust breyt­ingar að því mark­miði að jafna dreif­ingu skatta um leið og óhjá­væmi­legra tekna var afl­að. Hækkun skatta á tíma­bil­inu var alls 104 millj­aðar króna eða 21 millj­arðar á ári að jafn­aði.

Silf­ur­tíma­skeiðið eftir hrun hefur í skatta­málum verið sam­bæri­legt árunum fyrir hrun. Á end­ur­reisn­ar­tím­anum hafði jafn­vægi náðst í rík­is­fjár­málum og upp­sveifla í efna­hags­lífi fyrir til­stilli ferða­manna sá rík­is­sjóði sjálf­virkt fyrir sívax­andi tekjum gerði stjórn­völdum kleift að sinna hags­munum þeirra sem þeir mátu mest og lækka veiði­gjöld, auð­legð­ar­skatt, sem ein­ungis hafði lent á stór­eigna- og hátekju­fólki, og raf­orku­skatt sem álverin greiddu að mestu. Að öðru leyti voru stjórn­völd aðgerða­lítil í skatta­mál­um.

Skattar á föstu verð­lagi

Fjár­hæðir á verð­lagi hvers árs eru lítt not­hæfur mæli­kvarði yfir langt tíma­bil og var­lega þarf að álykta um raun­veru­legar skatt­breyt­ingar á grund­velli þeirra. Skattar til rík­is­ins á tíma­bil­inu rúm­lega tvö­föld­uð­ust að krónu­tölu. Verð­vísi­tölur VLF og vöru­verðs hækk­uðu um yfir 80% á þessum sama tíma. Þjóð­inni fjölg­aði, efna­hagur batn­aði og verg lands­fram­leiðsla hækk­aði úr rúm­lega 1.000 m.kr. í yfir 2.500 m.kr. eða um nálægt 150%. Til að losna að ein­hverju leyti við áhrif verð­lags­breyt­inga við mat á sköttum er unnt að miða skattt­tekjur við fast verð­lag. Hér á eftir er það gert með því að nota vísi­tölu verð­lags og miða við verð­lag árs­ins 2016. Með þeirri aðferð fæst eft­ir­far­andi mynd af breyt­ingum á sköttum á tíma­bil­inu 2005 til 2007.Breyt­ingar á verð­gildi skatta á fram­an­greindum tíma­bilum eru sýnd er í eft­ir­far­andi töflu:

Skatttekjur.

Frá 2005 til 2008 lækk­aði verð­gildi skatt­tekna um 18 mrd. kr. Verð­gildið hafði þó auk­ist um 48 mrd. kr. til 2007 en tekju­fallið 2008 var 65 mrd. kr. að verð­gildi sem þurrk­aði þá hækkun út og vel það. Verð­rýrnun skatt­tekna hélt áfram á næsta tíma­bili og var verð­gildi þeirra 33 mrd. kr. lægra á árinu 2013 en það hafði verið 2008. Sú lækkun kom öll á árinu 2009 þegar það var 100 mrd. kr. lægra en það hafði verið 2008. Eftir það hækk­aði það um 67 mrd. kr. til 2013 en var þó þá enn um 50 mrd. kr. lægra en það var 2005. Engu að síður hafði tek­ist að ná jöfn­uði í rík­is­fjár­málum á þeim tíma. Frá 2013 hefur verð­gildi skatt­tekna hækkað um 139 mrd. kr. eða um 35 mrd. kr. á ári að jafn­aði.

Skattar sem hlut­fall af VLF

Þótt verð­gildi skatt­tekna hefur auk­ist frá 2005 til 2017 um nærri 90 millj­arða króna en rétt er að hafa í huga að und­ir­liggj­andi stærðir hafa einnig breyst mik­ið, fólki í land­inu hefur fjölgað og verg lands­fram­leiðsla hefur auk­ist mik­ið. Aukið verð­gildi skatta yfir svo langt tíma­bil segir því ekki þá sögu hvort skattar hafa hækkað hlut­falls­lega eða ekki. Til þess að leggja mat á það er yfir­leitt litið til þess hvað skattar eru mikið hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu á hverjum tím. Sá mæli­kvarði er rök­réttur fyrir þær sakir að VLF er eða á að vera sam­tala tekna allra í sam­fé­lag­inu, ein­stak­linga sem lög­að­ila. Eft­ir­far­andi mynd sýnir skatta til rík­is­ins sem hlut­fall af VLF á árunum 2005 til 2017.

Hlut­fall skatta af VLF náði sögu­legu hámarki á árunum fyrir hrun. Þrátt fyrir meinta bar­áttu þáver­andi stjórn­valda við að lækka skatta höfðu þeir vaxið nær sam­fellyt og voru orðnir um og yfir 30% af VLF á árunum 2005 til 2007. Á þetta við um skatt­tekjur í heild sem og stærstu skatt­stofn­ana, tekju­skatt ein­stak­linga og virð­is­auka­skatt. Frá og með 2007 verður sam­dráttur í skatt­tekjum og síðan hrun þeirra á árunum 2008 og 2009 þegar þær fara niður í rúm­lega 23% af VLF. Tekjur rík­is­sjóðs lækk­uðu um nálægt 1/3 eða um 7% af VLF.  Það svarar til um 140 millj­arða króna miðað við verð­lag og þjóð­ar­fram­leiðslu nú.

Á end­ur­reisn­ar­tím­anum fóru tekjur rík­is­sjóðs hægt en örugg­lega vax­andi. Fyrst að mestu vegna aðgerða stjórn­valda í skatta­málum og síðan einnig vegna umsnún­ing og vaxtar efna­hags­lífs­ins. Á árinu 2013 höfðu skatt­tekjur rík­is­ins vaxið úr 23,2% af VLF í 26,7% af VLF, þ.e. hækkað um 3,5% af VLF. Langt var þó í land að skatt­tekj­urnar næðu þeim hæðum sem þær höfðu haft fyrir hrunið þegar þær voru um og yfir 30%.

Á silf­ur­skeið­inu eftir end­ur­reisn hélt vöxtur skatt­hlut­falls­ins áfram þó í minna mæli en áður enda þörfin minni eftir á jöfn­uður hafði náðst í rík­is­fjár­mál­um. Engu að síð­ur, þvert á lof­orð um lækkun skatta, og þrátt fyrir afnám skatta á hátekju- og stór­eigna­fólk, sægreifa og álver hélt skatt­hlut­fallið áfram að hækka og er nú um hálfu pró­sentu­stigi af VLF hærra en það var 2013. Þessi hækkun skatta sem og lækkun skatta á vild­ar­vini rík­is­stjórn­ar­innar er borin uppi af hinum almenna skatt­borg­ara, sem sést m.a. á því að tekju­skattur ein­stak­linga og viris­auka­skatt­ur, þ.e. þeir skatt­stofnar sem skipta almenn­ing mestu eru hvor um sig 0,5 - 1 pró­senttu­stigi af VLF hærri en þeir voru á end­ur­reisn­ar­tím­an­um.

Nið­ur­stöður

Í hrund­ans­inum voru að völdum rík­is­stjórnir sem hömp­uðu þeirri stefnu að lækka skatta og hrósuðu sér af árangri í þeim efn­um. Þær böð­uðu sig í lofi Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Við­skipta­ráðs og fleiri hags­muna­að­ila, sem kvöttu þær til dáða og stýrðu aðgerðum þeirra að ein­hverju leyti. Rík­is­stjórnir silf­ur­skeiðs­ins fetuði í slóð hinna fyrr­nefndu og syngja sjálfum sér nú lof fyrir skatta­lækk­anir og lofa að halda áfram að „lækka” skatta.

Rík­is­stjórn end­ur­reisn­ar­tím­ans ásetti sér vissu­lega að hækka skatta. Hún tók við rík­is­fjár­málum í halla og nið­ur­brotnu skatt­kerfi. Til að ná jafn­vægi beitti hún í senn mark­vissu aðhaldi í rík­is­út­gjöldum og hóf­legri skatt­lagn­ingu sem jafn­framt mið­aði að auknum jöfn­uði í skatt­lagn­ingu. Á starfs­tíma sínum sætti hún mik­illi and­spyrnu þáver­andi stjórn­ar­and­stöðu og fyrr­nefndra fylgi­hnatta henn­ar. Var hún ásökuð um að skera of lítið niður en hækkað skatta meira en dæmi voru um. Hefur sá söngur haldið áfram í mál­flutn­ingi við­kom­andi stjórn­mála­flokka svo og í Morg­un­blað­inu, Við­skipta­blað­inu og öðrum mál­pípum þeirra.

Fyrir þessa orð­ræðu eru fram­an­greindar tölur afar áhuga­verð­ar. Það sýnir sig sem sé að á stjórn­ar­árum „skatta­lækkana­flokk­anna” fyrir og eftir hrun hækk­uðu skattar meira og náðu hærri hæðum en þeir gerðu á end­ur­reisn­ar­tím­anum þegar nauð­syn steðj­aði að. Sú rík­is­stjórn, sem þá sat, reynd­ist ekki hálf­drætt­ingur þeirrar rík­is­stjórna, sem stýrðu land­inu inn í hrun­ið, og hafa baðað sig í vel­gengni sem lögð var upp í hendur hennar eftir það.

Múr­búðin vildi ekki blekkja með því að hækka til að lækka” en það vilja aðrir gera. Lætur þjóðin blekkjast?

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar