Spenna á milli Bandaríkjanna og Rússlands hefur ekki verið eins mikil síðan í Kalda stríðinu svonefnda hér á árum áður. Kalda stríðið einkenndist af fjandskap í samskiptum stórveldanna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sálugu. Beint stríð milli þessara aðila kom aldrei til því allri heimsbyggðinni stóð ógn af kjarnorkuvopnum þeirra. Þess í stað urðu átök á Kóreuskaga,víða um Afríku, í Víetnam og Afganistan í svokölluðum umboðsstríðum stórveldanna. Báðar þjóðir komu fyrir kjarnorkuvopnum við landamæri hvers annars og hótuðu að nota þau.
Nú hefur sagan endurtekið sig. Ný umboðsstríð á milli Rússlands og Bandaríkjanna eru í gangi í dag, óbein stríð á milli heimsvelda í gegnum yfirvöld eða uppreisnarhópa. Þrátt fyrir að vera sáttmála um að eyða kjarnorkuvopnum ógna þau enn heimsbyggðinni. Nýja kalda stríðið hófst árið 2014 þegar Rússland hertók Krímsskaga í Úkraínu.
Ögrandi tilburðir
Gamla kalda stríðinu lauk þegar Sovétríkin leystust upp árið 1991. Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands hafa síðan þá verið litaðar af ágreiningi. Rússneskum yfirvöldum er ögrað af útbreiðslu Atlandshafsbandalagsins til austur evrópu og því að Bandaríkin hafi komið fyrir eldlflaugavörnum í Póllandi. Samskipti þjóðanna hafa sérstaklega verið beitt nú þega Rússland hertók Krímsskaga í Úkraínu.
Loforð Donalds Trump um bætt samskipti virðast ekki hafa ræst. Ýmsir atburðir renna stoðum undir þetta. Þar má nefna að Rússneskar herþotur hafa sést fljúga lágt yfir bandarísk herskip og sýna með því ögrandi tilburði í garð bandaríkjanna við þarlendar herþotur.
Heræfingar fara fram báðum megin við landamæri Rússlands. Annars vegar hjá Rússneska hernum og hins vegar hjá Atlandshafsbandalaginu (NATO). Bandaríkin og Rússland búa yfir meirihluta kjarnorkuvopna heimsins og þess vegna eru samskipti ríkjanna áhyggjuefni fyrir alla heimsbyggðina.
Kalda stríðið
Eftir síðari heimsstyrjöldina var mikil spenna á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Heimsveldin tvö höfðu verið bandamenn gegn Þýskalandi í heimsstyrjöldinni síðari. Fjandskapur í samskiptum milli ríkjanna magnaðist af ýmsum orsökum. Stríðið var kallað „kalt“ af því að heimsveldin fóru aldrei í bein stríðsátök hvert við annað. Heimsveldin tókust þó á í svokölluðum umboðsstríðum (e. proxy wars) í Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríku. Sovétríkin stóðu fyrir kommúnisma og miðstýrðum hagkerfum en Bandaríkin fyrir kapítalisma og frjálsum markaði. Báðar þjóðir studdu hópa sem bjuggu yfir hugmyndafræði sem hentaði þeim hverju sinni í þessum heimshornum.
Bandaríkjamenn og Sovétmenn þróuðu gereyðingarvopn og komu þeim fyrir nálægt landamærum hvers annars. Það sem hindraði báðar þjóðir frá því að framkvæma kjarnorkuvopnaárás var ógn gagnkvæmrar eyðileggingar ef ,,heitt“ stríð færi af stað. Ef Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Sovétríkin gætu Sovétríkin svarað með sinni eigin árás. Afleiðingin yrði að báðar þjóðirnar (og líklega allt mannkynið) myndi eyðast. Í nokkur skipti munaði verulega litlu að kjarnorkustríð hæfist svo sem þegar Sovétríkin komu fyrir kjarnorkuoddum á Kúbu.
Gamla kalda stríðinu lauk á friðsamlegan hátt. Forseti Sovétríkjanna sagði af sér sjálfviljugur og lýsti ríkjunum undir Sovétríkjunum sem sjálfstæðum ríkjum. Aðgerðir Vladimir Putin líta út fyrir að vera tilraun til þess að koma gömlu Sovétríkjunum aftur til valda.
Atlandshafsbandalagið
Atlandshafsbandalagið var stofnað sem hernaðarbandalag Bandaríkjanna og Evrópuþjóða gegn Sovétríkjunum í kalda stríðinu. Í dag þjónar bandalagið sama tilgangi gegn Rússlandi. Samtals 29 þjóðir í Norður Ameríku og Evrópu eru í Atlandshafsbandalaginu og er Ísland þar á meðal. Samkvæmt lögum Atlandshafsbandalagsins er árás á eina þjóð í bandalaginu jafngild árás á þær allar. Þetta þýðir að ef Rússland myndi gera innrás í eina þjóð sem tilheyrir Bandalaginu gæti það komið af stað þriðju heimsstyrjöldinni.
Umboðsstríð á ný
Sovétríkin og Bandaríkin fóru í umboðsstríð víða um heim í kalda stríðinu. Víetnam stríðið var umboðsstríð, Sovétríkin studdu yfirvöld Norður Víetnam en Bandaríkin yfirvöld Saigon í Suður Víetnam.
Norður Víetnam var kommúnistaríki en yfirvöld Saigon voru kapítalistar. Norður Víetnam naut því stuðnings Sovétríkjanna en Saigon fékk stuðning frá Bandaríkjunum. Þegar Rússland réðst inn í Afganistan árið 1979 studdi Bandaríska leyniþjónustan Mujahideen uppreisnarmennina með þjálfun og vopnum (Mujahideen voru íslamskir ofsatrúarmenn og þróuðust yfir Talíbanið og Al-kaída). Í dag eru tvö umboðsstríð í gangi á milli Bandaríkjanna og Rússlands annars vegar í Úkraínu hins vegar í Sýrlandi.
Rússar ráðast inn í Úkraínu
Árið 2014 hertóku Rússnesk yfirvöld Krímsskaga í Úkraínu. Óeinkennisklæddir Rússneskir hermenn gengu til liðs við uppreisnarhópa í Úkraínu sem voru hliðhollir Rússlandi.
Kosið var um hvort svæðið ætti að verða hluti af Rússlandi eða sameinast Úkraínu á ný. Úrslit kosninga sýndu að almenningur vildi tilheyra Rússlandi. Flestir þjóðarleiðtogar viðurkenna ekki kosningarniðurstöðurnar þar sem Krímsskagi var undir hertöku Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands skrifaði undir sameiningarsáttmála við sjálflýsta Lýðveldi Krímsskaga.
Aðgerðirnar drógu að sér fordæmingu frá flestum heimsleiðtogum. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna beitti refsiaðgerðum gegn Rússlandi ásamt mörgum öðrum þjóðarleiðtogum.
Það er ennþá stríð í Úkraínu. Bandarískir hermenn eru að þjálfa Úkraínska herinn sem eru að berjast við uppreisnarmenn studda af Rússneskum yfirvöldum. Úkraínski herinn er að berjast við uppreisnarmenn studda af Rússneskum yfirvöldum. Rússneskir hermenn eru líka í Úkraínu að berjast við hlið uppreisnarmannana. Rússnesk yfirvöld neita að þeir séu þar.
Sýrland
Borgarastríðið í Sýrlandi og upplausnin þar er að breytast í umboðsstríð í valdatafli Rússa við vesturveldin.
Bandarísk yfirvöld styðja uppreisnarmenn gegn stjórn Bashar Al-assad, forseta Sýrlands en Rússar styðja núverandi stjórn í Sýrlandi með hernaðarmætti sýnum. Bandarísk yfirvöld veita Sýrlenskum uppreisnarmönnum vopn og þjálfun.
Uppreisnarhópar sem fá stuðning frá Bandaríkjunum eru skotmörk Rússneskra sprengjuvéla.
Stefna Bandaríkjanna hefur verið að framkvæma loftárásir gegn hryðjuverkahópum í Sýrlandi, aðallega Íslamska ríkinu, og að halda Bandaríkjaher frá átökum á milli uppreisnarmanna og Sýrlenska stjórnarhersins.
Í september síðastliðnum var gert vopnahlé í Sýrlandi. Vopnahléið átti að enda átökin í Sýrlandi og sameina Rússland og Bandaríkin gegn hryðjuverkahópum. Undir vopnahléssamningnum myndu Bandaríkin og Rússland framkvæma sameiginlegar loftárásir gegn Íslamska ríkinu og Jabhat Fatah Al-sham.
Tveimur dögum áður en samstarf þjóðanna átti að hefjast réðst Bandaríski herinn á Sýrlenska herinn með loftárásum. Á sjötta tug sýrlenskra hermanna voru drepnir í árásinni. Bandaríkjamenn héldu að hermennirnir væru liðsmenn Íslamska ríkisins, í rauninni höfðu þeir verið á leiðinni að berjast við Íslamska ríkið. Vopnahléið stóð aðeins í nokkra daga og ekkert varð úr samstarfinu.
Bandaríski herinn hefur í tvígang ráðist viljandi á sýrlenska herinn síðan Donald Trump tók við embætti forseta. Í fyrra skiptið sprengdu þeir upp flugvöll sem notaður var af Sýrlenska hernum. Skýring Bandaríkjaforseta var að flugvöllurinn hefði verið miðstöð fyrir efnavopnaárás. Það er þó mjög umdeilt.
Rússnesk yfirvöld fengu viðvörun frá Bandaríkjunum við árásinni til þess að koma hermönnum sýnum í burtu.
Sunnudaginn 4 júní skaut Bandaríski herinn niður herþotu Sýrlenska stjórnarhersins. Þotan ætlaði að ráðast á uppreisnarmenn studda af Bandarískum yfirvöldum, samkvæmt varnarmálaráðuneytinu. Þegar þotan byrjaði að láta sprengjur falla var hún skotin niður af Bandarískum herþotum. Eftir þann atburð lýstu Rússnesk yfirvöld því yfir að Bandarískar herþotur sem fljúga yfir Efrat ána myndu vera „hugsanleg skotmörk“.
Rússnesk yfirvöld hótuðu einnig að loka samskiptalínu milli tveggja þjóðanna sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir árekstra herþota í loftinu yfir Sýrlandi.
Herþotur og heræfingar ögra
Rússneskar vélar fljúga nálægt herþotum og flugskipum Bandaríkjanna og NATO. Rússar hafa sýnt þessa ögrandi tilburði oft á síðustu árum. Í einu nýlegu atviki flugu tvær Rússneskar herþotur lágt yfir Bandaríska herskipinu USS Donald Cook í Eystrasaltshafinu. Þoturnar komu innan við 9 metra frá skipinu. Þoturnar flugu oft framhjá skipinu líkt og um árás væri að ræða.
Í júlí 2017 reyndu Nato flugvél að stöðva Rússneska flugvél yfir eystrasaltshafinu. Varnarmálaráðherra Rússlands var um borð í vélinni. Rússnesk herþota mætti Atlandshafsbandalags vélinni. Rússneska vélin sveiflaði vængjunum til þess að sýna að hún væri vopnuð. Aðeins tveimur dögum áður hafði rússnesk þota flogið hálfum metra yfir bandaríska njósnavél yfir Eystrasaltshafinu.
Tyrkland og Rússland
Eitt af atvikunum sem hafa leitt til mestrar spennu var þegar Tyrkland skaut niður Rússneska flugvél árið 2015. Rússneska flugvélin flaug frá Sýrlandi yfir í Tyrkneska lofthelgi. Tyrknesk yfirvöld skipuðu þotunni að snúa við en hún svaraði ekki. Tvær Tyrkneskar herþotur voru sendar í loftið og önnur þeirra skaut niður Rússnesku þotuna. Tveir flugmenn voru um borð annar þeirra lét lífið. Atvikið leiddi til mikillar spennu á milli Rússlands og Tyrklands, sem er hluti af Atlandshafsbandalaginu.
Vladimir Putin ásakaði Tyrkland um að vera „vitorðsmenn hryðjuverkamanna“ og varaði við „alvarlegum afleiðingum“. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan sagði að Tyrkland hefði rétt á að verja sig.
Erdogan hefur síðan beðist afsökunar fyrir að þotan hafi verið skotin niður.
Spenna við landamæri Rússlands
Gríðarleg spenna ríkir við landamæri eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Þúsundir Nato hermanna eru staðsettir í Eystlandi, Latvíu, Litháen og Póllandi og eru viðbúnir innrás frá Rússlandi.
Bæði NATO og Rússland halda stórar hernaðaræfingar reglulega hver sýnum megin við landamæri Rússlands. Æfingarnar eru til þess gerðar að sýna mátt beggja liða.
Í fyrra hélt Nato stærstu heræfingu sem hefur átt sér stað síðan í Kalda stríðinu í Póllandi. Æfingin líkti eftir innrás í Pólland með 3100 hermönnum og þúsundum farartækja. Pólland og Litháen eru ekki við meginland Rússlands heldur við Kalingrad. Rússneskar heræfingar hafa einnig átt sér stað í Kalingrad. Rússnesk yfirvöld hafa hótað að koma fyrir kjarnorkuvopnum þar og nú hafa þeir ákveðið að gera það.
Við lok tímabils Barack Obama tilkynnti stjórn hans að þau myndu senda öflug vopn, vopnuð farartæki og herbúnað til austur Evrópu. Rússar brugðust við með óvæntri hernaðaræfingu í suður Rússlandi í febrúar.
Engin breyting undir Trump
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lofaði að hann myndi bæta samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Hann hefur kallað NATO „úrelt“ samtök og kvartað yfir því að Bandaríkin eyði of miklum peningum í bandalagið.
Trump hefur svikið loforð sitt og farið að fordæmi fyrirrennara sýns. Fyrir stuttu beitti forsetinn fleiri refsiaðgerðum gegn Moskvu. Forseti Úkraínu kom í heimsókn í hvíta húsið á sama degi og nýju refsiaðgerðunum var beitt. Bandarískir hermenn eru ennþá sendir til landamæra Rússlands og hernaðaræfingar NATO standa enn yfir með þátttöku Bandaríkjanna.
Hver myndi vinna stríðið ?
Það sem veldur kannski mestum áhyggjum af nýja kalda stríðinu er sú ógn sem heiminum steðjar af kjarnorkuvopnum. Bandaríkin búa yfir 7200 kjarnorkuoddum en Rússland 7500.
Þegar leikstjórinn Oliver Stone spurði Vladimir Putin í viðtali hvort að Bandaríkin myndu sigra í stríði gegn Rússlandi svaraði hann „ég held að engin myndi sigra í slíkum átökum“.